Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 1
*.:¦ Nýliðum r kenntá ^ Netið Bls. 19 fwl Bylting fýrir sjómenn -rí Bls. 20-21 /fiwtrrtHGti, I PlayStation tölvui tækni og visinda Attræð kexkaka á uppboð Munir frá hinum örlagaríka leið- angri Roberts Scotts á suðurpólinn verða boðnir upp hjá uppboðsfyrirtækinu Christie's síðar í þessum mánuði. Scott komst á suðurpólinn 18. janúar 1912, einum mánuði eftir að Norðmannin- um Amundsen hafði tekist það fyrstum manna. Á leiðinni aftur til aðalstöðva sinna lenti leiðangur Scotts í ofsaveðri og hann og fjórir samstarfsmenn hans létust í tjaldi sínu í lok mars safiha ár. Lík þeirra, dagbækur Scotts og aðrir munir leið- angursmanna voru síðar sóttir en munirnir hafa verið geymdir í læstu bankahólfi síðustu 50 ár. Nú hyggst fjölskylda Scotts selja munina. Búist er við að pípur Scotts komi til með að njóta mestra vinsælda en hann var mikill tó- bakskarl og var það eitt af fáu sem enginn hörgull var á meðal vista þeirra félaga. Einnig er til sölu breski fáninn sem Scott flaggaði á sleða sínum, hlutar úr prímusi leiðangursmannanna, sem þeir elduðu síðustu máltíðina á áður en eldsneytið gekk til þurrðar, og kexkaka sem Scott og félögum láðist að narta í. Nú er bara spurning hvort árin áttatíu hafa gert hana lystugri... Mátnet punktur is í síðustu viku undirrituðu Lands- síminn og Skáksamband íslands samstarfssamning um rekstur skákþjónsins Mátnetið. Síminn leggur til tæki og tól en Skáksam- bandið ætlar að gangast fyrir reglulegu móts- haldi á Mátnetinu. Einnig eiga skákunnendur að geta notað skákþjóninn sér til dægrastyttingar og er sú þjónusta án endurgjalds. Á Mátnetinu er einnig hægt að fylgj- ast með skákum á Skák- þingi íslands, sem nú stendur yfir, og skrá sig til þátttöku á fyrsta Mátnetsmótinu sem fram fer 12. september næstkomandi. Einnig er í undirbúningi grunn- skólakeppni á landsvísu auk ýmissa nýjunga í skákkennslu og -þjálfun. Hehnasíða og slóð Mátnetsins er: http://mat- net.simnet.is og þá er bara eftir að bretta upp ermarnar, hnykla brýnnar og byrja að tefla. Internetið á, þótt ótrú- legt megi virðast, þrjá- tíu ára afmæli um þessar mundir. Það hefur vaxið ört hin síð- ustu 10 eða svo, teygir nú anga sína um alla heimsbyggðina og er grundvöllur upplýs- inga- og tæknibyltingarinnar svokölluðu. í framtíðinni sjá markaðsspekingar fyr- ir sér að fólk muni varla þurfa að fara út úr húsi til að afla sér lífsviðurværis, -nauðsynja og jafnvel -förunautar. Allir verða tengdir og mannleg samskipti eins og við þekkjum þau í dag í besta falli óþörf fyrirhöfn. En vandi er um slíkt að spá og svo framvegis ... Maðurinn á myndinni heitir dr. Leon- ard Kleinrock og þótt nafnið hringi kannski ekki mörgum bjöllum hjá fólki er hann viðurkenndur sem skapari internet- tækninnar og vann að hönnun Netsins meðan feður og mæður flestra notenda dagsins í dag voru enn með sítt hár og rót- tækar skoðanir. Kleinrock stendur hjá tólinu sem notað var við sköpun Internetsins og nefnist Interface Message Processor á ensku en „fæðing" Internetsins varð þegar tölva Kleinrocks varð fyrsta tölvan til að tengj- ast þvi - fyrsti hnúturinn - i september árið 1969.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.