Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 19
tónleikar Stilluppsteypa Einu tónleikar Stillupp- samning við hollenska mcrk-J| steypu i ár á íslandi verða ið Staalplaat»sem er vðfþekkt haldnir á sunnudagskvöldið í aí' fræðjlégum hljóðspek- Iðnó. Stilluppsteypa er trió úlöntuin. Sonic Youth er í að- skipað Heinii, Helga og Sig- dáendaklúbbi Stilluppsteypu tryggi en þeir hafa allir og heimtaði að strákarnir stundað þverhnýpt listnám á spiluðu á uridan sér í Berlín i meginlandi Evrópu síðustu fyrra. Stilluppsteypa ætlar aö árin. Tónlistin sem þeir fram- spila efni af væntanlegri leiöa er tilraunakennd og plötu og gamalt efni i bland. þung og eru gestir hvattir til Um andlega uppbyggingu að mæta með galopinn huga á áður en Stilluppsteypa setur í tónleikana og öllu viðbúnir. samband sjá sveitirnar Strákarnir hafa verið dug- Vindva mei og Curver. Iegir að ota sínum tota í út- löndum og eru með ágætis- Bretlands til framhaldsnáms viö Northern Col- lege of Music í Manchester í næsta mánuði. • Sv eit i n Ingólfskaffl er splunkunýr staður í sveitinni á milli Selfoss og Hveragerðis. Þangað mætir séra Geirmundur Valtýsson ásamt sínum knáu meðreiðarsveinum í kvöld. Búast má við stemningu á a.m.k. 7 á Stuð-richter. Lauslr og Llðuglr taka lagið á milli þess sem þeir sporðrenna flatþökum á Pizza 67 á Eskifirði. Nú er hljómsveitin Buttercup komin til Hafnar í Hornafirði og hyggst valda usla í Víkinni. Ball, trall og oddaflugs knall. Stuömenn eru I TJarnarborg á Ólafsfirðl. Ókei, ekki orð meira um Óbbu og Döbbu, þetta er að verða brjóstumkennanlegt. Knudsen á Stykkishólml er opinn í kvöld. Blí- strandl æðakollur bæði innan dyra og utan. Cruel Intentlons ★★ Fær plús fyrir skemmti- lega ósvífni, hreinskilið tungutak og skort á siðsemi. Hinsvegar hikstar myndin á lokakafl- anum vegna ónógrar undirbyggingar og ósann- færandi leiks. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 Regnboginn Never been Kissed ★★ Hér leikur Drew Barrymore tuttugu og fimm ára stúlku sem vill mikið út úr lifinu og ætlar sér langt þegar hún byrjar sem blaðamað- ur á virtu dagblaði, Chicago Sun-Times. Hún hefur gáfurnar og hæfileik- ana til að skrifa góðan texta, en er eins og rati í einkalífinu. í skóla var hún ávallt hæst, nörd sem kallaður var Jossie Grossie. Hún hefur aldrei staðiö i ástarsambandi við karlmann og þaö sem meira er, aldrei verið kysst af karlmanni. Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9 og 11.15 Entrapment ★★* Entrapment er flókin saga sem blandast miklum hraða þar sem bíógestur- inn þarf að hafa sig allan við að missa ekki af neinu smáatriði. Fléttan er skemmtileg en ein- hverra hluta vegna hefur það ekki nægt aðstand- endum myndarinnar og má segia að þeir séu i einhverjum leik þar sem markmiöið er að láta all- ar þersónur lifa tvöföldu ef ekki þreföldu lífi. Sean Connery og Catherine Zeta-Jones hafa mikla út- geislun og er gaman að fylgjast með samleik þeirra. -HK Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9 og 11.15 She’s All That She’s All That segir frá lífi nokk- urra krakka í Los Angeles High School þar sem ástamálin eru nokkuð flókin svo ekki sé meira sagt. Allt fer á annan endann þegar vinsælasta stúlkan í skólanum segir kærastanum upp þar sem hún hefur hitt annan. Þar sem kærastinn fyrrverandi er forseti nemendaráðsins er erfitt fyr- ir hann að kyngja því að vera settur út í kuldann. Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 Lífið er dásamlegt ★★★ Lífið er fallegt er magn- um opus Robertos Benignl, hins hæfileikaríka gamanleikara sem meö þessari mynd skipar sér í hóp athyglisverðari kvikmyndagerðarmanna sam- tímans. Myndin er ekki bara saga um mann sem gerir allt til aö vernda það sem honum er kært heldur einnig áþreifanleg sönnun þess að kómedí- an erjafnmáttugurfrásagnarmáti og dramað til að varpa Ijósi á djúp mannssálarinnar. -ÁS Sýnd kl.: 4.30, 6.45, 9 og 11.15 Stjörnubíó 13th floor Á þrettándu hæð í stórhýsi í miðri stór- borg hafa Douglas Hall og Hannon Fuller hreiðrað um sig og eru að búa til, með fullkomnustu tölvutækni, eftirlíkingu af Los Angeles árið 1937. Eitthvað fer úr böndunum og þegar Hall vaknar aftur til lífsins er hann í blóðugri skyrtu og fijótt finnur hann Fuller myrtan. Hall er sá sem grunaður er um morðið. I örvæntingarfullri leit að skýringu fer Hall óvart að lifa tvöföldu lífi, einu í nútímanum og öðru í Los Angeles árið 1937. Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9 og 11.10 Go ★★★ Go er hröð og hrá en um leiö bein- skeytt kvikmynd um ungmenni á villigötum. Leik- stjórinn Doug Liman kann aö fara með svartan húmor og er myndin góð blanda af spennu og fyndni. Sköpunarþörfin er mikil hjá Liman og í sumum atriðum nánast skín hún í gegn, en hann ætlar sér um of stundum og það er eins og hann eigi eftir að fínpússa stílinn. Leikarar sýna upp til hópa sýna góðan og agaðan leik. -HK Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9 og 11.10 Listahátíö í Lónskoti, Skagafiröi. Þorsteinn Gauti Slgurösson flytur píanóverk, rithöfund- arnir Einar Kárason, Einar Már og Thor VII- hjálmsson lesa úr verkum sfnum. Jóhann Már Jóhannson syngur og Tríó Ólafs Stephensen leikur. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og henni lýkur meö dansleik í nótt. Réttin í Úthlíð tekur á móti OFL til dansleikja- halds. Kindurnar blotna. Inghóll á Selfossi aftur hrokkinn f gang. Skíta- mórall fær að hafa sig þar í frammi þetta kvöldið. Einhverjar módelstelpur spóka sig þarna líka. 8-villt er stödd á Höfðanum í Eyjum og hitar mannskapinn upp fyrir þjóðrembuhátfðina. Reyktur lundi er besta fæði. Á móti sól er enn f Vfðihlíð (og verður þar kannski alla tfð). Nú þarftu að vera 18 til að sleþpa inn, lambið mitt. Stjórnin leysir Helga Björns og félaga af í Sjall- anum á Akureyri. Spurning hvort eitthvert púður er eftir f heimamönnum. Eitt fökkíng lag enn, Sigga. Klukkan er bara fimm mfnútur yfir þrjú! írafár ber niður á Grundarfiröi síðdegis og slær uþp balli á Krlstjáni XI. Ungu folarnir f nærsveitunum geta komiö og slefað yfir írisi. Vlð polllnn er með frábæra sveit, Kos, f kvöld. Heitasta fyllirfiö f bænum. Leikhús Hellisbúinn er aftur fluttur í helli sinn I ís- lensku óperunni. Sýningin byrjar klukkan 20.00 en Bjarnl Haukur Þórsson túlkar sem fyrr þennan ágæta hellisbúa sem alla ætlar að æra úr hlátri. Siguröur Sigurjónsson er leik- stjóri en þýðandi verksins er Hallgrímur Helga- son. Síminn f Óperunni er 551 1475 og það er hægt að panta miöa eftir klukkan 10.00. •Kabarett Hirðfífl hennar hátignar er að slá öll met. Aukasýning hefur verið sett á í kvöld svo fleiri fái aö sjá. Sfminn f Loftkastalanum er 552 3000. Lífid eftir vmnu •Opnanir BJarni Ketlisson, Baski, opnar sýningu I Kirkjuhvol! á Akranesi. Hún stendur til 8. ágúst. Myndlistarsýningar eru fastur liður á Bryggju- hátíð Drangsnesinga. Núna opnar Dósla, Hjör- dfs Bergsdóttir, málverkasýningu f Grunnskól- anum á Drangsnesi. Þetta er 10. einkasýning hennar en hún hefur áður haldiö nokkrar einkasýninga og tekið þátt f fjölda samsýn- inga. Dósla býr og starfar á Sauðárkróki. Karla Dögg Karlsdóttir (flott nafn) opnar sfna fýrstu einkasýningu f Gallerí Geysl, Hinu Hús- inu við Ingólfstorg, klukkan fjögur. Yfirskrift sýningarinnar er .Landsköp". Karla Dögg, sem útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handiðaskóla Islands vorið 1999, sýnir glerskúlptúra á þessari sýningu. Sýningin stendur til 1. ágúst. í dag verður opnuð sýning á teikningum Ragn- ars Lár í Lónkoti í Sléttuhlíð norðan Hofsóss. Flestar eru teikningarnar gerðar við þjóðsögur sem tengjast Skagafirði. Þær eru unnar með pensli og penna með svörtu tússi á vatnslita- pappir. ý Viðamikil Titanicsýning gerir stuttan stans f húsakynnum Hafnarfjaröarleik- hússlns á vegum Expo Islandia. Sýndir eru munir úr skipinu og leikmunir úr myndinni hans Camerons, Ifkön og dót, hægt að „kafa niður að flakinu" í leikjaforriti. Borgarstjóri Belfast mætir og verður við opnunina en þaö er f sjálfu sér stórfrétt. Nú opnar Áslaug Hallgrímsdóttir sina fyrstu einkasýningu ever í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6. Hún sýnir okkur 17 verk, öll unnin á þessu ári með pastel á pappfr. Það verður opið daglega frá 14-18 en svo klárast þetta 2. ágúst. Kerstln Jofjell er sænsk myndlistarkona og opnar hún sýningu f Ketilhúsi á Akureyri. Þetta er liður f listasumrinum þar. Kerstin sýnir mál- verk og innsetningu. Á Café Karólinu opnar af sama tilefni myndlistarkonan llana Halperin ~ sýningu sem hún kallar „Boiling Milk Solfat- aras“. Hún sýnirglænýverk. Anna Marfa Guö- mann opnar Ifka málverkasýningu á Lista- sumrinu á Akureyri. Þessi sýning er í Deiglunnl og kallast „Kona". Við opnunina leikur Hann- es Guörúnarson á gftar. Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýsingar í e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020 Góða skemmtun! 16. júlí 1999 f Ó k U S 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.