Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Fiskabur á hjúkrunarheimili gera gagn: úújjiíD‘ Sólkrem fyrir þau allra yngstu Foreldrar ung- barna þurfa ekki að hafa áhyggjur lengur þótt sólin skini. Samtök bandarískra barnalækna telja nú að i lagi sé að bera sólkrem á börn yngri en sex mánaða, þvert fyrri ráðleggingar. Fram til þessa hafði foreldrum verið ráðið frá þvi að bera sólkrem á allra yngstu börn- in. Margir þeirra voru því í mikl- um vanda um Of mikil sól- hvað ætti að gera böð geta verið í sól og blíðu. hættuleg. Þótt í lagi sé að bera á yngstu bömin leggja sam- tök barnalækna engu að siður til að ungbörn séu ekki látin vera úti í sól, að minnsta kosti séu þau þá klædd í létt föt sem hylja bæði fót- og handleggi, hafi sólhatt á höfði og sólgler- augu á nefinu. „Engar vísbendingar era um að sólkrem á litlum blettum á húð ungbarna valdi skaða,“ segir í grein í tímariti bamalækna- samtakanna. Samtökin mæla með því að setja sólkrem á andlit og handar- bök þegar viðeigandi fatnaður er ekki fyrir hendi og hvergi hægt að koma baminu fyrir í forsælu. upprunans Goðsögn steypt af stalli: Tedrykkja ekki allra meina bót fDlhlHUís- j/iauj Fornleifafræð- ingar og stein- gervingafræð- ingar frá fimm löndum koma saman í franska þorpinu Long- roy síðar í mánuðinum til að bera saman bækur sínar um merkar fornleifar sem þar fundust af tilviljun árið 1991. Um er að ræða foman grafreit frá tímum Mervíkinga sem réðu ríkjum í Frakklandi frá upphafi sjöttu aldar til miðrar þeirrar áttundu. Með rannsóknum sínum á grafreitnum gera vísindamenn- imir sér vonir um að geta end- urskapað sögu sveitarsamfélags á fimmtu til sjöundu öld. Kirkjugarðurinn er hundrað metra langur og sjö metra breiður. Hætt var að nota hann í byrjun áttundu aldar. Flestir þeirra sem þar liggja voru kristinnar trúar og á aldrin- um 15 til 25 ára. Akvarðanataka rakin til í| Gullfiskar eru 1 kannski ekki i| góðir til átu en J þeir örva þó i| matarlyst als- *J heimersjúk- linga, auk þess sem þeir róa sjúk- lingana og gera þá skarpari. „Ég tel að samspil hreyfingar, lita og hljóðs verki örvandi á sjúkling- ana,“ segir Nancy Edwards, prófess- or í hjúkrunarfræði við Purduehá- skóla í Indiana í Bandaríkjunum. „Það var i raun undravert hvað þeir róðust og gátu einbeitt sér.“ Rannsóknarhópur Edwards kom tveimur fiskabúrum, sem vom hálf- ur annar metri á hæð og einn metri á breidd, fyrir á þremur hjúkrunar- heimilum með sextíu alsheimer- sjúklingum í Indíana. í hverju búri voru sex til tíu skrautfiskar, silfrað- ir og gylltir. Vísindamennirnir komust að raun um að þegar sjúklingarnir vom í námunda við fiskabúr dró úr ráfi þeirra um stofnunina og árásar- hneigðinni sem tengd er alsheimer. Þar við bættist að matameysla sjúklinganna jókst um sautján prósent. „Mjög erfitt er að koma mat í sjúklingana þar sem þeir eru annað hvort á þön- um á göngunum eða þá að Gullfiskar í búri hafa róandi áhrif á alsheimersjúklinga, auk þess sem þeir örva með þeim matarlystina. visindamennimir komust að raun um að þegar sjúklingarnir voru í námunda við fiskabúr dró úr ráfi þeirra um stofnunina og árásar- hneigðinni sem tengd er alsheimer. þeir era svo slappir að þeir geta ekki haldið sér vakandi til að borða. Núna horfa þeir hins vegar á fisk- ana. Þeir em ekki á flakki, þeir eru vakandi og þeir borða,“ segir Nancy Edwards í viðtali við Reuters frétta- stofuna. Edwards er sérfræðingur í þrálátum sjúkdómum á borð við als- heimer og Parkinsons. Edwards segir að fiskarnir hafi örvað skammtímaminni tveggja sjúklinga að minnsta kosti. Annar þeirra var 83 ára gömul kona sem hafði ekki mælt orð af vöram frá því hún kom á hjúrunarheimilið. Hún tók hins vegar allt í einu upp á því að spyrja um fiskana. Svo virðist sem jákvæð viðbrögð sjúklinganna helgist ekki bara af því að fiskabúrin eru nýmæli í nánasta umhverfi þeirra, að sögn Edwards. Ljósmynd af hafinu, sem komið var fyrir i öðru hjúkrunarheimili, hafði