Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 6
40 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 Dri Wash'n Guard: Létt bón sem fer vel með lakkið - hægt að þrífa og bóna án vatns DBiWASH'n GUAK IÍLAHR£iNS!Ui BÍU- HREINSIEFNI ORl WASH'n <3UAR0 ] t»V*. fwnrilrétMmt*****. HRBHSAR BÓNAR VERNDAR Dri Wash’n Guard: bónefni sem nota má á bíiinn þótt hann sé ekki tandur- hreinn, bara úða yfir og þurrka af í tveimur áföngum. Er létt í notkun og myndar mjúka varnarhúð á lakkið. Fyrstu viðbrögð min við því að hægt væri að bóna bíl án þess að þvo hann fyrst voru harla neikvæð og það þurfti þó nokkuð til þess fyrir nokkrum árum að ég fengist til að ljá máls á því að skoða þetta nánar. Þá var verið að setja nýtt bón á markað- inn sem hafði þá eiginleika að hægt væri að þrífa bíl og bóna án vatns. Allt frá því undirritaður fór að um- gangast bíla fyrir margt löngu hefur það verið meginreglan að þvo bíla vel og rækilega áður en hafist er handa við að bóna. Það þótti því skjóta nokk- uð skökku við þegar innflytjandinn vildi sýna okkur nýja tegund af ails- heijarvörn fyrir bílinn sem þar að auki þyrfti ekki einu sinni að vera hreinn til að undirgangast meðhöndl- unina. Markaðssóknin gekk ekki upp á sínum tíma og þetta hreinsiefni náði ekki fótfestu. Nú hefur verið hafin ný sókn inn á markaðinn með þetta efni af hálfu heildverslunarinnar Breiða- bliks og það fengið ágætar viðtökur. „Þurrþvottur" Þetta efni heitir „Dri Wash ‘n Gu- ard“ og er frá bandaríska fyrirtækinu Enviro-Tech. Bein þýðing á nafninu er þurrþvottur og vöm og það er einmitt það sem það gengur út á. Þegar bíllinn er „bónaður" með þessu nýja efni er alit sem þarf efnið sjálft og tveir mjúkir frottéklútar eða bútar af mjúku og vel þvegnu hand- klæði. Dri Wash kemur í setti sem sam- anstendur af úðabrúsa með efninu, innbyggðri dælu og tveimur földuðum frottéklútum. Úðabrúsinn er hristur Toyota Avensis, 5 g., '98, grænn, ek. 26 þ. V. 1.480.000. Mazda 626, 2,0, ssk., '94, rauður, ek. 75 þ. V. 1.180.000. Honda Accord EXI, ssk.4tí. *91 102 g. 780 h. Honda Accord LSI, ssk4tí. ‘95 10Gb. 1.250 b. Honda Cívlc Si, ssk.4d. 07 33 b. 1.150(1. Honda Clvlc LSI, 5g.5d. •98 22 b. 1.570 h. Honda CR-V RVi, 5 g. 5 d. ‘98 21 b. 2.150 h. BMW316IA, ssk. 4 d. ‘96 26 b. 1.850 h. BMW 520IA, ssk. 4 d. ‘92 120 b. 1.050 h. Citroln XM turbo, 5 g. 5 d. •03 130 b- 890 h. Dalhatsu Terios 4x4, ssk. 5 d. .‘98 14 b. 1.390 h. Jeep Grand Cheroc, ssk. 5 d .‘93 00 b. 1.550 b- MMC Lancer, 5 g. 4 d. *91 02 b. 499 h. MMC Lancer, ssk. 5 d. ‘92 50 b. 640 b. MMC Lancer GL, 5g.4d. •93 ii5 b. 590 b. MMC Lancer station, 4x4 5 d.a93 00 b. 799 b. MMC Spacewagon, ssk.5d. ‘93 137 b. 990 b. Nlssan Almera, ssk. 4 d. •97 21 b. 1.050 b. Suzukl Sldeklck, 5g.5d. ‘93 105 0. 870 b. Toyola Avensls, 5 e. 5 d. '98 2Gb. 1.480 b. Toyota Corolla, ssk. 4 d. •92 117 n. 730 b. Toyola Corolla, ssk, 4 d. •96 40 b. 950 b. Toyola Corolla 61, 5g.4d. •92 113 b. 760 b. Toyola Corolla GL, 5g.3d. ‘92 73 b. 790 b. Toyota Corolla GB 3 d. ‘98 42 b. 1.190 b. Toyota Corolla XL. 5g. 5d. •07 40 b. 1.090 b. Toyota Tourlng 4x4, 5 g. 5 d. •91 130 b. 620 b. Toyota 4Runner 4x4, 5g.5d. ‘91 107 b- 1.090 b. Volvo S40, ssk. 4 d. •96 21 b. 1.820 b. Volvo V40 stallon, ssk.5d. '97 22 b 1.950 b. VWGoll GTl 2,0 5 d. ’96 41 b. 1.290 b. VWVentoGL, ssk.4d. •03 5Gb. 990 b. (0 NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 rækilega og náð upp þrýstingi með dælunni og þá er hægt að úða bóninu létt yfir flötinn sem hreinsa á. Við reyndum virknina með því að úða því á bíl sem var langt frá þvi að vera hreinn en þurr. Því næst tókum við „bónklútinn", annan frottéklútinn í settinu, og þurrkuðum skítinn i burtu með nokkmm léttum umferð- um og bíllinn var bónaður um leið. Eftir varð grá bónhúð á bílnum, líkt og við eigum að venjast með