Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 231 039 Dreamcast væntanleg innan tíðar: Gríðarleg eftirspurn nú þegar - segir Birgir Skaptason, framkvæmdastjóri Japis INú styttist óðum í að hin nýja Dreamcast- leikjatölva frá Sega komi á markað I Evr- ópu. Hinn 14. október hefur verið ákveðinn sem útkomudagur í öllum löndum álfunnar, þar á meðal á Is- landi. Það er Japis sem hefur gert samning við Sega um sölu og dreif- ingu leikjatölvunnar og leikjum fyr- ir hana hér á landi og er að sögn Birgis Skaptasonar, framkvæmda- stjóra Japis, mikill hugur i mönn- um vegna útkomu tölvunnar. „Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga á Dreamcast hér á landi og svipað virðist vera um alla Evrópu. Það er gríðarleg eftirspurn eftir Dreamcast-vélum meðal söluaðila og hörð samkeppni um pantanir því ljóst þykir að ekki verði nóg af vél- um í fyrstu sendingum til að anna eftirspurn." Á markað 14. október Dreamcast er umtalsvert kraft- meiri en þær leikjatölvur sem eru ráðandi á markaðnum í dag, PlayStation og Nintendo 64. Dreamcast á samt sem áður fyrir höndum talsvert erfiða baráttu um leikjatölvumarkaðinn því bæði þessi fyrirtæki hafa tilkynnt að á Dreamcast-leikjavélin kemur á markað hér á landi þann 14. október og verður gaman að sjá hvernig ís- lenskir leikjaunnendur taka þessari kraftmestu leikjatölvu sögunnar. næstu misserum megi eiga von á nýjum og enn kraftmeiri leikjatölv- um. Óttast Birgir ekki slíkar fréttir? „Alls ekki, því þó von sé á einhverju einhvem tímann þá höfum við það forskot að okkar tölva er tilbúin og hún kemur á markaðinn innan ör- fárra daga á meðan allt er óvíst með keppinautana. Við erum með vél sem er miklu betri en aðrar vélar á markaðnum og óttumst ekki sam- keppni," segir Birgir. Talsverður fjöldi leikja mun koma út ásamt tölvunni þann 14. október en fyrir jól er búist við að titlarnir verði orðnir um 40, að sögn Birgis. Hann segir að kynning á Dreamcast muni hefjast upp úr næstu mánaðamótum í verslunum Dreamcast er umtalsvert kraftmeiri en þær leikja- tölvur sem eru ráðandi á markaðnum í dag, PlayStation og Nintendo 64. Dreamcast á samt sem áður fyrir höndum talsvert erfiða baráttu um leikjatölvumarkaðinn því bæði þessi fyrirtæki hafa tilkynnt að á næstu misserum megi eiga von á nýjum og enn kraft- meiri leikjatölvum. Grafíkin í Dreamcast er geysilega góð og mun betra en það sem þekk- ist í dag. og þar geti menn prófað tölvurnar og pantað þær fyrirfram. Áætlað er að tölvan muni kosta um 26.000 kr. hér heima. Undirrituðum gafst færi á því fyr- ir skömmu að prófa gripinn og er á þeirri skoðun að Dreamcast sé vissulega góð viðbót við leikjatölvu- markaðinn. Hún er greinilega mun kraftmeiri en þær tölvur sem fyrir eru og skýrari grafík er vandfundin. Stýripinnar eru frumlega hannaðir og munu án efa venjast vel, auk þess sem mjög athyglisverð hönnun er á minniskubbum því þeir eru með skjá og hægt er að spila á þeim einum og sér einfalda tölvuleiki. Leikirnir skipta meginmáli Það verður vissulega gaman að fylgjast með því hvort Sega tekst að velgja Sony og Nintendo undir ugg- um. Vissulega er Dreamcast kraft- meiri en þær tölvur sem fyrir eru en það er sennilega ekki nóg eitt og sér til að fá almenning til að opna veskin sín. Það sem að öllum líkind- um skiptir hvað mestu fyrir Sega er að sjálfir leikirnir sem koma út fyr- ir tölvuna séu nógu spennandi til að réttlæta kaup á nýrri leikjatölvu. Það sem fyrirtækið virkilega þarf á að halda eru leikir á borð við Nin- tendo-leikinn Zelda: The Ocarina of Time eða PlayStation-leikina Gran Turismo eða Metal Gear Solid. Þetta eru leikir sem eru svo góðir að það liggur við að þeir réttlæti einir og sér kaup á leikjatölvu. Hvort ein- hver þeirra leikja sem væntanlegir eru fyrir Dreamcast standa undir þessu er enn ekki víst. En þetta vita Sega-menn sjálfsagt^ best sjálfir. Þeir hafa áður orðið* undir í baráttunni á leikjatölvu- markaðnum og hafa án efa lært meira af þeirri reynslu en þeir kæra sig um. Þvi er hæpið að ætla annað en að Dreamcast muni vegna vel í baráttunni. Hvort þeir hins vegar standa uppi sem algjörir sigurvegar- ar verður reynslan síðan að leiða í ljós. -KJA Nokkrir Dreamcast-leikjanna sem koma út á þessu ári: SEGA Rally 2 Virtua Rghter 3 Sonlc Adventure Formula 1 NBA 2000 Blue