Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Qupperneq 4
„Stelpur geta líka breikáo.“ sej og sannar Hifdur Kristinfedótl Hér viö æfingar meö vinkon um Lindu og Tuvu í Heartbri Hildur segir aö háriö á sér sé fariö aö þynnast eftir alla höfuösnúningana og þaö hjálpi lítiö aö dansa meö húfu á hausnum. Veturinn er kominn og það er farið aö kólna í lofti og á hálsi og tími til kominn að taka fram treflana. Glit- og glimmersjölin mega bara hverfa ofan í skúffu þvl hálstau vetrarins á ekki að vera einhverjir spjátrungslegir vasa- klútar. Treflar vetrarins eiga vera stórir og litríkir en um- fram allt hlýir. Þessir klass- ísku heimaprjónuðu treflar eru alltaf flottir enda hlýja þeir manni ekki bara um hálsinn heldur líka um hjartaræturnar því mað- ur veit hve mikla vinnu Ikærastan eða amman hefur lagt í flíkina. Þeir sem aldrei lærðu að prjóna í þá gömlu góðu daga hafa ennþá tækifærið á www. le- arntoknit.com þar sem allt er viðkemur prjóna- skap er kennt á auð- skilinn hátt. Hinir sem hvorki nenna að leggia prjónavinn- una á sig né á ömmu sína en vilja samt halda á sér hita í vetur geta tekið heklað barna- teppi fjölskyldunn- ar og vafið því um hálsinn. Það er flott tilbreyting frá hekluðu kögursjölun- 1 um sem hafa verið mjög vinsæl að undanförnu og alveg dúndurhlýtt. Breikið er síður en svo dautt ef einhver hefur haldið það. Húsvíkingurinn Hildur Kristinsdóttir býr í Ósló og lifir af því að fetta sig og bretta á hinum ýmsu skemmtistöðum í Skandinavíu með dansgrúppunum Solekitchen og Heartbreakers. í Noregi er hún talin klárasta stelpan í breikinu og þó víðar væri leitað. GRIM 'r Það hefur lítið farið fyrir breikinu hér á íslandi síðan það sló í gegn fyr- ir 15 árum síðan. Breikið er þó síður en svo dautt. „Það er mikill uppgangur í breikinu í Skandinavíu sem í allri Evrópu,“ svarar breikarinn Hildur Kristinsdótt- ir, hissa yfir spumingunni um það hvort breikið sé ekki mjög uncool og alveg búið. Hildur, sem er tvítug, hef- ur meira og minna búið alla sína tíð í Noregi þó hún sé hreinræktaður ís- lendingur. Síðustu þrjú árin hefur hún verið að dansa breik og ber nú tit- ilinn besta stelpan í breikinu í Noregi. „Það er nú ekki erfitt að halda þeim titli þar sem það eru ekki mjög margar stelpur sem eru á fuOu í þessu,“ segir Hildur en hún hefur sitt lifibrauð af því að sýna og kenna breikdans. „Ég dansa með tveimur hópum. Annars vegar erum við þrjár stelpur sem köUum okkur Heartbreakers og hins vegar dansa ég með grúppu sem kaUast Solekitchen. Þar erum við þrjú sem dönsum, ég og tveir strákar og svo er einn plötusnúður og þrír rapparar sem sjá um tónlistina," seg- ir Hildur með norðlenskum hreim. Breik líka fyrir stelpur HUdur hefur verið að sýna breik á skemmtistöðum vítt og breitt um Skandinavíu og dansaði meðal ann- ars á Quarts-tónlistarhátíðinni. Síð- asta sumar breikaði hún einnig víðs vegar um Evrópu. „Það er samt erfiðara fyrir okkur stelpurnar að redda okkur vinnu í þessum bransa þar sem það er svo óvanalegt að stelpur breiki og skemmtistaðirnir vilja helst alltaf ráða stráka," segir Hildur en bætir við að þetta sé aUt farið að ganga mun betur hjá henni þar sem hún hefur fengið góða umfjöllun í norsk- um blöðum. Eru stelpur verri breikarar en strákar? M „Það er erfitt að segja. Þær eru oft ekki eins sterkar né eins léttar og strákarnir. Breikið byggist nefnUega upp á því að maður þarf bæði að vera liðugur og getað dansað," svarar Hildur. Sjálf hefur hún allt sem þarf til að bera. Sem krakki byrjaði hún í fimleikum, fór svo yfir í ballett og þaðan í freestyle-dansinn. „Freestyle-dansinn var alltof mikiU glamúr fyrir mig og mig langaði tU þess að prófa eitthvað erfiðara," segir Hildur. Hárið farið að detta af Breikið reyndist mun erfiðara en freestyle-dansinn og það er alla vega enginn glamúr í því að fara hundrað sinnum úr lið, togna í ökklunum og vera búin að snúa sér svo mikið á höfðinu að hárið sé farið að detta af manni. „Já, ég er að verða sköllótt af öUum þessum höfuðsnúningum," segir Hildur og hlær og er greinilega nokk sama um hármissinn. „Það vex út aftur,“ segir hún og er alveg til í að fórna nokkrum hárum fyrir breikið. En hvaó er eiginlega svona gaman viö breikió? „Þetta er mjög sérstakt dansform j sem byggir á því að maður má ekki : læra af neinum. Ef ég sé einhvern sem gerir eitthvað flott þá má ég ekki apa það eftir honum. Ef maður stelur einhverjum atriðum frá öðr- um þá kaUast það „to take a bit“ og það er það versta sem maður getur gert. Það sem mér finnst skemmti- legast við þetta er að maður er aUtaf að reyna að finna upp á einhverju nýju sem enginn hefur gert. Það eru náttúrulega aUtaf einhverjar ákveðn- ar hreyfingar sem ahir gera en málið er að reyna að blanda nýjum hreyf- ingum með þessum klassísku og út- koman verður oft mjög frumleg,“ seg- ir Hildur og bætir við að það sé ekki alltaf auðvelt aö finna upp á nýjum hreyfingum þar sem maður hafi að- eins einn kropp að vinna með. Framundan er Noregsmeistaramót í breiki þar sem HUdur ætlar að reyna að dansa hörðustu breikstrák- ana út. „Það er ekki mikið af mótum í þessu enda er þetta engin keppnisí- þrótt. Það eru hins vegar oft haldin partý þar sem við erum með innbyrð- is keppnir. Þá er enginn dómari held- ur byrjar bara einn að dansa og hin- ir reyna að gera betur og hreinlega dansa hann út af gólfinu,“ útskýrir Hildur. En er Hildur ekkert á leiöinni til ís- lands til aó sannfœra landa sína um ágœti breiksins? „Það hefði nú verið gaman að koma með Solekitchen til íslands," segir Hildur dreymin. „Jú, jú, það er bara að hringja í mig og ég mæti með breiknámskeið á svæðið." -snæ HVERNIIG LÍST ÞÉR. 'A NETBANKA.MN ? ÉG VAR BARA. Ai> PÆLA... ÞEGAR MAÐUR TERURÚT... HVAR KOMA ÞÁ SE©LARNIR ÚT ER NAD AETAN & TÖLVUNNt EÐA KOMA ÞEIR ÚT UM tdSKA- URIFID ?... HVERNIG TÖLVU ERTU MEE> ? BARA ROSA VEL MAKKA f Ó k U S 1. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.