Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 10
30 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Sport i>v Gunnar Gunn- arsson fagnaði sigri í keppn- inni en hér set- ur hann „Trúð- inn“ í bakkgír- inn og bjargar sér frá veltu með því að botna hann. DV-myndir JAK Gunnar Pálmi Pétursson heldur fyrsta sæti stigakeppninnar í götubflaflokki en hann hafnaði í þriðja sæti keppninnar. Gekkupp - hja Gunnari „Ég get ekki verið annað en ánægður með árangur dagsins, fysta sætið í götubílaflokkinum og yfir allan pakkann," sagði Gunnar Gunnarsson sem sigraði í keppn- inni. „Þetta leit ekki vel út í morgun, vélin sem við vorum að setja í bíl- inn í gærkvöldi lekur vatni inn í vélina, upp með stud-boltum, sem var verið að setja í hana. Við leist- um vatnstappana á blokkinni til að minnka vatnsþrýstinginn svo að það gekk aðeins betur en samt höf- um við þurft að skipta þrisvar um olíu á vélinni í dag. Það var ekkert rosa „aktion" í fyrstu tveimur þrautunum, þraut númer tvö var bara rugl. Svo fór Gunnarssyni þetta að síga í rétta átt hjá mér. Fimmta, sjötta og sjöunda brautir voru góðar hjá ménx Ég held að það hafi verið langflottast hjá mér þegar ég fór í fimmtu brautina. Ég fór á afturhjól- unum upp meira en helminginn af brekkunni. í fjórðu þraut fannst mér hann vera að fara aftur fyrir sig, rak hann í bakkgírinn og steig hann í botn, bara með nítóinu og öllu. Þessi sigur er ekki síst að þakka aðstoðarmönnum mínum sem stóðu sig afbragðsvel, einnig aðstoðar- mönnum Sigurðar Þ. Jónssonar sem aðstoðuðu mig líka. Þeir eiga heiður skilið, þetta er þeirra sigur líka.“ sagði Gunnar. Vigdís og Gísli við henglana af Arctic Trucks-bflnum eftir keppnina. Jeppinn verður vafalaust eins og nýr eftir þrjár vikur þegar lokaumferð íslandsmeistaramótsins fer fram á Hellu. * Hrakfarr „Þetta fór illa hjá mér í dag“ sagði Gísli G. Jónsson sem var kominn með góða forystu að keppninni hálfnaðri. „Ég brýt hásinguna í sundur í fimmtu braut og þá kemur mikil spenna upp þar sem ég missi af sjöttu braut og fer aftur fyrir í þeirri sjöundu. Þetta eykur spennuna í mótinu, þvi sem eftir er af því,“ sagði Gísli. Arctic Trucks-jeppinn hans fór nokkrar veltur í fimmtu brautinni. „Maður bara horfði inn i drifiö," sagði Gísli. Eftir þetta varð hamagangur í öskjunni hjá Gísla og aðstoðarmönn- um hans sem freistuðu þess að sjóða hásinguna saman. Það tókst. Veltir aftur ' Gísli veltir svo aftur í síðustu brautinni og var sú velta óhugnanleg á að horfa. Þegar starfsmenn keppn- innar koma að bílnum kalla þeir strax á sjúkrabíl. Þeim sýndist önn- ur hendi Gísla vera undir veltibúr- inu, þar sem bíllinn liggur á hvolfi. Bandið sem á að halda höndum öku- mannsins innan veltibúrsins hafði slitnað. „Ég vissi alveg af mér allan tím- ann sem bíllinn var að velta niður. Ég verð að viðurkenna það, að ég vankaðist aðeins, fékk á mig slynk en vissi af mér allan tímann og þett- að var allt i lagi. Þegar maður snýst marga hringi í einu, þá ringlast mað- ur.. Ég var hálffastur í bílnum eftir veltuna, það var sandur á mér og ég var hálfþvingaður. Ég náði ekki að losa beltin alveg strax en var allt í lagi,“ sagði Gísli. „Ég vO bara þakka strákunum fyrir að hafa staðið sig mjög vel með í dag, þeir voru snöggir að laga bíl- inn, það var alveg ótrúlegt," bætti Gísli við. -JAK Haraldur Pétursson stóð sig vel á Mussónum. Hann lenti í fjórða sæti keppninnar og er þriðji í stigakeppninni til heimsmeistaratitils.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.