Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Page 6
22
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
j'jJyJíU'
Pillan slæm ffyrir
tannholdið
Getnaðar-
varnapillan get-
ur verið skaðleg
tannholdi
kvenna og gert
þær viðkvæmari fyrir tann-
holdssjúkdómum. Fyrstu niður-
stöður rannsóknar á 49 konum
frá Sri Lanka benda til að svo
sé, að því er fram kemur i tíma-
ritinu New Scientist.
Tannholdsbólga var 32 pró-
sentum algengari hjá þeim kon-
um sem höfðu tekið getnaðar-
vamarpilluna í allt að fjögur ár
en hjá samanburðarhópi 39
kvenna sem aldrei hafði tekið
pilluna. Þá kom í ljós að bil milli
tanna og tannholds var 2,4 sinn-
um meira hjá konrnn á piilunni.
Lyfjafyrirtæki sem framleiðir
getnaðarvamarpillur hyggst
kynna sér niðurtöður rann-
sóknarinnar, sem gerð var af
vísindamönnum í London og
Sri Lanka.
Fingraför
í stað lykils
Tilraunir með
nýja tegund
geymsluskápa
fara nú fram á
Great Victoria
jámbrautarstöðinni í Belfast á
Norður-lrlandi. Skápamir eru
þeirrar náttúru að aðeins er
hægt að opna þá með fmgrafor-
um leigutakans, segir í tímarit-
inu New Scientist.
Geymsluskápar hafa ekki
sést á brautarstöðinni í Belfast
frá því á áttunda áratugnum
þegar vígamenn úr stríðandi
fylkingum kaþólikka og mót-
mælenda geymdu í þeim
sprengjur en ekki farangur.
Sérhvert fmgrafar er ein-
stakt. Fingrafórin verða geymd
og skráð verður hvenær eig-
andi þeirra tók skápinn á leigu.
Og fari svo að viðskiptavinur-
inn gleymi skápnúmerinu
koma fmgrafórin til hjálpar.
E-vítamín gagns-
laust gegn hjarta-
sjúkdómum
Neysla E-víta-
míns virðist
ekki koma í veg
fyrir hjartaáfoll
meðal þeirra
sem era í áhættuhópi, að því er
fram kemur i niðurstöðum
rannsókna á 9.500 manns 55 ára
og eldri.
Rannsóknin á áhifum E
vítamínsins var hluti stærri
rannsóknar á hjartalyfinu
ramipril. Sumir sjúklinganna
tóku einnig E-vítamín sem sagt
hefur verið að geti að einhverju
leyti dregið úr líkum á hjartaá-
falli.
„Að lokinni fimm ára með-
ferð hafa ekki komið fram nein
áhrif E-vítamíns á hjartasjúk-
dóma,“ segir Salim Yusuf sem
gerði rannsóknina ásamt sam-
starfsmönnum sínum við
McMáster háskóla í Hamilton i
Ontario í Kanada.
Gróðurhúsaáhrif í Bretlandi á næstu öld:
Sjávarstaðan hækkar
um hálfan metra
Sjávarstaðan í
sumum hlutum
Bretlands á eftir
að hækka um allt
að 50 sentímetra á
næstu fimmtíu
árum og ógna til-
vist bæði manna og dýra, auk þess sem
mannvirki verða í stórhættu.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
loftslagssérfræðinga um afleiðingar
gróðurhúsaáhrifanna í Bretlandi. Vís-
indamennimir spá því einnig að vá-
lyndari veður en menn eiga að venjast
muni lemja strandlengjuna og ijúfa
sjóvamargarða á næstu áratugum.
Hækkandi hitastig mun valda
Pess má vænta að lofts-
lagssérfræðingar fari
fram á að skjótt verði
gripið til aðgerða til að
draga úr tjöni við
strandlengjuna og þar
sem hætta er á flóðum.
íbúar á suðausturströnd Englands mega eiga von á flóðum og annarri óáran af völdum gróðurhúsaáhrifanna á næstu áratugum.
þurrkum og aukinni eftirspum eftir
vatni. Þá mun votlendi þoma upp og
mengun aukast af þeim sökum, segir i
skýrslunni sem ýmsar opinberar
breskar stofnanir sem láta náttúruna
sig varða stóðu að.
„Þessi skýrsla sýnir að breytingar á
strandlengjunni eru eitt mikilvægasta
málið,“ segir umhverfisráðgjafinn Rob
Jarman. „ört hækkandi sjávarstaða
mun hafa áhrif á þetta ferli, skapa nýj-
ar hættur fyrir fyrir menn og fe, af-
komu þeirra og eignir og leiða til
krafna um hertar vamir gegn ágangi
sjávar.“
Þess má vænta að loftslagssérfræð-
ingar fari fram á að skjótt verði gripið
til aðgerða til að draga úr tjóni við
strandlengjuna og þar sem hætta er á
flóðum.
„Ógnir steðja að suð-austurhluta
landsins úr mörgum áttum og lofts-
lagsbreytingar munu aðeins gera iilt
verra,“ segir Merylyn Mckenzie-Hed-
ger sem starfar hjá opinberri stofhun
" sem rannsakar loftslagsbreytingar. Sú
stofnun var meðal þeirra sem stóðu
straum af gerð skýrslunnar.
Mckenzie-Hedger segir brýna þörf á
að búa þennan hluta Englands undir
það sem vænta megi af völdum lofts-
lagsbreytinga. „Ekki kemur til greina
að gera ekki neitt,“ segir hún.
Ófrískum konum líklega óhætt að drekka kaífi í hófi:
Sex bollar á
dag í lagi
Góðar fréttir fyr-
ir ófrískar konur
sem þykir kaftl-
sopinn góður.
