Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 2
 18 rUilíÍMÍt ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1999 Nýir hraöbankar í Bandaríkjunum: Horfst í augu við viðskiptavininn - hversu langt má ganga í skráningu á persónueinkennum? Maður nokkur gengur að hrað- banka, horfir á hann stutta stund og bank- inn opnast. Mað- urinn tekur út væna summu og gengur burt án þess að hafa nokkurn tímann notað kort eða leyninúmer. Þetta hljómar e.t.v. eins og I vísindaskáldsögu en er samt orðið daglegt brauð í nokkrum tilraunabönkum Bank United í Texas. Myndavél við hraðbankann skoð- ar augasteina þess sem við bankann stendur og ber þá saman við auga- steina í gagnasafni sínu. Þannig veit hún ávallt hver það er sem vill eiga viðskipti, svo lengi sem auga- steinar hans hafa verið skráðir í augasteinasafn Bank United. Ótakmarkaðir möguleikar Talsmenn IriScan, fyrirtækisins sem hefur þróað þetta kerfi, segja það óskeikult. Það skráir 266 mæl- anleg atriöi augasteina hvers ein- staklings, en steinarnir eru alsettir ýmsum sérkennum sem mótast í æsku, breytast ekki eftir það, og eru einstakir í hverri manneskju. Augn- litur hefur ekkert að segja hvað þetta varðar og gleraugu eða linsur trufla ekki greiningarkerfið. Margir vilja meina að kerfi af þessu tagi, sem greina persónuein- kenni í fari fólks, muni verða sífellt umfangsmeiri í daglegu lífi nútíma- mannsins og leysa af hólmi per- sónuskilríki í sífellt meiri mæli. Þá er ekki bara verið aö tala um auga- steina heldur einnig fingrafór, radd- greiningu og lögun handa eða and- lits, svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir á notagildi slíkrar tækni eru nær ótakmarkaðir. Sem dæmi gæti lögregla komið sér upp rafrænum gagnabanka yfir glæpa- menn og síðan gætu faldar mynda- vélar á ákveðnum stöðum gert við- vart á lögreglustöðinni ef þekktum glæpamanni bregður fyrir. Einnig mætti hugsa sér þetta kerfi í stað stimpilklukkna og myndi það þá Sálfræöi sólgleraugna: Auka sjálfstraustið Ný rannsókn hefur leitt í ljós að fólki finnst það vera meira kynæsandi þeg- ar það notar sól- gleraugu. Sálfræðingurinn Dr. Glenn Wilson, sem sérhæfir sig í málum sem snerta samskipti kynj- anna, segir að sólgleraugu auki sjálfstraust þess sem þau ber og láti honum þannig finnast hann meira aðlaðandi en þegar hann notar ekki slík gleraugu. „Sólgleraugu veita okkur ákveðna fjarlægð þannig að fólk sem er í feimnari kantinum verður fært um að gera hluti sem það myndi annars ekki gera. Gott dæmi um þetta er t.d. að vera í sólbaði ber að ofan,“ segir Wilson. „Að ein- hverju leyti kemur þetta til af því að sá með gleraugun finnst hann vera við stjómvölinn vegna þess að hann sér meira af öðrum en aðrir sjá af honum. Þetta er í rauninni orsökin fyrir því hve mörgum finnst sólgler- augu vera „svöl“. Óútreiknanlegir karlmenn Dr. Wilson er prófessor við Uni- versity of London og hefur byggt rannsóknir sínar á viðtölum við fókushópa. Hann segist hafa komist að því að sólgleraugu séu orðin mjög mikilvæg fyrir marga. „Það er ljóst að fólk notar ekki sól- gleraugu bara til að verjast sól- arljósi, heldur einnig af því að þeim Að einhverju leyti kem- ur þetta til af því að sá með gleraugun finnst hann vera við stjörn- völinn vegna þess að hann sér meira af öðr- um en aðrir sjá af hon- um. Þetta er í rauninni orsökin fyrir því hve mörgum finnst sólgler- augu vera „svöl“. fmnst þau fara sér vel og annað fólk er því sammála.“ Prófessorinn segir að sérstaklega megi finna þetta viðhorf hjá karl- mönnum. Þeim finnist þeir verða meira óútreiknanlegir þegar þeir eru með sólgleraugu og hafa þannig meira vald á kringumstæðunum. Að mati Dr. Wilson finnst konum slíkt vald jafnframt vera kynæsandi. En það er ekki bara nauðsynlegt aö vera með gleraugun samkvæmt Wilson, heldur verður einnig að vita hvenær á að taka þau niður. Hver og einn verður að finna út hvenær best sé að leggja niður vam- imar og segja, „hér er ég, nú skulum við ná sam- bandi." Sem dæmi gæti lög- regla komið sér upp rafrænum gagnabanka yfir glæpamenn og síðan gætu faldar myndavélar á ákveðn- um stöðum gert við- vart á lögreglustöðinni ef þekktum glæpa- manni bregður fyrir. Einnig mætti hugsa sér þetta kerfi f stað stimpilklukkna og myndi það þá koma í veg fyrir að starfsfólk svindlaði með því að láta