Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 ríéiiliiir AOL með „tækninýjungar" Yfirleitt eru bandarísk fyr- irtæki á sviði tölvu- og fjar- skiptatækni fljót til með allar nýjimgar sem koma fram á því sviði. Hafa bandarísk fyrirtæki yfir- leitt verið mánuðum og jafhvel árum á Evrópu- búum með allt það nýjasta í þessum geira. Nú hef- ur banda- riska net-fyr- irtækið AOL seir er þekkt net-þjónustufyrirtæki um allan heim, opinberað áform sín um nýja þjónustu fyrir viöskiptavini sína á næsta ári. AOL hyggst nefni- lega gera viðskiptavinum sín- um kleift að senda skilaboð af Netinu í farsíma og úr farsím- um í farsíma, eða svokölluð SMS-skilaboð. Nú skýtur skökku við þar sem SMS skila- boð hafa verið notuð í Evrópu og hér á klakanum i þónokkurn tíma. Reyndar er þessi fjarskiptamáti orðin svo algengur hér á landi að maður heyrir pípa í farsímum úr öll- um áttum nánast hvar sem maður er. StarCraft fyrir Nintendo 64 Einhverjir skemmtilegustu herkænskuleik- ir sem komið hafa út eru án efa Warcraft 1 og 2 og Starcraft frá Bungie tölvuleikjafyrir- tækinu. Þetta eru rauntíma herkænskuleikir meö frábæra grafík, persónur og einstaka leikhæfni. Leikirnir hafa kom- ið út fyrir PC, Mac og PlaySta- tion. Nú er á leiðinni útgáfa af StarCraft fyrir Nintendo 64 leikjatölvuna. Reyndar hefur þessi Nintendo-útgáfa verið lengi á leiðinni því henni hef- ur verið frestað aftur og aftur. Nú hefur útgáfudagur verið ákveðinn fyrir leikinn og mun stundin loks renna upp þann 10. apríl árið 2000. Sony gerir upp PlayStation leikjavélin hef- ur selst gríðar- lega vel um all- an heim síöan hún kom fyrst á markað. Nú hefur Sony sent frá sér nýjar tölurum sölu og dreifingu á þessari vinsælu leikjatölvu. Það sem er merkilegast við þessar tölur er að nú hafa hvorki fleiri né færri en 70 milljón eintök af vélinni farið á markað frá þvi í september 1995 þegar PlayStation kom fyrst á markað. Það sem Sony græðir mest á eru leikimir, en Sony fær hlut af hverjum ein- asta PlayStation leik sem er seldur ásamt þvi að framleiða leiki sjálfir. Leikir fyrir vélina hafa selst mjög vel eða 6 leikir á hverja selda tölvu frá upp- hafi. Það fer þó líklega að koma að leikslokum í sölu á PlayStation leikjavélinni bráð- um þar sem afkomandi hennar er væntanlegur á næsta ári. 'IUI'JU- Jiílídx 'íjiJjiJ- íjilj> Rússneskur súper-örgjörvi: Tvöfalt hraðari en þeir hröðustu í dag - vantar bara íjármagn til framleiðslu Breskt fiármála- fyrirtæki, Robert Flemings að nafni, er í óða- önn þessa dagana að reyna að safna saman fólki og fyrirtækjum til að fiárfesta í rúss- nesku fyrirtæki sem ber nafnið El- XJQ Bransa-blaðið Microprocessor Report skýrði frá því að út- reikningar rússnesku vfsindamannanna sýndu fram á hraðari reiknigetu en áætlanir Intel-fyrirtækisins á hraða Itanium- ör- gjörvans sem það er með í þróun. Rússneska fyrirtækið Elbrus hefur innan sinna raða vísindamenn sem störfuðu við tölvukerfið sem stjórnaði kjarnorkueldflaugum Sovétríkjanna. brus. Þetta rússneska fyrirtæki hef- ur innanborðs vísindamenn sem störfuðu áður við þróun á tölvukerfi því sem stjómaði kjamorkuflaug- um Sovétríkjanna sálugu. Rúss- nesku vísindamennirnir segjast geta hafið framleiðslu innan þriggja ára á örgjörva sem sé tvöfalt hrað- Tölvuþrjótur sleppur við fangelsi: Seldi ólöglegar MP3- skrár fyrir milljónir - slapp vegna þess að hann játaði í síðustu viku var í fyrsta sinn í Bandaríkjun- um felldur dóm- ur í sakamáli þar sem söku- dólgurinn seldi MP3-skrár og stolin forrit gegnum Netið. Dómurinn í málinu þótti frekar mildur þar sem þrjóturinn, 22 ára háskólanemi að nafni Gerard Levy, slapp með skrekkinn og fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm