Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Sport i>v Grindavík meistari Grindavík vann hraðmót Vals í körfubolta en þar tóku öll úrvalsdeildarliðin í körfuboltanum þátt, auk Valsmanna. Grindavík vann Keflavík 50-48 í æsispennandi úrslitaleik. Liðin léku einnig úrslitaleikinn í fyrra en þá vann Keflavík. Stigahæstur Grindvíkinga var Randy Bolden með 29 af 50 en hjá Keflavík skoruðu Guðjón Skúlason og Fannar Ólafs- son flest eða 11 stig. -RG/-ÓÓJ Yfirburðir hjá Hafsteini Hafsteinn Ægir Geirsson úr Brokey sigraði með yfirburðum á íslandsmeistaramóti á Laserbátum sem lauk í Hafnarflrði í gær. Hann fékk aðeins 5 refsistig. Guðjón Ingi Guðjónsson úr Nökkva kom næstur með 9 refsistig og Baldvin Björgvinsson úr Ými varð þriðji með 18. -VS Bow til KR-inga Jonathan Bow lék með KR-ingum á hraðmóti Vals í körfu um helgina og er að öllu óbreyttu á leið til liðsins. Bow lék síðast hér heima með KR-ingum veturinn 1996-97 en hefur leikið í Skotlandi og Þýskalandi undanfarin tvö ár. Bow hefur einnig leikið meö Haukum, Keflavík og Val hér á landi en kom hingað 1989. -ÓÓJ ÍAO(O) - Valur 1 (0) Ólafur Þór Gunnarsson - Reynir Leósson, Gunnlaugur Jónsson, Alexander Högnason, ! Sturlaugur Haraldsson (Unnar Valgeirsson 80.) - Kári Steinn : Reynisson, Jóhannes Harðarsson @, Heimir Guðjónsson, Pálmi : Haraldsson @ - StefánÞ. Þórðarson @, Kenneth Matijane (Ragnar Hauksson 73.) Gul spjöld: Jóhannes. Rjörvar Hafliðason @ - Guðmundur Brynjólfsson, Stefán Ómarsson, Lúðvík Jónasson @, Jón Þ. : Stefánsson - Adolf Sveinsson (Izudin Daði Dervic 85.), Kristinn Lárusson @, Sigurbjörn Hreiðarsson @@, Mattías Guðmundsson í (Helgi M. Jónsson 78.) - Ólafur Ingason, Amór Guðjohnsen @. Gul spjöld: Jón Þ., Stefán, Lúðvík, Dervic. Rautt spjald: Stefán. r* Baráttuglaður vlnnuhestur sem drelf sína menn áfram. ÍA - Valur ÍA - Valur Markskot: 15 10 Völlur: Mjög góður. Hom: 9 5 Dómari: Rúnar Áhorfendur: Um 650. Steingrímsson, sæmilegur. Maður leiksins: Sigurbjörn Hreiðarsson, Val. 6mörk - enn glopra Framarar niður forustu Leiftur og Fram gerðu enn eitt jafnteflið og nú eru bæði liðin búin að gera 7 jafntefli í sumar og eru þar á toppnum. Það má reyndar segja að bæði lið hafi tapað tveimur stigum. Með sigri hefði Leiftur tryggt sér sæti í deildinni og Fram bjargað sér af mesta fallsvæð- inu en eftir leiki helginnar er rúmlega helmingur liðanna í bullandi fallhættu. Skyndisóknir Fram Framarar beittu hættuleg- um skyndisóknum. Upp úr tveimur slíkum komu fyrstu mörkin og í bæði skiptin steinsvaf vöm Leifturs. Fram- arar fengu eitt algjört dauða- færi þegar Hilmar Björnsson var einn á móti Jens, sem varði feikilega vel í það skiptið. Leifturs- menn skiptu úr þriðja gír í þann Qórða strax eftir hlé, enda skoruðu þeir á besta tíma. það nánast um einstefnu að marki Fram að ræða. Leiftur réði gangi leiks- ins nánast alveg og Framarar virtust ráðþrota, enda fengu þeir á sig tvö mörk til viðbót- ar og voru, þegar upp var staðið, stálheppnir að fá stig úr leiknum. Það var ekki fyrr en á allra síðustu mínútunum að Framar hresstust og sóttu í lokin. Sterkur sigurvilji Það er ekki hægt annað en að hæla liði sem lendir tveim- ur mörkum undir og kemst síðan yfir. Slíkt sýnir karakt- er og sterkan sigurviija. Það voru aðeins augnabliks mis- tök reynds markvarðar í blá- lokin sem kostuðu Leiftur sig- urinn og þar með tvö stig. Hins vegar geta Framar- ar líka nagað sig í handa- bökin fyrir að missa niður tveggja marka forystu en þeir eru orðn- ir vanir slíku. Liðið koðnaði niður strax í seinni hálfleik og leikmenn voru utan- gátta, enda voru þá Leift- ursmenn að spila hreint alveg glimr- andi vel. -HJ Eftii víu 0-0 Ágúst Gylfason (36.) w v skoraði með óveijandi skoti frá vítateig eflir að hafa ein- leikið óáreittur upp alian völl. 0-0 Ásmundur Arnarsson v ” (40.) skoraði laglega úr vítateig eftir fínan undirbúning og sendingu Hilmars Björnssonar. 