Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 StðlSnw Hugbúnaðarfyrirtækið Menn og mýs: Fremstir í flokki - fá gríðarlega góða dóma í erlendum fagtímaritum Netvæðing síð- ustu ára hefur verið gríðarleg bylting og senni- lega er eitt al- besta dæmið um mátt Netsins lítið hugbúnaðarfyrir- tæki í Álftamýrinni. Það heitir Menn og mýs ehf. og þar þurfa starfsmenn nær aldrei að taka á móti viðskipta- vinum. Sennilega sem betur fer, því að sögn Péturs Péturssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, eru 99,9% af aðalsöluvörum fyrirtækis- ins seld til erlendra aðila. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er annars vegar Quick DNS-nafna- miðlari fyrir Macintosh og hins vegar DNS-Expert, sem er þekking- arkerfi fyrir alla þá sem sjá um nafnamiðlara í heiminiun. Nafna- miðlarar (DNS - Domain Name Ser- ver) eru hugbúnaður sem Pétur seg- ir að séu einhvers konar pípulagn- ingarkerfi Netsins. Notandinn þarf engin afskipti að hafa af þeim en engu að síður eru þeir nauðsynleg- ir til að allt gangi eðlilega fyrir sig á Netinu. Nafnamiðlarar koma því ekkert við sögu almennra notenda en þeir sem sjá um sérhæfða vinnu með netþjóna þurfa að kunna á þeim skil. Góða dóma um húgbúnað Manna og músa er að finna á Netinu. „Við höfum fengið gríðarlega góða dóma að undanförnu, ekki bara í PC Week, og þeir sem þekkja inn á nafnamiðlara og skilja hvað svona forrit gerir liggja alveg flatir og segja að þetta vilda þeir hafa með sér á eyðieyju frekar en kon- una sína.“ Góðir dómar Á sínu sviði er fyrirtækið Menn og mýs einstakt í heiminum. Annars vegar ræður það nær alveg yfir markaðinum á nafnamiðlurum fyrir Macintosh og hins vegar er það eina fyrirtækið í heiminum sem framleið- ir þekkingarkerfi á borð við DNS-Ex- pert. Það er athyglisvert í ljósi þess að nú nýlega sagði hið virta tölvu- timarit PC Week í dómi um hugbún- aðinn að allir net-mnsjónarmenn ættu að hafa hann við höndina, hvort sem þeir eru vel inni í gang- verki nafnamiðlara eður ei. Það sem DNS-Expert gerir er að leita uppi galla og vilíur í nafna- miðlurunmn og að sögn dómara PC Week fer net-umsjónarmaður sem ekki notar hugbúnaðinn ekki bara erfiðu leiðina að viðhaldi netsins, heldur á hann einnig á hættu að auka kostnað vegna minna öryggis og minni áreiðanleika netkerfisins. En hvað er markaðurinn stór fyr- ir hugbúnað af þessu tagi? „Þetta er eðlilega mjög vaxandi markaður í dag en erfitt er að mæla hversu stór nákvæmlega hann er,“ segir Pétur Pétursson. „Markhópurinn sem við beinum vörum okkar til skiptir þó a.m.k. tugum þúsunda og sennilega hundruðum þúsunda." Markaðurinn blæs út Af hverju eru ekki fleiri fyrirtæki um hituna? „Þetta er náttúralega dálítið sérhæft. Það eru fáir sem skilja þessa tækni og fáir sem vita í raun af þessum möguleikum. Hing- að til hafa einhverjir Unix-speking- ar verið þeir einu sem hafa þurft að hafa áhyggjur af nafnamiðlurum. En nú þegar Netið hreinlega blæs út á skömmum tíma þurfa menn sem ekki þekkja mikið til málsins að fara að vinna með nafnamiðlara. Þar með skapast þörf fyrir hugbún- að eins og DNS-Expert sem gerir kerfið aðgengilegt og skiljanlegt," segir Pétur. „Sérstaða okkar hjá Mönnum og músum er náttúralega hve sérhæfð þessi tækni er. Við höfum fengið grlðarlega góða dóma að undan- fömu, ekki bara í PC Week, og þeir sem þekkja inn á nafnamiðlara og skilja hvað DNS-Expert gerir liggja alveg flatir og segja að þetta vildu þeir hafa með sér á eyðieyju frekar en komma sína.“ Mikilvægur samningur Menn og mýs hafa starfað síðan 1990 en siðustu íjögur árin hefur fyr- irtækið þróað markvisst DNS-hug- búnað og herjað á erlendan markað. Að sögn Péturs hafa góðir dómar að undanförnu haft mjög góð áhrif á sölu hugbúnaðar fyrirtækisins. Sala er mikil og góð auk þess sem mikið hefur borist af fyrirspurnum um endursölu og dreifingu. Stutt er síðan Menn og mýs gerðu stóran samning við fyrirtækið Rannsókn á makavali: Framhjáhald gæti veriö konum eðlislægt ■MMMMnn Konur laðast I frekar að körlum LJljJ"1 sem eru karl- .j . - j mannlegir í útliti á meðan fijósamasta tíma- bii tíðahringsins stendur yfir. Þess utan vilja þær frek- ar menn með kvenlegri andlitsdrætti, samkvæmt nýrri sálfræðirannsókn. Slíkir menn þykja vingjarnlegri og þægilegri í umgengni en eru ekki eins heilbrigðir og sterkir líkamlega. Sú umdeilda ályktun hefur verið sett fram í ljósi þessara niðurstaðna að það sé í raun konum eðlislægt að halda framhjá. Þær velja sér kven- legri lífsförunaut því líklegra er að hann muni verða þægilegur í sambúð til lengri tíma, en líklegra er að sterk og heilbrigð böm komi svo undir með örstuttu hliðarspori með karlmann- legri mönnum. Rannsóknin