Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 15
Getur það verið að falleg, tuttugu og fimm ára stúlka í góðri stöðu hafi aldrei kynnst þeirri sælu að taka á móti almennilegum kossi frá karlmanni? Þessari reynslu hefur „Jossie Grossie“ misst af. Drew Barrymore hefur eftir sjálfskaparvíti, sem hún skapaði með neyslu eiturlyfja, náð að rifa sig upp úr slömminu og er í dag meðal vinsælustu ungu leikkvenna í Hollywood. Nýjasta kvikmynd hennar, Never Been Kissed, sem frumsýnd er í dag í Regnboganum, Sam-bíóum og Borgarbíói á Akureyri, hefur stað- fest þetta. Ekki þykir hún aðeins fara vel með hlutverki stúlkunnar sem aldrei hefúr verið kysst, held- ur má rekja miklar vinsældir myndarinnar beint til hennar. í Never Been Kissed leikur Drew Barrymore tuttugu og fimm ára stúlku sem vill mikið út úr líf- inu og ætlar sér langt þegar hún byrjar sem blaðamaður á virtu dagblaði, Chicago Sun-Times. Hún hefur gáfurnar og hæfileik- ana til að skrifa góðan texta, en er eins og rati í einkalífinu. í skóla var hún ávallt hæst, nörd sem kallaður var Jossie Grossie. Hún hefur aldrei staðið í ástarsam- bandi við karlmann og það sem Drew Barrymore í hlutverki nýliðans I blaöamannastéttinni, sem þarf að bregða sér í gervi skólastúlku. meira er, aldrei verið kysst af karlmanni. Það eru því miklir erfiðleikar sem hún verður að yfirstíga þegar hún fær sitt fyrsta verk sem blaðamaður, en hún á að fara í heimsókn í menntaskóla og skrifa um nemendur, sérstaklega einkalíf þeirra, stefnumót og kynlíf. Þegar hún kemur í skólann kemst hún fljótt að því að þótt hún sé átta árum eldri þá hafa nemendurnir mun meiri reynslu af ástinni en hún. Þetta er vandamál sem hún verður að ráða bót á. ... Auk Drew Barrymore leika í myndinni David Arquette, Leelee Sobieski, John C. Reilly, Michael Vartan og leikstjórinn Garry Marshall. Leikstjóri er Raja Gosnell sem fékk frumraun sína í Home Alone 3. Áður hafði hann unnið sem klippari við fyrri Home Alone-myndirnar. Gosnell er með langa reynslu að baki í kvikmyndum, hóf samstarf við Robert Altman árið 1977 og hefur unnið með Altman við nokkrar kvik- myndir hans, auk þess að hafa unnið sem klippari með mörg- um af þekktustu leikstjórum í Hollywood. -HK MÚSÍK □ G MYNDA HELGI 2.-4.JÚLÍ Dagskrá DJ tónleikar í Mjódd föstudaginn 2. júlí kl. 16:00. Dj Kári og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.