Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 19 U^iaaagga* IvwVtVVvl ■ Snorri Karisson, framkvæmdastjóri Myndbandaskólans, segir að mjög hentugt sé að nota margmiðlunardiska til að kenna aimenningi á tölvur. Nýr margmiölunardiskur kominn á markað: Nýliðum kennt á Netið - mikill áhugi á kennslu af þessu tagi Þó svo Netið sé notað af geysi- lega mörgum ís- lendingum eru enn margir sem ekki hafa nægi- lega þekkingu á þvi hvemig eigi að nýta sér mögu- leika þess. Sumir hafa hreinlega ekki lagt í að kynna sér út á hvað málið gengur og hreinlega hræðast alla þessa nýju tækni. Það er ekki síst fyrir þá sem Myndbandaskólinn hefur nú gefið út margmiðlunargeisladisk sem ber nafnið „Netið“. Þar er á ferðinni einfold kennsla i öllu því helsta sem fólk þarf að kunna til að geta til- einkað sér helstu möguleika Nets- ins, sett upp þannig að algjörir byrj- endur geti þarna lært öll fyrstu skrefín inn í hinn stóra og fjöl- breytta heim sem þar er að finna. En það em ekki bara byrjendur sem geta haft gagn af kennsluefn- inu, því þegar dýpra er farið í kennsluna gætu margir netnotend- ur rekist á ýmislegt sem þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir. Snorri Karlsson, framkvæmda- stjóri Myndbandaskólans, segir að það sé vissulega þörf fyrir kennslu af þessu tagi í dag. „Við höfum fund- ið fyrir miklum áhuga á þeim tölvu- námskeiðum sem við höfum gefið út EhUjý L)ílJJ2J'áU/ á geisladiskum til þessa,“ segir Snorri, en fyrirtæki hans hefur áður gefið út kennslumyndbönd fyr- ir Word-ritvinnsluforritið og Excel- töflureikninn. Hentugra en myndbönd „Almenningur vill greinilega fá kennsluefnið á þessu formi,“ bætir hann við. „Þetta er í rauninni mun hentugra en myndböndin, sérstak- lega þegar verið er að læra á tölvur, því fólk getur bara sett diskinn i og síðan ýmist fylgst með kennslunni í heild eða skoðað þann kafla sem flallar um ákveðið efni sem viðkom- andi á í einhverjum erfiðleikum með.“ Myndbandaskólinn hefur verið starfandi síðan 1993 og gaf hann í fyrstu út kennslumyndbönd. Á síð- asta ári var síðan ráðist í að gefa kennsluefni út á margmiðlunar- diski. Er útgáfa af þessu tagi þá framtíðin? „Já, það er alveg ljóst að fólk er mun meira fyrir námskeið af þessu tagi og við munum halda áfram á þessari braut,“ segir Snorri. „Það gæti meira að segja vel farið svo að fyrirtækið myndi alfarið snúa sér að útgáfu kennsluefnis á mEirgmiðlunarformi og hætta útgáfu myndbanda." Snorri segir að sérstaklega hafi fyrirtæki tekið vel í kennsluefnið á Þama er á ferðinni einföld kennsla í öllu því helsta sem fólk þarfað kimna tií að geta tileínkað sér helstu mðguleíka Netmns, sett upp þanníg að algjörir byrf- endur geti þama iært öli fýrstu skrefin ínn í hinn stóra og fjöl- breytta heim sem þar eraðfínna. diskunum. „Ef efnið hefur verið sett upp á netkerfum fyrirtækja hafa starfsmenn þess getað nálgast það hvenær sem þeir þurfa á því að halda í vinnunni. Þetta hefur verið mjög vinsælt og að sjálfsögðu hent- ugra en að þurfa alltaf að nálgast diskinn hjá vinnufélögunum þegar þörf er á honum.“ Margmiðlunarnámskeiðið er hægt að kaupa í flestum tölvuversl- unum og segir Snorri að flestar tölv- ur yngri en 4 ára geti keyrt kennslu- hugbúnaðinn. -KJA Nánasti núlif- andi ættingi hvalsins er flóðhesturinn ef marka má nýjar erfða- fræðirannsókn. Það voru vísinda- menn við Tokyo Institute of Technology sem komust að þessari niðurstöðu, en þeir hafa þróað nýja aðferð við að rekja þróunarsögu dýrategunda með rannsóknum á erfðaefni þeirra. Með samanburði hefur þeim tekist að endurskO- greina ættartré hinna ýmsu dýra- tegunda. Á meðal þess sem þeir komust að er að hvalir og höfrungar eru skyldari kúm, kameldýrum og svínum en hestum, fllum og rost- ungum. Þeir hafa jafnframt sýnt fram á að kameldýr mynduðu sinn eigin flokk í þróuninni löngu áður en annar fjórfættur búfénaður. Kenningar um náin tengsl hvala og hófdýra voru fyrst settar fram fyrir um 100 árum en þar tO fyrir skömmu hafa ekki fundist sterkar vísbendingar sem tengja hvali við ákveðnar tegundir hófdýra. Hluti