Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 8
|~s .....' : + ^6 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Sport AMÍ í sundi: Ötrúleg bæting Þóra Björg Sigurþórsdóttir, einn af sigurvegurunum á myndinni, stóð sig ekki aðeins vel í boðsundinu heldur bætti sig um heilar 6 sekúndur í fjór- sundi meyja á AMÍ og verður það að teljast ótrúlega góð bæt- ing. „Ég var nú bara búin að undirbúa mig mjög vel. Ég ætl- aði að vinna þetta,“ sagði Þóra Björg, sem vann til sex verð- launa í einstaklingsgreinum á mótinu. „Flugsundið er að- alsundið mitt en ég hef verið að bæta mig í fleiri greinum. Ég ætlaði náttúrlega að bæta mig, þetta er aðalmótið," sagði Þóra Björg, sem svo sannarlega náði markmiðum sínum. „Ég ætla að halda áfram i sundinu. Það er skemmtilegast að synda flug því þar hef ég lært mesta tækni. Það eru góðir þjálf- arar hjá okkur og það hjálpar til við að ná árangri," sagði þessi stórefnilega sundkona. Aldursflokkameistaramót íslands í sundi: Betra sundfólk - nú en fyrr, sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, fyrrum sundmeistari Sundfélag Hafnarfjaröar á Aldursflokkameistaramótinu: Stefnir á ÓL Sundfélag Hafnarfjarðar: Færir Aldursflokkameistaramót Is- lands í sundi fór fram í Borgar- nesi fyrir stuttu. Mótið fór mjög vel fram og kepptu allir fremstu ungu sundmenn þjóðarinnar. 19 Yéíög tóku þátt og úrslitin urðu þau að sem fyrr voru Keflvíking- ar sterkir á mótinu og unnu stigakeppnina með því að næla sér í 1138 stig. Þriðja árið í röð hjá Kefla- vík „Þetta er þriðja árið í röð sem við vinnum þetta þannig að það er komin hefði í þetta hjá okkur,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfari og fyrrum sundmeistari. Eðvarð átti ekki í erfiðleikum með að finna ástæður fyrir vel- gengni þeirra Keflvíkinga. „Það er haldiö mjög vel utan um þetta hjá okk- ur, það eru mjög hæfir þjálfarar og hæf stjórn með rétt og góð markmið og það skiptir mestu máli. Einnig er mjög öflugt for- Kjartan Hrafnkelsson er aðeins 11 ára gamall en hefur samt æft sund í 7 ár. „Þetta er svo gaman, svo góður félagsskapur. Það er svo gaman að synda,“ sagði Kjartan sem nældi sér í fjögur brons á mótinu í einstaklingsgreinum. „Skriðsund og flugsund eru mínar bestu greinar og ég er búinn að fá fjóra verðlaunapen- inga á mótinu,“ sagði Kjartan sem lítur björtum augum til framtíðar. „Ég stefni á Ólympíu- leikana og að komast i unglingalandsliöið en það eru nokkur ár í það enn þá,“ sagði Kjartan. „Ég veit ekki hvað mig langar að gera í framtíðinni, kannski kenna sund,“ bætti þessi duglegi sundmaður við. fórnir Hin 16 ára gamla Sunna Björg Helgadóttir úr Sund- Sunna Björg Helgadóttir. félagi Hafnarfjarðar var eldhress á AMÍ í Borgarnesi. Sunna er búin að æfa sund í átta ár og var ánægð með mótið. „Allt í lagi hvemig mér hefúr gengið. Ég var að keppa á Smáþjóðaleik- unum fyrir nokkru og hvíldi því eiginlega ekkert fyrir þetta mót,“ sagði Sunna sem sér allar björtu hliðarnar við sundið. „Ef maður æfir vel þá kemst maður í landsliðið og félagsskap- urinn er líka mjög skemmtilegur. Við erum með mjög góðan hóp.“ Mikill tími fér í sundið þannig að Sunna hefúr lítinn tíma fyrir önnur áhugamál. „Ég er bara í skólanum og svo að synda. Auð- vitað hefur maður þurft að fórna vinskap og svoleiðis fyrir sundið en það er alveg þess virði.“ Að sjálfsögðu hefur Sunna háleit markmið. „Auðvitað stefnir maður sem lengst, á Ólympíuleikana árið 2004,“ bætti þessi stórefnilega sundkona við. Sundfélag Hafnarfjarðar vakti athygli fyrir góða samstöðu. Sundmennirnir hvöttu hver annan áfram og skemmtu sér vel. eldrastarf og þeir styðja vel við bakið á okkur.“ Björt framtíð Eðvarð var einnig mjög ánægður með mótið í Borgarnesi. „Þetta er búið að takast nokkuð vel og UMSB á þakkir skildar fyrir gott mót. Eðvarð lít- ur einnig björtum aug- um á framtíðina enda mikill uppgangur í sund- inu hér á landi. „Nú eru fleiri góðir þjálfarar með skýr og góð markmið og það skilar sér í betra sundfóki. Ég hlakka bara til að sjá hvernig þetta þróast í framtíðinni,“ bætti Eðvarð við að lokum. Lokastaðan - í stigakeppninni á AMÍ í sundi: Keflavík 1138 Bolungarvík 66 SH 931 UMSB 56 Ægir 687 Stjaman 50 ÍA 464 UMFA 46 KR 458 UMF TindastóO 43 UMFN 453 UMFT 12 Breiðablik Ármann 363 194 Fjölnir 7 Vestri 152 UMF Selfoss 100 Umsjón IBV 93 . Óðinn 83 Iris B. Eysteinsdóttir f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.