Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 2
32 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 Yfirlitsmynd yfir sýning- arsvæðið í Frankfurt. Enda á milli er um 10 mínútna gangur. Gífurlegt sýningarsvæði í Frankfurt - Fiat Multipla sannar þar gildi sitt SHH, Frankfuit_______________________ Þeir sem ekki hafa komið á sýn- ingarsvæðið í Frankfurt, þar sem haldnar eru umfangsmiklar sýningar (“messur") sem laða til sín tugþús- undir gesta, eiga sjálfsagt ekki gott með að gera sér grein fyrir umfangi þess. Á myndinni sem hér fylgir og sýn- ir sýningarsvæðið úr lofti má ef til vill fá örlítið gleggri mynd af um- fanginu. Þama eru 10 stórar hallir, sumar margra hæða, fyrir utan svo- kallað turnhús. Aðalinngangur er hjá skiltinu sem á standa stafirnir CMF (ofarlega hægra megin á myndinni), en annar er af bílastæðum og að- komu stórra fólksflutningabíla hjá höll nr. 9. Á milli þessara tveggja hliða er um 8 mínútna gangur fyrir þann sem ekki hefur byrðar að bera. Nú vill svo til á flestum stórum sýningum, hvort heldur það eru bíla- sýningar eða bókasýningar, að menn verða fljótt klyfjaðir af alls lags upp- lýsingaefni. Til að létta mönnum þær byrðar ganga skutlm- (“pendúl-búss- Fiat Muitipla eru ásamt fleiri tegundum notaðir sem skutlur á sýningarsvæðinu. Þetta eru ákjósanlega þægilegir leigubílar. ar“) þessa aðalleið milli hliðanna. Þær er hægt að hoppa upp í á ákveðnum viðkomustöðum og úr aft- ur þegar komið er þangað sem hent- ar. Þetta hefur oft komið sér vel fyr- ir fótlúna sýningargesti. Á bílasýningum alveg sérstaklega keppast búatramleiðendur við að láta sína bíla sjást í þessum verkefnum pendúlbússanna. Að þessu sinni eru það Ford Windstar og systurbíllinn Volkswagen Sharan, sem þarna sjást tíðum, Mercedes Benz Viano og Chrysler Voyager. En að dómi yfir- ritaðs var það Fiat Multipla sem sannaði sig svo ekki varð um villst. Þessi einkar haganlegi 6 sæta bíll er svo auðveldur í umgengni að það var ekkert mál fyrir fimm feita kalla með stórar töskur að setjast inn í með töskumar á hnjánum, jafnvel í miðsætið frammi í. Útstigið var jafn auðvelt. Það var augljóst að þama fékk Multipla feitt prik - og sannaði það sem undirritaður hefur haldið fram frá fyrstu kynnum, að Multipla sé al- veg kjörin sem leigubíll. Framleiðendur fá oft listamenn til að troða upp þegar nýir bílar eru frum- sýndir á sýningum eins og í Frankfurt. Hér er dansað til heiðurs nýjum Hyundai Accent áður en hulunni er svipt af honum. Hyundai sýnir nýjan Accent SHH, Frankfurt:________________________ Kóreski framleiðandinn Hyundai sýnir nýjan Accent á bílasýning- unni í Frankfurt. Að sögn framleið- anda er bíllinn endurhannaður frá grunni en augljóslega ber hann vænan keim af fyrirrennara sínum. Hann er rýmri en eldri gerðin og er sagður mun hljóðlátari og aflmeiri, skemmtilegri að aka, auk þess sem bremsukerfið hefur verið endur- hannað og er öflugara. Hann verður fáanlegur sem fjögurra hurða stall- bakur og fjögurra eða tveggja hurða hlaðbakur (sem framleiðendur kalla fimm eða þriggja dyra). Val verður um 1,3 lítra eða 1,5 lítra vélar en 5 gíra handskipting er staðalbúnaður í báðum tilvikum. Fjögurra gíra sjálfskipting er val- búnaður. Nýr Accent kom á markað í Kóreu í júní og er væntanlegur á markað á Vesturlöndum núna fyrir árslok. Nýr Hyundai Accent - ekki ósvipaður þeim eldri en sagður endurhannaður frá grunni og mun rýmri. BMW sýnir þrjá nýja í Frankfurt: Sportbíll, langbakur og jeppi SHH, Frankfurt Hjörtu áhuga- manna um sportbíla slá ugglaust hraðar þegar þeir standa frammi fyrir nýjum BMW Z8 í sýningar- tjaldinu utan við meginskála BMW og Rover í Frankfurt. BMW Z8 er óumdeil- anlega einstaklega fallega hannaður bíll. Bíllinn er 4400 mm á lengd og 1830 mm á breidd, eigin þyngd 1660 kg. Vélin V8 400 ha., 500 Nm v. 3800 sn.mín. Viðbragðið 0-100 er 4,7 sekúndur og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. (Aðeins Porsche hefúr heim- ild til að fara hraðar - og þá líklega aðeins í Þýskalandi.) BMW sýnir líka nýjan langbak af 3- línu sem er lengri og breið- ari en fyrir- rennar- inn og á að vera þægilegri í um- gengni. Nýi jeppinn X5 var BMW Z8 - sportbíll í hæsta flokki. áður sýndur í Genf og sagt frá honum í DV-bílum þá. Hann er greinilega ekki síst miðaður við Bandaríkj amarkað og framleiddur í verksmiðju BMW í Spartanburg. Gifur- lega mikið hefur verið lagt upp úr övirku öryggi (árekstursöryggi) hans og hann hefur fengið hvern lárvið- arkransinn á fætur öðrum í árekstra- prófum. Meðal ann- ars má nefna að í BMW X5 geta verið allt upp í 10 líknar- belgir! Ekki þarf að efa að virkt öryggi hef- ur fengið góða at- hygli líka. í því sam- bandi má nefna að í X5 gj’ gQ fjnna i^ygfs Þó að BMW X5 hefði áður verið sýndur í Genf fyrr á þessu ári var ,,hr, stoaug þvaga ua, ha„„, Fra„«uB. % stýribún- að, fyrir utan brattavið- hald (Hill Descent Control - HDC) sem búið er að prófa rækilega í Land Langbakur af 3-línunni Rover. - stærri og rúmbetri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.