Samkvæmt rann-
sókn sem nýlega
var greint frá í New England lækna-
blaðinu er vanfærum konum hugsan-
lega óhætt að drekka allt að sex kaffi-
bolla á dag án þess að hættan á fóst-
urláti aukist.
Niðurstöðumar era þó væntanlega
ekki nógu sannfærandi til að þeir
læknar sem hafa ráðið konum frá
kaffidrykkju á meðgöngutímanum
skipti um skoðun.
Brenda Eskenazi við lýðheilsudeild
Kalifomíuháskóla segir i ritstjómar-
grein í læknablaðinu að yfirgnæfandi
vísbendingar séu þó um að ófrískum
konum sé ekki óhætt að drekka kaffi.
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlit-
ið hefur frá árinu 1981 ráðið ófrískum
konum frá því að neyta matvæla sem
innihalda koffin þegar þess er kostur.
Og samkvæmt rannsókn sem birtist á
síðasta ári þurfa ófrískar konur ekki
að drekka nema einn til tvo kaffibolla
á dag til að hættan á fósturláti aukist
um 40 prósent. Þá vom 50 prósent
meiri líkur á að fæðingarþyngd bama
þeirra yrði óeðlilega lítil.
/ nýjustu rannsökninni
var koffínneyslan ekki
mæld beint en niður-
stöðumar virðast engu
að sfður draga ertthvað
úráhyggjum manna af
hóflegri kaffidrykkju.
Kaffidrykkja er hugsanlega ekki jafnóholl vanfærum kon-
um og hingaö til hefur veriö taliö þótt best sé aö gæta hófs
í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum.
í nýjustu rannsókninni var koffin-
neyslan ekki mæld beint en niður-
stöðumar virðast engu að síður draga
eitthvað úr áhyggjum manna af hóf-
legri kaftldrykkju.
Mark A. Klebanoff og samstarfs-
menn hans við Utah-háskóla í Salt
Lake City mældu mágn efnisins
paraxanthines i blóði 591 konu sem
hafði misst fóstur og hjá 2558 konum
í samanburðarhópi. Efnið paraxant-
hine myndast þegar koffin brotnar
niður í blóð-
inu.
Vísindamenn-
irnir komust
að því að auk-
in hætta á fóst-
urláti tak-
markaðist nær
eingöngu við
konur með
mest magn
paraxanthines
í blóðinu. Af
þeim sökum
drógu þeir þá
ályktun að hóf-
leg kaffi-
drykkja væri í
lagi. I ljós kom
að konur sem
vógu 60 kíló,
reyktu ekki og
drukku sex kaffibolla á dag, voru með
hóflegt magn paraxanthines í blóð-
inu.
Hins vegar er sambandið milli
paraxanthinemagns og koöínneyslu
flókið og því getur verið erfitt að
ákvarða hversu mikið kaffi vanfærar
konur geta drukkið án þess að hætt-
an á fósturláti aukist.
Ófrískum konum eða konum með
börn á brjósti er þvl kannski hollara
að láta kaffibollann eiga sig að mestu.
Geimkönnunarflaugin Galileo á hringsóli viö Júpíter:
Fylgihnöttur veginn og metinn
Bandaríska
könnunarfarið
Galileo flaug ný-
lega fram hjá Io,
einu tungla reiki-
stjömunnar
Júpíters. Að sögn geimvísindamanna
komst Galileo næst tunglinu í 300
kimómetra fjarlægð.
Á ferðalagi sínu tók Galileo mynd-
ir af Io og mældi hátt og lágt. Eld-
virkni er hvergi meiri í sólkerfmu
okkar en einmitt á þessum fylgihnetti
Júpíters. Þegar geimfarið hafði lokið
sér af við Io flaug það einnig fram hjá
Júpítertunglinu Evrópu.
Um tíma var útlitið fyrir Galileo
kannski ekki allt of bjart því þegar
könnunarfarið flaug í gegnum geisla-
belti Júpíters slökknaði á öllum
mælitækjum þess. Verkfræðingum
Jet Propulsion á rannsóknarstofu
geimvísindastofnunarinnar NASA í
Pasadena í Kaliforníu tókst aftur á
LÍIiJJh
í^/öí/
Á næstu vikum er von á myndum af io, einu tungla
Júpíters, til jaröar frá könnunarfarinu Gaiileo sem
hefur veriö á hringsóli um reikistjörnuna frá árinu
1995.
móti að senda boð
til geimfarsins í
tæka tíð og öll tæki
hrukku aftur í gang
aðeins fjórum min-
útum eftir að það
flaug næst tunglinu
Io. Galileo gat
þannig framkvæmt
um helming allra
rannsóknanna sem
til stóð.
Á næstu vikum
mun Galileo svo
senda fyrstu mynd-
imar úr þessu fram-
hjáflugi sínu niður
til jarðar. Auk þess
að taka myndir
voru einnig gerðar
mælingar á efna-
samsetningu yfir-
borðs stjömunnar,
segulsviði hennar
og hitanum og þyngdarkraftinum
sem þar ríkja.
Galileo flaug síðast fram hjá Io í
október síðastliðnum, þá í 611 kíló-
metra hæð. Á myndunum sem þá
voru teknar má sjá risastóran eldgíg
sem hefur verið skírður Prómeþeifur.
Hann hefur verið virkur í tuttugu ár
og líkist eldgígum á Hawaii. Hraunið
rennur í stríðum straumum úr gígn-
um sem er 28 kílómetra langur og 14
kílómetra breiður.
Galileo hefur verið á hringsóli um
Júpíter og tunglin hans frá árinu
1995.
Á næstu vikum mun
Galileo svo senda fyrstu
myndimar úr þessu
framhjáfíugi sínu niður
tiljarðar,: