Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 14
4
Ungu
-leik
Katie Holmes
Katie Holmes, sem leikur
Claire, fæddist og ólst upp í
Toledo í Ohio. Hún byrjaöi í leik-
listarskóla meö fram því sem
hún stundaði mennta-
skólanám. Snemma fór
hún aö stunda módel-
störf og þaö var viö
slík störf sem virtur
umboðsmaður leikara
tók hana upp á sína
arma og kom henni í
sjónvarpið. Þar
hlaut hún fast hlut-
verk í vinsælli sjónvarps-
eríu, Dawson Creek, sem sýning-
ar eru aö hefjast á hér á landi.
Hefur þessi þáttaröö fengið góðar
viðtökur. Hennar fyrstu kvik-
myndahlutverk voru i The Ice
Storm og Disturbing Behavior.
Nýlega lauk hún við að leika í
Killing Mrs. Tingle, sem er fyrsta
kvikmyndin sem handritshöfund-
urinn Kevin Wiliamson (Scream,
I Know What You Did Last Sum-
mer) leikstýrir.
á kreik
Brendan Fraser, Rachel
Ticotin og John Hannah
í múmíuleit.
Jay Mohr
Jay Mohr var heppinn þegar
hann fékk sitt fyrsta hlutverk í
kvikmynd á móti
Tom Cruise í
Jerry Maguire.
Þangað kom hann
úr hinni vinsælu
sjónvarpsseríu
Saturday Night
Live, þar sem
hann þótti oft
fara á kostum í
eftirhermum. Auk
Jerry Maguire hefur Jay Mohr
leikið í The Mafia þar sem grín
var gert að Guðföður-seríunni,
Picture Perfect, Small Soldiers og
Playing by Heart þar sem hann
leikur ungan deyjandi mann á
móti Sean Connery og Gillian
Anderson, þá má sjá hann meðal
fjölda annarra þekktra leikara í
200 Cigarettes sem sýnd er í Há-
skólabíói.
Sarah Polley
Þeir sem séð hafa hina frá-
bæru kvikmynd Atom Egoyan,
The Sweet Hereafter, eiga auð-
velt með að muna eftir Sarah
Polley. Þar sýndi hún í erfiðu
hlutverki að miklu má búast við
af henni í framtíð-
inni. Áður hafði
Egoyan notað hana
1 Exotica. Þá lék
hún í kvikmynd
David Cronenbers,
eXistenZ sem
Laugarásbíó hefur
sýnt að undan-
förnu. PoUey hef-
ur þó aðaUega
leikið í sjónvarpi, meðal annars í
verðlaunaseríunni Avonlea.
Sarah Polley kom fyrst fram átta
ára gömul í aðalhlutverki í sjón-
varpsseríunni Ramona og níu ára
lék hún í The Adventures of Bar-
on Munchausen.
Scott Wolf
Scott Wolf hefur undanfarin
fimm ár leikiö í hinni vinsælu
sjónvarpsseríu Party of Five sem
Stöö tvö sýnir. Með fram leik í ser-
iunni hefur hann leikið í nokkrum
kvikmyndum, sjónvarpsmyndum
og auglýsingum og var búinn að
leika í nokkur ár
áður en Party of
Five kom til. Þekkt-
ustu kvikmyndir
sem Wolf hefur leik-
ið í eru The Even-
ing Star, sem er
framhald Terms of
Endearment, og
White Squall, þar
sem hann lék einn af strákunum
sem Jeff Bridges tók með í örlaga-
ríka siglingu.
Árið 1719 fyrir Krist á sér stað í
egypsku borginni Thebes ástarsam-
band milli æðstaprestsins Imhotep
og Anck-Su-Namun, sem er hjá-
kona faraósins. Þetta samband er
fordæmt að eilífu þegar upp um
það kemst. Anck-Su-Namun fremur
sjálfsmorð en æstipresturinn flýr
til borgarinnar Hamunaptra, borg-
ar hinna dauðu, þar sem hann leit-
ar ásjár guðanna. Þar eru lögð þau
örlög á hann að hann skuli vera
ódauðlegur og grafast lifandi í
múmíuklæðum. Neðanjarðar mun
hann síðan geta fylgst með rotnun
líkama síns, sem verður mjög hæg-
fara. Ekki á hann sér undankomu
auðið fyrr en einhver finnur hann
og losar hann úr prísund sinni. Ef
það gerist mun kraftur hans aukast
dag frá degi...