þess vanda liggur í því hve gríðar- miklar breytingar hafa orðið á hvalnum við að aðlagast líflnu í sjónum. Afturlimimir hafa horfið og framlimimir breyst í bægsli svo að eina leiðin tO að bera hvalina saman við hófdýr hefur verið að skoða aðra hluti. Á meðal þess sem þeir komust að er að hvaiír og höfrungar eru skyldari kúm, kameldýrum og svín- um en hestum, fíium og rostungum, Þeír hafa jafnframt sýnt fram á að kameldýr mynduðu sinn etgin fíokk í þróuninní iöngu áður en annar fjórfættur búfénaður, aftur talinn hafa þróast út frá land- spendýri sem er kallað mesonychi- ans. Rannsókn hinna japönsku vís- indamanna ásamt öðrum gögnum virðist hins vegar benda til að „týndan hlekk“ sé að finna á mOli mesonychians og fyrstu hvalanna - ef þeir hafa þá verið skyldir í raun. Aðrir vísindamenn hafa tekið fféttum af niðurstöðum þessarar rannsóknar með nokkurri varúð. Þeir segja þetta vissulega athyglis- verðar rannsóknir sem bjóði upp á ný og spennandi gögn í rannsókn á þróun dýrategunda. Þær séu þó varla nein galdralausn sem svari öOum spumingum. 7J£jJjJiJj Nýjar rannsóknir á erfðaefni: Hvalurinn er frændi flóðhestsins Þó svo hvalurinn og flóðhesturinn uni sér báðir vel í vatni þá er án efa erfiðleikum bundið fyrir þá að halda ættarmót þvf ekki unir flóðhestur- inn sér vei úti á rúmsjó og enn síður líkar hvölunum að synda upp árn- ar. - sameiginlegur forfaðir þó ekki þekktur Týndur hlekkur Vísindamennirnir segja að líkur séu á að hvalir og flóðhestar eigi sameiginlegan forföður en hver hann var er enn á huldu. Hvalir nútímans eru taldir hafa þróast frá útdauðum forföður sínum sem fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir 50 mOljón áram. Sá forfaðir er svo OHHMHÍ Ný rannsókn í bandarískum háskólum: Prófessorar hræddir við tæknina - tveir af hverjum þremur segjast stressaðir vegna tækninýjunga Háskólastúdent- ar eru sífeOt famir að stunda það meira að leita sér að gögn- um fyrir lærdóm- inn á Netinu, vinna síðan úr þeim með ýmsum hugbúnaði og bara al- mennt nýta sér tæknina tO hins ýtrasta við vinnu sína. Þetta er auð- vitað tímanna tákn og gott mál í sjálfu sér en aukin tækni fer samt sem áður Ola með margan kennarann ef marka má rannsókn sem gerð var meðal háskólakennara í Bandaríkjun- um fyrir skömmu. Þar kemur í ljós að tveir af hverj- um þremur prófessorum segjast vera stressaðir vegna álagsins sem fylgir því að halda í við aOt það nýjasta sem er að gerast í tækniheiminum. Sam- kvæmt könnuninni telja prófessorar erfiðara að standa undir þessu heldur kennsluskyldu eða þrýstingi á þá vegna útgáfumála. Sumú prófessoranna segja jafnvel vera mögulegt að þeir nýti sér ekki nýjustu tækni vegna þess að þeir séu hræddir við hana sem orsakar síðan að þeir læri aldrei á hana eða geti nýtt sér hana til fullnustu. Unga fólkið f dag hefur alist upp við að tölvunotkun sé sjálfsagður hlut- ur og á því mun auðveldara með að umgangast slík tól heldur en há- skólaprófessorar sem hafa þurft að læra á tæknina á gamals aldri. Kennarar eiga langt í land Níu af hverjum tíu þeirra sem svöruðu könnuninni sögðu að tölvunotkun nemenda námsárangur þeirra. Samt sem áður segjast aðeins 35% kennar- anna nota sér Netið við rannsóknir sínar og einungis 38% nota nýjustu tækni tO stuðnings við kennslu. Um 87% þeirra segjast þó nota tölvupóst reglu- lega. Ekki kemur á óvart að háskólakenn- arar sem era yfir 65 ára aldri nota tækni í minna mæli en þeir sem yngri eru og eru jafnframt líklegri tO að segjast undir álagi vegna tækn- innar. Sumír prófessoranna segja jafnvel vera mögulegt að þeír nýtí sérekki nýjustu tækni vegna þess að þeir séu hræddir við hana sem orsakar síðan að þeir læri aldrei á hana eða getí nýtt sér hana tíl fullnustu. Þeir sem rýnt hafa í gögnin segja greinilegt að háskólar eigi enn langt í land að undirbúa kennarana nægilega svo þeir hafi roð við hin- um tæknisinnuðu nemendum. Unga fólkið hefur alist upp við þær aðstæður að tölvunotkun sé eðlOeg- ur hluti daglegs lífs og getur því nýtt sér hana tO fullnustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.