fór fram þannig að vísindamenn í Skotlandi og Japan sýndu kvenfólki myndir af körlum Þær velja sér kvenlegri Iffsförunaut því líklegra erað hann muní verða þægilegur í sambúð til lengri tfma, en líklegra erað sterk og heil- brigð böm komí svo undir við örstutt hlið- arspor með karlmann- legri mönnum. og báðu þær að velja sér þann karl sem þær vildu helst eiga stutt ástar- samband við. í ljós kom að talsverð- ur munur var á vali kvennanna eft- ir því hvar í tíðahringnum þær vora staddar. Lykt skiptir einnig máli Þessar niðurstöður styðja svipað- ar rannsóknir sem áður hafa verið gerðar á lykt karlmanna. Þar hefur komið í Ijós að konum finnst lyktin af karlhormónum vond, nema þegar þær era á frjóustu viku tíðahrings- ins. Því karlmannlegri sem menn eru, því meiri karlhormóna hafa þeir og því er lyktin af slíkum hormónum meiri af þeim en körlum sem kvenlegri era. Vísindamennimir sem fram- kvæmdu rannsóknina á skoðun kvenna á andlitsfalli karla taka þó skýrt fram að tilgátan um að konum sé eðlilegt að halda framhjá sé enn þá bara hugmynd sem betur þurfi að rannsaka. „Við erum að álykta að konur hagi sér í samræmi við það sem þeim fmnst um karlmenn," segir David Perrett, prófessor við St. Andrews-háskóla, og einn þeirra sem standa að umræddri rannsókn. Ef smekkur kvenna breytist reglu- bundið á mánaðarfresti finnst vis- indamönnunum ekki ólíklegt að þessi tilhneyging ýti undir líkumar á framhjáhaldi. Varla þarf að taka fram að marg- ir vísindamenn hafa gagnrýnt þessa ályktun Perrett og félaga. Gagn- rýnendur benda t.d. á að mun meira spili inn í makaval kvenna en and- litsfall karlmanna. Líklegt er að konum þyki hinn aust- urríski leikari Arnold Schwarzenegger mismunandi mikið aðlaðandi eftir því hvar í tíðahringn- um þær eru staddar. Starfsmenn i Mönnum og músum hvíla sig á tölvunum með því að spila kúluspil. Á myndinni eru Pétur Pétursson framkvæmdastjóri og Eggert Thorlacius forritari. DV-mynd Pjetur. Process Software sem hefur mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. Process Software hefur mjög sterka stöðu á erlendum markaði og þjónustar flest stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Samningurinn felur í sér samstarf um þróun og markaðssetningu á DNS-Expert. Menn og mýs munu áfram annast alla þróun á DNS-Ex- pert en fyrirtækin munu bæði ann- ast dreifingu þess, hvort undir sínu vörumerki. Fyrirtækin munu einnig skoða möguleika á frekari samstarfi um þróun á nýjum vörum. „Samningurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur, vegna þess hve mikinn aðgang við fáum að markaðnum gegnum Process Software. Þarna hefur því styrkum stoðum verið rennt undir rekstur- inn hjá okkur,“ segir Pétur Péturs- son, framkvæmdastjóri Manna og músa. Tónlist á stafrænu formi: Rio og Microsoft saman í liði Fyrirtækið Rio Portable Devices, sem þekktast er fyrir að fram- leiða MP3- spilarann Rio, og Microsoft-hugbúnaðarris- inn hafa samið um að Rio muni í framtíðinni styðja Windows Media Audio (WMA) hljóðpökk- unartæknina frá Microsoft. Mikilvægir eiginleikar WMA er tækni sem á að tryggja að hug- búnaðurinn spili ekki ólöglegar tónlistarupptökur, en mikið hef- ur veriö deilt á MP3-pökkunar- tæknina fyrir að vera gróðrarstía fyrir sjóræningjaútgáfur af tón- list. Rio-fyrirtækið stóð t.d. í tals- verðu stappi við samtök tónlist- arútgefenda þegar það setti Rio- spilarann fyrst á markað í vetur. WMA-tæknin er sögð geta vistað tónlist á allt að helmingi minna plássi en hægt er með MP3 án þess að hljómgæði séu Nú getur Celine Dion andað léttar, ásamt öðrum innan tónlistar- bransans, því einungis verður hægt að spila löglega tónlist á Rio-spilurum í framtíðinni. minni að nokkru marki. Fyrirtækin hyggjast jafhframt auka möguleika almennings á að nálgast tónlist á Netinu gegnum vefsíður sínar: http://windows- media.microsoft.com________og http://www.rioport.com. Ruslpóstur eykst Niðurstöður ný- legrar könnunar meðal netnot- enda í Banda- ríkjunum sýna fram á að rusl- póstur hefur aukist á Netinu að undanfömu. Pósturinn er af ýmsum toga, t.d. keðjubréf sem eiga að færa mönn- um auð á augabragði, tenglar inn á klámsíður, tilboð á hugbúnaði og ábendingar á fjárfestingarmöguleik- um. Um þessar mundir segjast 90% fá ruslpóst vikulega og um 50% segj- ast fá ruslpóst oftar en 6 sinnum á viku. Jafnframt kom fram að nær allir sem svöruðu könnuninni segj- ast ekki vilja sjá þessa óværu í tölvupósthólfum sinum enda þurfa viðtakendur að greiða fyrir póst af þessu tagi því hann tekur ákveðinn tofl af þeim tíma sem notendur eru nettengdir, hann eyðir bandvídd og jafnframt diskplássi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.