ílestallar bóntegundir. Næsta skref var að taka hinn hreina frottéklútinn úr settinu og strjúka þessa bónhúð í burtu og þá birtist lakkið gljáandi hreint imdir. Galdurinn á bak við Dri Wash er að efnið myndar varnarhúð á milli lakks- ins og rykkornanna og hjúpar í raun rykkomin í skitnum þannig að þau geta ekki rispað lakkið. Þegar við reyndum efnið fyrst á sín- um tíma tók innflytjandinn sig til og dreifði góðri sandhrúgu yfir gamia vélarhlíf af bíl og úðaði Dri Wash yfir og þurrkaði síðan yfir með klútnum án þess að sýnilegt væri að lakkið rispaðist. Létt að „bóna" Nú þegar kynnin við Dri Wash voru endurnýjuð var það reynt í tveimur áföngum, líkt og þegar það var reynt fyrst, með því að bóna hluta af bíl sem ekki haföi verið þveginn fyrir meðferðina og síðan í síðari „hálfleik", eftir að hluti sama bíls hafði verið þveginn og þurrkaður. Það kom á óvart hve létt er að vinna þetta efni og var sama hvort bíllinn var hreinn eða skítugur. Eini Hvaða bíleigandi kannast ekki við hvimleiðar rispur í lakki á bíl sem annars litur út eins og nýr? Shelistöðvarnar hafa nú hafið sölu á nýju litabóni sem gæti leyst þennan vanda. Turtle Wax bón- og hreinsi- vöruframleiðandinn hefur sett á markað nýtt efni sem gerir mönn- um kleift að afmá minni háttar risp- ur og bletti um leið og þeir bóna bíl- inn. Turtle Wax Color Magic heitir nýja litabónið og kemur það i flest- um algengustu litum. Efnið er borið á bílinn eins og venjulegt bón. Það á að hreinsa og skýra liti, auka gljáa og vernda lakkið svo mánuðum skiptir eftir notkun. Þar sem rispur eru í lakki á bónið að skilja eftir lit þannig að rispumar verða ekki eins áberandi og hverfa nánast í sumum tilvikum. Nýja Turtle Wax Color Magic-bónið er framleitt samkvæmt nýrri aðferð og er án allra leysiefna. munurinn var að hendumar urðu heldur skítugri eftir meðferðina á óþvegna hlutanum. Lakkið var skoðað í mjög sterku stækkunargleri fyrir og eftir meðferðina og ekki varð vart við að rispur kæmu í lakkið þótt bíilinn hefði ekki verið þveginn fyrir með- ferðina. Dri Wash myndar greinilega góða og sérlega mjúka bónhúð að meðferð- inni lokinni. Dri Wash er ekki bón heldur heildarvörn að mati framleið- enda. Formúlan sjálf kallast „Poly-Gu- ard-3“ og á sinn þátt í þessari sérstöku virkni efnisins. Hrindir vel frá Besta virkni Dri Wash fæst við að bóna bílinn þurran og ekki í sólskini. Eftir fyrstu bónmeðferðina er bíllinn bara þveginn með vatni fyrsta mánuð- inn en eftir 30 daga á að endurtaka meðferðina og síðan á 3ja til 4ra mán- aða fresti. Nú er kominn réttur mánuður frá því að fyrsta meðferðin var reynd og lofar framhaldið góðu. Þegar við reyndum Dri Wash fyrir nokkrum árum vora ákveðnir blettir á bílnum skildir eftir óbónaðir til samanburðar og aðrir einungis bónaðir með léttu hraðbóni. Þetta var gert á þeim árs- tíma þegar saltburður á götur varð til þess að tjara settist á bílinn. Munur- inn var áþreifanlegur, þeir hlutar bíls- ins sem bónaðir voru með Dri-Wash höfðu staðist áhlaup tjörunnar að mestu og auðvelt reyndist að þurrka það litla sem sest hafði á bílinn í burtu. 'Tjai'a haföi hins vegar sest bæði á óbónaða fleti og þá fleti sem Það á því að henta á öll lökk, þar með talin glær lökk og metallic- lökk. Skeljungur hf. er með umboð fyrir Turtle Wax á íslandi. Litabónið Color Magic frá Turtle Wax er komið í endurbættri útgáfu sem hæfir betur viðkvæmu lakki. bara vora bónaðir með hraðbóni. Þegar bíllinn var nýbónaður var gljáinn svipaður og myndast við flest- ar hefðbundnar bóntegundir, ekki há- gljái en þó ágætur. Strax við fyrstu rigningu var eins og mesti gljáinn dofnaði og við fyrsta alvöruþvott dofn- aði hann enn meira. Skítur og óhrein- indi rann vel af bílnum við þvottinn en það var ekki eins gaman að þvo eins og eftir bónun með góðu vaxbóni því bleytan perlar