Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 7
JL>V LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 45 r BMW Z9 einfaldlega: Ál og kolefnistrefjar Hann er talsvert framúrsteíhuleg- ur, hugmyndabíllinn sem BMW sýndi í Frankfurt á dögunum sem ávísun á 21. öldina. Bíllinn heitir BMW Z9 Gran Turismo og eftir kynningarbæklingi að dæma mætti líka kalla hann BMW Z9 Simply því undirtitili bæklingsins er „Simply the future" (einfaldlega framtíðin) en allar millifyrirsagnir „simply“ þetta og hitt. Hitt er svo vafamál hversu „simple" - einfaldur - Z9 Gran Turismo er. Þetta er lúxusbíll og byggist á grunnplötu 7-línunnar, með 3,9 lítra V8 einbunudísilvélinni sem frumkynnt var í 740d og hvar- vetna hefur vakið lof og aðdáun, en sú maskína gefúr 245 hestöfl og hvorki meira né minna en 560 Nm snúningsvægi. Viö hann er líka Steptronic-sjálfskiptingin úr 740- bílnum, takkastýrð í stýri, og býður einnig upp á handstýrða valskipt- ingu þar sem farið er upp eða niður um einn gír eftir þvi sem hentar. Z9 Gran Turismo er á álgrind í „spaceframe“-stíl en ytra byrðið er úr kolefnistrefjum. Fyrir bragðið er bíllinn afar léttur og jafnframt afar sterkbyggður, en BMW staðhæfir að ál og kolefnistrefjar verði í vaxandi mæli notað í burðarvirki og yfir- Framúrstefnulegur að vísu en dálítið þunglamalegur - og „mávavængirnir" miða nokkuð greinilega beint á Mercedes Benz SLR. Mynd DV-bílar SHH Að innan ræður einfaldleikinn ríkjum. Sjalfvirknin tekur margt ómakið af ökumanninum. byggingar bíla þegar kemur fram á 21. öldina. Bíllinn er með það sem bílaiðnað- urinn kallar „mávavængjahurðir", en eins og geta má nærri eru það hurðir sem opnast upp, með hjarir á miðjum toppi. Með því fæst af- bragðsgott aðgengi, hvort heldur er að framsætum eða aftursætum, og ekki þarf að hafa áhyggur af hvort maður sé nógu sterkur til að ráða við svona hurðir því það sér full- komin sjálfvirkni um fyrir mann - ekki þarf annað en ýta á hnapp í fjarlæsingunni til að vængir lyftist eða falli að síðum. Ef ekki þarf að nota aftursætið er ýtt á annan hnapp í fjarlæsingunni og þá er hægt að nota hurðarhún sem ann- ars fellur slétt við ytra byrði Z9 Gran Turismo Simply því í máva- vængnum felst hurð sem opnast á hefðbundinn hátt og dugar fyrir framsætin. Takkar og rofar eru meira og minna komnir þangað sem gírstöng er í venjulegum bílum en rofar i mælaborði eru aðeins fyrir ljós og startara. Að sjálfsögðu er svona bíll búinn nútíma aksturstölvu með vegvísi og öllu tilheyrandi og sjálfvirknin er meira og minna í fyrirrúmi eða, eins og þeir segja hjá bæversku mótorverksmiðjunum: „Þróuð tækni Z9 losar ökumanninn meira en nokkru sinni fyrr undan alls konar skylduverkum og gerir hon- um kleift að einbeita sér að því sem virkilega skiptir máli þegar BMW er ekið: hreinni akstursánægju alla leið.“ -SHH BORÐINN hf. Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 Renault í fararbroddi með nýstárlegt útlit Avantime er engum líkur íTST É • Vélastillingar • Hjólastillingar • Rafmagnsviðgeröir • Ljósastillingar • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum Þegar skýrslur sýna að meira en 45.000 manns láta lífið árlega og meira en hálf milljón manna slasast í um- ferðinni í löndum Evrópusambands- ins þá er mál að gera eitthvað í mál- inu, að mati stjórnenda Scania i Svi- þjóð, en þeir gengust fyrir umferðar- öryggisráðstefnu i Brussel í vikunni þar sem safhað var saman öllum helstu umferðaröryggissérfræðingum innan Evrópusambandslandanna. „Takmarkið er að finna lausnir sem geta unnið gegn þessari þróun,“ segir Leif Östling, aðalstjórnandi Scania. „Þátttaka okkar byggist á því að í vörubílageiranum verði unnt að færa SHH, Frankfurt Enn á ný ríður Renault á vaðið og sýnir svo ekki verður um villst að það er Renault en ekki Citroen sem orðinn er í fararbroddi í Evrópu