Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Side 15
bíódómur
Saga-bíó
Prince Valiant ★ ★
og vfK-
ioáamir
Rúm sjötíu ár eru síðan Prince
Valiant leit dagsins ljós í teikni-
myndaseríum Harolds R. Fosters
og urðu vinsældir hans strax mjög
miklar. Hér á landi var hann um
árabil í blöðum og nokkrar bækur
hafa verið gefnar út um kappann.
Hann hefur ekki heldur farið var-
hluta af kvikmyndum og var fyrst
gerð mynd um kappann árið 1954
og var þar um að ræða Hollywood-
mynd af stærri gerðinni. Þessi
nýja útgáfa er evrópsk, gerð af
þýskum og breskum kvikmynda-
gerðarmönnum í anda Hollywood
og er ekki hægt að segja annað en
sæmilega hafi tekist til. Myndin
rennur vel i gegn, hefur ágætan
húmor og lætur áhorfandann
aldrei gleyma því að Valiant er
fyrst og fremst ævitýrapersóna
með því að rjúfa af og til atburða-
rásina og segja framhaldið í stuttu
teiknimynda- _
formi. Það virk-
ar vel vegna
þess að í mynd-
inni er ekkert i
verið að reyna |
að koma þekkt-
um þjóðsagna-,
persónum á,
borð við Arth-
ur konung eða
Morgan La
Fay í þann bás sem hefðin hef-
ur skapað heldur er til að mynda
Morgan La Fay látinn búa í útlegð
meðal víkinga íklædd svörtum
búningi og minnir mest á
Batwoman.
Segja má að myndin sé nokkurs
konar forspil að teiknimyndaserí-
unni því við kynnumst Valiant
fyrst sem ungum munaðarlausum
pilti í þjónustu eins riddara hring-
borðsins. Þegar húsbóndi hans er
felldur kemur í ljós að ungi piltur-
inn er miklum hæfileikum búinn.
Hann er sendur Ilenu prinsessu til
vemdar á leið hennar til síns
heima þar sem allir riddararnir
eru í björgunarleiðangri en vík-
ingar hafa stolið sverðinu góða,
Excalibur. Leiðir Valiants og
riddaranna liggja þó saman og
Valiant tekur fljótt við foringja-
hlutverkinu, enda kemur í ljós síð-
ar að hann er prins, að vísu vík-
ingaprins...
Prince Valiant, sem er gamal-
dags ævintýramynd, hefur meira
skemmtanagildi en margar mun
dýrari ævintýrakvikmyndir frá
Hollywood þar sem persónur eru
nánast aukaatriði á kostnað tækn-
innar. Hér eru persónurnar, sem
þó margar hverjar eru heldur létt-
vægar, það sem myndin snýst um.
Leikarar eru flestir lítt þekktir og
er dálítill byrjendabragur á leik
þeirra, þeir reyndustu á borð við
Edward Fox og Joanna Lumley
eru á heimaslóðum og fara létt í
gegn um sín hlutverk.
Prince Valiant er þegar best læt-
ur létt og skemmtileg afþreying en
vantar þó mikið upp á að ná gæð-
um kvikmynda á borö við Excali-
bur (John Boorman, 1981), sem
fjallar um margar sömu persón-
urnar.
Leikstjóri Anthony Hickox.
Handrit: Michael Frost Beckner,
Anthony Hickox og Carsten Lor-
enz. Kvikmyndataka Roger
Lanser. Tónlist David Bergeaud.
Aðalleikarar: Stephen Moyer,
Katherine Heigl, Thomas
Kretschmann, Joanna Lumley og
Edward Fox.
Hilmar Karlsson
Jones vill gera fram-
hald af Men In Black
Tommy Lee Jones hefur lýst þvf
yflr að fyrra bragði að hann sé til-
búinn að leika í framhaldi af Men
In Black. Mikið hefur verið skrif-
að og rætt um framhald þessarar
vinsælu kvikmyndar en ekkert er
á borðinu ennþá um gerð hennar
og er jafnvel talað um ef að verð-
ur að minnka kostnaðinn með því
að sleppa bæði Jones og Will
Tommy Lee Jones í hlutverki sínu
í Men in Biack.
Smith og gera persónuna sem
Linda Fiorentino lék að aðalper-
sónu. Þótt svo fari að Jones fái
ekki hlutverkið þarf Jones ekki að
kvarta yfir atvinnuleysi. Hann
leikur aðalhlutverkið í Double
Jeopardy sem var vinsælasta
kvikmyndin vestan hafs um síð-
ustu helgi og er nýbúinn að leika
í Rules of Engagement, réttar-
drama sem William Friedkin leik-
stýrir og er þessa dagana að hefja
leik í Space Cowboys sem Clint
Eastwood leikstýrir.
Ef þú svarar þessari krossgátu rétt/ sendum við þér KitKat bol.
Mjólk- ur | afurð j Sér- hljóði Á und- an , emm| Bikar- meistarar 22 Á undan ú —► 4
Kaffi- tegund M e r r / / d Lær- lingur Úr hænu + Nútíð 1
iH r L 1 Eftir Ekki
Snögg- ur S
2 sér- hljóðar Ú Á eftir ell lpere. T 1
k 14 Mála i [j
Belja 19 k Puð 1 Kven- manns nafn 10
n Fyrstur í stafr. 2 per- sóna^ T 5 Sér- hljóði 15 U 20
Tiá- nmqa ^-tæki 1 Drykk- ur - 1 21 Ekki inn •éík
• Grís sem hélt að hann væri fjárhundur—► a 8 ♦ Tónn 23 - C W m m Vv !!•*
Bók- stafur 3ð Bók 1 Vel borð-i andi v 2 eins 1 Kvik- mynd sýnd í . 13 s'
“Er T 2 Kind / 18 Eftir e —♦— 12 Karl- manns nafn| m
f Fáðu þér bita - fáðu þér... k 9 24 2 eins a
Fín- gerð e íslensk- ur 1 stafuri 2 eins h- Belti 7 r
17 Sér- hljóði -► — X Kemur úr — strompi ‘S e r t
Sendu inn lausnarorðið til:
Pósthólf 4132,124 Reykjavík
merkt KitKat ásamt nafni,
heimilisfangi, póstnúmeri og
síma og þú færð sendan KitKat
bol.
Fáðu þér bita
fáðu þér KitKat
Lausnarorð
ð
i 2 i 4
S 9 10 U
12 13 14 u 15
1161
17.
19 20 21 22 23 24
1. október 1999 f Ókus
15