Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 UagBWggy ■ ■ %# ■ ■ ■ ■ M ■ Fótspor eftir risaeðlur Fótspor eftir ; risaeðlur sem i uppi voru á krítartímabil- inu hafa fund- ist nærri bænum Altamura á Ítalíu suðaustanverðri. Það voru jarðfræðingar, undir for- | ystu prófessors Massimos j Sartis, frá háskólanum í Ancona, sem uppgötvuðu sporin þegar þeir voru að und- irbúa olíuleit. Umberto Nicosia, prófessor við La Sapienza-háskóla i Róm, segir að eftir fyrstu skoðun sé hægt að fullyrða að sporin séu eftir fjórar tegund- ir risaeðla, bæði grasætur og kjötætur. Forstöðumaður fornminja í héraðinu segir uppgötvun jarðfræðinganna hafa verið óvænta og hún gefi aðra mynd af fornri sögu héraðsins. Kaffiþamb kemur í veg fyrir gallsteina Kaffiþamb er ekki svo vit- laust. Rann- sóknir banda- rískra vísinda- manna við Harvard-háskóla hafa leitt í ljós að fullorðnir karlar sem drekka venjulegt kaffi, með koffini, eru ekki í eins mikilli hættu á að fá gallsteina og i kynbræður þeirra sem drekka tii dæmis te, gosdrykki eða : koffínlaust kaffi. Þeir sem drekka tvo eða '■ þrjá kaffiboUa á dag eru í 40 prósent minni hættu á að fá gaUsteina og þeir sem drekka fjóra bolla eða fleiri eru í 45 prósent minni hættu. Ekki ganga vísindamennirnir þó svo langt að mæla með auk- inni kafFidrykkju. Frá rannsókninni er sagt í tímariti bandarisku lækna- samtakanna. Mars er í laginu eins og pera Vísindamenn bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA hafa gert þá merki- legu uppgötvun að reikistjarn- an Mars er í laginu eins og pera. Þetta kom í ljós þegar þeir teiknuðu þrívíddarkort af plánetunni með aðstoð ley- j sigeisla. Hvorki fleiri né færri en 27 j milljón mælingar þurfti til að ' teikna flókið þrívíddarkort. | Mælitækið sem vísindamenn- imir notuðu var í geimfari á sporbaug umhverfis plánetuna rauðu. Mælingamar vom liður í undirbúningi lendingar ró- bótastýrðs geimfars á Mars, j hugsanega árið 2003. Dým Jj/ Arnold Schwarzenegger í vondum málum: Vindlareykingar óhollar Bandarískir vís- indamenn hvetja vindla- reykingamenn nú af gefnu til- efni til að drepa í drjólunum. Langtímarannsókn þeirra á tæplega átján þúsund körlum á aldrinu 30 til 85 ára sýnir að vindlareykingamenn em í meiri hættu á að fá alvarlega sjúkdóma, svo sem hjarta- og æða- sjúkdóma og ýmsar tegundir krabbameins, en þeir sem ekki reykja. Greint er frá þessu í New England-læknablaðinu. Vinsældir vindla hafa aukist mjög hin síðari ár og þeir gjaman umvafðir dulúð hóglífls og hrað- Amold Schwarzenegger er unglingunum ekki góð fyrirmynd. Ekki vegna þess að hann á það til að lemja vonda kalla í klessu á hvíta tjaldinu, heldur hins að hann púar fína vindla í gríð og erg. Það er nefni- lega óholl iðja. Kínverskur verkamaður gengur framhjá veggspjaldi með mynd af stórleikaranum, vöðvabúntinu og vindlaáhuga- manninum Arnoldi Schwarzenegger með stóran drjóla í munninum. skreiðra bíla. Sérstakir vindlabarir hafa sprottið upp eins og gorkúlur i helstu borgum Bandaríkjanna og vindlasalan aukist í samræmi við það. Gestir þessara vindlabara em „fremur vel menntað fólk sem hefur alla jafna sneitt hjá sígarettum," segir i ritstjórnargrein eftir banda- riska landlækninn, David Satcher, í áðurnefndu læknablaði. Vísindamennimir, undir forystu Carlosar Iribarrens, lýsa þungum áhyggjum sínrnn af auknum vindlareykingum síðustu ára. Vindlasala í Bandaríkjunum jókst um nærri Fimmtíu prósent milli áranna 1993 og 1997. Salan á úrvalsvindlum jókst hins vegar um 68 prósent. Á sama tíma dró úr sí- garettureykingum um þrjú prósent. Talsmaður samtaka vindlakaup- manna og skyldra fyrirtækja segir að þrátt fyrir aukninguna síðustu Fnnm árin séu vindlareykingar enn minna en helmingur af því sem þær vora árið 1964. Vindlareykingamönnunum var skipt upp í hópa eftir því hvað þeir reyktu marga á dag. Flestir, eða 76 prósent, reyndust reykja minna en flmm vindla á dag. í ljós kom að eft- ir því sem menn reyktu fleiri vindla, þeim mun meiri var áhætt- an á að fá einhvern hinna hættu- legu sjúkdóma. Bandaríski landlæknirinn vill að opinberar álögur á vindla verði hækkaðar. Þá hvetur hann til þess að vindlum fylgi sams konar við- varanir og eru á sígarettupökk- um. Barn rann til í leðju í helli sínum: Elstu þekktu förin eftir mannslíkamann I^0IM(M9PPVMI Michel Garcia, i I , , , sem starfar við JjJíUJjJ-1 CNRS, rann- if' SVlÍ sóknarstofur franska ríkisins, segir aö 21 senti- meters langt fótsporið í Chauvet-hellinum í Ardéche-héraði sé eftir átta til tíu ára gamalt bam. Hellirinn fannst fyrir Fimm árum. „Það rann til,“ segir steingerv- ingafræðingurinn Jean-Luc Gu- adelli. „Fótsporið í leimum er mjög greinilegt. Tæmar Fimm sjást vel, svo og ilin og farið sem myndaðist þegar barnið rann til.