Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Sport Hvaö fínnst þér? Finnst þér búið að vera gaman á Essó-mótinu í knattspyrnu um helgina á Akureyri? Eiríkur Jónssort, HK: „Já, það er búið að vera mjög gaman hér á mótinu og ég hef notið hverrar stundar." Ingvar Ásmundsson, Fylki: „Þetta er æðislegt mót í alla staði. Við strákamir eru búnir að skemmta okkar vel allan tímann.“ Þórarinn Á. Benediktsson, Val: „Já, mjög gaman. Það er búið að vera mikið fjör og ég og samherjar mínir í Val munumn seint gleyma tímanum sem viö áttum hér.“ Trausti Eiríksson, Þrótti: „Já, mjög gaman og ég naut þess í botn að leika á mótinu meö félögum mínum í Þrótti." Umdeild ákvörðun Ákvörðun ensku deildar- og bikarmeistaranna í Manchester United að taka ekki þátt í ensku bikarkeppninni á næstu leiktíð er umdeild. Knattspyrnusamband Evrópu hefur gagnrýnt Alþjóða knattspyrnu- sambandið harðlega fyrir að neyða United til að velja á milli þess að leika í enska bikarnum og HM félagsliða í Brasilíu í janúar. Enska knattspymusambandið hefm' einnig verið gagnrýnt harðlega enda fór sambandið þess á leit við United að félagið hætti við þátttöku í bikamum. Forráðamenn United hafa lfengið mikla gagnrýni frá fram- kvæmdastjórum annarra liða undanfarið enda verður enski bikarinn varla svipur hjá sjón þegar meistarana og besta lið Englands vantar í keppnina. -SK 3Z>V Tveir reknir í sturtu Riðlakeppnin í Suður-Amerikubikamum er nú komin langt á veg. Brasilíumenn og Perúmenn hafa þegar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum. Brasilía sigraði Mexíkó, 2-1, i fyrrinótt. Amoroso og Alex skoruðu fyrir Brassa en tíu mínútum fyrir leikslok fékk Rivaldo að líta rauða spjaldið en þetta er í annað skiptið sem það gerist í síðustu fjómm leikjum liðs- ins. Chile-búinn Marcelo Salas var einnig rekinn í bað þegar Chile sigraði Venesúela, 3-0. Salas var húinn að eiga sannkallaðan stórleik og lagði m.a. upp tvö marka liðsins. Zamarano, Sierra og Tortolero sáu hins veg- ar um markaskorunina. Úrslit í öðnun leikjum um helgina urðu þau að Perú sigraði Bólivíu, 1-0, og Paragvæ sigraði Japan, 4-0. -JKS Katrín Jónsdóttir segist hafa það fínt hjá Kolbotn og það hafi hjálpað henni mikið að hún kunni málið þegar hún fór utan. DV-mynd IBE Katrín Jónsdóttir, atvinnuknattspyrnukona í Noregi: Ganga vel í skólanum og stofna fjölskyldu Katrín Jónsdóttir knattspymu- kona hefúr um nokkurt skeið verið eina islenska atvinnukonan í knatt- spymu en hún leikur með Kolbotn í Noregi. Fyrir stuttu hóf þó félagi Katrínar úr Breiðabliki, Erla Hend- riksdóttir, að leika í Danmörku og því má segja að þær séu tvær at- vinnukonumar okkar núna. Katrín er stödd á íslandi i sumarfríi en hún spilar einnig með sínu gamla liði, Breiðabliki, í fríinu. - Lifirðu vel af því að vera at- vinnukona? Nei, ég gæti ekki stundað þetta eitt og sér, ég er á námslánum eins og flestir námsmenn. - Þú ert sem sagt í námi, hvað ertu að læra? Ég er í læknisfræði og er búin með eitt ár. Fyrst var ég bara í fótboltan- um en það er gott að hafa eitthvað annað til að snúa sér að því þegar það gekk illa í fótboltanum hjá mér var allt lifið ömurlegt. Þetta er sex ára nám og byggist mikið upp á hóp- vinnu og mér finnst það mjög skemmtilegt. - Hvemig hefurðu það úti? Ég hef það bara rosafint og mér lík- ar mjög vel. Það hjálpaði að ég kunni málið þegar ég fór út. Ég bjó þama þegar ég var yngri því að pabbi var í íþróttaskólanum. Ég bý í litlum bæ, Kolbotn, sem er rétt fýrir utan Ósló, og það er mjög gott að vera þama. - Hvemig býrðu? Ég bý í íbúð í blokk sem er við hlið aðalleikvangsins. Við erum átta úr liðinu sem búum þama. Það hjálpaði mér að búa svona nálægt þeim. Ég var fljót að komast inn í hlutina og kynnast stelpunum. Ég bý ein. Mér finnst voða gott að vera út af fyrir mig en ef ég er einmana er stutt að leita til stelpnanna í blokkinni. - Hvaða draiuna hefurðu? í sambandi við fótboltann langar mig að spila í úrshtum Evrópu- eða heimsmeistaramóts með landsliðinu. Mér fmnst það raunhæft markmið. Persónulega dreymir mig um að ganga vel í skólanum og vinnu og stofna fjölsyldu. - Hvaða framtíðarmarkmið hef- urðu í fótboltanum í Kolbotn? Það er langtímamarkmið hjá klúbbnum að verða Noregsmeistari árið 2000. Við erum með svo ungt lið. Við náum líklega öðru sætinu núna og vinnum svo næst. Við höfúm æft rosalega vel í vetur. Við erum að vinna leiki núna þar sem við gerðum jaftitefli í fyrra bara á þvi að vera í betra formi. - Hvemig er dagur í lífi at- vinnukonunnar? Ég mæti í skólann á morgnana og lyfti svo og hleyp og geri kannski áfangaþjálfún og mæti svo aftur i skólann til svona fjögm'. Þá fer ég heim og fer svo á æfingu með liðinu og eftir það er engin orka eftir til að læra. Þá bara horfi ég á sjónvarpið eða geri eitthvað með stelpunum. Tvisvar til þrisvar í viku æfi ég tvisvar á dag, kannski sex daga vik- unnar en ég tek mér frí á sunnudög- um. Þetta er náttúrulega strembið en mér fmnst ég ekkert vera að keyra mig út. Ég ákvað það áður en ég byij- aði að ég eiga líf fyrir utan fótboltann og það hefúr tekist. - Hver er munurinn á boltanum hér heima og úti í Noregi? Sérstaklega hraðinn, það er mun hraðara spil úti. Það er vegna þess að það eru miklu fleiri betri einstakling- ar í hveiju liði þannig að það er hægt að halda uppi miklu meira tempói á æftngum. - Hefúrðu fengið heimþrá? Ég fékk smáheimþrá í febrúar í fyrsta skipti. Það leið nú bara hjá því það var nóg að gera hjá mér. - Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja ungar stelpur til að vera duglegar að æfa og þolinmóðar og reyna að sinna skólanum með. Kosturinn við það aö litlir peningar eru í kvennaboltanum er að stelp- umar mennta sig frekar. -ÍBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.