Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 2c rféSiiMÍr ■ ■%#■■■■ wiB Star Wars toppnum Leikir tengdir nýju stjörnu- stríðsmyndinni eru að slá öll sölumet. Tveir leikir hafa kom- ið út. Annars vegar kappakst- ursleikur sem svipar til Wipeout og hins vegar Star Wars Episode 1: The Phantom Menace, sem er hlutverka- og ævintýraleikur byggður á kvikmyndinni. Hann hefur verið á toppnum á sölulistum þar til í síðustu viku að honum var ýtt af stalli af framhalds- leik. Sá heitir MechWarri- t or 3 og er vél- menna- og skot- leikur. Leikur- inn, sem fram- leidd- ur er af MicroProse, hefur verið vinsæll í síðustu tveimur útgáfum og virðist framhalds- lífið ekki fara illa með hann. Squaresoft gerir samning við Nintendo Leikjafyrirtæk- ið Squaresoft, sem gert hefur leiki eins og Final Fantasy og Bushido Blade, hefur gert samkomulag við Nintendo um að framleiða leiki fyrir Dolp- hin, nýju tölvuna frá Nintendo. Þykja þessi tíðindi vera happ fyrir Nintendo þar sem Squ- aresoft hefur gert marga af vin- sælustu leikjunum fyrir PlayStation. Ekki er þar með sagt að Squaresoft geri ekki leiki fyrir PlayStation 2. Segj- ast Squaresoft-menn ekki vera bundnir neinum og að þeir muni koma framleiða leiki fyr- ir báðar leikjatölvurnar. Nýjar tölvur á markaðinn: Margt að gerast hjá Apple - vandræði við framleiðslu seinka fartölvum ; Komið hefur í ljós alvarlegur \f 11galli í nýju Pl- ' fartölvunum 1 sem Apple er að íNÉMaittiy setja í fram- leiðslu. Fartölvan sem koma átti út um mitt ár 1999 í Bandaríkjunum og átti að vera í ódýrari kantinum, kemur jafnvel aldrei á markað. Far- tölvan, sem er hluti af nýrri mark- aðsherferð hjá Apple, var miðuð við kaupendur með minni fjárráð og var búist við að hún myndi slá í gegn. P1 átti að verða IMac far- tölvanna, sæt og þægileg en samt kraftmikil. Útlit er fyrir að gallinn sé of viðamikill til þess að svari kostnaði að laga hann. Hvort sem Pl-fartölvunni verði seinkað eða bara sleppt á alveg eftir að koma í ljós. G3 á leiðinni Þó svo að P1 fartölvan sé í hættu þá er G3-Fartölvan að koma á mark- að í Bandaríkjunum um þessar mundir. Nýja G3-Fartölvan sem er 20 prósent þynnri og kílói léttari en fyrirrennarar hennar, verður ótrú- lega hraðvirk. Hún kemur á markað vopnuð 333 mhz og 400 Mhz G3 ör- gjörvinn. Ásamt G3-fartölvunni er ný kyn- slóð G3-tumtölvanna að koma á markað en þessi kynslóð skartar 450 Mhz örgjörva. Ekki er þó auðvelt að verða sér úti um eintak af þessum nýju gerðum núna, þar sem fyrir- fram pantanir eru allnokkrar. Vírusar á Mac Apple hefur alltaf hreykt sér af því að Makkinn sé næstum laus við vírusa. Satt og rétt, en þegar Mac er á einhvem hátt settur í samband við PC-tölvur þá fer allt í vitleysu. Tölvuspekúlantar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Makkcir geta smitast af PC-vírusum ef notuð em PC-Hermiforrit eða ef PC og Makki eru tengdir saman. Vírusinn sem smitast á milli er svokallaður Worm.ExploreZip vírus. Ekki er þó algengt að Makkar smitist af þess- um virus. Fyrirtækið Symantec Corp., sem framleiðir vírusvarnar- forrit fyrir Makka, hefur þegar gert ráðstafanir í næstu uppfærslu vírusvamarforrits þeirra. Apple hefur alltaf hreykt sér af því að Makkinn sé næstum laus við vírusa. Satt og rétt, en þegar Mac er á einhvern hátt settur samband við PC-tölvur þá fer allt í vitleysu. Final Fantasy á hvíta tjaldið - höfundur Appollo 13 skrifar handritið Einn af vinsælli leikjinn á Playstation- leikjatölvunni og PC-tölvum er Final Fanta- sy-serían sem hefur selst í meira en 18 milljón- um eintaka um allan heim. Final Fantasy kemur á þessu ári út í átt- undu útgáfunni og er nú í þokka- bót á leið á hvíta tjaldið. Myndin verður tölvuteikni- mynd og Ijá margir frægir leikar- ar persónum hennar raddir stnar. Ekki hefúr verið gefið upp hvaða persónu