Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Side 8
IV|ig langarað
píjóna barnaföt
„Það merkiiega við sjónvarp er að
um leið og hlutfrnir fara að verða
mjög ömurlegir, svona yfir eitthvert
ákveöið strik, þá bara getur maöur
ekki hætt að horfa!“
Eva María
Jónsdóttir er hætt
aö vera í stofum
landsmanna og
sítur nú í stofunni
heima hjá sér og
bíður eftir barni.
Henni finnst aö
vísu ekkert svo
merkilegt að hún
sé að fara eignast
barn en Fókus
sendi Möggu
Stínu samt í
heimsókn og
stelpurnar
spjölluðu um
daginn, veginn og
framtíðina og
auðvitað
handryksugur.
„Það er ekkert merkilegt að ég
sé að fara að eignast bam, það
gera það allir. Jú, það er merki-
legt fyrir mig en það er ekkert
merkUegt á heimsmælikvarða og
ég veit ekki hvort það er efni í við-
tal,“ segir Eva María Jónsdóttir,
barnshafandi kona í Reykjavík.
Já, um er aö ræða unga konu
sem vatt sér inn á heimili lands-
manna í öllu sínu veldi með pomp
og prakt þegar þættimir Stutt í
spunann hófu göngu sína í októ-
ber fyrir ári og varö hún umsvifa-
laust ein umtalaðasta kona lands-
ins. Menn hafa stytt sér margar
stundirnar með því að viðra skoð-
anir sínar hér og þar um klæða-
burð hennar, sem og framkomu
alla. En hvað sem því líður, fengu
þættirnir geysigóðar viðtökur,
voru komnir með meira áhorf en
fréttirnar þegar þeim lauk í apríl
síðastliðnum.
10 stelpur; reykjandi og
drekkandi
Við erum að tala um risíbúð í
miðbænum. Þykkt hár niður að
mitti. Kvenleg fegurð þar sem hún
rís hæst, því hún er með barn í
maganum sem er alveg að verða
tilbúið til þess að mæta okkur en
bíður eftir að mamma klári viðtal
í risastórum sófa.
„Mér finnst þú ættir að fá þér
handryksugu,“ er það fyrsta sem
Eva segir.
MS: Já, þeir í Brynju eru stund-
um aó benda mér á þetta.
Eva: „Já, þetta er svo ansi hent-
ugt þegar maður er t.d. með partí
og fólkið slær öskunni af sígarett-
unum bara á gólfið og svona.“
Já, já?
„Já, ég var t.d. með 10 stelpur
hér um daginn, reykjandi og
drekkandi og mætti iðulega með
ryksuguna og ryksugaði í kring-
um þær, en fékk jú ákveðið
augnaráð í staðinn. Annars var ég
að spekúlera hvort ég mætti ekki
bara prjóna meðan ég tala við
þig?“
En ertu alveg hœtt í Stutt í
spunann?
Eva: „Já, ég er alveg hætt í
kassanum. Ég get bara ekki hugs-
að mér að skipta mér á milli
barnsins og vinnunnar. Reyndar
kemur nú í október þriggja þátta
röð sem ég vann við í sumar.
Þetta er spjall við eldra fólk sem
er merkilegt og skemmtilegt og
hefur frekar tregast við að veita
viðtöl fram að þessu. Ég fékk að
velja viðmælendurna sjálf og fékk
mikið út úr því að kynnast þeim.
En veturinn verður sem sagt full-
ur af einhverju aUt öðru en vinnu.
Ha? Það verða góð skipti.“
MS: Var Stutt í spunann ekki
þín svona fyrsta stóra pródúksjón?
„Jú, það fyrsta sem ég mátti
bara hugsa sjálf út allan
hringinn," segir Eva og út-
skýrir að Dagsljós hafi ver-
ið öðruvísi: „Fyrir fram
mótað og maður vissi að
hverju maður gekk. Það
er auðvitað alltaf erfitt
að byrja með eitthvað
nýtt, en svo leið þessi
vetur og það voru eins
og gefur að skilja öpps
and dáns en ég skemmti
mér og fannst líka
rosagaman að fá öU þessi
viðbrögð! Mér fannst fólk oft
bera nokkuð öfgafullar tilfinn-
ingar til þáttarins, ýmist þoldi
það hann ekki eða fannst hann
frábær tilbreyting frá skipulaginu
sem er aUsráðandi í sjónvarpsdag-
skránni. Þannig að þetta var svo-
lítil hamingjuganga sem er núna
bara búin og nú legg ég í aðra.“
Bók um hjónaskilnaði
En Stutt í spunann heldur auð-
vitað áfram og nú er búið að
lengja hann um tíu mínutur,
þannig að hann er auk þess vax-
andi. Kominn yfir á laugardags-
kvöld. Sem er auðvitað besti tími
vikunnar og það má því segja að
þetta hafi aUt gengið upp.
