Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 2
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 ÍD533 Biðin senn á enda: Quake III Arena kominn í verslanir erlendis Síðasta fóstudag átti sér stað við- burður sem gríð- arlega margir leikjaáhuga- menn hafa beðið eftir með óþreyju síðasta árið eða svo: Quake III Arena kom loksins í verslanir. Ekki þó hér á landi held- ur í Bandaríkjunum, en þetta þýðir að sjálfsögðu fyrir íslenska leikja- vini að Q3A kemur hingað til lands á næstu vikum. Kapphlaupið var að vonum mikið í öllum helstu leikjaverslunum og gripu margir í tómt þar sem fyrstu sendingar fóru að langmestu leyti í hendur þeirra sem höfðu pantað sér leikinn með nokkurra mánaða fyr- irvara. Jafnframt þessu var loksins sett á Netið „alvöru" demóútgáfa af leikn- um, en hinar fyrri, sem birst hafa á Netinu, hafa verið tilraunaútgáfur frá Id Software, sem settar voru á Netið til að fá Quake-spilara til að - fyrstu umsagnir lofa góðu Kapphlaupið var að vonurrt mikið í öllum helstu teikjaverslunum og gripu margir í tómt þarsem fyrstu send- ingar fóru að lang- mestu leyti í hendur þeirra sem höfðu pantað sér leikinn með nokkurra mánaða fyr- irvara. leita að villum svo hægt væri að fínstilla ýmsa þætti leiksins. Demóútgáfan nýja er hins vegar eingöngu ætluð til að hjálpa al- menningi til að ákveða hvort leik- urinn sé þess virði að kaupa hann eður ei. Hana er m.a. hægt að fá á Klesk er einn hinna snoppufríðu andstæðinga sem mæta manni í eins- mannsútgáfunni af Quake III Arena. opinberri heimasíðu leiksins, en hafa ber í huga að hún er frekar (http://www.quake3arena.com/) stór, alls 48 MB. Erfið bið Búast má nú við að á öllum helstu leikjaheimasíðum og leikjablöðum fari að birtast dómar um þennan margum- talaða leik, en einna fyrstir tii að birta umfjöllun voru umsjónarmenn Stomped.com (http://www.stomned.com/). Þeir gefa leiknum mjög góða einkunn, sem von- andi er fyrirboði um margar svefnlaus- ar nætur Quake-áhugamanna. i dómi þeirra kemur fram að það eru ekki ein- ungis fjölspilunarmöguleikar Quake III Arena sem eru ffamúrskarandi, heldur geta einleikarar einnig haft mjög gaman af leiknum. Andstæðingar einleikara eru vel hannaðir að sögn þeirra og haga sér þannig að gaman er að keppa við þá. Undirritaður er í hópi þeirra sem eiga erfitt með að bíða eftir að þessi þriðja útgáfa Quake mæti loks á svæðið og frnnur litla huggun í því að lesa um- sagnir heppinna bandarískra leikjavina um fyrirbærið. En þó næstu dagar verði erfiðir þá styttist biðin, guði sé lof, ein- ungis nokkrir dagar í viðbót... -KJA Sá sem hefur tækið á höfðinu erþar með kominn með þægilegan og ein- faldan Htaskjá fyrir framan sig sem hægt er siðan að tengja í fartötvu. Með tölvu- skjá á höfðinu Litlar Nýlega komu á markaðinn hér á landi litlar öflugar talstöðvar sem hafa vakið nokkra athygli fyrir ýms- ar sakir. Stöðvamar eru frá franska fyr- irtækinu Président og eru á stærð við GSM-síma eða minni og eru gular að lit. Talstöðvamar em til í tveimur gerð- um, annars vegar Liberty, sem era seld- ar tvær saman í pakka á 15.900 krónur og Micro 430S, sem kostar 15.900 krónur stykkið, en henni fylgir hleðslutæki, hlaðanleg rafhlaða, rafhlöðuhulstur og taska utan um talstöðina. Liberty-stöðvamar era mjög einfald- ar í notkun, á þeim era aðeins tveir takkar. Þær ganga fyrir rafhlöðum en bjóða ekki upp á neina aukahluti. Micro 430S bjóða hins vegar upp á notkun á aukahlutum eins og hljóðnema í eyra, raddstýrða hljóðnema, hlaðanlegar raf- ■JS^LÍ & lb\ Nýjung á íslandi: kröftugar talstöðvar J Það sem er sérstak- lega áhugavert við þessar stöðvar er hversu litlar og lang- drægar þær eru, en þær draga þtjá til fimm kílómetra. Þær eru á 433 MHz-tíðni og því þarf engin leyfi fyr- ir þeim og ekki þarf að greiða rekstrargjöld hlöður og fleiri stiilimöguleika. Ýmsir notkunarmöguleikar Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar stöðvar er hversu litlar og langdrægar þær era, en þær draga þrjá til fimm kilómetra. Þær eru á 433 MHz- tíðni og því þarf engin leyfi fyrir þeim og ekki þarf að greiða rekstrargjöld. era því tiltölulega ódýrar og góðar stöðvar sem leysa sam- skiptavanda á ódýran en vandaðan hátt. Það er fyrir- tækið Aukaraf sem selur stöðv- amar og segja menn þar á bæ að viðtökumar hafi verið snarpar og þeir sem þegar era famir að nota talstöðvamar frönsku geri það við hinar ýmsu að- stæður. Þar má t.d. nefna iðnaðar- menn á byggingarsvæðum, veiðimenn, Þetta Hinar frönsku Liberty og Micro- talstöðvar hafa fengið góðar viötökur hér á landi og eru nýttar við hinar ýmsu að- stæður. vélsleðamenn, bændur í smala- mennsku og við störf úti á túni eða í útihúsum, golfspilara, hjólreiðafólk, aldrað fólk og ísklifrara. Með Löru Croft í vasanum Tölvueinglymiö er væntan- legt á almennan markaö snemma á næsta ári. .\AU- i -O-JV__ Tomb Raider- leikirnir hafa verið mjög vin- sælir frá því að sá fyrsti í röð- inni kom út fyr- ir Pésann. Lara Croft, aðalsöguhetja leikj- anna, hefur ferðast vítt og breitt um veröldina og birst á ólík- legustu farartækjum. Nú er hún svo á leiðinni á GameBoy Colour-leikja- tölvuna smáu en knáu. Leikurinn, sem á að koma á markað í mars árið 2000, mun eiga að líkjast forverum sínum sem komu út á PC, Mac og PlayStation. Lofa framleiðendur leiks- ins, Eidos, að TombRaider fyrir GameBoy Ccolour verði í þrívídd og sleppi við að verða að einum tvívíddar hopp- og skoppleikn- um í viðbót á GameBoy Colour-vélinni. Alltof oft hafa það nefhilega viljað verða örlög þri- vlddarleikja sem eru gerðir fyrir GameBoy Colour. Enn hættir Sierra við Tölvuleikjafram- leiðandinn Si- erra hefur und- anfamar vikur verið í mikilli uppstokkim. Af þeim sökum hefur fyrirtækið hætt við útgáfu á hin- um ýmsu tölvuleikjum sem beðið var eftir með mikilli eftirvænt- ingu. Þar eru meðal annara leikir eins og Babylon Five og Half Life fyrir makkann. Nú hefur fram- leiðslu á enn einum leik frá Sierra verið stöðvuð. Þar er um að ræða leik sem margir hafa beðið eftir; Tribes Extreme. Útskýringar Sierra-fyrirtækis- ins eru á þá leið að þeir vilji ein- beita sér að framleiðslu Tribes II og reyna að gera þann titil að enn betri fr£imleiðslu. Sierra segir að ekki fari öll vinnan við Tribes Extreme í súginn þar sem hug- myndir og þróunarvinnan sem unnin var eigi eftir að nýtast vel við gerð Tribes II. Það er vonandi að Sierra taki sig saman í andlit- inu og bregðist ekki aðdáendum sínum á nýju ári. /íjjýilT Síðustu misseri hefur umfiöllun rnn tölvur sem hægt er að klæða sig í eða bera utan á sér aukist verulega og það virðist allt stefiia í að slík tækni hreinlega hoppi út úr vísindaskáldsögunum og verði að veruleika. Fyrirtækið Olympus kynnti í síðustu viku tækni sem færir okkur enn einu skrefinu nær þessum veruleika þeg- ar það kynnti einglyrnið Eye-Trek. Þar er á ferðinni örsmár skjár sem er stillt upp fyrir framan ann- að augað. Sá sem hefúr tækið á höfðinu er þar með kominn með þægilegan og einfaldan litaskjá fyr- ir framan sig sem hægt er síðan að tengja í fartölvu. Skjárinn er ótrú- lega skýr, upplausnin er 800 x 600 pixelar og hann virkar á notandann eins og hann sé að horfa á 10 tommu skjá úr 50 cm fiarlægð. Þessi tækninýjung mun að öllum líkindum leiða til þess að hægt verður að hanna fartölvur sem era mun minni og léttari en þær sem eru notaðar í dag, auk þess — sem þær munu þurfa mun minni orku. Stór hluti af orkuþörf fartölva í dag er til kominn vegna skjásins, en Eye-Trek þarf mun minni orku en venjulegur skjár, sem lengir líftima rafhlaða fartölv- unnar verulega. Áætlað er að Eye-Trek komi á markaðinn í byijun næsta árs, og má bú- ast við að fyrstu eintökin verði komin hingað til lands um miðjan febrúar. fiiilij áiíll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.