ekki sömu róandi áhrifin. Fyrirhugað er að gera framhalds- rannsókn á áhrifum flskabúra á als- heimersjúklinga. Te er góður drykkur, eins og Karl Bretaprins og landar hans vita manna best, þó kannski ekki jafnhollur og af er látið. við um tedrykkjumenn. Þegar tekið hafði verið tillit til stétt- ar, aldurs og annarra áhættuþátta svo sem kólesteróls og reykinga reyndist kaffidrykkja enn hafa einhver heilsu- bætandi áhrif. Tunstall-Pedoe segir þó að munur- inn sé ekki tölfræðilega marktækur. Mikilvægi rannsóknarinnar felist hins vegar í því að afhjúpa goðsögnina um drykkina tvo. Prófessorinn segir að félagslegur bakgrunnur kaffi- og tedrykkjumanna gæti hafa átt einhvern þátt í niður- stöðunum. „Kaffidrykkjumenn vom yngri en tedrykkjumenn, þeir voru úr efnaðri þjóðfélagshópum og við leiðréttum fyr- ir eins marga þætti og við gátum," seg- ir Tunstall-Pedoe sem ætlar ekki að breyta út af gömlum vana: Te fyrst á morgnana og kaffi síðar. Fyrirskömmu var kynnt bandarísk rann- sókn sem sýndi fram á að 44% minni líkur væru á því að fólk sem drakk einn tebolla á dag fengi hjartaáfall, samanborið við þá sem ekki drukku te. i'jJyJíJj' jJuJJúH Hitakrampi getur leitt til flogaveiki Krampaköstin sem ungbörn fá stundum þegar þau eru með háan hita era ef til vill ekki jafnmeinlaus og talið hefur verið. Vísinda- menn telja nú að þau geti gert börnin móttækilegri fyrir flogaveiki síðar á lífsleiðinni. Milli þrjú og fimm prósent hvítvoðunga og ungra barna fá hitakrampa sem álitið var að yllu ekki neinum skaða. Ivan Soltesz og starfsbræður hans við Kaliforníuháskóla í Irvine segjast aftur á móti hafa komist að þvi að slík krampaflog geti valdið lang- tímabreytingum í heilanum. Soltesz og félagar gerðu til- raunir á rottum og greina frá niðurstöðum sinum i tímarit- 'inu Nature Medicine. Vísindamenn skoða fornan kirkjugarð Dýrðarljómanum hefur verið svipt af enn einni goð- sögninni. Te er ekki sá allsherjar- lífselexír sem margir Bretar vilja vera láta, ef marka má nýja rannsókn skoskra lækna. Þeir komust að þvi að tedrykkja er ekkert heilsusamlegri en kaffidrykkja og drógu þar með í efa niðurstöður ann- arrar nýlegrar rannsóknar sem komst að þvi að andoxunarefni í tei geti dreg- ið úr hættu á hjartaáföllum. , „Ég tel þessa rannsókn sýna að það sé ólíklegt að vinsæl goðsögn um te og kaffi eigi við rök að styðjast í bresku samhengi," segir Hugh Tunstall- Pedoe, prófessor við læknaskóla í Dundee í Skotlandi. Rannsóknir hafa leitt líkur að því að te, eftirlætisdrykkur Breta, inni- haldi flavonóíða sem geta gert hættu- leg efni í líkamanum óskaðleg. Fyrir skömmu var kynnt á ráð- stefnu í Lundúnum bandarísk rann- sókn sem sýndi fram á að 44 prósent minni líkur væru á því að fólk sem drakk að minnsta kosti einn tebolla á dag fengi hjartaáfall, samanborið við þá sem ekki drukku te. Tunstall-Pedoe og félagar hans rannsökuðu ellefu þúsund manns í Skotlandi á aldrinum 40 til 59 ára í tíu ár. Vísindamennimir komust að því að eftir því sem þátttakendurnir drukku meira kaffi þeim mun minni var hættan á hjartasjúkdómum og dauða. Hið gagnstæða átti hins vegar UúJJáu Tveir vísinda- menn við New York-háskóla, Michael Platt og Paul Glimscher, telja sig hafa komist að því hvernig ákveðin apategund tekur ákvarðanir og rekja það til einstakra nifteinda í heilan- um. Þeir segja frá því í tímarit- inu Nature. Niðurstöðurnar gætu haft mikla þýðingu fyrir meðferð á taugasjúkdómum eins og krabbameini í heila og heila- blóðfalli. Ef heilablóðfallssjúk- lingur getur til dæmis ekki gert ákveðna hreyfingu gæti það allt eins verið vegna þess að hann getur ekki tekið ákvörðun um að gera hana en ekki vegna þess að hann geti ekki hreyft viðkomandi vöðva. „Sé reyndin sú hefur okkur miðað vel á leið í að skilja hvað bilar í þessum sjúkling- um,“ segir Glimscher. JJilfí-Jj- iJÍilJ'J Gullfiskar örva og róa alsheimersjúklinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.