Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Side 4
22 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 Sport i>v Allt hægt Asgerður H. Ingibergsdóttir er önnur eldri leikmanna U-21 árs landsliðsins ásamt því að vera fyrirliði þess. Ásgerður er í Val og hefur leikið geysilega vel í sumar. „Mér lýst bara vel á þetta. Við ætlum að taka hvern leik fyrir í einu. Við ætlum að reyna að ná lengra en við höfum náð áður. Það er allt hægt í þessu, fjórða sætið er alveg inni í myndinni, raunhæfur möguleiki. Það er svolítið síðan ég spilaði í 21 árs landsliðinu, en hraðinn var hjá hinum Norður- löndimum en ég held að þetta sé að þróast hjá okkur til hins betra. Ég held við séum að nálgast þessar þjóðir. Við lítum ekkert á okkur sem eitthvað minna en hinar. Það þýðir ekkert annað en að vera óhræddar og við ætlum bara að taka á því,“ sagði vongóð. -ÍBE Hafa allar leikið í úrvalsdeild - landsliðshópur íslands á NM Stúlkumar sem leika á Norð- urlandamótinu á íslandi hafa allar leikið í úrvalsdeild með félögum sínum. Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Bára Gunnarsdóttir, Breiðabliki Hildur Sævarsdóttir, Breiðabliki Hjördís Þorsteinsdóttir, Breiðab. Sigrún Gunnarsdóttir Breiðab. Ingibjörg H. Ólafsdóttir, ÍA Kristín Ósk Halldórsdóttir, ÍA Hrefna Jóhannesdóttir, ÍBV Edda Garðarsdóttir, KR Elín J. Þorsteinsdóttir, KR Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR Elfa B. Erlingsdóttir, Stjömunni Lovísa Lind Sigurjónsdóttir, Stj. Mai'ía B. Ágústsdóttir, Stj. íris Andrésdóttir, Val Ragnheiður Á. Ágústsdóttir, Val Rakel Logadóttir, Val Eldri leikmenn: Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Val Heiða Sigurbergsdóttir, Stj. Þjálfari: Þórður G. Lárusson. 1. DlliP KARUV Fylkir 11 8 0 3 24-16 24 tR 11 6 2 3 23-19 20 Víðir 11 5 2 4 22-25 17 Stjaman 11 5 1 5 24-21 16 FH 11 4 3 4 22-19 15 Dalvík 11 4 3 4 19-23 15 Þróttur R. 11 4 2 5 18-17 14 KA 11 3 4 4 12-14 13 KVA 11 3 2 6 18-29 11 Skallagr. 11 3 1 7 20-25 10 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, Skailagrími . 10 Atli Viðar Björnsson, Dalvík......8 Grétar Einarsson, Víði ...........7 Hreinn Hringsson, Þrótti R........7 ' Hörður Magnússon, FH................7 Kári Jónsson, Víði ...............7 Sævar Þór Gíslason, ÍR............7 /12. umferdinni, 5.-7. ágúst, mætast Stjaman-Þröttur R., KA-Skallagrím- ur, Dalvík-FH, ÍR-Fylkir og KVA- Víðir. Kristín Ósk Halldórs- dóttir, Ingibjörg H. Ólafsdóttir og Ásgerð- ur H. Ingibergsdóttir eru bjartsýnar á góðan árangur á Norðurlanda- mótinu í knattspyrnu. ■ Suker til Kiev? Svo gæti farið að króatíski landsliðs- maðurinn Davor Suker gangi í raðir úkraínska liðsins Dynamo Kiev. Miklar vangaveltur hafa verið um það í nokkurn tíma hvert þessi leikmaður myndi fara eftir misheppnaða vem hjá Real Madrid. Þar sá hann ekki sæng sina útbreidda og vildi fara og varð spænska liðið við ósk hans. Eftir að John Toshack tók við Real Madrid var ljóst að hans dagar hjá félaginu voru taldir. Forseti Kiev, Hrigory Surkis, sagði að Suker hefði sett sig í samband