Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 1
Tímasprengja
í tölvupósti
bls. 19
Skaðlegir
skallar
bls. 23
Vindmyllur
vænleg
búbót
bls. 20-21
PlayStation
Ný pláneta
fundin?
Breskur stjömu-
fræðingur, dr.
John Murray, seg-
ist hafa fundið
nýja plánetu á
sporbaug um sólkerfi okkar. Þetta
er mjög undarleg pláneta því talið
er að plánetan sé meira en 1000
sinnum lengra frá sólinni en
Plútó, sú pláneta sem jafnan er tal-
in vera lengst frá sólinni í sólkerfi
okkar. Vegna þessarar gríðarlegu
miklu fjarlægðar er talið að það
taki plánetuna 6 milljón ár að fara
hringinn i kringum sólina. Sam-
kvæmt útreikningum Murray
hlýtur þessi pláneta að eiga upp-
runa sinn utan sólkerfisins því
sporbaugur hennar er öfugur mið-
að við sporbaug annarra pláneta
sólkerfisins.
’jbjjjilj
Evrópsk tré
í vanda
Ástand trjágróð-
urs í Evrópu fer
sífellt versnandi
og er einungis
rúmur þriðjungur
hans talinn vera við góða heilsu,
samkvæmt því sem sérfræðingar
telja. Þetta kemur í ljós við rann-
sókn sem gerð hefur verið reglu-
lega á trjágróðrinum síðan árið
1986. Helstu ástæðurnar fyrir
hnignun trjá-
gróðursins eru
taldar vera loft-
mengun og mikl-
ir þurrkar. Þeir
sem fram-
kvæmdu rann-
sóknina segja
að stór hluti
trjáeyðingar-
innar séu af
völdum náttúr-
legra aðstæðna eins og sníkjudýra
og veðurskilyrða. Hins vegar sé
nokkuð ljóst að mannskepnan
verði einnig að taka á sig tals-
verða sök i þessu máli.
Veisla hji|
Macintosh
Apple-tölvufyrirtæk-
ið stóð fyrir miklu
húllumhæi í síðustu
viku þegar fyrirtæk-
ið kynnti nýjustu af-
urðir sínar sem fara á markaðinn á
næstu vikum. Þar bar hæst nýja
iMac-tölvu og einnig nýtt stýrikerfi,
MacOS9. Steve Jobs, framkvæmda-
stjóri Apple, fór á kostum við kynn-
ingu gripanna og sagði meðal ann-
ars um nýja iMakkann að hann
væri sú tölva sem honum þætti
hvað vænst um síðan fyrsta Macin-
tosh-tölvan kom á markaðinn fyrir
margt löngu.
Margir hafa beðið spenntir eftir
nýja stýrikerfinu frá Apple, enda
býður það upp á alls 50 nýjungar
samkvæmt Steve Jobs. Þar má m.a.
telja endurbætta leitarvél, Sherlock
2, raddstýrt öryggiskerfi og endur-
bætta netvinnslumöguleika. Jafn-
framt getur stýrikerfið uppfært sig
sjálfkrafa á Netinu.
Þeir Jobs og félagar binda mikl-
ar vonir við nýja iMakkann, enda
var það þessi framúrstefnulega
tölva sem kom Apple á kortið aftur
fyrir nokkrum misserum eftir
mörg mögur ár fyrirtækisins. Al-
menningur hefur tekið tölvunum
opnum örmum og sala hefur verið
geysilega góð um allan heim. Gam-
an verður að fylgjast með því hvort
nýjasta framleiðsluvara Apple
mun einnig hljóta góðan hljóm-
grunn meðal neytenda.
Nánar er fjallað um hina nýju
iMac-tölvu á bls. 22 í DV-Heimi.
OLYMPUS
Ql NINTENDO.64 1
GAMEBOY
AEG
_ Manchester United
- sameiginleg sigurganga frá 1982
' SHAfíP hetur verló aóalstvriaaraðHI Uancasttr UntM Irá 1982
Alls eru 120 vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eða aðrar
vörur að verðmæti 10.000 kr., á tímabilinu sept.-des. og ferð í Lukku-pottinn (fyllir út miða
moð nafni og heimilisfangi). Gildir hjá Bræðrunum Ormsson og hjá öllum umboðsmönnum.
OYAMAHA uamo (i)inDesir FINLUX Nikon LOEWE. BEKD (Nimendol
Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR Aoneer AEG tæki eða aðrar vörur
fyrirað lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum,
komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum
O Þrír farseðlar á leik Manchester United f Manchester í byrjun næsta árs.
(Innrfalið: Flug, gisting, morgunverður og miðar á leikinn).
o 2 flugmiðar til Akureyrar með íslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA
© 5 stk. Game Boy Color
O 10 SHARP-bolir
O 100 stk. Nintendo Mini Classics
B R Æ Ð U R N I R
/UlasCopco TEFAL
Lagmula 8 • Sími 530 2800