0-0 Póll V. Glslason (48.) v w með skalla eftir hom nafna sins Guðmundssonar. 0-0 Uni Arge (68.) úr víta- w w spymu sem hann fékk sjálfur er Sævar Guðjónsson braut. 0_C\ Alexandre da Silva ” (76.) hamraði knöttinn inn af stuttu færi eftir aukaspymu Páls Guömundsonar. Ö_0 Höskuldur Þórhallsson (87.) með skalla yfir Jens Martin sem var kominn of langt út. Ásmundur gaf fyrir markið. Leiftur3(0) - Fmm3(2) Jens Martin Knudsen - Sergio de Macedo @, Hlynur Birgisson @, Július Tryggvason @, Steinn Viðar Gunnarsson, - Þorvaldur Sveinn Guðbjömsson, Páll V. Gíslason @, Alexander da Silva @@, Gordon Forrest (Alexander Santos, 47.), Páll Guðmundsson @ - Uni Arge @. Gul spjöld: Steinn, da Silva. Friðrik Þorsteinsson @ - Albert Ásvaldsson, Sævar Guðjónsson, Sævar Pétursson @, Anton Bjöm Markússon - Halldór Hilmisson, Ágúst Gylfason @, Sigurvin Ólafsson, Hilmar Bjömsson @ (Höskuldur Þórhallsson 84.), - Ásmundur Amarsson @, Marcel Orlemans. Gul spjöld: Halldór H., Sigurvin, Albert, Hilmar. Leiftur - Fram Leiftur - Fram Markskot: 16 10 Völlur: Sunnangola. Hom: 7 4 Dómari: Kristinn Áhorfendur: 250. Jakobsson. Ágætur. Maður leiksins:Alexandre da Silva, Leiftri Feykilega duglegur með gott auga fyrir spili. Fylkir meistari 0-1 Jóhann Traustason (15. min) 1- 1 Theódór Óskarsson (18. mín) 2- 1 Gylfl Einarsson (37. min) 3- 1 Kristinn Tómasson (55. mín) Fylkir tryggði sér meistaratitil 1. deildarinnar á föstudagskvöld með 3-1 sigri á KA en sólarhring áður var sæti Árbæinga í úrvalsdeildinni gulltryggt. Leikurinn var ágætis skemmtun, og fullur af færum, sérstaklega upp við mark KA. Þó gat KA-liðið verið mjög beitt í sóknum sínum með þá Ásgeir M. Ásgeirsson og Dean Mart- in fremsta í flokki. Fylkisliðið aftur á móti hefur sýnt að þama fer eitt sterkasta lið sem félagið hefur átt og hefur á að skipa mörgum góðum leikmönnum eins og Kristni Tóm- assyni, Kjartani Sturlusyni og Gylfa Einarssyni. Einnig verður að nefna Ómar Valdimarsson sem líklega sterkasta varnarmann deiidarinnar. „Já, þetta hefur verið góður sólar- hringur. í gær fórum við upp, í dag erum við orðnir meistarar og stiga- metið er en innan seilingar,” sagði Kristinn Tómason eftir leikinn. Maður leiksins: Kristinn Tóm- asson, Fylki. -EÞG . DEILD KARLA Fylkir 15 12 0 3 34-18 36 ÍR 15 8 2 5 41-27 26 Stjarnan 15 7 2 6 30-27 23 FH 15 6 4 5 33-25 22 Dalvik 15 6 3 6 25-34 21 Þróttur R. 15 6 2 7 23-22 20 Skallagr. 