Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Qupperneq 14
Bruce Wiliis í fót-
spor Chaplins?
Bruce Willis ætlar að standa
við orð sín á kvikmyndahátíð-
inni í Toronto þegar hann sagð-
ist vilja fá mýkri hlutverk því
töffarinn, sem orðinn er 44 ára
gamall, ætlar að leika í The Kid
sem John Turteltaub leikstýrir.
Chaplin gerði á sínum tíma
kvikmynd sem einnig hét The
Kid og er hún notuð til hliðsjón-
ar þótt alls ekki sé um að ræða
endurgerð. Fjallar myndin um
samband á milli manns sem bú-
inn er að tapa áttum og tíu ára
drengs sem minnir hann á
hvernig hann var sem drengur.
Ekki hefur enn verið ráðið í
hlutverk drengsins. Það skal
engan undra þó Willis sé hrif-
inn af því að leika á móti ung-
um dreng, það hefur reynst
honum vel hingað til því í hinni
vinsælu kvikmynd The Sixth
Sense leikur hann á móti ung-
um dreng og gerði það einnig í
Mercury Rising.
Annaud og heims-
styrjöldin
Éinhver metnaðarfyllsti
kvikmyndaleikstjóri samtím-
ans er tvímælalaust hinn
franski Jean-Jacques Annaud
(Ques for Fire, Name of the
Rose, Bear, The
Lover). Hann tek-
ur mikinn tíma í
undirbúning
hverrar kvik-
myndar fyrir sig.
Síðasta kvik-
mynd hans,
Seven Years in
Tibet, var frum-
sýnd fyrir rúmum
tveimur árum og nú er hann í
startholunum með Enemy at
the Gates, epíska kvikmynd
sem gerist í síðari heimsstyrj-
öldinni. Annaud áætlar að
byrja tökur i Þýskalandi um
áramót. í helstu hlutverkum
eru Ed Harris, Joseph Fiennes,
Jude Law og Rachel Weisz. I
myndinni er sögð sönn saga um
einvígi milli rússnesks fjárhirð-
is og þýsks liðsforingja og er
bakgrunnurinn umsátrið um
Stalingrad. Handritið skrifar
Annaud ásamt Alan Godard.
DiCaprio vitl ekki
máiaferii
Málsókn sem kvikmynda-
framleiðandinn David Stutman
ætlaði í gegn Leonardo
DiCaprio hefur verið afturköll-
uð. DeCaprio hafði sett bann á
kvikmyndina Don’s Plum, sem
hann lék í áður en hann varð
frægur, þar sem
hann hafði haldið
að um stuttmynd
væri að ræða.
Þegar átti að fara
að setja myndina
á markað var
hún komin í
fulla lengd.
Don’s Plum,
sem tekin var á sex
dögum árið 1996, fjallar um
vinahóp sem kemur saman á
kaffihúsi og var myndin að
hluta impróviseruð. Samkomu-
lag varð um að dreifa mætti
myndinni í öllum heimsálfum
nema Norður-Ameríku.
Amerícan Pie, sem frumsýnd verður í
dag, er ein af þessum ódýru kvikmynd-
um sem óvænt siá í gegn. Þarna skiptir
engu þótt ailir leikarar séu óþekktir,
það er hínn beitti og skemmtilegi humor
sem gert hefur myndina vinsæia.
I
r
American Pie, sem í dag verður
frumsýnd í Bíóhöllinni, Kringlu-
bíói, Stjörnubíói, Nýja bíói i Kefla-
vík og Nýja bíói á Akureyri, hefur
notið mikilla vinsælda í Bandaríkj-
unum undanfarnar vikur og hafa
vinsældir hennar komið mjög
óvænt. Fyrirfram var ekki búist
við miklu, enda óþekktir leikarar í
öllum hlutverkum og reynslulitlir
menn við stýrið. American Pie er
gamanmynd og þykir húmorinn
minna mjög á There’s is Something
about Mary sem segir okkur að
hann er frekar grófur og villtur.
American Pie fjallar um það sem
ungir sveinar þurfa að fara í gegn-
um, að losna við sveindóminn. Okk-
ar strákar í myndinni eru nánast
miður sín. Hormónarnir ílæða um
líkamann en ekkert gengur hjá
þeim enda eru þeir með eindæmum
klaufalegir i öllum sínum tilburð-
um og ekki bætir upp nánast engin
reynsla af hinu kyninu. Það sem
þeir ná ekki að skilja er að stelpun-
um er alveg jafnannt um að missa
meydóminn. í stað þess að grípa
gæsina eru þeir í töffaraleik sem
ekki gengur upp.
Aðalpersóna myndarinnar er
Jim (Jason Biggs) sem er eins og
allir aðrir heilbrigðrir ungir strák-
ar sem einnig eru hreinir sveinar.
Hann hefur eins
og vinir hans tekið það í sig að
hann verði ekki maður með mönn-
um nema hann missi sveindóminn.
Ekki batnar ástand hans þegar for-
eldrar hans koma inn til hans með-
an hann er að horfa á klámmynd.
