Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 1
ÞRIDJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 I Quake iii | Arena kominn út bls. 18 Kenningin um Troju- genið bls. 19 Njósnanet um allan heim bls. 20-21 PlayStation X* cb K f I 1 Netscape dregst aftur úr ýiijjíiiiii ' Aðdáendur Netscape-net- vafrans þurfa enn að bíða eftir að fimmta kynslóð vafrans komi loks á markaðinn og er útlit fyrir að sú bið muni að minnsta kosti standa í tvo mánuði til viðbótar. Biðin eftir vafranum er orðin ansi löng, sérstaklega þar sem áætlað hafði verið að gefa hann út síðasta sumar. Á meðan heldur keppinauturinn, Microsoft- tölvurisinn áfram að þróa Explor- er-vafra sinn, en fyrir helgi setti fyrirtækið tiiraunaútgáfu af Ex- plorer 5,5 á Netið. í kjölfar framúr- aksturs Microsoft á vaframarkaðn- um hafa margir tekið Explorer fram yfir Netscape og hætt er við að svo verði áfram ef Netscape fer ekki að slá í klárinn. Þúsund sinnum Dimmblá Tölvufyrirtækið D3M kynnti í gær fyrirætlanir sínar um að smlða ofur- tölvu sem yrði hvorki meira né minna en 500 sihnum öflugri en öflugustu ofur- tölvur sem þekkjast í dag. Verkefn- ið mun kosta rúma sjö milljarða króna og áætlað er að takmarkinu verði náð innan fimm ára. Tölvan hefur fengið viðurnefnið „Blágen" og verður hún 1000 sinnum öflugri en Dimmblá - IBM- tölvan sem lagði Kasparov að velli í skákinni sæll- ar minningar. Blágen verður hins vegar notuð til öllu nytsamari hluta en að tefla skák - hana á að nota til rannsókna á próteinum í mönnum sem eiga að hjálpa vís- indamönnum að skilja sjúkdóma og auðvelda leit að lækningu. Þessi föngulega leikkona hér á for- síðumyndinni sýnir hér listir sínar í gervi tölvuleikjahetjunn- ar Löru Croft í verslunarmiðstöð í borginni Varsjá í Póllandi fyrir stuttu. Hún var þar að kynna hinn nýja Tomb Raider-leik, sem er hinn fjórði í seríunni um fornleifafræðinginn barramikla. Leikurinn, sem heitir fullu nafni Tomb Raider: The Last Revelation, er einn sá vinsæl- asti á markaðnum í Evrópu fyrir þessi jól. Enda ekki að furða þar sem leikirnir þrír sem á und- an honum komu hafa allir rokselst einnig. Gagnrýnendur hafa einnig tekið nýja leiknum nokkuð vel og segja að hann komist hvað næst fyrsta leiknum hvað skemmtanagildi varðar, en leikir nr. 2 og 3 hafa af mörgum verið taldir eft- irbátar þess fyrsta þó svo ákveðnar tæknibreyt- ingar hafi verið innleiddar í þehn. Last Revelation byggir meira á að leysa gátur en fyrri leikirnir og þykir sá þáttur leiksins vel heppnaður. Framleiðendur Tomb Raider hafa lýst því yfir að þetta sé síðasti nýi Tomb Raider-leikurinn í bili - fimmti leikurinn muni ekki koma út um næstu jól. Ætlun þeirra er þó sennilega ekki að leggja Löru algjörlega á hilluna, heldur reyna að lífga verulega upp á leikina og innleiða Qeiri nýj- ungar. Til þess þurfa þeir fieiri en eitt ár til að vinna þróunarvinnu sína. þegar hljómtæki skipta máli IS-21 Er glæsilega hönnuð hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og kraftmikil með 2 x 100 W útgangsmagnara, Power Bass hátalara, funky blá baklysing, einingar sem auðvelt er að taka i sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt það sem þú vilt hafa i alvöru hljómtækjastæöu, og meira til! 5&90O w. stgr. N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.