Þetta er forspilið að The Mum-
my, sem forsýnd verður um helg-
ina á þremur sýningum. The Mum-
my, sem er fyrsti stóri sumarsmell-
urinn í Bandaríkjunum og hefur
þegar halað inn 146 milljónir doll-
ara, er gerð eftir klassískri kvik-
mynd frá árinu 1932 sem ber sama
nafn. í henni lék Boris Karloff
múmíuna. í nútímaútgáfunni er tit-
ilhlutverkið leikið af Arnold Vos-
loo sem meðal annars lék Darkman
í samefndum kvikmyndum. í aðal-
hlutverkunum eru Brendan Fra-
ser, Racel Ticotin og John Hannah
sem er að spreyta sig i fyrsta sinn
í amerískri stórmynd.
Hin upprunalega The Mummy
var sú fyrsta af fjölmörgum múm-
íumyndum sem gerðar hafa verið
og voru einkar vinsælar á fimmta
áratugnum. Meðal múmíumynda
frá þessum árum má nefna The
Mummy’s Hand (1940), The Mum-
my’s Tomb (1942), The Mummy’s
Ghost (1944) og The Mummy’s
Curse (1945). Tuttugu árum síðar
endurlífgaði breska kvikmyndafyr-
irtækið Hammer múmíuhefðina í
kvikmyndum á borð við Curse of
the Mummy’s Tomb (1964), The
Mummy’s Shroud (1966) og Blood
from the Mummy’s Tomb. í þessum
kvikmyndum léku aðalhlutverkin
stórstjörnur Hammers, Christo-
pher Lloyd og Peter Cushing.
Söguþráðurinn í The Mummy
eftir að forspilinu lýkur er hefð-
bundinn múmíusaga þar sem tveir
ævintýramenn finna rústir hinnar
helgu borgar Hamunaptra, en
hugsa ekki mikið um sögu borgar-
innar. Nokkrum árum síðar eru
upplýsingar þeirra félaga góð sölu-
vara til björgunar lífi þeirra. Leið-
angur er gerður út til að fmna mik-
inn fjársjóð sem á að vera falinn í
bíódómur
Háskólabíó
- Perdita Durango ★ ★
Ofbeldi ofbeldisins vegna
Leikstjórl: Álex de la Iglesla. Handrlt: Álex de
la Iglesla, Jorge Guerrlca og Davld Trueba.
Kvlkmyndataka: Flavlo Martínez Lavlano. Tón-
list: Slmon Boswell. Aðalleikarar: Rosle Perez,
Javier Bardem, James Gandolflnl og Scream-
ing Jay Hawklns.
Ekki hef ég séð fyrri tvær mynd-
ir spánska leikstjórans Álex La Ig-
lesia, Acción Mutante og E1 día de
la bestia, en veit að hann er mikils
metinn í heimalandi sínu. Ef þess-
ar tvær myndir eru eitthvað í lík-
ingu við Perdita Durango þá tel ég
mig ekki hafa misst af miklu. Þó
grunar mig að með þessari þriðju
kvikmynd hans, og þeirri fyrstu
þar sem enska er töluð, þá hafi
hann leitað í smiðju Quentins Tar-
antinos og Roberts Rodriques og sé
í raun að bjóða sig fram í
Hollywood. í mörgum atriðum gæt-
ir áhrifa frá þessum meisturum of-
beldis. Gallinn er bara sá að La Ig-
lesia kann sér ekki hóf og þvi virk-
ar ekki hið mikla ofbeldi sem er
kjarni myndarinnar og ég hafði
það oft á tilfinningunni að tilgang-
urinn væri ekki að gera metnaðar-
fulla kvikmynd um hið flókna eðli
mannsins, eins og margt bendir til
í handritinu, heldur eingöngu að
reyna á þolrifin í mannskepnunni
hvað varðar tilgangslaust ofbeldi.
