Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Sport DV £|.A Kári Síeinn ” ” Reynisson (66.) vippaði yfir Jens Martin eftir sendingu Jóhannes- ar Harðarsonar. KR-ingar hafa unnid síðustu 9 leiki af 13 gegn Breiðabliki á Kópavogs- velli og 1 síðustu 4 leikjum liðanna á þessum sama velli hafa KR-ingar skorað 11 mörk. Skagamenn nálgast - toppliðin tvö með 5. sigrinum í sex leikjum Tveir leikmenn KR brotnuðu í leiknum gegn Breiðabliki. Skot- inn David Winnie fíngurbrotnaði i fyrri hálfleik og Sigursteinn Gisla- son tábrotnaði i síðari hálfleik. Fingurbrotið kemur ekki í veg fyrir að Winnie spili gegn Kilmarnock á fimmtudaginn en óvíst er hvort Sig- ursteinn geti verið með. Þá varð Bjarni Þorsteinsson að fara af velli í seinni hálfleik vegna meiðsla í öxl og það skýrist í vikunni hvort hann verði með gegn Kilmarnock. Blikamir Heimir Porca og Guð- mundur Páll Gislason meiddust báðir í fyrri háifleik í leiknum gegn KR og þurftu að fara af leikvelli. Guðmundur Benediktsson átti með réttu að fá dæmda vítaspymu i fyrri hálfleik en hann var greinilega felld- ur af Che Bunce. „Þetta var ekkert annaö en vítaspyma og ég skil ekki hvemig þetta fór framhjá dómaran- um. Þá áttum við líka að fá víti í seinni hálfleik þegar Bjarki var felld- ur. Sem betur komu þessi mistök dómarans ekki aö sökum. Við unnum baráttusigur og menn lögðu sig vel fram í leiknum," sagði Guðmundur við DV eftir leikinn. Atli Eðvaldsson, þjáifari KR, hefur verið iðinn við að skipta Sigþóri Júlí- ussyni af leikvelli í leikjum KR i sumar. t leiknum gegn Blik- um var honum skipt út af i 10. leiknum í röð og í 14. skipti í síðustu 17 leikjum KR i sumar. Bjarki Gunnlaugsson, KR, reynir sendingu fyrir áður en Blikarnir Sigurður Grétarsson og Che Bunce komast fyrir. DV-mynd Hilmar Þór A-0 Vni Arge (9.) af- w w greiddi boltann í netið eftir að varnar- manni mistókst aö hreinsa frá fyrirgjöf Páls Guðmundssnar. DV, Ólafsfirði: Leiftursmenn voru með forystu í 66 mínútur, vörðust vel en beittu skyndisóknum, en leikur þeirra hrundi þegar Skagamenn náðu að jafna. Síðari hluta seinni háifleiksins var nánast eitt lið á vellinum og Skagamenn, sem vermdu botnsætið lengi framan af sumri, nálguðust toppinn með þessum sigri, sem var reyndar alltof stór miðað við gang leiksins. Þrátt fyrir mikla pressu Skagamanna lengi framan af gekk þeim afar illa að skapa sér al- mennileg færi. Það voru fyrst og fremst mistök og kæruleysi heimamanna sem færði gestunum sigurinn. Skagamenn skorðu þrjú marka sinna eftir aukaspymur á miðjum vallarhelmingi Leifturs. Vamarmenn Leifturs voru ekki við- búnir og gestirnir nýttu sér það vel i seinni hálfleik. Það má segja að heimamenn hafi verið í góð- um gír fyrstu flmmtán mínútur leiksins, en töldu sig síðan eiga sigurinn vísan og bökkuðu og leyfðu Skagamönnum aö athafna sig að vild. Það var með ólíkindum að sjá heimaliðið spila vamarleik undan vindi í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik vom Skagamenn sterkari, enda átti Leiftur þá ekki nema 3 skot að marki. Samt var aldrei nein stórhætta við Leifturs- markið fyrr en ísinn var brotinn á 66. mínútu. Unnið gegn okkur Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs var ekki kátur í leikslok. Hann hafði þetta að segja: „Það er með ólíkindum hvernig dómgæslan snýst gegn okkur. Gylfl