Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 6
-22
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
HwiSiir
Farsímanotkun
eykst
Farsímar hafa
hin síðustu ár
náð ótrúlegri út-
breiðslu. Hér á
íslandi finnst
manni hver einasti maður hafa
einn slíkan i vasanum eða í belt-
inu. Nú hafa Sameinuðu þjóðim-
ar sent frá sér skýrslu þar sem
fram kemur að með sama áfram-
haldi verði farsímarnir fleiri
heldur en venjulegir simar. Þar
kemur einnig fram að nú eru í
notkun um 400 milljónir farsíma
og um 250 þúsund nýir notendur
bætist við daglega. Mesta aukn-
ingin á sér stað í Evrópu en í
Bandaríkjunum þar sem æðið
byrjaði er aukningin mun minni.
Þrátt fyrir það eru flestir notend-
ur farsíma í Bandaríkjunum.
Microsoft vill
Windows í
snjallkortin
Microsoft-fyrir-
tækið er þessa
dagana að fram-
leiða hjálpar-
tæki til að auð-
velda fyrirtækjum að forrita
hin svokölluðu Snjallkort.
Snjallkortin hafa eins konar
minniskubb sem getur geymt
alls konar gögn, allt frá mynd-
um til yfirlits yfir bankareikn-
inga. Hjálpartæki Microsoft-
manna inni- ,
heldur eins
konar míní-
útgáfu af _
Windows- »
stýrikerfinu
sem hægt er að for-
rita snjallkortin með. Snjall-
kortin eru vinsæl í Evrópu en
Bandaríkjamenn hafa víst ver-
ið eitthvað tregir við að taka
upp notkun þeirra. Búast þeir
sem til þekkja við því að það
komi til með að breytast með
þátttöku Microsoft í þessum
iðnaði. Microsoft-menn hafa
ákveðið að koma snjallkortun-
um af stað með fleiri leiðum.
Hefur Microsoft-fyrirtækið
ákveðið að gefa 16.000 starfs-
mönnum sínum snjallkort í
þeim tilgangi að hvetja til út-
breiðslu þeirra.
m
i for-
Séð með
augum dýra
Vísindamennim-
ir Yang Dan,
Garret Stanley
og Fei Li, sem
allir stunda
rannsóknir við Berkeley-háskól-
ann í Kaliforníu, framkvæmdu
merka tilraun nú á dögunum.
Þeim tókst með hjálp tölvu að
festa á myndband það sem þeir
segja vera myndir séðar gegnum
augu kattar. Með hávísindaleg-
um aðferðum festu þeir
skynjara við heila kattarins þar
sem heilinn tengist augunum.
Með því að þýða boðin sem náð-
ust með þessum hætti fengu þeir
myndir af umhverfi kattarins.
Þessi umdeilda rannsókn gæti
leitt til þess að hægt verði í
framtiðinni að tengja til dæmis
gervilimi beint við heilann sem
myndi sjá um að stjórna þeim.
Apple tekur upp þráöinn:
Ný iMac-tölva á markaðinn
- margt nýtt í pokahorninu
Það var mikið um dýrðir þegar Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, kynnti nýju iMac-tölvuna í síðustu viku. Hér
sést pilturinn sýna áhorfendum hvað tölvan getur.
í síðustu viku
kynnti Apple-
fyrirtækið til
sögunnar nýjan
iMac. iMac-tölv-
an sló svo ræki-
lega i gegn á síðasta ári að hún í
raun bjargaði Apple-fyrirtækinu frá
hálfgerðri glötun. Síðan Apple sneri
við blaðinu hefur flest gengið því í
haginn og nýjar vörur hafa verið
kynntar til sögunnar hraðar en
nokkurn óraði fyrir.
Nú hefur Apple hug á að endur-
taka leikinn með endurbættri iMac-
tölvu. Reyndar er ekki margt skylt
með nýju tölvunni og þeirri gömlu,
fyrir utan útlitið, sem er reyndar
líka endurbætt. Nýi iMakkinn mun
koma í þremur útgáfum að þessu
sinni, í fyrsta lagi grunn-iMac sem
verður á lægra verði og svo tvær
lúxusútgáfur af tölvunni. Grunn-
tölvan verður seld í Bandaríkjunum
á 999 dollara (um 73.000 kr.) en hin-
ar tvær munu kosta annars vegar
1.299 (um 95.000 kr) og 1.499 (um
110.000 kr.).
Innvolsið
Það sem skiptir auðvitað mestu
Það sem skiptir auð-
vitað mestu máii varð~
andi töivur erþað sem
er undir húddinu.
Grunn-iMakkinn mun
innihalda 350 Mhz G3
örgjörva, 64 Mb
vinnsiuminni, geisladrif
og 6 gígabæta harðan
disk. Grunntölvan
verður bara til f einum
lit, bláberja-bláum.
máli varðandi tölvur er það sem er
undir húddinu. Grunn-iMakkinn
mun innihalda 350 Mhz G3 örgjörva,
64 Mb vinnsluminni, geisladrif og 6
gígabæta harðan disk. Grunntölvan
verður bara til í einum lit, bláberja-
bláum.