Aðalpersónurnar eru tvær, titil-
persónan Perdita Durango (Rosie
Perez) er kona sem alist hefur upp
í öngstrætum stórborga, selur sig
þegar hana vantar pening og er til-
búin að drepa sér til ánægju. Reynt
er að afsaka framferði Durango
með atriðum úr fortíðinni og
þannig má kannski finna skýringu
á hugarfarsbreytingu hennar í lok-
in, en langsótt er það. Ef grimmd
Perditu hefur verið bæld þá fær
hún útrás þegar hún tekur höndum
saman við hinn alræmda Romeo
Dolorosa (Javier Bardem), sem er
með FBI á hælum sér. Romeo er
ekki aðeins samviskulaus ræningi
og morðingi heldur stundar hann
svartagaldur þar sem fóm er há-
punkturinn. Segja má að þegar
sem
forsýnd verður um
helgina á þremur
sýningum í sam-
vinnu við Fókus,
var fyrsti stóri
sumarsmellurinn í
Bandaríkjunum og
vék ekki úr efsta
sæti aðsóknarlist-
ans fyrr en
Stjörnustríðsmynd
Lucasar var
frumsýnd.
hinni helgu borg, en eins og ætla
má þá fylgir íjársjóðnum óvæntur
fundur, múmía sem hefur allt ann-
að í huga en að láta grafa sig aftur
lifandi.
Það sem The Mummy hefur fram
yfir forvera sína er fyrst og fremst
tæknin sem er beitt á áhrifamikinn
máta og gerir myndina að miklu
sjónarspili.
Leikstjóri The Mummy, Stephen
Sommers, skrifar einnig handritið.
Eftir að hafa lokið háskólanámi,
bæði í Bandarikjunum og á Spáni,
gerðist Sommers leikari með leik-
hópum, auk þess sem hann vann að
því að koma rokkhljómsveitum á
framfæri í Evrópu. Við þetta starf-
aði hann í fjögur ár. Leið hans lá
síðan til Los Angeles þar sem hann
innritaðist í kvikmyndaháskóla og
dvaldist þar næstu þrjú árin. Stutt-
mynd sem hann gerði á skólaárun-
um, Perfect Alibi, vakti athygli á
honum og í kjölfarið var honum
falið að skrifa handritið og leik-
stýra nýrri útgáfu af Stikilsbeija-
Finni með Elijah Wood og Jason
Robards í aðalhlutverkum. Næstu
tvær kvikmyndir hans voru The
Jungle Book og spennumyndin
Deep Rising með Treat Williams í
aðalhlutverki. Áður en hann tók til
við gerð The Mummy skrifaði
hann handrit og framleiddi fyrir
sjónvarp Oliver Twist þar sem Eli-
Romeo tekur Perditu upp á sina
arma hitti skrattinn ömmu sína.
Allt þar til skötuhjúin ákveða að
ræna tveimur ungmennum er tals-
verður kraftur í myndinni, hraði
mikill og skondnar persónur koma
til skjalanna. En um leið og
ákvörðun er tekin um ránið, þar
sem öðru ungmenninu á að fóma á
altari svartagaldursins, þá fer
myndin að missa flugið. Ekki era
ungmennin tvö aðeins óþarfar per-
sónur i myndinni, og hundleiðin-
legar að auki, heldur fer La Iglesis
þá leið að láta allt snúast um þau.
Og eftir það sem á undan er gengið
og hversu leiðinleg ungmennin eru
þá er erfitt að trúa því að samvisk-
an fari allt í einu að trufla Perditu
og Romeo þeirra vegna.
Rosie Perez er Hollywoodstjarna
og hefur yfirleitt verið góð í kjaft-
forum hlutverkum en stimdum er
eins og henni ofbjóði og virkar hún
ekki sannfærandi. Það er aftur á
móti spánski leikarinn Javier Bar-
dem í hlutverki Romeos sem fer á
kostum og skapar einhverja ógn-
vænlegustu persónu sem lengi hef-
ur sést. Þá er vert að geta góðrar
frammistöðu James Gandolfini í
hlutverki þrjósks FBI-löggu, sem
ávallt stendur uppréttur eftir ýms
óhöpp, svo ekki sé meira sagt.
Hilmar Karlsson
14
f Ó k U S 2. júlí 1999