Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 NASA spyr stórra spurninga: Upprunans leitað - vísindamenn rýna 12 milljarða ára aftur í tímann NGST sér fyrstu stjörnurnar og sólkerfin 12 milljaröar ^ 5 milljaröar 1 milljarður 100 miiljónir 300,000 Mikli- . hvellur Nútíminn Stjörnukíkjar á jörðu Það hefur ætíð verið mannin- um hugstætt að veita fyrir sér hvernig standi á því að hann sé yfirleitt til, hvaða kraftar hafi skapað allt sem er og hvemig. Nú loksins lítur út fyrir að svarið sé innan seilingar. Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, setti fyrir nokkrum áram af stað áætlunina „Origins", sem nefna mætti „Uppruni" á ís- lensku. Áætlunin miðar að því að tengja uppruna og þróun lífs á jörðinni við uppnnia og þróun heimsins, vetrarbrauta, sólstjarna og reikistjarna. Segja má að fyrsta skrefið hafi verið tekið þegar Hubble-geim- sjónaukanum var komið fyrir á braut um jörðu árið 1989 og olli hann strax straumhvörfum í stjörnufræðirannsóknum, vegna góðrar greinigetu og mikils lang- drægis. Mikilvægi staðsetningar- innar ofar lofthjúpnum grundvaU- ast meðal annars á því að þá er komist hjá brenglandi áhrifum lofthjúpsins á mynd þess sem skoðað er. Síðasta fimmtudag komst annar liður áætlunarinnar í gagnið, þeg- ar FUSE (Far Ultraviolet Spectro- scopic Explorer) sjónaukanum var skotið á loft. Sjónaukinn er hannaður til að greina útfjólublátt ljós og er hinn fullkomnasti sinnar tegundar. Honum er fyrst og fremst ætlað að rannsaka magn og niðurbrot vetn- is og efnasambanda þess í alheim- inum. Með þeim rannsóknum von- ast vísindamenn til að geta betur skilið myndun og þróun stjarna og sólkerfa, til dæmis okkar eigin. Fyrir þá sem átta sig ekki alveg á þýðingu þessa verkefnis má segja að vísindamenn geti nú „horft“ um það bil 12 milljarða ára aftur í timann, allt til þess er Miklihvellur var nýafstaðinn, heimurinn nýorðinn til og allt öðruvísi en við þekkjum hann. Það sem gerir þetta kleift er að ljósið sem sfjörnur þessar geisl- uðu frá sér er enn til staðar þó það hafi veikst mikið í tímans rás. Það er enn að berast til okkar, úr sí- fellt meiri fjarlægð aftan úr grárri forneskju á orkulægstu sviðum lit- rófsins, til dæmis því innrauða, og með réttum tækjum má greina það og bókstaftega sjá aftur í tím- ann. Á næstu áram verður svo enn fleiri græjum skotið á loft, sem hver um sig markar tímamót á sínu sviði og eru hluti af því sem NASA kallar „precursor missions" eða undanfara megin- leiðangranna. Þetta era lítil og ódýr tilraunagervitungl, miðuð að því að prófa nýja tækni sem kom- ið getur að notum við stærri verk- efni síðar, til dæmis í mannaðri geimferð til Mars. Fyrstu stjörnurnar skoðaðar Sá leiðangur sem beðið er með hvað mestri eftirvæntingu, aö minnsta kosti i nánustu framtið, er án efa NGST-sjónaukinn, Next Generation Space Telescope eða Geimsjónauki næstu kynslóðar. Áætlað er að skjóta sjónaukanum á loft árið 2007 eða þar um bil. Sjónaukinn er hannaður til þess að greina innrautt ljós frá fyrstu stjörnunum og vetrarbrautunum sem mynduðust eftir að heimur- inn hafði kólnað nægilega mikið til þess að þær gætu myndast, nánar tiltekið tímabilið frá um það bil 100 miUj- ónum til 1 millj- arðs ára eftir Miklahvell. Sjónaukinn verður mun stærri og full- komnari en Hubble-sjónauk- inn (hér eftir nefndur HS). Þvermál spegils- ins, sem notaður er til að safna ljósinu, verður að minnsta kosti tvöfalt, jafnvel ferfalt, meira en á