Orrason hefur nú í tvígang tekið af okkur augljósa vítaspyrnu. í heimaleik okkar gegn KR og aftur í dag. Hins vegar fáum við á okkur vítaspymu, sem er eng- in vítaspyma, gegn KR í Frostaskjóli. Á Skagan- um í sumar varði Skagamaður tómt markið með hendinni en ekkert var dæmt. Leikimir hefðu þróast á allt annan hátt hefði dómgæslan verið í lagi. Það er kerfisbundið verið að brjóta niður okkar liö,“ sagði Þorvaldur, reiður eftir leik. Skagamenn gengu brosandi til búningsklefa og skildu ekkert í því hvað sigurinn var stór. Með þessum sigri má segja að þeir hafi gull- tryggt sér 3. sæti deild- arinnar. Hver veit nema þeir blandi sér í toppbaráttuna. -HJ Veganesti Það em ólík hlutskipti hjá Breiðabliki og KR nú þegar íjórum umferðum er ólokið á íslandsmótinu. Eftir 0-3 sigur KR-inga á Blikum á Kópavogs- velli era KR-ingar áfram í bull- andi möguleika á að landa ís- landsmeistaratitlinum en Blik- ar em komnir á kunnuglegar slóðir. Þeir stefna niður í 1. deildina með sama áframhaldi en einn sigurleikur í síðustu 10 leikjum hefur komið Kópa- vogsliðinu í mikla klemmu og til að bæta gráu ofan á svart herja enn mikil meiðsli á í her- búðum Blika. Liðin buðu upp á mjög skemmtilegan fyrri háifleik þar sem mörg færi litu dagsins ljós. KR-ingar sóttu miklu meira undan vindinum en Bhkamir náðu oft á tíðum upp snörpum sóknum og í tvígang þurfti Kristján markvörður að taka á honum stóra sínum. Síð- ari hálfleikurinn var á löngum köflum mjög leiðinlegur þar sem meðalmennskan var all- ráðandi. Skynsamur leikur KR-ingar léku af skynsemi og leyfðu Blikum að koma framar en þeir náðu ekki að færa sér það í nyt og náðu ekki að ógna marki KR. Meistara- kandídataramir spýttu í lófana síðasta stundarfjórðunginn og þá var ekki að sökum að spyrja, tvö mörk á einni mín- útu slökktu vonameista Blika um að ná í stig og sanngjam sigur KR-inga í höfn. „Eftir þessi úrslit blasir við okkur hörkufallbarátta. Það var samt margt jákvætt í leik okkar miðað við síðasta leik. Ég var mjög óhress með fyrsta mark KR en ég vil meina að um brot hafl verið að ræða sem fór framhjá slökum dóm- ara. Við fengum fín færi í fyrri hálfleik sem ekki nýttust og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Kjartan Einarsson, leik- maður Blika. Góður vinnusigur „Dagsskipunin fyrir þennan leik var sigur og það gekk eft- ir. Þetta var mjög sannfærandi þó svo að spilamennskan hafi ekkert verið neitt sér- stök. Við vorum að skapa okk- ur fullt af færam og ég myndi telja þetta mjög góðan vinnu- sigur. Við verðum ekki í hlutverki kattarins i næsta leik sem er gegn Kilmamock en þessi úrslit er gott veganesti í þann leik,“ sagði KR-ingurinn Sigursteinn Gíslason. Meiðslin tekið sinn toll Blikamir hafa oft sýnt skemmtileg tilþrif í sumar og það gerðu þeir í fyrri hálfleikn- um i þessum leik. Mikil meiðsli í leikmannahópi Blika upp á síðkastið hafa tekið sinn toll og nú er spuming hversu sterkur karakterinn er í liðinu fyrir fallslaginn sem framundan er. KR-ingar þurftu svo sem engan stórleik til að innbyrða sigur- inn en þeir gerðu það sem til þurfti. Vörnin var afar traust og aldrei má líta af famherjaparinu Guðmundi og Bjarka. Þeir vom þó lengst af í strangri gæslu en náðú að slíta sig lausa á réttum tíma. -GH Fipma- og hópakeppni Hauka í knattspypnu ferfram áÁsvöllum 28.