Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
19
ritHSiiíir
UNITEI) STATES OFAMERICA
Önnur Boeing 747-flugvélanna sem sérhönnuð hefur verið til að flytja forseta Bandaríkjanna og fylgdarlið hans.
Air Force One:
Mikiö lagt upp úr dul-
kóðuðum samskiptum
- vírar og snúrur tvöfalt lengri en í venjulegum flugvélum
icokm
Það fór sjálf-
sagt ekki fram
hjá neinum að
forsetafrú
Bandaríkj-
anna, Hillary
Clinton, heim-
sótti okkur hingað upp á skerið
um helgina. Sú heimsókn var hin
ágætasta í alla staði en það sem
vakti helsta athygli DV-Heims
voru þær fréttir að Hillary kæmi
með flugvél Bandaríkjahers númer
eitt, Air Force One. Svo fór nú
reyndar ekki, heldur kom Hillary
með eldri vél. Engu að síður ákvað
DV-Heimur að skoða nánar hvaða
flugvél það er sem er í daglegu tali
kölluð Air Force One.
Það vita það sjálfsagt ekki allir
en Air Force One er ekki einhver
ein ákveðin flugvél heldur er þetta
kallmerki þeirrar flugvélar sem
flytur Bandaríkjaforseta hverju
sinni. Þetta þýðir að strangt til tek-
ið hefði flugvélin sem flutti Hillary
hingað aldrei verið Air Force One
af því að sjálfur forsetinn var ekki
um borð.
Annað sem fáir hafa gert sér
grein fyrir er að Air Force One er
í raun ekki ein flugvél, því þær eru
tvær, vélarnar sem hafa verið sér-
hannaðar til að flytja forseta
Bandaríkjanna. Þær nota því oftast
allra flugvéla heimsins kallmerkið
„Air Force One“.
Snúrufargan
Þessar flugvélar eru báðar af
gerðinni Boeing 747-200B og er um-
sjón þeirra í höndum flughers
Bandaríkjanna. Þær hafa verið sér-
hannaðar til að þjóna forsetanum
og fylgdarliði hans á ferðum víða
um heiminn. Helstu breytingar
sem hafa verið gerðar á þessari
flugvél eru í sambandi við fjar-
skiptatæki. Flugvélamar eru bún-
ar nýjustu fjarskiptatækjum og
dulkóðunarbúnaði þannig að for-
setinn getur t.d. talað í síma án
þess að eiga á hættu að hægt sé að
hlera samtöl hans og einnig getur
hann sent skrifuð, dulkóðuð skila-
boð úr flugvélinni niður til jarðar.
„Þessi skilaboð
eru algert
leyndarmál og
munu eyðileggj-
ast sjálfkrafa
eftir 20 sekúnd-
ur.“ Klassískt atriði úr fjölda vel
þekktra njósnamynda gæti orðið
að daglegu brauði tölvunotenda
innan nokkmTa mánaða því nú er
verið að þróa tölvupóstskerfi þar
sem sendandinn getur ráðið því
hvað pósturinn er lengi inni á
tölvu viðtakandans áður en hann
eyðileggst sjálfkrafa.
Það er fyrirtækið Disappearing
Inc. sem hefur þróað tækni til að
setja eins konar „tímasprengju" í
tölvupóstinn sem sér til þess að ef
sendur er tölvupóstur sem send-
andinn vill einhverra hluta vegna
að verði ekki langlífur þá eyði-
leggst pósturinn sjálfkrafa.
Mikilvæg tækni
Hönnuðir þessarar tækni segja
hana vera virkilega mikilvæga.
Tölvupóstur hafi upphaflega verið
miðill sem menn notuðu til að eiga
fljótleg samskipti á einfaldan hátt,
en nú sé svo komið að farið sé að
nota tölvupóst sem sönnunargögn í
málaferlum og jafnvel lykilatriði
varðandi rannsóknir ýmissa mikil-
vægra mála. Tvö mjög nærtæk
dæmi eru málaferlin sem hið opin-
bera í Bandaríkjunum á í við
Microsoft-tölvufýrirtækið þar sem
tölvupóstur frá ýmsum starfs-
mönnum fyrirtækisins hefur verið
notaður sem sönnunargögn og
rannsókn Mónikumálsins, þar sem
tölvupóstur fraukunnar var notað-
ur til að varpa ljósi á samband
hennar við Bandaríkjaforseta.
Þetta nýja kerfi frá Disappearing
Inc. mun að öllum líkindum koma
á markaðinn í byrjun næsta árs.
Kerfið virkar með öllum venjuleg-
um tölvupóstskerfum og skUaboð
af þessu tagi fara auðveldlega í
gegnum netþjóna, þannig að ekki
þarf að gera neinar breytingar á
tölvupóstskerfum fyrirtækja til að
hægt verði að koma því i gagnið.
Það er fyrirtmkið
Disappearing Inc* sem
hefurþrúað tækni tii
að setja eins konar
„timaspœngju" í töivu-
póstinn smn sér tii
þoss að ef sendur er
tðtvupöstur sem
smdandinn vili ain*
hvarra hiuta vegna að
v&rði ekki iangiífur þá
eyðiieggst pósturinn
Sjátfkrafa.
W leít.ÍS finraá1’" V
íslenska leitarvélin á Internetinu Netinu?
Tæknihreytingar af þessu tagi hafa
gert það að verkum að rafmagns-
snúrur og virar alls kyns eru í
hvorri flugvél, alls 380 km að
lengd, sem er rúmlega tvöfóld
lengd slíkra snúra í venjulegum
747-flugvélum.
Aðrir eiginleikar sem eru ein-
stakir í þessum forsetaflugvélum
eru m.a. að þær flytja sjálfar með
sér tæki til að hlaða farangri í vél-
ina og þær geta tekið eldsneyti á
flugi. Eins og nærri má geta hafa
síðan verið gerðar verulegar breyt-
ingar á innviðum vélarinnar og
arkitektúr.
Pláss fyrir 102
Meðal þess sem finna má í Air
Force One er sérstök svíta fyrir
forsetann auk þess sem hann hefur
skrifstofu út af fyrir sig. Ráðstefnu-
og borðsalur er einnig til staðar
fyrir forsetann, fjölskyldu hans og
nánasta starfslið. Aðstaða fyrir
annað starfslið og gesti, eins og t.d.
fyrir starfsfólk leyniþjónustunnar,
öryggisgæslu og fjölmiölafólk, er
svo aðskilin frá híbýlum forsetans.
Meðal þess sem fínna
má / Air Force One er
sérstök svrta fyrir for-
setann auk þess sem
hann hefur skrifstofu
út af fyrir sig. Ráð-
stefnu- og borðsalur
er einnig til staðar
fyrir forsetann,
fjöiskyldu hans og
nánasta starfsiið.
Tvö eldhús geta séð öllum farþeg-
um fyrir mat i einu en alls taka
flugvélamar 102 farþega að áhöfn
meðtalinni.
Flugvélarnar voru báðar teknar
í notkun árið 1990 og er búist við
að þær munu gegna hlutverki Air
Force One eitthvað inn í næsta ár-
þúsund.
James Bond getur loksins sent tölvupóst:
Tímasprengja eyöi-
leggur skilaboðin
- ef sendandinn vill ekki að hægt verði að lesa þau hvenær sem er
■ Nú geta ■
V James ■
■ Bond og
fleiri njósn- 1
arar hlakkað '
til að senda
tölvupóst því
bráðum kemur á
markað póstkerfi
sem getur eytt
skilaboðum sjálf-
krafa um leið og
búið er að lesa þau