hver leikari les fyrir. Þeir sem vitað er að verði með eru Alec Baldwin, James Woods, Don- ald Sutherland, Steve Buschemi og Ving Rhames, en hinn síðast- Miðað við reynslu hópsins sem að mynd- inni stendur ætti Final Fantasy: The Movie að verða hin áhugaverð- asta upplifun. Steve Buschemi stal senunni í hetjumyndinni Armageddon og hver veit nema sama verði uppi á teningnum í Final Fantasy. nefndi er einna helst þekktur fyr- ir sannfærandi túlkun sína á hin- um óheppna glæpaforingja í Pulp Fiction. Myndin er í framleiðslu og kemur út árið 2001. Handrits- höfundurinn, A1 Reinert, er vel þekktur í kvikmyndaiðnaðinum. Hann skrifaði meðal annars hand- ritið af Appollo 13 og var tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir vikið. Miðað við reynslu hópsins sem að myndinni stendur ætti Final, Fantasy: The Movie að verða hin áhugaverðasta upplifun. Dreamcast á markaö í haust: Bætt úr leikjafæð Dreamcast - Activision býr til tvo nýja leiki Dreamcast- leikjatölvan frá Sega er ekki enn komin á markaðinn í Evrópu en von er á henni í haust. Mikiö hef- ur verið talað um að leikjafæð Dreamcast eigi eftir að draga úr sölu á henni. Nú hefur hinn vel þekkti leikjaframleiðandi Acti- vision tilkynnt að þeir séu að framleiða tvo nýja leiki fyrir Dreamcast. Þar er um að ræða leikina Toy Story og Space Invaders. Toy Story er byggður á alþekktri teiknimynd sem alfarið var unnin í tölvu og ætti að njóta sín vel á Dreamcast. Hann er miðaður við yngri kynslóðina. Dreamcast tölvunnar er beðiö með mikilli eftirvæntingu. Space Invaders er svo gamall jálkur í uppfærðri útgáfú fyrir Dreamcast. Vitnaleiöslum lokiö í Microsoft-réttarhöldunum: Tölvurisinn í vandræðum í síðustu viku lauk vitnaleiðsl- um í réttarhöld- unum yfir Microsoft sem staðið hafa yfn í rúmar 20 vikur. Réttarhöldin hafa hingað til boðið upp á talsverða dramatík þar sem skoðað- ur hefur verið í kjöliim heimur hinna ört vaxandi hátækniviðskipta. Upphaflega var búist við að vitna- leiðslurnar myndu aðeins taka um 6 vikur, en þegar upp er staðið urðu þær 20. Síðasta vitni Microsoft var Richard Schmalensee hagfræðingur sem hélt til þrautar þeirri skoðun Boies hefur öll réttar- höldin reynst Microsoft gríðarlega óþægur Ijár í þúfu og hefur málflutningur hans oftar en ekki tætt vamir Microsoft í sundur. sinni að Microsoft væri ekki í ein- okunaraðstöðu á tölvumarkaðnum. Þegar David Boies, aðalsaksókn- ari hins opinbera, hóf hins vegar að spyrja Schmalensee spjörunum úr komu i ljós ýmsir veikleikar í fram- burði hans. Boies hefur öll réttar- höldin reynst Microsoft gríðarlega óþægxn ljár í þúfu og hefur mál- flutningur hans oftar en ekki tætt vamir Microsofts í sundur. Gates erfiöur Meðal þess sem Boies sýndi réttin- um nú síðast voru handskrifuð minn- isblöð frá Bill Gates, forstjóra Microsoft, þar sem hann segir að America Online „hafi það ekki í gen- unum“ að skora Microsoft á hólm. Það hefur einmitt verið ein af aðal- röksemdum lögfræðinga Microsoft að America Online sé orðinn mjög skæður keppinautur Microsoft eftir að fyrirtækið keypti Netscape í vet- ur. Þama virðist forstjórinn enn og aftur hafa viðrað skoðanir sem koma málsvöm fyrirtækisins illa í réttar- höldunum. Þó svo vitnaleiðslum sé lokið er þar með ekki sagt að niðurstaða fáist í málinu á næstu dögum. Nú tekur við mánaðar frí og siðan þarf dómar- inn að taka saman þau málsgögn sem fram hafa komið, en þau eru gríðar- lega umfangsmikil. Búist er við að jafnvel fáist ekki úrskurður fyrr en í byrjun næsta árs. Og þá getur málið haldið áfram að velkjast í áfrýjunum á báða bóga í nokkur ár til viðbótar. Lögmaðurinn David Boies er ábyggilega ekki á jólagjafalistanum hjá Bill Gates. Boies hefur hvað eft- ir annað leikið Microsoft grátt i rétt- arhöldunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.