Eva: „AUir starfsmenn þáttar-
ins frá því í fyrra halda áfram að
þróa þáttinn. Hjálmar tekur við
hlutverki mínu sem fullur starfs-
maður í þættinum og fær með sér
Heru Björk Þórhallsdóttur frá
Byggðarhorni. Hún leikur eina af
tríóinu í Litlu hryUingsbúðinni -
söng í Skara Skrípó, hún var líka
i lokaþættinum hjá okkur."
MS: Ertu aö meina Ingólfs
Guóbrandssonar-þœttinum?
„Jiii! Já!“ stynur Eva og verður
toginleit í framan. „Sko, allt í
kringum þennan ítalsk-innblásna
þátt var mjög skrítið. Ég vissi ein-
hvern veginn að þetta yrði alveg
hræðUegt," heldur hún áfram og
hlær. „Ég varð sjálf að líta undan
þegar ég horfði á þáttinn og hef
heyrt um fullt af fólki sem varð að
gera það sama.“
MS: Eg tók einmitt eftir því aö
þaö var nú ekkert sérlega mikiö
samband milli spyrjanda og við-
mœlanda í þessu viötali?
Eva: „Það merkilega við sjón-
varp er að um leið og hlutirnir
fara að verða mjög ömurlegir,
svona yfir eitthvert ákveðið strik,
þá bara getur maður ekki hætt að
horfa! Það eru margir þættir sem
hafa náð vinældum bara af því.
Það er svolítið svona eins og Fók-
us-blaðið þitt. Það er svo taktlaust
stundum og hrikalegt að maður
getur bara ekki annað en lesið
það. Ég á líka eina bók sem er
svona geggæðislega vond, alveg
hryllileg og ég les hana reglulega.
Hún er um hjónaskilnað og maður
fær á tilfmninguna að höfundur-
inn sé að lýsa sárri reynslu beint
úr sinni eigin hjartakviku. En ég
mæli með því að fólk lesi þessa
bók, hún heitir Skellur á skell
ofan og er einhver ljúfsárasta
lesning sem ég hef séð um mína
daga.“
Aldrei prjónað
Og nú ertu ólétt?
Eva: „Það sem mér finnst svo
merkilegt við að vera ófrískur er
að maður þarf ekkert t.d. að pína
sig til að prjóna, þetta verður
manni bara eiginlegt."
MS: Hefuröu aldrei prjónaó
áöur?
„Nei,“ fullyrðir Eva, „og
þetta er meira að segja eng-
in tilgerð eða neitt, þetta
bara kemur! Ég hitti
mann úr fjármálalífinu
í veislu um daginn sem
benti mér á að maður
þyrfti nú ekkert leng-
ur að vera að prjóna
eða hekla. Búðirnar
væru nefnilega fullar
af barnafótum og allt
þetta prjón og hekl til-
heyrði fyrri tíð þegar
úrvalið var ekki jafn-
mikið. Ég býst við að
menn séu almennt sam-
mála um að tímarnir hafi
breyst og þetta sé nú oröið
hinn mesti óþarfi. En hér sit ég
eins og einhver alger eftirlegu-
kind. Og mig LANGAR að prjóna
barnaföt! Þetta eru hin raunveru-
legu öfl sem ráða ferðinni."
MS: Þaó er nú samt eins og þaó
sé svona innbyggöur, gamall
sveitarómantíker í þér. Bœöi hvaö
varöar framkomu, útlit sem og
talanda:
„Ja, það er auðvitað langt síðan
maður fór að róast, en mér finnst
eftir að ég varð svona blessunar-
lega á mig komin að þetta hafi
keyrt algerlega um þverbak! Að-
stæður sem ég hélt að kæmu
kannski fyrst upp þegar ég yrði
áttræð er ég að upplifa núna, þú
veist, ég sit hérna ein við hann-
yrðir og hlusta á MA- kvartettinn
og er hæstánægð með það,“ segir
Eva María og spyr að lokum: „Á
ég að leyfa þér að hlusta á uppá-
haldslagið mitt?“
Stutt í spunann fer í loftið 9.
október. Eva María Jónsdóttir á
einmitt að eignast barn á þeim
degi. Hún vonast til að geta horft
á sjónvarpið á meðan.
„Það sem mér
finnst svo merkilegt
við að vera ófrískur
er að maður þarf
ekkert að pína sig
til að prjóna, þetta
verður manni bara
eiginlegt. “
f Ó k U S 1. október 1999
8