hvað varðar dirfsku og nýjungar í bílasmíði. Espace var nýjung á sín- um tíma, Twingo var stúdía í djarfri teikningu. Scénic kom heiminum á óvart. Og nú sýnir Renault Avantime sem fullgerðan bíl. Það er þó ekki sfst afturendinn sem virkilega nýstárlegur. Renault Avantime er í efri-mið- flokki og er að segja má eins konar millistig milli Cabrio og fjölnotabíls. Hann er stór en aðeins fjögurra sæta og tveggja dyra. Farangurs- rýmið er 540 lítrar. Mælaborðið er fyrir miðju eins og í Espace og Twingo en meira í það borið. Útlitið er afar óhefðbundið, ekki síst afturparturinn sem minnir dá- lítið á stallbak en lýkst þó upp með afturglugganum með. Það hefur þó raunar sést fyrr, til dæmis hefur Daihatsu Applause alltaf verið þannig og telst þó orðið roskin hönnun. En það er sköpulagið á afturdregnum enda Avantime sem gerir hann ekki síst óvenjulegan, með mjög bogadregnum og ávölum línum. Framendinn minnir að breyttu breytanda á Espace. Til að byrja með verður Avantime boðinn með nýrri 3 lítra 24 ventla V6 vél sem skilar 210 hö., 290 Nm, ásamt 6 gíra handskiptum gírkassa. Hann verður með 17 tomma felgur og rafeindastýrða stöðugleikastýringu ásamt sex líknarbelgjum þar sem tveir taka hvor sína hliðina eins og hún legg- ur sig en tveir eru í höfuðpúðum framsætanna til vemdar þeim sem í aftursætinu sitja. Áætlað er að Avantime komi á er markað um mitt næsta ár. Aðeins ein hurð er á hvorri hlið en hún opnast vel aftur fyrir framsætin. Þetta er sérstakt form á fjögurra manna bfl. B&L opna nýja húsið formlega Nú um helgina halda Bifreiðar og landbúnaðarvélar upp á formlega opnun fyrirtækisins í nýjum húsa- kynnum að Grjóthálsi 1. í tilefni þess verður fyrirtækið opið almenningi en B&L eiga einnig 45 ára afmæli um þessar mundir. Hinar ýmsu deildir fyrirtækisins verða opnar almenningi og má m.a. nefna verkstæði, stand- setningu og sýningarsali bæði nýrra og notaðra bíla. Opið verður laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá 12-17. Skipulögð dag- skrá verður fyrir börn jafnt sem full- orðna báða dagana. í nærri 8000 fermetra húsnæði B&L á Grjóthálsi er hátt til lofts og vítt til veggja - gjörbreytt aðstaða fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Hér sér yfir sölu- sal nýrra bíla. Mynd DV-bílar Hiimar Þór 45.000 dauðsföll í umferðinni árlega í löndum Evrópusambandsins: Scania gengst fyrir nýju átaki í umferðaröryggi umferðaröryggi upp á efsta hugsan- legt plan og ekki siður að koma þess- um málum á dagskrá hjá stjómmála- mönnum. Samhliða getum við lagt okkar lóð á vogarskálarnar með tæknilegum lausnum og nýjungum sem auka umferðaröryggið," segir Leif Östling. Kynnti vörubíl framtíðarinnar Á ráðstefnunni kynnti Scania vöru- bíl framtíðarinnar, að vísu enn aðeins í módelformi en svo langt kominn á þróunarbrautinni að verksmiðjurnar hafa þegar smíðað fullvaxna frum- gerð. „Þessi 28 metra langi vörubíll er með nýrri hönnun frá grunni þar sem safnaö hefur verið saman þáttum sem leiða til aukins öryggis, minni eyðslu og meiri vistmildi gagnvart umhverf- inu,“ segir Kaj Holmelius, aðstoðar- framkvæmdastjóri rannsóknar- og tækniþróunardeildar Scania. „Við höfum aukið burðargetuna um 50% um leið og við drögum úr eldsneyt- iseyðslu, bæði með notkun nýrra efna og einnig með því að draga úr loftmót- stöðu og gera hana sambærilega því sem gerist með fólksbíla." „Við í bílaiðnaðinum verðum að vinna náið með stjórnmálamönnun- um ef okkur á að takast að lækka þessa of háu tölu látinna í umferðinni, 45.000 manns á ári í dag. Það er von mín að þessi umferðarráðstefna Scania hafi orðið til þess að opna um- ræður um þessa hluti og í framhald- inu komi fram tillögur um bætt um- ferðaröryggi í Evrópu," segir Leif Öst- ling að lokum. -JR BIFREIÐASTILLIN6AR NIC0LAI Í.V/.j2 3 11 r!' I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.