Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 11
Það stefnir allt í met í frumsýningu íslenskra bíómynda í haust. Hver mynd þarf sína eigin tónlist og því spyr Fókus: Hverjir sjá um hljóðrásina og hvað eru þeir að spá? mm því „annað sé ekki réttlætanlegt". í Mykrahöfðingjanum sér Hrafn Gunnlaugsson sjáifur um tónlist- ina ásamt Ólafi Gauki en Hilmar Öm Hilmarsson sér að sjálfsögðu um tónlistina í Englum alheimsins, nýjustu mynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Ungfrúin góða og húsið, sem Guðný Halldórsdóttir leik- stýrir, býður einnig upp á kvik- myndatónlist eftir Hilmar. Myndin gerist um síðustu aldamót og er tón- listin í aldamótastíl þó einnig komi fyrir lag eftir maestro Magnús Ei- ríksson sem útsett hefur verið sem aldamótavals. Ungfrúin verður frumsýnd 16. september og er fyrst til að komast á hvíta tjaldið af þeim myndum sem hér hafa verið taldar upp. í Óskabörnum þjóðarinnar, myndinni hans Jóhanns Sigmars- sonar, er tónlistin í höndum Jóhanns Jóhannssonar úr Lhooq. Jóhann seg- ir tónlistina vera langt komna og að hún sveiflist á milli þess að vera subbu- legt fönk og ítölsk dramatík. Þá á fullt af íslenskum hljóm- sveitum lög í mynd- inni; harðneskju- böndin Mínus og Bisund, fönkböndin Jagúar og Funkstrasse, auk Canada, Traktor, Stjömukisa og Dr. Spock, sem er hliðarverkefni strákanna í Ensími. Það er stefnt að þvi að tónlistin úr myndinni verði gefln út á diski sem gerist þá á svipuðum tíma og mynd- in verður fmmsýnd sem verður ein- hvern tímann í haust. Jóhann gerir subbufönk fyrir Jonna Sigmars. Snyrtilegt Barði Jóhannsson, sundlaugar- vörðurinn knái úr Bang Gang, sér um tónlistina í Fíaskó, hinni orku- hlöðnu kvikmynd Ragnars Braga- sonar. Stefnt er að því að frumsýna myndina í október og Barði segir tónlistina vera snyrtilega strengjatónlist þar sem lítið fari fyr- ir poppuðum tölvumottum sem hafa verið hans ær og kýr til þessa. Barði reiknar með að tónlistin verði algjör snilld og segir að sú krafa komi ábyggilega upp að hún verði gefin út á hljómdisk. Ekki er stefnt á að ný íslensk popptónlist verði i myndinni en verið er að reyna að fá leyfl til að nota gömul lög með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. Islenskur vetur Tónlistin í 101 Reykjavík er í höndum sykurpabbans Einars Am- ar og Demons Albam, Blurista. Þeir em búnir að taka nokkrar skorpur í semja tónlistina og hafa ekkert annað til hliðsjónar en bíó- myndina sjálfa, eða það sem þeir hafa fengið að sjá úr Hilmar Orn henni> en haö er Hilmarsson sé, yíst aUt saman ótrú- um ungfrú oglega. fal egt StrakA M arnir stefna a að engla. klára verkið í sept- ember og enn sem komið er er öll tónlistin ósungin. Einar segir tónlistina oft vera „eins köld og íslenskur vetur“ og segist eiga von á því að út komi „lítil skemmtileg plata“ með tónlistinni, nlist og kaldur vetur Gamlar hetjur leggja í púkk með Emilíönu Eg White úr Brother Beyond og Roland Orzabal úr Tears for Fears eru nýjustu samstarfsaðilar Emilíönu Torrini og leysa Jón Ólafsson af í að beina söngkonunni góðu inn á réttar brautir. Það hefur lítið heyrst í Emmu lengi en nýlega gaf fyrirtæki Bjarkar og Sykur- molanna, One Little Indian, út smáskífu með þremur sýn- ishornum, lögunum „Dead Things“, „Wednesday’s Child“ og „Tuna Fish“. Þau eru öll löturhæg og ekki fall- in til almennra vinsælda en það verður gaman að sjá hvað Emilíana og gömlu „eitís“-hetjurnar eiga í poka- horninu á komandi plötum. Stefnt er að því að koma næstu smáskífu út í ágúst og stór plata er á útgáfuáætlun fyrir jólin. BMW Compact Sport Edition * Aukabúnaður á mynd: álfelgur. Glæsilegur BMW sportbíll! Sérstakur búnaður: BMW ánægja og öryggi: Grjótháls 1 söludeild 575 1210 Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum og búnaði, með aksturseiginleika sem aðeins BMW státar af. • M-leður/tau áklæði á sætum • M-leðurklætt stýri • M-fjöðrun • M-spoilerar allan hringinn • 10 hátalara hljómkerfi • Þokuljós • Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn • BMW útvarp með geislaspilara • ABS og ASC+T spólvörn • 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar • Vökva- og veltistýri • Frjókornasía í loftræstingu 1 .948.000 kr. Engum líkur 16. júlí 1999 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.