Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1999 jrSAgifiSUS. ■TB IIIV'WB 19 Öryggisvandamál í hugbúnaöi Microsoft í brennidepli: Hugbúnaður ekki stillt ur á hámarksöryggi - er ábyrgöin notenda eða framleiöenda? Microsoft hefur á síðustu miss- erum legið und- ir ámæli fyrir fjöldann allan af öryggisvillum sem fundist hafa í ýmsum hugbún- aði fyrirtækisins, allt frá stýrikerf- um upp í póstforrit og netvafra. Einnig má í þessu sambandi minn- ast á villuna sem kom upp í Hot- mail-þjónustu Microsoft sem var talsvert fjallað um í fjölmiðlum ekki alls fyrir löngu. Margir hafa velt því fyrir sér hver sé raunverulega ástæðan fyrir þvi hversu oft Microsoft hefur verið í fréttunum vegna þessa. Þeir eru auðvitað margir, sérstaklega þeir sem aðhyllast frekar önnur stýri- kerfi en Windows, sem segja að mál- ið sé einfaldlega að Microsoft gefi út hugbúnað sem sé meingallaður. Hann sé morandi í ýmsum öryggis- holum sem flestir sem einhvern tímann hafa búið til vírusa og stundað tölvuhökkun að ráði geti nýtt sér sé viljinn fyrir hendi. Stillingaratriði Aðrir segja að í flestum tilvikum sé örygginu ekki ábótavant í hug- búnaðinum hjá Microsoft, málið sé bara einfaldlega það að hugbúnað- urinn sé stilltur þannig að hámarks- öryggis sé ekki gætt. Ætlunin með því er ekki að auðvelda tölvuvírus- um aðgang að hughúnaðinum, held- ur að gera notandanum kleift að nýta sér sem flest af þvi sem Netið hefur upp á að bjóða. Þannig getur notandinn sjálfur t.d. farið inn í for- rit eins og netvafra og bannað for- ritinu að nota macro-skjöl og taka við ActiveX-skipunum, en þetta hafa verið tvær af umtöluðustu ör- yggisholum Microsoft-hugbúnaðar að undanfómu. Þar með er notand- inn hins vegar að neita sér um að nýta slík forrit sem mörgum þykir án efa missir, því langflest þeirra era meinlaus með öllu. Þeir sem era hvað harðastir stuðningsmenn öryggismála i tölvu- heiminum telja að þessi nálgun Microsoft sé kolröng - fyrirtækið eigi aö selja hugbúnað sinn með há- marksöryggi og láta siðan við- skiptavinina sjáifa um að draga úr örygginu kjósi þeir að taka áhætt- una á að óværa komist í tölvur þeirra. Þeir sem eru hvað harðastir stuðnings- menn öryggismála í töivuheiminum telja að þessi nálgun Microsoft sé kolröng - fyrírtækið eigi að selja hugbúnað sinn með hámarksör- yggi og láta síðan við- skiptavinina sjálfa um að draga úr örygginu kjósiþeirað taka áhættuna á að óværa komist f tölvur þeirra, Röng viðbrögð Microsoft En það er ekki bara þessi hugsun- arháttur Microsoft-manna sem fer í taugamar á mörgum áhugamannin- um um tölvuöryggi. Þeir vilja nefni- lega meina að Microsoft bregðist oftast kolrangt við þegar upp koma villur í hugbúnaði þefrra og segja að fyrirtækið meðhöndli öryggis- vanda sem almannatengslavanda- mál. Þegar slík mál koma upp reyni starfsmenn Microsoft sitt ýtrasta til að koma sem best frá því í fjölmiðl- um og vilji helst að sem minnst fréttist í stað þess að reyna að kynna vandann fyrir sem flestum og útskýra fyrir ahnenningi hvað sé hægt að gera til að bæta úr vandan- um. Það er sennilega eitthvað til í þessum ásökunum öryggisáhuga- manna. Á síðustu 12 mánuðum hef- ur Microsoft þurft að gefa út rúm- lega 40 „plástra" (patch) til að stoppa upp í göt á forritum sínum. Það verður að teljast