Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Qupperneq 12
30
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999
'Sport
Fyrsta umferðin í þýska handboltanum:
Duranona 10
- byrjaði best íslendinganna um helgina
Róbert Julian Duranona byrjaöi
best af íslensku handknattleiks-
mönnunum í þýsku A-deildinni
sem hófst um helgina. Duranona
skoraði 10 mörk fyrir Eisenach,
sem þó mátti sætta sig við tap á
heimavelli gegn Grosswallstadt,
27-30.
Nýiiðar Dormagen, undir stjóm
Guðmundar Guðmundssonar, töp-
uðu, 21-24, í íslendingaslagnum
gegn Wuppertal. Valdimar Gríms-
son kom inn á hjá Wuppertal, þrátt
fyrir meiðslin, og skoraði úr einu
vítakasti. Heiðmar Felixson lék
sinn fyrsta deildaleik með liðinu
en skoraði ekki og Dagur Sigurðs-
son er frá vegna meiðsla. Fyrir
Dormagen skomðu Héðinn Gilsson
og Róbert Sighvatsson sitt markið
hvor en Daði Hafþórsson komst
ekki á blaö.
Sigurður Bjamason skoraði eitt
mark fyrir sitt nýja lið, Wetzlar
(áður Dutenhofen), sem tapaði í
Minden, 31-26. Aleksandr Tútsjkin
skoraði 8 mörk fyrir Minden og
Dimitri Kusilev 6.
Guðmundur Hrafnkelsson og
félagar hjá nýliðum Nordhorn
unnu mjög ömggan sigur á Schutt-
erwald, 29-24. Gamla brýnið Joch-
en Fraatz skoraði 8 mörk fyrir
Nordhom.
Prófsteinn gegn Flensburg
Magdeburg, sem spáð er góðu
gengi í vetur undir stjóm Alfreðs
Gíslasonar, burstaði nýliða Will-
statt, 29-19, eftir 15-5 í hálfleik
frammi fyrir 5.500 áhorfendum í
Magdeburg. Ólafur Stefánsson
skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg en
Magnús Sigurðsson gerði 3 mörk
fyrir Willstatt og Gústaf Bjamason
eitt.
„Þetta var bara fyrsti leikur,
gegn reynslulausum nýliðum. Próf-
steinninn á getu okkar verður þeg-
ar við mætum Flensburg á mið-
vikudag," sagði Alfreð Gíslason við
Berliner Zeitung.
Tveir Norðurlandabúar skoruðu
mest í 1. umferðinni. Norðmaður-
inn Stig Rasch skoraði 11 mörk fyr-
ir Wuppertal og Daninn Lars
Christiansen skoraði 11 fyrir
Flensburg sem vann Bad Schwart-
au úti, 27-31.
Magnus gamii Wislander skor-
aði 8 mörk í gær þegar Kiel burst-
aði Nettelstedt, 33-20.
Frankfurt tapaði fyrir Lemgo,
20-22, en leik Essen og Gummers-
bach var frestað.
-VS
Bland í poka
Alls tólf heimsmet voru sett á átta
dögum á Kyrrahafsmeistaramótinu i
sundi sem lauk um helgina í Sydney
i Ástralíu. Keppt var í
Ólympíusundhöllinni þar í borg sem
mun hýsa sundkeppni
Ólympíuleikanna á næsta ári.
Einstakur árangur náöist þegar sett
var að minnsta kosti eitt heimsmet á
mótinu sjö daga i röð frá 22. til 28.
ágúst og þykir það gefa góð fyrirheit
fyrir komandi Ólympíuleika á næsta
ári.
Menn höföu haft áhyggjur af því að
sundhöllin væri hæg þar sem ekkert
met hafði verið sett þar fyrstu úögur
árin en annað kom í ljós á þessu
móti.
Hinn 16 ára Ástrali Ian Thorpe setti
fjögur heimsmet á mótinu og var
kosinn sundmaður mótsins en Penny
Heyns frá Suður-Afríku var valin
sundkona mótsins eftir að hafa bætt
fjögur af sínum eigin heimsmetum.
-ÓÓJ
HM í frjálsum lauk í Sevilla í gær:
Níunda gullið
- enginn unnið fleiri heimsmeistaragull en Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson
Michael Johnson komst enn og aftur í
sögubækur frjálsra íþrótta í gær er hann var
í sigursveit Bandaríkjanna í 4 x 400 metra
boðhlaupi, sem var lokagrein á sjöunda
heimsmeistaramótinu í frjálsum sem lauk í
Seviila á Spáni í gær eftir níu daga keppni.
