Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 6
 Kona er konu verst var einhvern tíma fullyrt. Það hefur líka verið sagt að það séu bara til þrjár birtingar- myndir kvenna: Móðir, meyja, kona. Á síðasta ári aldarinnar hlýtur að vera óhætt að hafna þessu rugli. Eða hvað? Fókus fór á stjá og spurði nokkr merkilegar konur út í fyrirmyndir kvenna. „Aöalatriðiö er að hlutverkin og ímyndin séu jákvæð fyrir konur en ali ekki á kven- fyrirlitningu." Guðbergur Bergsson var nýkominn til Salema í Algarve. Það var næstum fullt tungl „Ætli ég hafl ekki verið i rúminu á Grandaveginum að anda að mér lýsislykt og dreyma lýsisdrauma. Á þessum tíma var Grandavegurinn ekki í tísku eins og nú. Síðar hætti ég að taka þorksalýsi og fór yfir í hákarlalýsi. Nú, var þetta tungl- gangan? Ég man nákvæmlega hvar ég var þá. Ég var nýkom- inn til þorpsins Salema á Algar- ve í Portúgal, fékk að dvelja í húsi sem hjúkrunarkona Salasas einræðisherra átti. Ég var þá nýkominn af Grandaveg- inum. Þarna var ekki sjónvarp en ég heyrði fréttina í útvarp- inu. Mér fannst þetta mjög merkilegt en hafði þó verið viss um nokkuð lengi að þetta myndi gerast. Það var mjög bjart þetta kvöld á ströndinni, næstum fullt tungl, og mér fannst þorpið eiginlega vera einangraðra heldur en tunglið, nú þegar menn og vélar voru búin að rjúfa friðhelgi þess.“ Þann 20. júlí 1969 lenti geimfariö Appollo 11 é tunglinu. Innanborðs voru Neil Armstrong, Michael Collins og Edwin „Buzz“ Aldrin. Neil var svo sá fyrsti af okkar dýrategund sem steig fæti á tungliö, það gerði hann kl. 2.56, 21. júlf. Við það tækifæri sagði hann: „Þetta er lítið skref fyrir mig en stórt stökk fyrir mannkyn," eins og frægt er orðið. Buzz steig á tunglið 11 mínútum síðar en hans setning er ekki eins fræg: „Fagra, fagra auön." Michael fékk hins vegar ekki að yfirgefa geimfarið. Tunglgöng- unni var sjónvarpað beint um víða veröld og þótti merkilegasti atburður heimssögunnar. Á islandi var ekki tæknibúnaður fyrir beinar út- sendingar og þar að auki var Ríkissjónvarpið f sumarfrfi. Myndirnar af tunglgöngunni voru því ekki sýndar fyrr en 3. ágúst þegar ríkisstarfs- menn komu úr orlofinu en tunglfararnir sjálfir lentu hinir hressustu f Kyrrahafinu 24. júlí. Karlpungar þessa heims eiga sér margar fyrirmyndir og á seinni árum hefur steríótýpan yfir karl- mann nánast horfið. Vöðvabúntin þykja nett hallærisleg og í staðinn eru komnar grannar og sætar hetj- ur eins og Leonardo DeCaprio, Nicolas Cage og trúðar á borð við Adam Sandler. Þetta eru misjafn- ir menn og alls staðar í hetjuheim- um karla má sýna fram á vissa fjölbreytni. Það eru til margar týp- ur af körlum í stjórnmálum, tísku- heiminum, poppinu, bíóinu og íþróttum. Og á undanförnum árum eða áratugum hefur fjöl- breytnin aukist í fyrirmyndum kvenna. Nú geta ungar stúlkur miðað sig við og tekið til fyrir- myndar alls konar konur; feitar, grannar, ljótar, sætar, sterkar og aumar. Konur mega gera það sem þeim sýnist í dag. Óbundin kynvera „Mér finnst Madonna ágæt fyrir- mynd,“ segir Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur um þessar fyrirmyndir ungra kvenna. „Hún brýtur upp hina hefðbundnu ímynd kvenna, kýs að vera kyn- vera og