hæpið að stór hluti fólks sem notast við stýrikerfi og hugbúnað frá Microsoft hafi fylgst grannt með heimasíðu Microsoft á þessum tíma og uppfært hugbúnað sinn reglulega í hvert sinn sem nýr plástur er settur inn á síðuna. Því má gera ráð fyrir að þó svo búið sé að gefa út lausn við öll- um þessum öryggisvandamálum sé mjög mikill fjöldi tölva í heiminum nú enn óvarinn. Vinsældirnar hluti skýringar- innar En þrátt fyrir vandræði af þessu tagi er Windows-stýrikerfið það Margir eru á því að öryggisstillingar á hugbúnaði frá Microsoft séu ekki eðlilegar þegar hann er settur f sölu. langútbreiddasta í heiminum, auk þess sem annar hugbúnaður fyrir- tækisins er geysilega vinsæll. Það hlýtur að vera ákveðin vísbending þess að Microsoft sé að gera eitt- hvað rétt þrátt fyrir að öryggi þess sé ef til vill ekki það sama og ann- ars hugbúnaðar sem finna má á markaðnum. Vinsældir hugbúnaðarins má svo upp að vissu marki skrifa fyrir því hversu hávær umræðan um örygg- ismál hugbúnaðarins hefur verið upp á síðkastið. Slík mál snerta nefnilega meirihluta allra tölvueig- enda vegna þess að flestir nota þeir hugbúnað frá fyrirtækinu og því er það alltaf fréttnæmt þegar alvarleg- ar villur koma upp. -KJA Netflklum Qölgar samkvæmt nýrri rannsókn: Hegðun netfíkla orðin vandamál - þó ekki allir á sama máli Immmmmmmmm** Fólki sem verð- 1 ur háð Netinu Nfjölgar stööugt | I 0 *í 10 um þessar mundir og er það að verða sí- wmmmmummem fem meira vandamál. Þetta kemur fram í nið- urstöðum rannsóknar dr. Kimberly Young, sem vinnur fyrir miðstöð netfikla, Center for Online Addict- ion. Þar kemur í ljós að fólk eyðir sí- fellt meiri tima á Netinu og þeim fjölgar verulega sem ljúga síðan til um athafnir sínar til að breiða yfir netnotkunina. Young setur í niður- stöðum sínum fram spumingalista sem hún segir að eigi að gefa fólki vísbendingar um það hvort það sé orðið að netfiklum. Slæm hegðun Hún segir jafnframt að það sé ekki bara tíminn sem fólk eyðir á Netinu sem sé áhyggjuefni fyrir þá sem stunda rannsóknir á þessu sviði, heldur líka hvernig fólk hagar sér á meðan það er tengt. „Nafnleysi manna á Netinu gerir þeim auðveld- ara fyrir að ánetjast og ýtir þar að auki undir falska, afbrigðilega og jafnvel glæpsamlega hegðun. Fólk þróar jafnvel með sér aðra og árás- argjarnari persónu á Netinu og verður sér úti um ólöglegar myndir og lesefni," segir dr. Young. Aðrir sálfræðingar hafa sett ákveðið spumingarmerki við niður- stöður Young. Meðal þess sem þeir sjá athugavert við rannsókn hennar er að þó svo vissulega væri þetta vandamál til staðar þá væri það ekki nærri því jafn mikið vandamál og Young vildi vera láta. Þeir telja að skilgreining hennar á net- fíklum sé of víð, því margir þeirra sem hún skilgreinir á þennan hátt séu ekki í raun netfiklar, heldur séu þeir háðir öðrum hlutum og noti Netið einfaldlega sem miðil til að svala þeirri fikn sinni. Þeir segja þetta í raun vera eins og að segja að spilafikill sem eyðir öllum tíma sínum í spilasölum sé háður spilasöl- Nafnleysí manna á Netinu gerirþeím auðveldara fyrir að ánetjast og ýtir þar að auki undlr falska, af- brigðilega ogjafnvel glæpsamlega hegðun. Fólk þróarjafnvel með sér aðra og árásar- gjarnari persónu á Netinu og verðursér útl um ólöglegar myndir og