Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 4
48 * ^ .¦ —........... LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Reynsluakstur - sjálfskiptur Isuzu Trooper 3,0 dísil: Enn skemmtilegri - aflmikil dísilvélin dugar vel fyrir sjálfskiptingu Isuzu Trooper hefur veriö tekið mjög vel meðal íslenskra jeppa- kaupenda og á tímabili fengu færri en vildu þannig að biðlistar voru eftir þessum vin- sæla jeppa um langa hríð. Eftir reynsluakst- ur fyrr á þessu ári sagði svo um Trooper: „Eftir þennan reynsluakstur er þó ljóst að þetta er bfll sem leynir verulega á sér, hér fæst heimikið fyrir peningana, gott vélarafl og mikið snún- ingsvægi. Innanrýmið er einnig með því rúmbetra á markaðn- um og einkum eru það ökumenn í stærri kant- inum sem uppskera hér betur en í sumum þeirra jeppa sem Trooper er að keppa við. AUt þetta leggst á eitt að gera Trooper að notadrjúgum bíl: rúm- gott innanrými, tog- mikil dísilvélin og dá- gott verð. Þar að auki má telja til kosta góða aksturseiginleika i langferðum. Ef sjálf- skipting væri fáanleg meö dísilvélinni þá er næsta öruggt að bDlinn mun höfða til enn stærri kaupendahóps." Á þessum tíma var sjálfskipting ekki í sjónmáli en ljóst að þessi afl- mikla dísilvél var vel til þess fallin að taká við sjálfskiptingu, enda var bíU- inn kominn með hana á heimamark- aði í Japan. Nú er þessi vinsæli jeppi hins vegar einnig í boði með sjálfskipt- ingu með dísilvélinni og fengum við einn slikan i reynsluakstur á dögun- um. Gott afl sem nýtist vel Með nýrri gerð fékk Trooper dá- góða andlitslyftingu sem liggur helst í nýju grilli, nýjum aðalljósum og nýj- um framstuðara en billinn er að mestu með sama búnaði og áður. Trooper er með ágætt rými fyrir sjö og er byggður á sjálfstæða grind. Hljóðlát dísilvélin skilar 159 hestöfl- um og ólíkt handskipta bílnum finnst vel fyrir þeim strax á fyrstu metrunum og um leið og vélin er farin að snúast aðeins hraðar kemur aflið inn af enn meiri krafti og nokkrum metrum síðar Isuzu Trooper Lengd/breidd/hæð (mm): 4795/1835/1840. Hjólahaf: 2760. Sporvldd framan: 1530. Sporvídd aftan: 1535. Eldsneytistankur: 85 lítrar. Dfsilvél, 4ra strokka linuvél, DOCH, rúmtak 2999 cc, há- marksafl 159 hö. (117 kW) við 3900 samin. Snúningsvægi 333 Nm v/2000 sn. Þjöppuhlutfall 19,0:1. Fjöðrun: Framan: Sjálfstæð vindufjöðrun, jafhvægisslá. Aftan: Fjölliða gormafjöðrun, jafhvægisslá. Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskipt- ing eða 5 gira handskipting. Millikassi 2 gíra. Drifhlutfbll 1/1000,1/2051 Hemlar: Diskahemlar á öllum hjólum. Stýri: Vökvastýri. Hjól: 265/75x16. Þyngd bíls fullhlaðins 2730 kg. Eigin þyngd 2080 kg. Verð: Umboð: Hér sést vel hvernig hægt er aö hengja upp annaö aftasta sœtiö til að fá meira pláss í farmrýminu. Isuzu Trooper, notadrjúgur og rúmgóður sjö manna jeppi með snotru yfirbragði sem nú er einnig i dísilvélinni sem gerir hann enn skemmtilegri. er það yfir- drifið. Þó er ljóst að sjálf- skiptingin tekur nokk- uð til sin af aflinu en ekki þó þannig að það skaði. Líkt og á handskipta bílnum kem- ur það skemmtilega á óvart að aka bessum jeppa á góðri siglingu upp langa brekku og finna hve aflið er i raun yf- irdrifið. Ný og endurhönnuð disilvélin er sparneytnari en áður, jafhframt því að vera aflmeiri. Nákvæm rafeindastýr- ing á beinni innsprautun eldsneytis í brunahólf tryggir hámarksnýtingu þess hverju sinni. Auk þess að auka sparneytni sér þessi nýja tækni til þess að mengun frá útblæstri vélarinnar er minni, titringur frá vél er minni og vélin er verulega hljóðlátari, nokkuð sem er sérlega þægi- legt í langkeyrslu því þá er Trooper með disilvél síst háværari en sambærilegur bíll með bensinvél. boði með sjálfskiptingu með DV-myndir Pjetur á millikassa gerir mögulegt að skipta frá eindrifi í aldrif á allt að 100 kfló- metra hraða með einni fingursnert- ingu. Driflæsing er á afturdrifi. Lipur sjálfskiptingin vinnur vel með vélinni og hægt er að kalla fram gott viðbragð Lipurt aidrií ,Með því að styðja fingri á einn hnapp í mælaborðinu er bíll- inn kominn í fjór- hjóladrif. Rafstýring Enn sem fyrr er Trooper með tvískiptri afturhurð sem nýtist ágætlega, auk þess að gefa gott að- gengi ab farmrýminu þegar báðar eru opn- aöar. frá vélinni ef þörf er á. Vel heppnuð skipti- hlutfóll í gírkassan- um eiga eflaust sinn þátt í þessu. Snjór og slabb reynsluaksturs- dagana gerði það að verkum að enn meira reyndi á drifrásina sem stóðst þetta með prýði. iw*221*ífr Varar ftgW» BORÐINN hf. Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 VISA 1 • Vélastillingar • Hjólastillingar • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar • Almennar viðgerðir •Varahlutaverslun á staðnum Mesta breytingin í útliti eru mýkri línur á framenda. Slaglöng fjöðrun Sjálfstæð vindufjöðrun með tveimur sveifluörmum að frarnan tekur ójöfhur vel og slaglöng fjöðrunin nýfur sín einnig vel ef ekið er við erfiðar aðstæð- BODDIHLUTIR, LJOS OG VATNSKASSAR í alla bfla! Símí S3S 9000 2000 vand- inn í bíla- skráningu Nokkrir bílakaupendur í Maine í Bandaríkjunum fengu forsmekk af 2000 vandanum þeg- ar þeir fengu skráningarskír- teini nýju bílanna sinna nú á dögunum. Þar voru bílarnir skráðir sem „hestlausir vagn- ar". Skráningartölvurnar voru ekki viðbúnir 2000 vandanum þegar til átti að taka og litu á ár- gerð 2000 sem árgerð 1900 en voru forritaðar til þess að skil- greina sérhvert farartæki eldra en frá árinu 1916 sem „hestlausa vagna". HeimUd: MSN ur. Að aftan er 4ra liða gormafjöðrun ásamt jafnvægisslá sem kemur þægi- lega á ðvart. í heild gefur þessi fjöðrun greinilega hámarksþægindi í akstri Sjálfskiptingin er létt og liöleg og svarar vel. Hægt er að breyta skipti- mynstrínu, fá fram sportlegra skipti- mynstur eöa skiptistig sem hæfir snjóakstri. ásamt því að tryggja aukna rásfestu og veggrip. Trooper er greinilega I essinu sínu í þjóðvegaakstri og á lengri leiðum. Þar er fjöðrunin í góðu jafhvægi og til þess að gera stór bíllinn nýtur sín veL í innanbæjarakstri er þetta hins vegar heldur stór bíll til að njóta sín til fulls og svo sérkennilegt sem það er þá fannst mun meira fyrir smáójömum og misfellum þegar ekið var innanbæjar en í langkeyrslu. Trooper er lipur i akstri sem sést meðal annars á því að snúningshring- ur bilsins er aðeins 11,6 metrar. Rúmgóður Það skiptir miklu máli að bíll sé rúmgóður og þægilegur í akstri og þeg- ar jeppi á í hlut að þetta sé jafnt hvort ekið er innanbæjar, á þjóðvegum eða á ógreiðfærum slóða. Trooper sameinar þetta vel og vegna þess að ökumaður- inn situr hátt er yfirsýn fram á veginn góð og óhindruð. Stjórntæki eru innan seilingar, hnappar nýtilegir og þægi- legir í notkun. Hvar sem á er litið þá er Trooper þægilegur bflL Mikið hefur verið lagt upp úr öUum innri búnaði, sæti eru þægi- leg og nægt pláss er fyrir alla, jafnt hvort þeir sitja í fram- sætum eða aftursætum, en alls eru sæti fyrir sjö. Farangurs- rými er ágæt- lega rúmgott, með flötu gólfi, og að- gengi að því er gott um stórar afturdyr sem, líkt og í eldri gerðum Trooper, eru tvískiptar. Mjórri hlutinn situr eftir þegar stærri hurðin er opnuð en með einu handtaki er hægt að opna hana líka út á hlið. Öftusm sætin tvö er hægt að leggja upp að hhðum til að fa pláss i farmrými. Festilykkjur eru í gólfi svo hægt sé að binda niður þunga hluti í flutningL Enn skemmtilegri og á góðu verði Handskipti bfllinn kom vel út eftir reynsluaksturinn fyrr á árinu og það verður að segja eins og er að sjálfskipt- ingin bætir um betur og gerir bflinn enn skemmtilegri. Með henni er þetta einstaklega ljúfur bfll í akstri og gefur mörgum öðrum svipuðum bílum með bensínvél lítt eða ekki eftir. Trooper í staðalgerð með dísilvél kostar kr. 2.985.000 og með ABS kr. 3.085.000. Innifalið í staðalbúnaði eru samlæsingar, rafdrifnar rúðuvindur, rafstýrðir og upphitaðir útispeglar, brettakantar, álfelgur, sjö sæti, litað gler, stokkur á milli sæta og útvarp með segulbandi. Sjálfskiptur Trooper með dísflvél kostar kr. 3.157.000 án ABS en kr. 3.255.000 með ABS. -JR Stóra tromp Trooper er aflmikil dísil- vélin sem skilar 159 hestöflum og miklu snúningsvægi sem sjálfskipt- ingin nýtir vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.