Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Side 6
„Já Kópasker er á túrlistanum,"
segir Óskar Guðjónsson saxófón-
leikari. Hann er ásamt trommaran-
um Einari Val Scheving og Þórði
Högnasyni bassaleikara að leggja
upp í hringferð um landið. „Einar
Valur á frænda á Kópaskeri og því
tilvalið að efna til giggs þar. Sjálfur
fékk ég mína ættingja til að plögga
á Höfn í Homafirði. Ætli ég hlakki
Mánudagskvöldið 22. júní 1970 spiluðu Led
Zeppelin í Laugardalshöll á vegum Listahátíö-
ar í Reykjavík. Gífurleg ásókn hafði veriö í
miða og örtröð við miðasöluna, biðröðin þaö
löng að ekki hafði sést annað eins. Umstang-
ið vegna tónleikanna hristi upp í íslensku þjóö-
lífi og Vísir hafði m.a. af því áhyggjur að band-
iö myndi sprengja allar rúður í Höllinni. Tón-
leikarnir tókust prýðilega, Page, Plant og hinir
fluttu lögin sín af innlifun og 5000 manns
skemmtu sér vel. Bandiö flaug til London dag-
inn eftir, eftir 48 tíma dvöl á íslandi, en auk
þess að spila í Höllinni höfðu þeir drukkið
kampavín í Glaumbæ og hlustað á Trúbrot.
Það er mál manna að tónleikar Led Zeppelin
hafi verið fyrstu alvöru stórtónleikarnir hér-
lendis og þeir sem fóru fá enn gæsahúð þeg-
ar þeir hugsa til baka.
Stefán Þorgrímsson.
Ólíkt hafast þeir að, tvífaramir, þótt náttúran hafi úthlutað þeim sama
andlitinu. Undir hvítu hárinu og ábúðarfullum augunum hvíla sívinnandi
og hvikulir heilar sem láta sér fátt óviðkomandi. Verslunarmaðurinn Arn-
ar Gauti þolir ekki hallærisheit landans og hvernig karlmenn geta vogað
sér að bjóða konu góðan daginn án þess að minnast á það um leið að
englamir hljóti að hafa týnt einhverju. Herstöðvarandstæðingurinn Stefán
þolir hins vegar ekki undirlægjuhátt íslenskra stjómvalda við erlend auð-
valdsríki. Báða dreymir þá um betri heim og eru eldheitir báráttumenn,
þótt vígvöllur þeirra sé hvor á sínum enda mannlegrar hugsunar.
ekki mest til að spila þar, jú og á
Norðfirði. Þar er staður sem heitir
Jazzkjallarinn. Fyrir fjórum árum
svipaðist ég þar um en þá vora eig-
endurnir að hefjast handa við að
innrétta. Síðan er ég búinn að
brenna í skinninu að troða þar
upp.“
Óskar varð snemma heltekinn af
tónlistarhneigðinni en 9 ára gamall
var hann kominn 1 trommunám í
Tónlistarskólanum í Garðabæ. „Það
eru til myndir af mér komungum
að berja dollur með pijónum þannig
að það var snemma vitað hvert
stefndi. Svo var það að fjölskyldan
fór á Bindindismótið í Galtalæk og
ég sá í fyrsta skipti leikið á saxófón.
Þetta var einhver dixílandgrúppa.
Ég varð alveg vitlaus, bara varð að
læra á svona hljóðfæri. Þurfti
reyndar aðeins að berjast fyrir því
enda hefð fyrir að börnum sé fyrst
kennt á klarínettu. En ég fékk fyrir
rest altósax til að stúdera."
Spilaði með tónlistinni
úr Bird
Þegar Óskar var 15 ára kom Sig-
urður Flosason heim frá tónlist-
arnámi og hóf að kenna í Tónlist-
arskóla FÍH.
Hann hefur strax leitt þig inn í
djassheiminn?
„Já, þá má segja að kerfisbund-
in kynning á djössurum hafi haf-
ist. Ég átti fyrir, held ég, tvær
djassplötur, með tónlist úr kvik-
myndunum Bird og ‘Round
Midnight. Charlie Parker og
Dexter Gordon urðu fyrstu goðin
mín. Ég fór strax að reyna að spila
með Parkerplötunni án þess að
Sjálfur fékk ég
mína ættingja til
að plögga á Höfn í
Hornafirði. Ætli ég
hlakki ekki mest
til að spila þar.
skilja út á hvað þetta gekk. Um
leið og ég fattaði improvísering-
una fór ég og keypti mér playa-
long-plötu með tónlist Cannon-
baU Adderley í ístóni."