Tölvan sem kemur þar á eftir,
iMac DV, verður með 400 Mhz G3
örgjörva, 10 gígabæta harðan disk
og DVD-drif. Hægt verður að fá
þessa útgáfu i 4 litum. Síðust kemur
drossían í hópnum, svokölluð iMac
DV Special Edition. Sú tölva mun
innihalda 128MB vinnsluminni og
13 gígabæta harðan disk umfram
iMac DV. Þessi lúxusútgáfa verður
bara til í einum lit, grafít.
Útlitið
Þessi nýi iMakki er gerður út á
útlitið eins og sá gamli. Hönnuninni
hefur aðeins verið breytt. Plastskel-
in sem umlykur líffærin er orðin að-
eins gegnsærri og sýnir innvolsið
betur en sú gamla gerði. Tölvunni
munu fylgja hátalarar sem voru sér-
hannaðir fyrir hana. Fyrirtækið
Harman Kardon, sem framleiðir
þessa hátalara, býður svo upp á
ýmsar viðbætur við hátalarana,
eins og t.d. bassabox og slíkt föndur.
Án efa á Apple eftir að ganga vel
með þessa nýju útgáfu á iMac. Eins
og síðast verður verðinu stillt í hóf
og eru þá komnar á markaðinn
mjög kraftmiklar heimilistölvur
sem, eins og alltaf, líta vel út.
-sno
„ Merkur fundur úti í geimnum:
Orsmátt tungl á sporbaug um smástirni
- í annaö skipti í sögunni sem slíkt finnst
Þessi samsetta innrauða mynd sýnir okkur smástirnið Eugeniu i miðjunni
en í kringum það má sjá sporbaug tunglsins, en myndirnar eru teknar á
fimm dögum. Græna brotalínan sýnir svo sporbaug tunglsins. Stóri „kross-
inn“ á myndinni er til kominn vegna Ijóss í sjónaukanum og er ekki raun-
verulegt fyrirbæri.
Geimvísinda-
f-Í ;j"j l, menn tilkynntu
J -'JJJ-l"1 j síðustu viku að
7J£jJJiíJj jeir hefðu fund-
ið örsmátt tungl
sem er á spor-
baug um smástimi, en þetta er ein-
ungis í annað skiptið í sögu geim-
vísinda sem slíkt fyrirbæri sést. Hið
nýja tungl, sem enn hefur ekki hlot-
ið nafn, er á sporbaug um smástirn-
ið Eugenia.
Það sást í stjörnusjónauka á
Hawaii, en notaður var sérstakur
spegill á sjónaukann til að koma í
veg fyrir að andrúmsloft jarðar
truflaði útsýni sjónaukans. Það sem
sást með þessu var örsmátt tungl,
um 13 km að þvermáli sem gekk á
sporbaug um hið kartöflulaga smá-
stimi Eugenia, sem er að meðaltali
215 km í þvermál.
Að sögn vísindamannanna sem
fundu tunglið heíði i raun ekki ver-
ið erfitt að finna það ef það hefði
Fundur tunglsins hefur
auðveldað vfslnda-
mönnum að átta sig
á þéttleika Eugeníu
ö g með þvf að relkna
úi aðdróttarafl
smástlmisins á
tunglið hefur komið f
Ijós að Eugenia er af
léttara taginu.
verið eitt á ferð í gegnum smást-
imabeltið milli Mars og Júpíter. En
vegna nálægðarinnar við Eugenia,
sem er 300 sinnum bjartari en
tunglið, var það í raun falið í birtu
smástirnisins, svipað og lýsing
vasaljóss myndi týnast í birtunni af
ljóskastara.
Fundur tunglsins hefur auðveld-
að vísindamönnum að átta sig á
þéttleika Eugeniu og með því að
reikna út aðdráttarafl smástirnisins
á tunglið hefur komið i ljós að Eu-
genia er af léttara taginu. Þéttleiki
smástimisins er einungis um 20%
meiri en vatns sem þýðir að það er
sennilega ekki meira en lauslega
samsett steinahrúga eða jafnvel
bara ísbolti.
Mario í golfið
Karákterinn
Mario er eigend-
um Nintendo vel
kunnugur. Þessi
karakter hefur
verið notaður í
ýmsa leiki á Nintendo-leikjatölv-
unni. Fyrst birtist Mario þessi í
leiknum Donkey Kong, síðan
hefur Mcirio komið fram í alls
konar leikjum og jafnvel leikið i
bíómyndum. Nú hefur enn einn
leikurinn bæst við. í þetta skipti
á Mario að spila golf í nýjum
leik sem er væntanlegur fyrir
Game Boy leikjatölvuna. Leikur-
inn mun innihalda allt það sem
góður golfleikur á að innihalda í
smækkaðri mynd.
J'ÍjJýH-
J'ájJSJ/