Þegar kynni hans við útlenda
stúlku endar með ósköpum er hans
síðasta von Michelle (Alyson
Hannigan), flautuleikari í skóla-
hljómsveitinni, og má segja að
áhugi hans aukist í hvert skipti
sem hann sér hana handleika flaut-
una. Það er eins ástatt fyrir félög-
um hans, Kevin (Thomas Ian
Nicholson), sem fær mikinn lær-
dóm úr bók sem hann hefur komist
yfir og telur hana allra meina bót,
Oz (Chris Klein), sem vill láta
kalla sig Casanova og er hrif-
inn af kórstelpunni Heather
(Mena Suvari), og Finch
(Eddie Kaue Thomas) sem
þykist meiri en hann er.
Félagamir eiga svo bágt
með að þola einn skólafé- I
laga sinn, Stifler (Seann W. 1
Scott), og ástæðan er sú að
hann hefur haft reynslu af
kynlífi. Þegar þeir félagar
ná sér niðri á honum mun
hann í framhaldinu örugg-
lega hugsa sig tvisvar um
áður en hann sýpur á bjór
sem honum
hefur verið
boðið upp
á.
L e i k -
stjóri og
framleið- ,
a n d i
American
Pie eru
b r æ ð -
urnir Chris Weitz og Paul Weitz og
er þetta fyrsta kvikmyndin sem
þeir gera. Áður hafa þeir saman
skrifað handrit sem hafa vakið at-
hygli, meðal annars við teikni-
myndina Antz og Madeline. Þeir
bræður fæddust í New York og eru
komnir af fjölskyldu sem starfað
hefur í kvikmyndaheiminum. Afi
þeirra var umboðsmaður sem hafði
á sinni könnu um tíma leikstjóra á
borð við John Huston, Billy
Wilder og Ingmar Bergman.
Faðir þeirra, John, er
handritshöfundur og
skrifar um tísku og
móðir þeirra, leik-
konan Susan
Kohner, hefur
verið tilnefnd til
■ST óskarsverð-
.* launa.
-HK
Jim (Jason Biggs) er örvæntingarfyllstur félaga sinna og einnig sá sem fá ráð hefur.
bíódómur
Regnboginn - Drepum frú Tingle ★
Kevin Williamson skaust upp á
stjömuhimininn í Hollywood þegar
hann ásamt Wes Craven hitti í
mark með Scream og gerðu tán-
ingahryllinginn að tískubólu sem
ekki sér fyrir endann á. William-
son, sem skrifaði handritið að Scr-
eam, fylgdi því eftir með I Know
What You Did Last Summer, sem
var i anda Scream, og þá var svo
komið að hann gat nánast leyft sér
allt. Velgengnin hefur greinilega
stigið honum til höfuðs því nú fylg-
ir hann í þau misvitru fótspor
handritshöfunda sem hafa náð
langt, að telja sér trú um að hann
geti einnig leikstýrt og er afrakst-
urinn, Drepum frú Tingle
(Teaching Mrs. Tingle), afskaplega
vondur tryllir þar sem Williamson
notar sömu formúlu og hefur gefið
honum milljónir af dollurum í vas-
ann, nefnilega skólakrakka sem
lenda í vondum málum. Reynslu-
leysi Willamson sem leikstjóra
leynir sér ekki, en það sem
kannski gerir myndina enn verri
er að Williamson bregst á sínu
sterkasta sviði, hann hefur skrifað
vont handrit.
Aðalpersónur myndar-
innar eru þrír nemendur
með mismikinn metnað og
sögukennari sem nýtur
þess að niðurlægja nem-
endur sína. Krökkunum
verður á í messunni og
sögukennarinn frú Tingle
ætlar sér að ná sér niðri á
þeim og kæra eitt þeirra
fyrir svindl. í örvæntingu
fara krakkarnir heim til
frúarinnar til að reyna að
jafna málin, en þau hefðu
betur setið heima og nagað
sig í handarbökin yfir
klaufaskapnum, því Tingle
er enginn venjulegur sögu-
kennari og tekur á mót
þeim á annan hátt en þau
höfðu vonast til. Fljótt fer
allt úr böndunum og
krakkarnir sitja uppi með
óðan sögukennara bund-
inn í rúmið sitt og vita
ekkert hvað þau eiga að taka til
bragðs.
Það er í raun ekki snefíll af viti í
sögunni og er eins og Williamson
eða einhver sem hefur tekið völdin
af honum hafi gert sér grein fyrir
því og skellt misgóðum popplögum
í tíma og ótíma í myndina til að
missa ekki athygli unga fólksins
sem myndin er ætluð. Það er þó til
lítils því Williamson nær
aldrei neinni spennu í
myndina sem verður fá-
ránlegri með hverri mín-
útunni.
Það sem heldur mynd-
inni á floti er Helen Mir-
ren sem enn eina ferðina
sannar hversu mikil yfir-
burðaleikkona hún er.
Hún leikur frú Tingle
eins og hún sé að leika
frú Macbeth og fer létt
með að ná athyglinni frá
öllum öðrum, mælir sinn
texta með tilþrifum án
þess að ofleika. Þá sýnir
Marisa Coughlan
skemmtilega takta þegar
hún tekur sig til og leik-
ur atriði úr Exorcist. Svo
gott sem það er þá kemur
það myndinni ekkert við.
Kevin Williamson. Kvik-
myndataka: Jerzy Zielinski. Tón-
list: John Frizzell. Aðalleikarar:
Helen Mirren, Katie Holmes, Jef-
frey Rambor og Marisa Coughlan.
Hilmar Karlsson
f Ó k U S 1. október 1999
14