og að auki gert að sæta reglulegum þvagprófunum og takmörkunum á netnotkun. Gerard Levy viðurkenndi sök sína og er það talið hafa bjargað honum frá fangelsi. Saksóknarinn í málinu gat nefnilega ekki réttlætt dýra rann- sókn á hvað miklu magni af MP3- skráum og forritum Gerard Levy seldi í heild sinni þar sem málið var Að sjálfsögðu er sala MP3-skráa á Netinu ólögleg ef hún fer fram án sam- þykkis þeirra sem eiga höfundarrétt að viðkomandi tónlist. talið leyst frá byrjun. Þar með komst frá magninu þar sem sakborningar Gerard Levy upp með að skýra ekki þurfa ekki að tjá sig um mál sín. ari en hröðustu örgjörvar dagsins í dag frá fyrirtækjum eins og Intel og Motorola. Grunnurinn að þessum örgjörva, sem er kallaður E2K, á einmitt rætur sínar að rekja til tölvukerfisins er stjórnaði kjamaflaugum Sovétríkjanna. Rússnesku vísindamennirnir hafa þó ekki enn framleitt eintak af örgjörvanum en segjast hafa gert alla rannsóknarvinnu og útreikn- inga sem til þarf. Bransa-blaðið Microprocessor Report skýrði frá því aö útreikningar rússnesku vis- indamannanna sýndu fram á hrað- ari reiknigetu en áætlanir Intel-fyr- irtækisins á hraða Itanium-ör- gjörvans sem þeir eru með í þróun. Það eina sem Elbrus þarf þá eru peningar og nóg af þeim. Fyrirtæk- ið Robert Flemings er ekki komiö með alla þá fiárfesta sem til þarf og segja þeir að sú ríkjandi skoðun að ef það er ekki fundið upp í Banda- ríkjunum þá virki það ekki sé þeim fiötur um fót. Áætluð upphæð við- skipta Gerard Levy með stolin forrit og MP3-skrár er um 70.000 dollarar (u.þ.b. 5 milljónir ísl. króna) og ef að það hefði komið fram í málinu hefði dómurinn getað hljóðað upp á þriggja ára fangelsi og 250.000 dollara (um 17,5 milljónir ísl. króna) sekt. Áætluð upphæð viðskipta Gerard Levy með stolin forrit og MP3-skrár er um 70.000 dollarar (u.þ.b. 5 millj- ónir ísl. króna) og ef að það hefði komið fram í málinu hefði dómur- inn getaö hljóðað upp á þriggja ára fangelsi og 250.000 dollara ( um 17,5 milljónir ísl. króna) sekt. Ekki var nóg með það að Gerard Levy væri gripinn glóövolgur við þessa ólöglegu iðju sína á Netinu því að auki fundust í blóði hans leif- ar af kannabis. Bungie gleður leikjavini: Safnkassi fyrir makkann - fjöldi gamalla leikja saman kominn Margir nýir makkavinir hafa bæst í hópinn eftir aö iMac-tölvan kom á markaöinn. Þeir ættu að gleöj- ast yfir því aö fá tækifæri á aö spila gamla, sígilda leiki fyrir makkann. Makkinn er ekki alltaf í fyrsta sæti hjá leikjaframleiðendum og í raun er hægt að telja áfingrum ann- arrar handar þá leikjaframleið- endur sem hafa látið makkann í fyrsta sæti. Þar hátt á lista er tölvuleikjafyrir- tækið Bungie, sem hefur alltaf gefið afurðir sínar fyrst út á makkanum. Bungie hefur nú safnað saman í Marathon-leikirnir voru afar vinsælir á makk- anum og efeinhver makkavinurinn á ekki þá seríu þá er ærin ástæða fyrir viðkom- andi að skella sér á þennan pakka. einn pakka broti af því besta sem þeir hafa gert í gegnum árin. Þar er á ferð pakki sem ber nafn- ið Bungie Mac Action Pac. Þar eru á ferð gamlir vinir eins og Abuse sem er tvívíður skotleikur sem eldist vel, Pat- hways Into Darkness sem var einn fyrsti fyrstu persónu skot- leikurinn á makkan- um og svo Marathon serían í heild sinni. Marathon-leikirnir eru algjör snilld og hafa án efa snúið mörgum pésanum yfir á makkann. Mar- athon leikimir voru afar vinsælir á makk- anum og ef einhver makkavinurinn á ekki þá seríu þá er ærin ástæða fyrir við- komandi að skella sér á þennan pakka. Hann hefur aö undanfömu fengið prýðilega dóma á helstu vígstöðvum makkavina á Netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.