Stinger Worldwlde Soccer 2000 Mortal Combat Gold Ready to Rumble UEFA Striker Incoming Millennlum Soldier: Expendable Trickstyle Speed Devils Shadowman ta Fleiri fréttir af PlayStation 2: Nafngiftin undirbúin Alltaf eru lín- urnar varðandi næstu leikja- tölvu Sony að verða skýrari. í síðustu viku greindi japanskt dagblað frá þvi að Sony hefði sótt um einkaleyfi á nokkrum nöfnum sem hljómuðu grunsamlega PlayStation-eitthvað. Þetta voru nöfn eins og Exterm- ination, PSX, SweepStation, Þetta voru nöfn eins og Extermination, PSX, SweepStation, PlayStage, ImageSta- tion og, eins og við mátti búast, PS2. PlayStage, ImageStation og, eins og við mátti búast, PS2. Hvort eitthvað af þessum nöfnum muni koma til með að prýða leikja- vélina sjálfa verður að koma í ljós. Eitthvað af ofangreindum nöfnum gæti líka átt að vera yfir fylgihlut- ina sem munu örugglega fylgja þess- ari næstu kynslóð PlayStation í hrönnum. Loksins geta framleiðendur leikja fyrir PlayStation 2-tölvuna glaðst yfir því að þróunarþúnaður fyrir leikjatölvuna er tilbúinn. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að vél- amar sem framleiðendumir verða að vinna með, keyra á hálfum hraða, em ekki með hljóði og DVD- drifin virka ekki. Ekki eru allir ánægðir með það og er það skiljan- legt því hugbúnaðarfyrirtækin þurfa að punga út 20.000 dollurum 'ÍL)\ 711- JiájjSJj1 Playstation 2 ? C3 (um 1.460.000 íslenskum krónum) betra að bíða með að leikjatölvan fyrir herlegheitin. Þá er nú bara komi á almennan markað. Hotmail í vondum málum: Þrjótar opna aðgang að tölvupósti Tölvupóstþjón- ustan Hot- mail.com, sem er rekin af Microsoft, er í leiðinlegum mál- um þessa dagana. í síðustu viku tókst tölvuþrjótum að brjótast inn og ná að fá aðgang að tölvupósti allra þeirra sem þjónustuna nota. Ekki var nóg með það að tölvuþrjót- arnir gætu lesið póst frá öðrum heldur settu þeir upp heimasíður þar sem hver sem vildi gat slegið inn notendanafn annars og fengið aðgang að póstreikningi viðkom- andi. Gat þá hver sem vildi lesið, svarað eða þurrkað út póst viðkom- andi. Microsoft sagði skömmu eftir at- burðinn að allt væri komið í lag og að þetta myndi ekki gerast aftur. Microsoft þurfti að ioka Hotmail- vefnum í 2 klukkutíma á meðan málið var leyst. Flestir þeir sérfræð- ingar sem tjallað hafa opinberlega um málið, hafa leitt getum að því að Microsoft hafi ekki staðið sig nógu vel í að gæta öryggis viðskiptavina sinna. Segja sumir sem um málið hafa fjallað að glæpsamlega auðvelt hefði verið fyrir tölvuþrjótana að Ekki var nóg með það að tölvuþrjótarnir gætu lesið póst frá öðrum heldur settu þeir upp heimasíður þar sem hver sem vildi gat slegið inn not- endanafn annars og fengið aðgang að póstreikningi viðkom- andi. brjóta varnir Hotmail.com á bak aft- ur. Og að ekki hafi þurft tæknilega sérþekkingu til að þrjótast inn á Hotmail.com, það hafi næstum hver sem er getað gert, með stuttu html- forriti sem hafi verið í umferð i langan tíma. Vefþjón- usta á hálum ís Vefþjónustan Ripco Comm- unications í Chicaco hefur not- að heldur óvenjulegar aðferðir til aö rukka einn skuldugan viðskiptavin sinn. Viðskipta- vinurinn, sem heldur úti tveimur vefsíðum um spænskt mál, hafði ekki borgað fyrir þjónustuna allt þetta ár. Þá tók vefþjónustan sig til og beindi allri umferð sem átti að fara á vefsíðurnar tvær á heldur grófa sóðasíðu á Netinu. Ripco Communications segir að allir þeir sem borgi ekki reikning- ana sína á réttum tíma fái sömu útreið. Ekki er það að ástæðulausu að umferðinni er þeint á þessa ákveðnu sóða- síðu þar sem Ripco Commun- ications auglýsa þjónustu sína á þessari tilteknu vefsíðu. Amazon. com.gr Grískur bóksali einn, sem selt hefur bækur á Netinu á undanfórnum árum, hefur loks skipt um nafn á vefsíðu sinni. Af hverju loksins? Jú, hann var búinn að standa í stríði við þekktari bóksala, sem taldi hann hafa stolið nafninu á vefbókasölu sinni - Amazon.com. Gríski bóksal- inn hafði nefnilega notað grunsamlega kunnuglegt nafn eða Amazon.com.gr. Ekki sagði þó þessi gríski bóksali að hann hefði verið að láta undan þrýstingi Amazon.com, heldu hafi honum þótt Amazon nafn- ið vera heldur algegnt á Net- inu. Um 1600 afbrigði af heit- inu Amazon er að finna sem nöfn á vefsíðum á Netinu. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.