við félagið og boðið fram krafta sina. Von er á kapp- anum, sem skoraði 6 mörk í síðustu úr- slitakeppni HM, til Kiev í næstu viku þar sem málin verða rædd nánar. -JKS Rushfeldt heim Norski landsliðsmaðurinn Sigurd Rushfeldt, sem gekk i raðir portúgalska liðsins Benfica fyrr í sumar, er kominn heim aftur til Þrándheims. Ástæðan er sú að Benfica hefur ekki lagt fram fullnægj- andi bankatryggingar. Þegar hafa verið greiddar um 60 milljónir króna en langstærsti hlutinn er ógreiddur. Rosenborgarliðið sá þann kost vænstan í stöðunni að kalla Sigurd heim aftur. Rosenborg hefur gefið Benfica Irest til laugardagsins til að leggja fram áreiðan- legar bankatryggingar. Sigurd Rushfeldt er ekki ánægður með gang mála, enda bú- inn að æfa með Benfica í tvær vikur. Hann sagðist í gær vonast eftir því að málin kæmust á hreint fyrir laugardag- inn. -JKS - stúlkur í U-21 árs landsliðinu í knattspyrnu, sem keppa hér á landi í ágúst íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, eru vongóðar á góðan árangur á Opna Norðurlandamótinu sem hald- ið verður hér á landi 2.-8. ágúst. Besti árangur 21 árs landsliðs ís- lands til þessa er fimmta sæti á Norðurlandamóti en sá árangur náðist árið 1995 í Finnlandi. Síðast- liðin tvö ár hefur árangurinn ekki verið eins góður en í fyrra hafnaði liðið í sjöunda sæti. Heimavöllurinn mun að sjálfsögðu hjálpa stúlkunum mikið en forsvarsmenn KSÍ vonast eftir þónokkrum áhorfendum. Fyrsta verkefnið hjá Þórði Lárussyni þjálfara Mótið hefur aldrei verið sterkara. Að þessu sinni keppa Norðurlöndin fimm, fyrir utan Færeyjar, og að auki þrjú gestaliö, Bandaríkin, Ástr- alía og Þýskaland. Sex af þessum átta liðum áttu landslið á HM, sem haldiö var í Bandaríkjunum fyrir stuttu, og þar náði Noregur fjórða sætinu og Bandaríkin sigruðu. Þórður Lárusson, þjálfari ís- lenska landsliðsins, mun stjórna liði sínu í fyrsta skipti á mótinu. Verður örugglega mjög skemmtilegt „Mótið leggst bara mjög vel í mig, þetta verður örugglega mjög skemmtilegt. Hópurinn er ekki búinn að setja sér markmið. Ég er per- sónulega búinn að setja mér mitt fyrsta markmið og það er að spila ekki á KR velli um sæti, það er 7.-8. sæti. Ég hæft sé að stefna á 3.-6. sætið,“ sagði Þórður sem er fullur til- hlökkunnar að stjóma aftur liði en hann hefur ekki verið við stjómvöl- inn frá því hann þjálfaði karlalið Stjömunnar árið 1997. Landsliðið að þessu sinni er skemmtileg blanda af ungum og óreyndum stúlkum og stúlkum sem leikið hafa marga A-landsleiki, eins og Edda Garð- arsdóttir KR og Ingibjörg H. Ólafsdóttir ÍA. Landsliðinu er að auki heimilt að senda til leiks tvo eldri leikmenn og að þessu sinni voru Ásgerður H. Ingibergs- dóttir Val og Heiða Sigur- bergsdóttir Stjömunni vald- „Bæði Heiða og Ásgerður hafa náttúrulega spilað mjög vel í sumar og era mjög öflugar og það hjálpar. Mér finnst hugarfarið í liðinu vera gott, það er metnaður til staðar, eng- in spuming, þær ætla sér stóra hluti. Við náttúrulega spilum héma heima og það á að hjálpa okkur," sagði Þórður. Vonast eftir að áhorfendur