“ Að sögn franskra yfirvalda em fótsporin tuttugu til þrjátiu þúsund ára gömul og eftir manntegundina homo sapiens sapiens. Sú tegund er talin eiga uppruna sinn í Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu og var einhver helsti forfaðir nútima- mannsins. Garcia segir að fótspor sem fund- ust áður í Lascaux-hellinum í suð- vesturhluta Frakklands séu fimmt- án þúsund ára gömul. Hann telur næsta líklegt að barn- ið sem rann til í leðjunni hafi tO- heyrt hópi sem málaði myndir af loðfilum, vísundum, hreindýrum, nashyrningum, hlébörðum, uglum, híenum, bjömum, ljónum og öðrum dýrum á hellisveggina. Alls hafa fundist 447 málaðar myndir af fjórtán mismunandi undum. Gu- adelli segir mörg spor eftir dýr hafi einnig fundist í leirniun í hellin- tun, þar á meðal eftir stór- an úlf og björn sem ráf- — uðu um V— víðáttumikla hvelfinguna. Hellir þessi er aðeins opinn vís- indamönnum til aö koma í veg fyrir að forsögulegar myndirnar í honum verði fyrir skemmdum. Vísinda- mennirnir segja að myndirnar í Chauvet séu að minnsta kosti jafn- góðar og myndirnar í hinum frægu hellum Myndir af loðfílum og öðrum skepnum eru á veggjum nýlega uppgötvaðs hellis í sunnanverðu Frakklandi þar sem barnl skrikaði fótur í leirnum. Barn, sem skrikaði fót- urí leðjunni í helli ein- um í sunnanverðu Frakklandi fyrir allt að þrjátíu þúsund árum, skildi eftir sig það sem talið er vera elsta farið eftir mannslíkama sem þekkist f heiminum, að því er franskir vísinda- menn halda fram. Altamira á Spáni og áðumefndum Lascaux. „Við erum rétt að byrja. Við emm að því komin að gera uppgötv- anir sem munu fræða okkur mikið um fólkið sem bjó þarna,“ segir Jean-Luc Guadelli. Áhyggjuminna líf óeirðalögreglunnar: Byssukúlur láta að stjórn Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa þróað nýja tegund sprengiefnis sem veldur því að hægt er að hafa stjórn á hraða byssukúlna, til hagsbóta fyrlr óeirðalögreglulið víða um heim. Nú þarf löggan ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að drepa fólk. Hvem dreymir ekki um að geta fangað fljúgandi byssukúlu með berum höndun- um eða jafnvel tönnunum, eins og teiknimyndahetjumar? Sennilega fjarlægur draumur en hitt er víst að bandarískir vísindamenn hafa þróað nýja tegund sprengiefnis, byggt á áli, sem gerir þeim, og öðrum, kleift að stjóma hraða byssukúlunnar út úr hlaupi frethólksins. Lögreglulið heimsins munu því í framtíðinni eiga auðveldar með að stjóma stór- um hópi óeirðaseggja án þess að eiga á hættu að stórslasa fólk eða jafnvel drepa með gúmmikúlum sín- um. „Þó svo að gúmmíkúlur eigi ekki að vera banvænar af stuttu færi geta þær verið það engu að síður," segir Carl Pocratsky, vísindamaður hjá bandaríska orkumálaráðuneytinu, í viðtali við tímaritið New Scientist. „En ef maður getur ráðið hraðanum kemur maður í veg fyrir það.“ Hópur vísindamanna við Oak Ridge, tilraunastofur bandaríska ríkisins í Tennessee, undir forystu Rusis Taleyarkhans, fann upp nýja sprengiefnið sem losar fjórum sinn- um meiri orku en brennandi byssupúður. „Þegar álið hvarfast við vatn við hátt hitastig oxast álið og losar við það orku og vetni," segir í tímarit- inu. Vísindamennirnir geta breytt hraða kúlunnar af því að sprengiefn- ið er svo létt. Þeir setja fjórar hleðsl- ur í haglabyssuhylki og geta ráðskast meö hraða kúlunnar með því að stjórna hversu margar hleðsl- ur springa og hvenær. Sprengiefnið getur einnig aukið hraða kúlunnar eða hvers svo sem það er sem menn skjóta. „Við höfum skotið litlum vökva- kúlum, baðkúlum með ilmvatni, málningarkúlum. Ég nota allt sem ég kem höndum yfir,“ segir Rusi Taleyarkhan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.