Johnson hljóp síðasta hringinn og vann
sitt níunda gull á HM en Carl Lewis átti áður
metið, átta heimsmeistaramótsgull. Met frá
Lewis var síðan jafhað er Maurice Greene
vann sitt þriðja gull í Sevilla en Lewis var sá
eini fyrir þetta mót sem hafði náð að vinna
þrjú gull sem hann gerði bæöi 1983 og 1987.
Þetta voru 10. og 11. gull Bandaríkjamanna
sem unnu þau flest á mótinu þrátt fyrir að ná
fæstum verðlaunum í sögu þjóðarinnar á
HM í frjálsum. Rússar unnu næstflest gull
eða sex_og alls þrettán verðlaun.
» Svetlana Masterkova frá Rússlandi vann í
gær 1500 metra hlaupið á 3 mínútum, 59
sekúndum og 53 brotum og bætti því gulli við
brons sitt i 800 metra hlaupi.
Boðhlaupssveit Bahamaeyja kom mjög á
óvart og vann 4 x 100 metra boðhlaup kvenna
og rússnesku stelpumar unnu 4 x 400 metra
boðhlaupið.
_ í hástökki kvenna vann hin úkraínska
Inga Babakova
með stökki yfir
1,99 metra og
Finninn Aki
Parviainen hélt
finnskri hefði í
spjótkasti karla
með því að kasta
89,52 metra.
Norður-Kórea
eignaðist sinn
fyrsta
heimsmeistara í
frjálsum og jafn-
framt sinn fyrsta
verðlaunahafa í
sex keppnum
sögunnar er hin
25 ára gamla
Jong Song-ok
vann sigur í
maraþonhlaupi
kvenna í gær.
Devers sigur- Michael Johnson vann sitt 9. HM-gull í gaer.
sælust
Gail Devers er sigursælasta kona heims-
meistaramótssögunnar eftir
að hún vann sitt fimmta gull
í 100 metra grindarhlaupi
kvenna á laugardag og
spillti fyrir kraftaverka-
konunni Ludmilu Engquist.
Devers hefúr þar með
unnið einu gulli fleira en
Jackie Joyner-Kersee.
Devers hljóp á nýju banda-
rísku met, 12,37 sekúndum,
og varð á undan Glory
Alozie frá Nígeríu og heims-
meistara síðasta móts,
Engquist frá Svíþjóð.
Kúberverjinn Ivan Pedros
vann sinn þriðja heims-
meistaratitil i röð i lang-
stökki er hann stökk 8,56
metra eftir hörkukeppni við
heimamanninn Yago
Lamela.
Það heyrðist vart manns-
ins mál á vellinum er 60
þúsund áhorfendur fógnuðu
heimsmeistaranum í maraþonhlaupi, Abel
Anton frá Spáni, með því að syngja „ole, ole“
hástöfum og Marokkó-maðurinn Salah Hissou
vann 5000 metranna á nýju heimsmeistarmóts-
meti, 12 mínútum, 58 sekúndum og 13
sekúndubrotum.
Gríska stúlkan Mirela Manjani-Tzelili, sem
rejmdar er fædd í Albaníu, vann að lokum
spjótkast kvenna með kasti upp á 67,09 metra.
Einstakt hjá Greene
Æfingafélagamir bandarísku, þau Maurice
Greene og Inge Miller, fógnuðu saman heims-
meistaratitlum sínum í 200 metra hlaupi karla
og kvenna á fostudagskvöldið en Greene varð
fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna bæði
spretthlaupin, 100 og 200 metra hlaup, á sama
heimsmeistaramótinu.
ítalinn Fabrizio Mori nýtti sér það vel að
hann var dæmdur aftur inn í úrslitahlaup 400
metra grindarhlaupsins og vann sigur með
frábærum endaspretti. Mori hafði verið dæmd-
ur úr leik út á það að hann hafði stigið inn á
aðra braut en sína eigin en komst inn aftur.
Þá varði rúmenska langhlaupadrottningin
Gabriela Szabo heimsmeistaratilinn í 5000
metra hlaupi og Kínverjar unnu tvöfalt í 20
kílómetra göngu er þær Liu Hongyu og Wang
Yan gengu hraðast allra. -ÓÓJ