Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 23 Sport - hjá Bandaríkjunum í einliðaleik Bandaríkjamenn unnu tvöfaldan sigur á Wimbledon-stórmótinu í tennis sem lauk í London í gær. Pete Sampras sigr- aöi í einliöaleik karla og Lindsay Davenport í ein- liðaleik kvenna. Lindsay Davenport lék til úrslita gegn Steffi Graf og fyrir fram var búist viö sigri þýsku stúlkunnar. Davenport var hins vegar staöráðin í því að sigra og tókst það, 6-4 og 7-5. „Ég trúi því ekki enn að ég hafi sigrað. Þetta er eins og draumur," sagði Davenport eftir sigurinn. „Uppgjafir mínar heppn- uðust vel og það gerði gæfumuninn. Nú er ég komin í efsta sætið á heimslistanum en fyrir mér er það mun merki- legra að sigra á stórmóti eins og Wimbledon sem að flestra mati er stærsta mótið í tennis á hverju ári,“ sagði Davenport og átti greinilega erfitt með að trúa því að hún hefði sigrað Graf í úrslitunum. „Veit ekki hvað var að hjá mér“ „Það fór eitthvað úr- skeiðis hjá mér í dag en ég veit ekki nákvæmlega hvað. Að tapa olli mér miklum vonbrigðum. t fyrsta lagi vegna þess að þetta var síðasta mót mitt hér og svo vegna þess að ég veit að ég get leikið mun betur en ég gerði í dag,“ sagði Steffi Graf. Ólýsanlegt Pete Sampras var í sjö- unda himni eftir sigur sinn gegn Andre Agassi, 6-3, 6-4 og 7-5. „Það er engin spuming í mínum huga að Wimbledon-mótið er stærsta mótið i tennis á ári hverju. Og að vinna Andre Agassi í úrslitaleik þessa móts á þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna er auðvitað alveg ólýsan- legt,“ sagði Sampras eftir sigurinn. „Það flýgur margt skrýtið í gegnum hugann eftir svona stóran sigur. Ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir Andre Agassi. og ég vissi aö ég yrði að sýna flestar mínar bestu hliðar til að sigra hann í dag. Þrátt fyrir að ég hafi unnið hann í þremur hrinum segir það ekki að leikurinn hafi verið auðveldur fyrir mig,“ sagði Sampras. Andre Agassi var að vonum niðurlútur eftir ósigurinn en hældi Sampras á hvert reipi eft- ir úrslitaleikinn. Sampras er sannur meistari „Pete Sampras er sann- ur meistari. Hann sann- aði það á vellinum gegn mér í dag. Hann hefur oft áður unnið þetta mót og hefur verðskuldað þá sigra alla, Tilfinningalega líður mér ekki vel eftir svona ósigur og mér leið svo sannarlega ekki eins og besta tennisleikara heims í dag,“ sagði Agassi. Sampras hafði mikla yf- irburði og eftir því sem á leikinn leið jukust yfir- burðir hans og í raun átti Agassi aldrei möguleika. -SK Wimbledon-stórmótinu í tennis lauk í gær: II J Pete Sampras er óumdeilanlega langbesti tennisleikari heims í einllðaleik karla. Það sannaði hann í úrslitaieiknum á Wimbledon-mótinu í gær er hann sigraði landa sinn, Andre Agassi, næsta auðveldlega í úrslitaleik. Agassi sést í bakgrunni en Sampras hampar glæsilegum sigurlaunum. Reuter Mikil gleói ríkti í Bandarlkjunum í gær enda unnu þau Davenport og Sampras glæsilega sigra gegn andstæðingum sinum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Davenport er aðeins 23 ára og talin liklegur arftaki Graf sem ein mesta og besta tennisdrottning heims- ins. Davenport er fyrsta stúlkan sem fædd er i Bandaríkjunum til að vinna sigur á Wimbledon sið- an árið 1981 er Chris Evert sigraöi. Pete Sampras vann í gær einstakt afrek sem engum tennis- leikara hefur tekist á þessari öld sem senn er liðin. Sampras vann sjötta sigur sinn á Wimbledon á siðustu sjö árum. Einstak- ur árangur hjá frábærum íþróttamanni. Lindsay Davenport vann sætan sigur einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis í gær. Hún sigraði Steffi Graf f úrslitaleik og sést hér sæl með sigur- launin. Steffi Graf er á myndinni til vinstri og er greinilega allt annað en sátt við gang mála. Þetta var fyrsti sigur Davenport á Wimbledon- mótinu. Reuter Þrátt fyrir óhagstœtt veður flesta keppnisdagana tókst skipuleggjendum mótsins að ljúka því á tilsettum tíma. Þetta þótti nokkurt afrek því úrhellisrigning var marga dagana og varð að fresta mörgum leikjum. Ungir og snjallir tennis- leikarar létu vita af sér á Wimbledon-mótinu að þessu sinni. Nægir þar að nefna þær Dokic, Lucic og Stevenson i kvennaflokki sem komu mest á óvart á mót- inu. Allar þurftu þær að fara í forkeppni fyr- ir mótið. -SK \ \ Bland í poka Ef Steffi Graf hefði unnið úrslitaleikinn gegn Lindsay Da- venport í gær hefði það orðið 23. sigur hennar á stórmóti í tennis kvenna. Það tókst ekki og Graf sagði eftir leikinn gegn Davenport I gær að hún ætlaði ekki að keppa á fleiri Wimbledon-mótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.