Hvenœr skiptiröu svo yfir á ten-
ór?
„Um leið og ég heyrði í Jan
Garbarek. Sándið heiUaði mig. Á
þessum tíma voru þeir að koma
heim úr námi Garðbæingarnir
Hilmar Jensson og Matthías
Hemstock. Ég var tíður gestur hjá
þeim. Matti átti svakalegt plötu-
safn og reytti í mig fullt af áhuga-
verðú stöffi. Hann gaf mér
geisladisk með Keith Jarrett-tríó-
inu og sá var stanslaust á hjá mér
í 2 mánuði.“
Með puttana í öllu.
„Fyrir 5 árum, þegar X-ið var að
hefja göngu sína, tókum við upp á
því að hræra saman plötuspili og
saxófónleik, ég og Robbi Chronic
(DJ Rampage). Vorum svellkaldir
og gerðum þetta í beinni. Ég hélt
þessu svo áfram um tíma með
Þossa. Það var svo ekki fyrr en í
vetur að við endurvöktum þetta
undir heitinu Improve Groove, ég,
DJ Margeir, DJ Ámi og Alfred
Moore. Steðjuðum með þetta fyrst
inn á Hótel Borg en svo hefur
þetta átt sér stað á Rex.“
Þú ert óhrœddur viö aö prófa
hvaö sem er?
„Tja, það er eina færa leiðin.
Fyrir 20 árum gátu menn haldið
úti einu bandi og látið þar við sifja
en í dag er landslagið öðruvísi. Til
að þrífast þarf að vera með putt-
ana í sem flestu. Auk þess að vera
enn meðlimur í Mezzoforte held ég
úti íslenska hljóðmúrnum með Jó-
hanni Jóhannsyni í Lhooq, hef
fengist við að færa djassmúsík
Jóns Múla í nýjan búning og er í
Pop-Wonder-Hammond-bandi með
Þóri Baldurssyni, Einari Val og
Jóhanni Ásmundssyni. Við tök-
um Steve Wonder og grúvum á
honrnn. Ég er síðan á leiðinn til
London í haust en það er ég búinn
að ganga með í maganum lengi.
Ætla að sjá hvort hægt sé að lifa af
þessu þar. Stórborgin togar svo
sterkt í mig að ég bara verð að
fara.“
Svo er þaö þetta trió sem fer aö
túra landiö núna.
„Þetta er svona samsuðuband,
sem tekur niðri víðs vegar í ís-
lenskri dægurlagaflóru."
Þannig aó þió gangiö ekki aö
landsbyggöinni dauöri meö
frídjassi og veröir baröir í köku af
frústreruöum sjóurum?
„Nei, við verðum sennilega ekki
lamdir. Þetta er ekki endilega djas-
stríó. Við verðum fjörugir og léttir
og ættum að geta gengið í eyrun á
öllum sem vilja.“ -Bb
ekki
___varst
22. júní 197
kl. 22:00
©
7(J
Hannes Hólmsteinn Gissurarson var
alvörugefinn gleraugnaglámur sum-
ariö 1970.
„Já, ég þykist vita hvar ég
var. Ég var að vinna við mæl-
ingar uppi við Sigöldu sem að-
stoðarmaður Gísla ísleifssonar
hjá Þórisósi. Ég var nýbúinn
með fjórða bekk í MR og á leið-
inni í þann fimmta. Led Zeppel-
in, segirðu. Nei, ég minnist þess
ekki að hafa verið sár að missa
af henni. Þessi bylgja fór að
mestu leyti fram hjá mér. Ég
fylgdist lítið með tónlist og var
því meira í bókum og í því að
vinna fyrir náminu á sumrin.
Ég var alvörugefinn ungur gler-
augnaglámur sem kreisti ung-
lingabólur. Nú er ég með linsur
og fær í flestan sjó! Ég hef lært
að meta tónlist í seinni tíð -
bæði klassík og dægurtónlist.“
Oskar Guðjónsson er yfirgengilega
góður saxisti og fullur af atorku. Hann
var farinn að spila undir hjá plötusnúðum
á X-inu fyrir fimm árum og hefur verið ötull
síðustu misseri víð að kynna samborgurum
sínum þessa kynlegu blöndu af lifandí tónlist
og saxófónleik. Ekki lætur hann þar við sitja
heldur stefnír hann á hringferð um landið og til
London í haust.
m
senmle
6
f Ó k U S 2. júlí 1999