lesefni. Yrnsir telja að netnotkun margra sé orðin svo mikil að hún sé orðin umtals- vert vandamál. [ j'jJyJifr Mattel berst við sorann Mattel-fyrirtæk- inu, sem fram- leiðir hinar vin- sælu Barbie- dúkkur, er mjög annt um ímynd fyrirtækisins. Ekki er langt síðan Mattel-fyrirtækið kærði hljóm- sveit frá Danmörku fyrir að nota Barbie-nafnið í óleyfi. Nú hefur fyrirtækið lagt fram kæru gegn aðila sem rekur vefsiðu á Netinu. Vefsíða þessi, sem er í vafasam- ari kantinum, auglýsir á forsíð- unni ýmsa losta- leiki sem virðast allir snúast áð einhverju leyti um téða dúkku. Eins og vonlegt er þá er Mattel ekki alls kostar ánægt með þessa ókeypis auglýs- ingu á Netinu. Enda markhópur- inn ekki líklegur til að sjá hana. Ekki hefur Mattel haft árangur sem erfiði enn þá þar sem ekki hefur tekist að grafa upp eiganda vefsíðunnar. Hann má þó búast við að þurfa að blæða, þar sem Mattel-fyrirtækið fer fram á him- inháar upphæöir í skaðabætur. Rambus-minni á markaðinn Ný tegund af minni í PC-vélar ryöur sér nú til rúms á markaðn- um. Þar er um að ræða svokölluð RAMBUS-minni sem eru ný hugsun og tækni í minnisgerð og hafa kallað á end- urhönnun á móðurborðum tölvanna. Það sem fæst með þessu er meiri hraði í minnisvinnslu. Á þannig ekki að tapast neitt við vinnslu á t.d. 800 megariða tíöni. Nýjustu vélar á markaðnum í dag munu flestar gera ráð fyrir þess- um nýju minniskubbum. Mun RAMBUS þá væntanlega leysa af hólmi svokallað SDRAM-minni sem þekkt er í dag. Dýrara minni Eftir nær stöðugar verð- lækkanir á minniskubbum i PC-tölvur fram yfir mitt þetta ár gerðist það í ágúst að verð á slíkum íhlutum fór að stíga á ný. Þeir sem gerst þekkja til á markaðnum segja að aukin sértilboð á tölvum og mik- il verðlækkun hafi gert það að verkum að markaðurinn tók verulega við sér. Þannig jókst eftirspurn og birgðir framleið- anda á minniskubbum snar- minnkuðu. Áframhaldandi mik- il eftirspum eftir tölvum hefur því gert það að verkum að verð á hlutum eins og minniskubbum hefur nær tvöfaldast á einum mánuði. -HKr. Netfíklapróf Ef þú svarar fimm af þessum spurningum játandi ertu netfíkill samkvæmt rannsókn dr. Young. Hugsarðu stöðugt um Intemetið, jafnvel þegar þú ert ekki tengd/tengdur (þ.e. hugsarðu stöðugt um það þegar þú varst síðast á Netinu eða um það hvað þú ætl- ir að gera næst þegar þú tengist)? Finnurðu hjá þér þörf til að vera sífellt lengur á Netinu til að vera ánægð/ánægður með netnotkunina hverju sinni? Hefur þú gert margar árangurslausar tilraunir til að stjóma, minnka eða jafn- vel hætta netnotkun þinni? Ertu lengur á Netinu en þú upphaflega ætlaðir? Hefurðu stefnt vinnu, mikilvægu sam- bandi við annað fólk eða möguleika á námi í hættu vegna Netsins? Hefurðu logið að fjölskyldumeðlimum eða öðrum til að reyna að leyna því hve mikil netnotkun þín er? Nýtirðu Netið til að flýja vandamál eða draga úr óþægilegum tilfinningum, eins og t.d. sektarkennd, kvíða, þung- lyndi eða hjálparleysi? Stafrænn skjávarpi Frábær myhdgæði Sýnir myndir frá tölvu eða myndbandi. XGA-SVGA upplausn. Þyngd 4,5 kg. Þráðlaus músarstýring. Zoom linsa, 17° halla- leiðrétting. 2 ára ábyrgð, taska fylgir. DLX10 f/O f Nethyl 2, 110 Rvk. sími. 587 8851 Sf, Vefsíða: www.synir.is, Tp.:synir@synir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.