-29. ágúst nk. Upplýsingar og skráning í síma 897 0143. 0-0 Guðmundur Benediktsson v (7.) fékk boltann í vítateignum eftir mistök í vöm Blika, lék á vamarmann og lagði knöttinn snyrtilega i homið. 0-0 Einar Þór Daníelsson (80.) Þorsteinn Jónsson átti sendingu á Einar sem lék á vamarmann og skaut fostu skoti sem hafði viðkomu i einum vamarmanni. 0-0 Bjarki Gunnlaugsson (81.) fékk óvænt knöttinn inn fyrir vöm Blika og átti ekki í vandræðum með að skora hjá Atla í marki Blika. 0-0 Ragnar Hauks- v w son (72.) fylgdi á eftir aukaspymu Jóhann- esar sem Jens Martin Knudsen hálfvarði. OA Ragnar Hauks- 'V son (76) með fal- legum skalla efst upp i markhomið eftir sendingu Alexanders Högnasonar. 0-0 Kári Steinn v v Reynisson (87.) skoraði af markteig eftir að Sturlaugur Haraldsson sendi lága aukaspymu inn á markteig. Þjálfaraskipti hafa orðiö hjá 1. deild- arliði Víðis í Garði. Magni Blöndal Pétursson hefur látið af störfum og í hans stað hefur verið ráðinn Guðjón Guðmundson, fyrrum fyrirliði og þjálfari Víöis. Viðismönnum hefur vegnað illa í seinni umferðinni og eru komnir í bullandi fallbaráttu. Skagamenn sem skoruðu aðeins 1 mark og fengu aðeins 3 af 15 stigum í boði i fyrstu fimm leikjum sumarsins hafa skorað 16 mörk í síðustu 9 deildarleikjum og tekið með sér 20 af 27 stigum í boði. Skagamenn hafa aðeins tapað einum leik á síðustu þremur mánuöum, gegn KR í deildinni. -GH/ÓÓJ Leiftur 1(1) - ÍA 4 (0) Leiftur: Jens Martin Knudsen ® - Max Peltonen , (Þorvaldur Sveinn Guðbjömsson 76J, Hlynur Birgisson @, Steinn Viðar Gunnarsson, Páll V. Gíslason @ - Sergio de Macedo @, Alexander Silva, Ingi Hrannar Heimisson (Gordon Forrest, 83.), Páll Guðmundsson @ (Örlygur Helgason 76. ) - Alexander Santos, Uni Arge @. Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson @, Gunnlaugur Jónsson @, Alexander Högnason @, Reynir Leósson - Pálmi Haraldsson (Unnar Valgeirsson 80.), Jóhannes Harðarson @, Heimir Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson- @ - Kenneth Matjani @ (Baldur Þór Bragason 83. j, Ragnar Hauksson @ ( RagnarÁmason 85.). Gul spjöld: Gunnlaugur, Ragnar H. Leiftur-lA Leiftur - ÍA Markskot: 12 22 Völlur: Vindur, þurr völlur. Hom: 4 4 Dómari: Gylfl Orrason. Áhorfendur: 350. Mistækur. Maður leiksins: Kári Steinn Reynisson, IA. Sívinnandi og ógnandi. Skoraði tvö mörk. Breiöablik 0(0) - KR 3 (1) Breiðablik: Atli Knútsson - Hjalti Kristjánsson, Sigurður Grétarsson @, Che Bunce, Guðmundur Ö. Guðmundsson- Guðmundur Gíslason (Guðmundur K. Guðmundsson 37.), Hákon Sverrisson, Kjartan Einarsson @, Heimir Porca (Pétur Jónsson 30.) - Bjarki Pétursson, Hreiðar Bjamason. Gul spjöld: Sigurður, Hjalti, Kjartan. Kristján Finnbogason @ - Sigurður Örm Jónsson @@, Þormóður Egilsson @, David Winnie @, Bjami Þorsteinsson (Indriði Sigurðson 53.) - Sigþór Júliusson (Amar J. Sigurgeirsson 66.), Sigursteinn Gíslason (Þorsteinn Jónsson 77.), Þórhallur Hinriksson, Einar Þór Daníelsson @ - Guðmundur Benediktsson, Bjarki Gunnlaugsson. Gul spjöld: Winnie, Bjarki. Breiðabhk - KR I Markskot: 4 Hom: 1 Áhorfendur: 1150. Breiðablik - KR Völlur: Blautur en góður. Dómari: Rúnar Steingrímsson, slakur. Maður leiksins:Sigurður Orn Jónsson, KR. Klettur í vörninni og án efa einn besti varnarmaður landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.