nýtur sín sem slík. Hún er ekki búin til af karlmönnum held- ur sér hún algjörlega um sig sjálf. Hún er sterkur og sjálfstæður karakter." Linda Björk Árnadóttir, hönnuð- ur og eigandi CRYLAB, er sam- mála Þorgerði þó hún viðurkenni að Madonna hafi ekki höfðað mik- ið til sín í fyrstu. „Hún var svolítið melluleg þarna fyrst þegar hún gerði aðal- lega út á kynlífið," segir Linda. „Mér finnst hún hins vegar hafa breyst svolítið upp á síðkastið og ég lít meira til hennar sem fyrir- myndar en áður. Mér finnst hún vera hugrökk og klár manneskja og ég dáist að henni fyrir það.“ „Madonna hefur alla tíð farið sínar eigin leiðir,“ tekur Dóra Ein- ars undir með Lindu en Dóra starfar sem búningahönnuður og kvikmyndageröarkona. „Þær kon- ur sem gera það lenda alltaf á milli tannanna á fólki. Hún er rosalega vinnuglöð og óheft og hefur kannski stundum farið of djarflega í að segja sínar skoðanir.“ Væmin og húsmóðurleg „Þessar konur, Madonna, Sigo- urney, Björk og Meryl, eru ofboðs- lega ólíkar,“ segir Vala Þórsdóttir um þessar fjórar konur sem notað- £ir eru sem sýnishorn af fjölbreytni í fyrirmyndum kvenna. „Þær þora líka að fara sínar eigin leiðir og hafa allar verið með einhvers konar yfirlýsingar i sjálfu sér. Sigourney Weaver er kannski sú eina sem er ekki eins sveigjanleg og hinar en þær þrjár takast á við margs konar hluti, bæði í tónlist og í leikhúsinu, og það finnst mér mjög gott fyrir ímynd kvenna. Madonna og Björk hafa báðar notað frelsið til þess að búa til nýjar ímyndir þegar þeim þóknast. Björk hefur aúk þess brotið niður múra, bæði með því að vera pönkari eða fátæklingur og síðan einhver Versace-pía. Meryl Streep notar frelsið til þess að taka að sér mismun- andi hlutverk, oft átakahlutverk, en hún er svo hæfileikarík að hún getur farið í allra kvikinda líki,“ segir Vala Þórsdóttir sem er greinilega ekki í vafa um þá fjöl- breytnu og jákvæðu ímynd sem þessar konur hafa skapað sér. Lindu finnst Meryl Streep aftur á móti vera húsmóðurlegust af þessum konum. „Hún er mikill streitari í sér og ég get ekki séð fyrir mér að hún lendi í skandal eða einhverju svoleiðis.“ „Hún er svolítið væmin og góð kona,“ bætir Þorgerður við og finnst það vera gamla steríótýpan af konunni. miKiu iiiun fyrir og nefnir fleiri dæmi: „Mér finnst líka hálfhlægilegt þegar vísitölur eins og fluffumar Unnur Steins- son og Ragnheiður Clausen koma naktar fram í ódýrum glanstímarit- um og segjast hættar að vera góðar. Erum við þessar konur sem forum okkar eigin leiðir þá eitthvað vond- ar? Björk er ekkert í líkingu við þetta. Hún kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. Hún er ekki að leika neitt annað.“ Og allar vom konurnar í raun sammála um hana Björk okkar. Linda segir til dæmis að Björk höfði mest til sin, persónulega. „Hún fer mjög ócommercial leið- ir,“ segir hún. „Hefur komið með mjög sterka og athyglisverða kvenímynd fram á sjónarsviðið. Hún er þessi skrýtna og skemmtilega kona, mjög frum- leg og sterk og á örugglega eftir að endast lengi.