ekki af eins og af því heldur rennur bara í burtu. Að þessu leyti minnir Dri Wash meira á þau Teflon-bón sem undirritaður hef- ur reynt en rétt er að taka fram að þetta bón inniheldur ekki teflon, si- líkon eða vax. Boraar sig að vanda verkið Likt og við aðrar bón- meðferðir borgar sig að vanda verkið vel við notk- un á Dri Wash. Reynt var að nota mismunandi að- ferðir við að koma bóninu á bílinn og það er greini- legt að ekki má kasta til þess höndunum ef verkið á að skila fullkomnum ár- angri. Auðvelt er að nota þennan vistvæna úða- brúsa sem dreifir bóninu vel yfir þá fleti sem bóna á. Vegna þess að úðabrús- inn er með ágætum þrýst- ingi smýgur bónið vel inn í allar rifur og misfellur og ef ekki er þónað yfir af vandvirkni þá situr gjarn- an eftir grá himna í rauf- um og annars staðar þar sem klúturinn nær ekki Sérlega látt í notkun Litbón eins og þetta vora sett á markað hér á landi fyrir nokkram áram og seldust vel á tímabili. Reynslan af þeim var nokkuð blend- in og endingin nokkuð misjöfn. Með þessu nýja litabóni er Turtle Wax að koma til móts við markaðinn með bón sem er sérstaklega hannað til nota á nýjustu gerðir lakkefna sem era viðkvæmari. Bónið var reynt á svörtum bíl þannig að raunveruleg litaáhrif era ef til vill ekki eins sýnileg og á litrík- ari bílum. Bónið er skemmtilega létt í notkun og auðvelt að bóna. Það myndar ekki mikla gráa húð þannig að auðvelt var að bóna það úr rifum og annars stað- ar þar sem það vill smjúga inn. Það myndar ágæta bónhúð og perlar vel til, nokkuð sem er hvimleitt en hægt að losna við með vandvirkni. Annað sem verður að undirstrika er að fara þarf eftir þeim leiðbeining- um sem koma fram á umbúðunum. Ef efnið er notað sem heiidarvörn þarf að strjúka það strax af plasti og gúmmílistum áður en það þomar því annars verða þeir gráir og mattir eft- ir bónið. Að mati undirritaðs er hreinlega best að sleppa því að nota efnið á þessa fleti. Fervelmeð nýtt lakk Meginkostur þessa efnis er hins vegar eflaust sá að það fer vel með nýtt lakk. Flestir nýir bílar í dag eru lakkaðir með vistvænu lakki, „vatnslakki", eða lakkefnum sem byggð eru upp með vatn sem megin- uppistöðu. Þessi lakkefni eru við- kvæmari fyrir sterkum bónefnum en eldri gerðir af olíulakki og verða mött eða hreinlega leysast upp. Þetta er ástæða þess að mörg bíla- umboðanna eru farin að nota Dri Wash-efnið þegar bílar eru bónaðir áður en þeir fara í hendurnar á nýjum eigendum. Dri Wash er selt á bensínstöðvum Esso og hjá nokkram bílaumboðanna. Efnið er selt í vel merktri pakkningu með íslenskum leiðbeiningum sem era innflytjendunum til sóma. Útsölu- verð á pakkingunni er hjá ESSO kr. 1800. Niðurstaða: Kostir efnisins eru þeir að það er létt í meðförum og fer vel með lakkið. Ókostur er hversu vel það smýgur í rifur og myndar gráar rend- ur þar sem klúturinn nær ekki vel til og það getur myndað gráa himnu á plasti og gúmmilistum. -JR við þvott. Gljáinn byrjarhins vegar að dofna nokkru fyrr en ef bónað er með góðu vaxbóni en það fer að sama skapi öragglega vel með lakkið. Hvað litaáhrifin varðar þá megnar það ekki að fylla upp í stærri rispur en lokar örfinum rispum. Þetta er því bón sem hentar betur á nýja bíla eða bíla með til þess að gera gott lakk. Við sem eigum bíla með lakki sem er farið að lýjast og með stærri rispum verðum að sætta okkur áfram við að sjá þær. Þótt verið væri að reyna svart bón þá hentaði það ekki til að bera á svarta gúmmílista eða svarta plast- hluti. Þar myndar bónið matta og hálfgráa húð þegar það þomar og er ekki nuddað nægilega mikið. Því er betra að nota önnur efni á þá hluti. Litabónið Color Magic frá Turtle Wax kostar hjá Skeljungi kr. 598. -JR Gerir rispurnar ekki eins sýnilegar - Shellstöðvarnar með nýtt litabón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.