komi og hvetji liðið Lið frá þremur heimsálfum munu keppa á þessu móti og telst það nokkuð sérstakt þar sem um Norðurlandamót er að ræða. Liðin eru öll fimasterk og von er á skemmtilegum og spennandi leikj- um. „Ég hvet alla til að koma. Ég hef ekki hingað til fyglst mikið með kvennabolta en ég hef fylgst mikið með í sumar. Stelpurnar era miklu betri en ég átti von á. Ég hef séð skemmtilegri leiki í kvennaboltan- um en karlaboltanum í sumar. Við náttúrulega munum reyna að spila skipulega og verjast vel og með mörgum þegar við verjumst en sækja líka með mörgum þegar við sækjum og spila agaðan leik,“ bætti Þórður við. -ÍBE Leikir íslenska liðsins á NM Mánudagur 2. ágúst, kl. 14.30: ísland - Noregur, Hlíðarenda Miðvikudagur 4. ágúst, kl. 16.30: ísland - Ástralía, Akranesvelli Föstudagur 6. ágúst, kl. 16.30: ísland - Sviþjóð, Kópavogsvelli Sunnudagur 8. ágúst: Leikið um sæti á KR-velli, Kaplakrika og Laugardalsvelli. held að raun- ar. Hótunin hrífur 1- 0 Rastislav Lazorik (20.) 2- 0 Gísli Guðmundsson (36.) 3- 0 Rastislav Lazorik (67.) Einar Einarsson er áfram þjálf- ari KA því hans menn unnu Stjömuna sannfærandi, 3-0, í bongóblíðu i 1. deildinni á Akur- eyrarvellinum í gær. KA menn áttu leikinn frá upp- hafi. Rastislav Lazorik kom mjög sterkur inn og annað markið hans var sérstaklega flott. Skaut Lazo- rik þá beint úr aukaspymu í stöng- ina íjær og inn. Lazorik sýndi miklu meira en áður í sumar og era það góöar fréttir fyrir KA. „Ég er mjög ánægður með leik- inn og þá sérstaklega Lazorik. Við erum búnir að vinna núna tvo í röð og við ætlum að taka þann þriðja, þannig að þjálfarinn haldi starfinu," sagði Eggert Sigmunds- son, markmaður KA-manna, eftir leikinn. Það má þvl spyrja hvort þjálfar- inn þurfi aö standa í hótunum það sem eftir er sumars til aö KA nái ásættanlegum árangri. Maður leiksins: Rastislav Lazorik, KA. -JJ KVA í erfiðum málum 0-1 Bjarki Haiþórsson (45.) KVA mætti til leiks gegn ÍR í 1. deildinni á Eskifirði í gærkvöld, án tveggja lykilmanna sinna, sem tóku út bann. Þrátt fyrir baráttu og nokkur góð færi urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir lítt sannfærandi liði ÍR, 0-1. Fyrri hálfleikur var bragðdaufúr, þrátt fyrir nokkur hálffæri sem skiptust milli liðanna. Vegna mis- taka í vamarleik KVA-manna fengu ÍR-ingar aukaspyrnu og skoruðu upp úr henni. Þar nýttu ÍR-ingar eina hættulega færið sitt i öllum leiknum - vel gert hjá þeim! KVA-menn gerðu allt sitt til að jafna í seinni hálfleik en heilladís- imar vora þeim ekki hliðhollar þegar nálgaðist mark andstæðing- anna. iR-ingar verða að gera betur en sást i þessum leik, ef þeir ætla að ná hátt í 1. deildinni í ár. Þeirra bestu menn vora Kristján Hall- dórsson og Amór Gunnarsson en hjá KVA vora það Kristján Svav- arsson og Miroslav Nikolic. Eftir þessi úrslit er augljóst að KVA-menn verða að grípa til ein- hverra þeirra ráða sem fá heilladísimar til að líta þá hýrum augum í næstu leikjum. Maður leiksins: Kristján Svavarsson KVA. -FÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.