HS og því verður ljóssöfn- unin a.m.k. fjór- um sinnum meiri en hún vex sem annað veldið af þver- málinu. NGST verður einnig einfald- ari í notkun þar sem hann verð- ur mun lengra frá jörðinni en HS. Ekki er enn búið að ákveða fjarlægðina ná- kvæmlega og stendur valið milli tveggja brauta, annars vegar 1,5 milljón kílómetra frá jörðu á svokölluðum L2 Lagrange punkti eða í um það til þriggja stjarn- fræðieininga fjarlægð, en ein stjarnfræðieining er vegalengdin frá jörðu til sólar, um það til 150 milljón kílómetrar. Það er athyglisvert að sjónauk- inn verður ekki á braut um jörðu heldur sólu og er það alger nýjung. Fjarlægðin skiptir sköpum Þessi mikla fjarlægð er nauð- synleg fýrir ýmissa hluta sakir. Þar sem NSGT er hannaður fyrir innrautt Ijós er mikilvægt að við- kvæmur tæknibúnaður hans sé ávallt vel kældur og í þeim fimb- ulkulda sem ríkir í geimnum er því markmiði auðveldlega náð. Einnig er komist hjá snertingu sjónaukans við ystu lög lofthjúps jarðar, sem teygja sig mörg hundr- uð kílómetra út í geiminn og gætu skekkt mælingar og haft skaðleg áhrif á viðkvæman búnað sjón- aukans. Engin hætta er á að jörð- in og lofthjúpurinn hindri sjón- svið sjónaukans og lofthjúpurinn endurkasti sólarljósi á hann og skemmi myndirnar. Ekki þarf sífellt að gæta þess að sjónlína sjónaukans beinist hvorki að sólu né jörðu, auk þess sem sjónaukinn verður ekki fýrir þeim miklu hitabreytingum sem fylgja því að fara sífellt inn í og út úr skugga jarðar. Lausnin á lífsgátunni? NSGT-sjónaukinn er liður í því sem NASA kallar fyrstu kynslóðar leiðangra. Á teikniborðinu eru líka annarrar og þriðju kynslóðar leiðangrar en þeir munu krefjast gífurlega flókinnar og mikillar tæknikunnáttu sem er ekki einu Fyrir þá sem átta sig ekki alveg á þýðingu þessa verkefnis má segja að vísindamenn geti nú „horft“ um það bil 12 milljarða ára aft- ur í tímann, allt til þess er Miklihvellur var ný- afstaðinn og heimur- inn eins og við þekkj- um hann ekki einu sinni orðinn til. Það sem gerirþetta kleift er að Ijósið sem stjörn- ur þessar geisluðu frá sér er enn til staðar þótt það hafi veikst mikið í tímans rás. Það er enn að berast til okkar, úr sífellt meiri fjariægð aftan úr grárri fomeskju á orku- lægstu sviðum litrófs- ins, til dæmis því inn- rauða, og með réttum tækjum má greina það og bókstaflega sjá aft- ur i tímann. sinni fyrir hendi í dag en unnið er hörðum höndum við að þróa. Heimur mun á næstu vikum fjalla meira um þessa og aðrar stórhuga áætlanir NASA sem kannski munu einhvern tímann færa okk- ur lausnina á sjálfri lífsgátunni. -fin Könnunarfarið Cassini: Long leið fýrir hon Cassini, geimfar NASA, lauk við annan hring sinn í kringum plánetuna Ven- us síðasta föstu- dag og þaut svo út í geim á leið til Satúrnusar. Ástæða hringsólsins er sú að geimfarinu er nauðsynlegt að ná upp nægilegum hraða til þess að hann endist hina eins milljarðs kílómetra löngu leiö sem geimfarið á fyrir höndum. Föstudagurinn var 681. dagur geimfarsins á lofti en áætlað er að ferðin taki um það bil 7 ár. Geim- farið var minnst í tæplega 600 kíló- metra hæð yfir Venusi en svipaðar valslönguferðir eru fyrirhugaðar í kringum jörðina og Júpíter áður en hraðinn verður nægilegur. Cassini flýgur fram hjá jörðinni 17. ágúst næstkomandi, þaðan er ferðinni heitið til Júpíters þar sem hringsól hefst 30. desember árið 2000. Hið - fer á braut um Satúrnus áriö 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.