15 6 1 8 29-31 19 Víðir 15 5 2 8 23-37 17 KA 15 4 4 7 20-22 16 KVA 15 4 2 9 24-39 14 Eilíft Irf Vals - Hlíðarendapiltar komust úr botnsætinu með sigri á ÍA Strákarnir í Val blésu kröftuglega á falldrauginn sem riðið hefur húsum að Hlíðarenda í allt sumar þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Skagamenn á þeirra eigin heimavelli, 1-0, í efstu deild karla í gær. Með sigrinum færðust ValsEU’ar úr neðsta sæti deild- arinnar í það áttunda. Valur er eina lið efstu deildar sem ekki hefur fallið niður um deild og með sigrinum í gær lagði liðið grunninn að því að svo verði ekki á þessari öld í það minnsta, haldi liðið áfram að leika með sömu bar- áttu og það gerði í gær. Leikurinn hófst með mikl- um látum og strax á fyrstu mínútu leiksins fengu bæði lið góð færi sem þeim tókst ekki að nýta. Skaga- menn náðu undirtök- unum í leiknum og fékk liðið nokkur kjörin tækifæri til að skora en inn vildi boltinn ekki. Skagamenn komu ákveðn- ir til síðari hálfleiks, sóttu mun meira, en Valsmenn vörðust fimlega og skyndi- sóknir þeirra voru hættuleg- ar. Á 78. mínútu fékk Stefán Ómarsson reisupasscmn fyrir tvö gul spjöld en við það mót- læti hertust Valsmenn og skoraði Kristinn Lárusson sigurmark þeirra rúmri mín- útusíðar. Eftir markið bökk- uðu Valsmenn og á sama tíma gætti óþolinmæði í leik Skagsimanna, sem gerðust að- gangsharðir við Valsmarkið án þess að ná að leika á Hjörvar Hafliðason, mark- verði Vals, og vörn hans. Lukkan gekk í lið með Val í þessum leik, enda vann lið- ið til þess með baráttu- og sig- urvilja. Þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm leikjum og aðeins annar sigur þeirra á útivelli í 22 leikjum. Skaga- menn höfðu undirtökin lengst af leiknum en geta nagað sig upp að olnbogum fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem buðust og tryggt sér eitt stig eða fleiri úr þessari viðureign. -ih 0-A Kristinn Lárusson (80.) v v með skalla úr vltateig eftir sendingu írá Amóri Guðjohnsen úr aukaspymu, gullfallegt mark. Dalvíkingar sloppnir? - eftir sigur á Víðismönnum, 1-0 1-0 Atli V. Bjömsson (28.) Dalvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni í 1. deild þegar þeir lögðu Víði með minnsta mun á heimavelli á laugar- daginn og eiga nú alla möguleika á aö sleppa við fall. Það voru Víðismenn sem voru miklu sterkari í fyrri hálfleik, án þess að skapa sér teljandi færi. Það má því segja að mark Atla Viðars á 28. min hafi komið gegn gangi leiksins. Eftir markið hljóp svolítið líf í heimamenn, en ekki skoruðu þeir fleiri mörk. Að öðru leyti var fyrri hálfleikur tíðinda- lítill. í síðari hálfleik treystu heimamenn mikið á skyndisóknir. Víðismenn lögðu allt í sóknina og náðu ágætu spili um tíma en þegar kom að vítateig and- stæðingsins urðu þeir ráðþrota. Sóknarleikur- inn var frekar hug- myndasnauður og það var auðvelt fyrir vörn Dalvíkinga á taka á mál- inu. Dalvíkingar áttu miklu fleiri opnari færi og voru nær því að bæta við öðru marki. Með öðrum orðum: Sigurinn var miklu öruggari held- ur en markatalan segir til um. Maður leiksins: Atli Viðar Björnsson, Dal- vík. -HJ KVA á hættuslóð 0-1 Hreinn Hringsson (15.) Staða KVA í 1. deildinni er orðin mjög erfið eftir 0-1 tap gegn Þrótti R. á Eskifirði á föstudagskvöldið. Leikmannahópur KVA hefur orðið fyrir hverju áfallinu af öðru og liðið spilar engan veginn eins og það getur best. Það átti þó í fullu tré við daufa Þrótt- ara í leik sem einkenndist af baráttu og taugaspennu en áferðarfalleg knattspyrna varð að víkja. Hreinn skoraði markið eftir mikil varnarmistök KVA og heimamönn- um var veitt náöarhöggið undir lok fyrri hálfleiks þegar Marijan Cekic var vikið af velli eftir hörmuleg dómaramistök. Það var þó ekki fyrr en KVA tók áhættu í sóknar- leiknum að Þróttarar nýttu sér liðsmuninn og fengu færi til að auka muninn. Maður leiksins: Hreinn Hringsson -FÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.