Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 21 Vonbrigði - jafntefli í fallslag Grindavíkur og Víkings Það voru erfiðar aðstæður til knatt- spyrnuiðkunar í Grindavík á laugardag- inn, rok og rigning, og áttu leikmenn í stökustu vandræðum oft á tíðum með að standa í fæturna. Þrátt fyrir það reyndu bæði lið að spila boltanum og gekk það oft furðuvel og þá sérstaklega hjá Grindvíkingum sem tóku leikinn í sínar hendur strax á fyrstu mín. og héldu forustunni, með fáum undantekn- ingum, út leikinn. Það var því mikið áfall fyrir þá þeg- ar Víkingar skoruðu á 26 mínútu, en fram að þeim tíma hafði hver sóknin af annarri dunið á þeim og þeir m.a. náð að bjarga á línu eftir eina stórsókn Grindvíkinga. Eftir markið fór mesta kappið af hjá Grindvíkingum en að sama skapi jókst sjálfstraust Víkinga sem færðu sig framar á völlinn enda með vindinn í bakið og þeir uppskáru annað mark í lok hálfleiksins rétt áður en Kristinn, góður dómari þessa leiks, flautaði til leikhlés. Það varð fljótt ljóst í seinni hálfleik hvert stefndi, Víkingar bökkuðu lítil- lega og freistuðu þess að halda fengnum hlut, meðan Grindvíkingar blésu til alls- herjarsóknar. Framan af gekk Grind- víkingum þó erfiðlega að fmna markið. Það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem fyrsta -alvöruskotið kom þegar Guðjón fyrirliði Ásmundsson átti þrumuskot sem hafnaði í þverslá. Sóknarþungi Grindvíkinga bar loksins árangur á 72. mínútu þegar Þorri Ólafsson braut mjög klaufalega á Grétari rétt innan vítateigs. Eftir markið héldu Grindvíkingar upp- teknum hætti, lögðu allt í sölurnar og fengu mörg tækifæri til að gera út um leikinn, m.a. annars náði Lárus Huldar- son að bjarga tvisvar á línu og Gunnar var Grindvíkingum erflð hindrun. Það var aðeins gamli jaxlinn Hjálmar Hall- grímsson, sem var að koma aftur í lið Grindavíkur . eftir erflð meiðsli, sem náði að skora fram hjá Gunnari þegar stutt var til leiksloka. Orðnir þreyttir á þessu „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og við erum orðnir þreyttir á þessu, en á með- an við nýtum ekki færin vinnur maður ekki leiki. Eigum við ekki að segja að þetta fari að koma hjá okkur núna,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson sem átti góða innkomu en í lok leiksins tóku gömlu meiðslin sig upp aftur. „Við gerðum ekki það sem þjálfarinn lagði til í seinni hálfleik, við bökkuðum of mikið og börðumst ekki nægilega vel, en eitt stig er eitt stig og það var mjög mikilvægt að tapa ekki hér í Grindavík og við erum alls ekki hættir það er nóg eftir af þessu móti,“ sagði Gunnar S. Magnússon besti maður vallarins. -KS Jón Grétar Jónsson (26.) v Þrándur Sigurðsson náði að skalla boltann fyrir fætur Jóns sem stýrði honum auðveldlega framhjá Alberti Q.0 Jón Grétar Jónsson (45.) Með v w fallegu bogaskoti af um 25 metra færi og fór boltinn efst í vinstra markhomið. Q.íð Grétar Ólafur Hjartarson (72.) “ ” úr vítaspymu eftir að Þorri Ólafsson hafði brotið á honum innan vítateigs. 0-0 Hjúlmar Hallgrimsson (82.) v Með fostu viðstöðulausu skoti úr vítateignum eftir að Víkingum hafði mistekist að hreinsa frá markinu. Sport Grindavík 2 (0) - Víkingur2(2) Albert Sævarsson - Björn Skúiason®, Guðjón ___ Ásmundsson®, Stevo Vorkapic, Óli Stefán Flóventsson - Ólafur Ingólfsson (Duro Mijuskovic 57.), Sinisa Kekic@, yignir Helgason (Hjálmar Hallgrímsson 57.@), Paul McShane - Grétar Ó. Hjartarson®, Scott Ramsey. Gul spjöld: Ólafur, McShane. Gunnar S. Magnússon@@ - Amar Halisson, Gordon Hunter, Þorri Ólafsson - Sigurður Elí Haraldsson (Valur Úlfarsson 65.), Þrándur Sigurðsson, Alan Printrice, Lárus Huldarson@, Hólmsteinn Jónasson (Daniel Hafliðason 85.) - Sumarliði Ámason, Jón Grétar Ólafsson@@ (Tryggvi Bjömsson 80.) Gul spjöld: Amar, Printrice, Lárus. Grindavik: Grindavík - Víkingur Markskot: 15 7 Horn: 16 4 Áhorfendur: 200 Grindavík - Víkingur Völlur: Blautur og þungur. Dómari: Kristinn Jakobsson, mjög góður. Maður leiksins: Gunnar S. Magnússon, Víkingi. Varði oft vel og tryggði Vikingum eitt stig. Valur2(0) - Keflavík3(l) Hjörvar Hafliðason - Jón Þ. Stefánsson, Lúðvík Jónasson®, Stefán Ómarsson, Guðmundur Brynjólfsson (Hörður Már Magnússon 72.) - Sigurbjöm Hreiðarsson, Amór Guðjohnsen®, Ólafur Stígsson. (Matthías Guðmundsson), Kristinn Lárusson - Adolf Sveinsson, Ólafur Ingason. Gul spjöld: Amór. Keflavík: Bjarki Guðmundsson - Gestur Gylfason (Snorri M. ____ Jónsson 45.), Kristinn Guðbrandsson, Marko Tanasic®, Ragnar Steinarsson - Gunnar Oddsson®, Eysteinn Hauksson, Zoran Ljubicic (Magnús Þorsteinsson 77.), Jóhann Benediktsson (Rútur Snorrason) - Þórarinn Kristjánsson®, Kristján Brooks. Valur - Keflavík Valur - Keflavík Markskot: 17 7 Völlur: Ágætur en laus í sér Horn: 8 6 Dómari: Pjetur (Collina) Áhorfendur: 242 Sigurðsson, góður. Maður leiksins: Gunnar Oddsson, Keflavík Vinnur vel á miðjunni, lagði upp mark og skoraði annað. Valsmenn I vanda Valsmenn eru komnir í bullandi vandræði í efstu deild karla í knattspyrnu eftir að hafa tapað fyrir Keflvíkingum, 2-3, í 14. umferð deildarinnar í gær. Valsmenn sitja nú í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig ásamt Víkingum og verða að treysta því að lukkan snúist á sveif með þeim í þeim fjórum leikjum sem eftir eru i mótinu. Leikurinn gegn Keflvíkingum fór hörmulega af stað og fyrstu 20 mínútur leiksins tókst liðunum ekki að ná upp almennilegu samspili sín á miili. Valsmenn áttu fyrsta færi leiksins sem Keflvíkingar vörðu á línu. En Keflvíkingar náðu sér á strik og Gunnar Oddsson kom þeim yfir fyrir leikhlé. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, voru mun meira með boltann og ógnuðu marki Keflvíkinga nokkuð án þess þó að ná að skapa sér verulega hættuleg færi, fyrir utan þau þegar Adolf Sveinsson og Arnór Guðjohnsen skoruðu. Sóknaraðgerðir þeirra voru ekki nægilega markvissar, skottilraunir voru oft ótímabærar og heppnin var alls ekki með þeim. En Keflvíkingar kunnu að nýta færin sín og af þremur skotum þeirra sem rötuðu á mark Vals fóru tvö inn og það dugði þeim til sigurs í þessum leik. „Við höfum verið að gefa mörk og höfum verið að fá á okkur tvö mörk í síðustu leikjum og þurfum því að skora þrjú til að sigra, og sú var raunin i dag. Eins og sakir standa virðumst við vera á góðu róli í deildinni en þessir hlutir eru fljótir að breytast og við þurfum að halda fullri einbeitingu gegn Grindavík í næsta leik,“ sagði Gunnar Oddsson, leikmaður og fyrrum þjálfari Keflvíkinga, í leikslok. -ih Gunnar Oddsson (29.) meö v " glæsilegum skalla eftir góða fyrirgjöf frá Eysteini Haukssyni. O-ft Adolf Sveinsson (46.) með skoti ” eftir að Keflvíkingum mistókst að hreinsa írá marki eftir hornspymu frá hægri. o © Þórarinn Kristjúnsson (53.) með þrumuskoti eftir frábæra stungusendingu frá Snorra Má Jónssyni. A.0 Kristjún Brooks (61.) renndi v '' boltanum í markið eftir „misheppnaöa" sendingu frá Gunnari Oddssyni. Arnór Guöjohnsen (89.) með ” laglegum skalla eftir góða sendingu frá Herði Má Magnússyni. Sheffield United skoðar Ríkharð Ríkharður Daðason, landsliðsmaður og leikmaður með Viking Stavanger í Noregi, er einn þeirra framherja sem Adian Heath, knattspyrnustjóri hjá enska B-deildarliðinu Sheffield United, hefur augastað á. Heath hefur verið að leita að framherja og kemur fram á fréttavefnum Team Talk að Ríkharður sé .inni i myndinni ásamt Arthur Moses hjá Marseille. Sheffield United hefur ekki byrjað tímabilið vel í B-deildinni og situr á botni deildarinnar með aðeins 1 stig eftir þrjá leiki og markatöluna 1-9. Liðið steinlá á laugardaginn fyrir Manchester City, 6-0, svo það er ekki nema von að Heath sé að leita að leikmönnum til að styrkja lið sitt. -GH V". Evrópukeppnin í borðtennis: Gott hjá Víkingum Keflvíkingurinn Gestur Gylfason og Sigurbjörn Hreiðarsson kljást um knöttinn á Hlíðarenda í gær. DV-mynd Hilmar Þór Víkingar stóðu sig vel gegn frönsku meisturunum í Bordeaux í Evrópu- keppninni í borðtennis en liðin áttust við í TBR-húsinu á laugardaginn. Bordeaux sigraði 4-2 og það eru úrslit sem Víkingar þurfa ekki að skamma- st sín fyrir því Frakkar eru ein fremsta borðtennisþjóð í heimi og eru Evr- ópumeistarar. Guðmundur Stephensen undirstrikaði enn og aftur hversu snjall spilari hann er en hann vann báða leiki sína í einliðaleiknum, fyrst gegn Lous Dexter, 19-21, 21-13 og 21-17, og svo gegn landsliðsmanninum Mommesin Di- dier, 21-18, 10-21 og 21-17. Önnur úrslit urðu þau að Kristján Jónasson tapaði fyrir Didier, 12-21 og 10-21, Markús Árnason beið lægru hlut fyrir Laurent, 17-21 og 23-25, Guð- mundur og Markús Árnason töpuðu í tvíliðaleiknum fyrir Mommessin og Didier, 19-21 og 18-21 og Markús lá fyrir Dexter, 19-21 og 15-21. -GH ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.