vinnufélaga stimpla sig inn eða út. koma í veg fyrir að starfsfólk svindl- aði með því að láta vinnufélaga stimpla sig inn eða út. Áfram má svo telja og benda á að hægt sé að nota lífræna merkingu af þessu tagi í öryggiskerfum heimila, peningaskápum, bílum, byssuskáp- um. og jafnvel kapalsjónvarpi og netviðskiptum. Áleitnar spurningar En málið er auðvitað ekki svo einfalt að hægt sé að taka á móti tækni af þessu tagi með opnum örmum án allra skilyrða. Margir era nefnilega talsvert hræddir við að hún geti verið misnotuð á alvar- Búið er að setja upp tilraunahraðbanka í Texas þar sem ekki er lengur þörf á að nota kort eða leyninúmer - það eina sem þarf að gera er að leyfa bank- anum að rannsaka augasteina viðskiptavinarins. legan hátt og í Bandaríkjunum er jafnvel talið að hún geti brotið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um persónuvemd. Ýmsar spumingar vakna: Hverj- um á að leyfa að safna upplýsingum um líkamlega eiginleika manna af þessu tagi? Geta þeir síðan selt þær áfram til þriðja aðila eða notað þær í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað? Hverjir era skilmálamir fyr- ir viðskiptavinina? Munu þeir hafa raunverulegt val í framtíðinni um hvort þeir vilji láta skrá sig eða ekki? Þetta era vissulega áleitnar spumingar og nauðsynlegt að fara hægt í sakirnar þegar tækni eins og þessi er annars vegar. Sennilegt verður þó að teljast að hún sé að einhverju leyti komin til að vera og spumingin sé einungis sú hversu yfirgripsmikil hún verði. mm Að setja upp sólgleraugu hefur talsverð jákvæð áhrif á sjálfstraust fólks samkvæmt nýrri rannsókn. Globalstar-gervihnattakerfið: GSM-samband hvar sem er - mun koma sér vel hér heima Þó svo GSM- tæknin sé orð- in gríðarlega mikilvæg í nú- tímasamfélagi glíma menn enn við það hve erfitt og kostnaðarsamt er að koma upp dreifikerfi fyrir utan helstu alfaraleiðir. Sífellt er þó ný tækni að ryöja sér til rúms í þess- um efnum. Þar á meðal er Globalstar-gervi- hnattakerfið en þegar þaö verður komið í notkun innan nokkurra mánaða er áætlað að það geti veitt GSM-þjónustu hvar sem er í heim- inum. Menn eru þó nú þegar fam- ir að undirbúa gangsetningu Globalstar, því í vikunni kynnti Ericsson-fjarskiptafyrirtækið sima sem mun nýta sér möguleika gervihnattakerfisins. Síminn er ekki ósvipaður venjulegum GSM-símum að stærð og útliti, en hann mun, þegar Globalstar-kerfið verður komið R290-gervihnattasíminn frá Ericsson mun koma á markað um næstu ára- mót. Með honum er hægt að hringja bæði innan venjulegs GSM-kerfis sem og utan þess. í gagnið, vera í stöðugu sambandi hvar sem er á jarðarkúlunni. En hann er ekki bara gervihnatta- sími, því þegar hann er innan dreifikerfis venjulegra GSM-kerfa nýtir hann þau frekar en gervi- hnettina. Áætlað er að síminn komi á markað í lok ársins. Mikilvægt fyrir Islendinga Globalstar-kerfið ætti að koma íslendingum verulega til góða, enda er stór hluti landsins utan venjulegs dreifikerfis GSM-þjón- usta, svo ekki sé minnst á hatið í kring. Fyrirtækið Martel á Húsa- vík er rekstraraðili og eigandi kerfisins á Grænlandi, íslandi og Færeyjum. Að auki annast Martel með samstarfs- aðilum þjón- ustu við sjávar- útveg í Noregi og Danmörku og olíu- iðnaðinn i Norður- sjó. Jóhann F. Kristjáns- son, framkvæmda- stjóri Martels áætlar að fiöldi þeirra sem munu hafa not fyrir Globalstar-síma á þessu svæði sé allt að 10.000 notendur. „Fyrirferða- En síminn er ekki bara gervihnattasími, því þegar hann er innan dreifikerfis venjulegra GSM- kerfa nýtir hann þau frekar en gervi- hnettina. mestur verður sjávarútvegur, þ.e fiskiskip, flutningaskip og skemmtiferðaskip," segir Jóhann. „Einkaflug mun einnig njóta góðs af tækninni en fiölmennastir verða þó almennir notendur sem hingað til hafa þurft öryggis vegna að vera með annan fiar- skiptabúnað, s.s. talstöðvar, NMT- síma eða dýran gervihnattabúnað á borð við Inmarsat, og þurft að þúa við það óhagræði að erfitt hef- ur verið að finna út í hvaða kerfi viðkomandi væri að finna á hverj- um tíma. Þetta mun nú breytast, með Globalstar era slík vandamál úr sögunni, notandinn þarf aðeins einn síma, eitt símanúmer, og fær bara einn reikning." Hægt er að fræðast nánar um málið á heimasíðu Martels, http://www.martel.is. h-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.