“ Þorgerður bætir því við að henni finn- ist leiðinlegt talað er um að hún Björk sé bamaleg og þá algerlega út í hött þegar gef- ið er i skyn að hún sé af- sem Þorgerður hefur að vísu ekki fylgst vel með. En hún telur líka að hér á ámm áður hafi umræðan um imyndir kvenna einskorðaðist við móður, konu og meyju. Hún telur því að konur eins og Madonna, Björk eða Sigoumey Weaver brjóti upp staðnaðar ímyndir og séu því að gera mjög góða hluti. Dóra bætir því við að henni þyki Sigoumey Weaver vera frábær leik- kona: „Hún getur verið kynbomba eitt augnablikið og hið versta skass það næsta.“ En um leið finnst henni þessar fjórar konur sem nefndar hafa verið mjög góðar fyrirmyndir sem slíkar en segir jafnframt að stjörnudýrkun og pælingar um ímyndir og fyrirmyndir geti gengið út í öfgar. Yngsta konan í hópnum okkar, Linda Björk, tekur þó fram að henni finnist hún ekki vera í neinu sér- stöku kynhlutverki. „Ég vakna ekki upp á morgnana og hugsa: „Ég er kona“. Það skiptir mig engu máli hvort ég er kona eða ekki. Ég á fullt af karlímyndum líka. Þetta era samt allt mjög sterkar og hæfileikaríkar konur sem hér eru nefndar og ég dá- ist að þeim öllum. Þær hafa mikið sjálfstraust og ég er viss um að þetta sjálfstæði sem þær sýna, þessi styrk- ur og hugrekki, virkar mjög hvetj- andi á konur.“ Vala velkist heldur ekki í neinum vafa um það hvaða skilaboðum kon- umar fjórar, Madonna, Sigourney Weaver, Meryl Streep og Björk koma á framfæri, hver með sinni að- ferð. „Það er í rauninni bara frelsi. Frelsi og fjölbreytileiki. Þær segja fólki að það eigi að gera það sem það vill án þess að hirða um duttlunga og afskipti annarra." Þetta fólk er örugglega skylt. Tom Rowlands í The Chemical Brothers og Kristín Ómarsdóttir skáldkona hafa sama puppy-lookið, sömu við- kvæmnislegu og dapurlegu augun, sama munnsvipinn og eiga þar að auki eins gleraugu. Hárið er liðað og ljóst og meiningarnar ef til vill líka svipaðar. Bæði hafa óumdeilanlega hæfileika á listræna sviðinu. Rowlands er heilinn í The Chemical Brothers en Kristín hefur sent frá sér ljóðabækur og örsögur öðrum til yndis og ánægju. Hvort sem þau eru andlega skyld eða ekki eru þau óneitanlega mjög sykursæt saman. Bjarkar-eftirlíkingar „Ég þoli til dæmis ekki þegar konur eru að reyna að vera eitt- hvað annað en þær eru," segir Dóra Einars og bætir við: „Mér finnst þær vera mjög leiðinlegar þessar litlu Bjarkar-eftirlíkingar sem tröllríða öllu héma. Það er eins og að þær fatti ekki að þeim tekst aldrei að verða eins og Björk. Þær verða alltaf hallærislegar, litl- ar hermikrákur." Dóru er orðið s p r e n g i barnakláms. „Björk er greind, með skemmtilegar pælingar og hún er gerandi í sínu lífi. Ég get því ekki sagt annað en að hún sé mjög góð fyrirmynd fyrir ungar konur.“ Móðir, kona, meyja „í prinsippinu em svona stráka- stelpur góðar fyrirmyndir svo lengi sem ímyndin er jákvæð og elur ekki á kvenhatri," segir Þorgerður um Sigourney Weaver sem þekktust er fyrir leik sinn í Aliens-myndunum 1 „Hún er ekki búin til af karl- mönnum heldur sér hún al- gjörlega um sig sjálf.“ 2 „Björk er alltaf jafn fersk og skemmtileg.“ 3 „Hún er mikill streitari I sér og ég get ekki séö fyrir mér aö hún lendi í skandal eöa ein- hverju svoleiöis." Kristín Omarsdóttir. Tom Rowlands. vars 21. júní 1969 kl. 02.56 íu) 39 f 6 f Ó k U S 16. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.