Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 ísinn á norðurheimskautssvæðinu hefur þynnst: Golfstraumurinn gæti vikið af leið Vísindamönnum líst ekkert á hve ísinn á noröurheimskautinu hefur þynnst og minnkaö aö umfangi á síöustu árum. Þeir kenna gróðurhúsaáhrifunum þar um. Vísmdamenn við Nansen um- hverfisstofnun- ina í Björgvin í Noregi hafa komist að raun um að ísinn á norður-heimskautinu hefur þynnst og minnkað að umfangi. Breyting- arnar má rekja til gróðurhúsaá- hrifanna svokölluðu og hækkandi hitastigs af þeirra völdum. Afleið- ingamar gætu orðið hrikalegar. „Það er óumdeilanlegt að fjölæri ísinn á noröurheimskautssvæðinu er að bráðna. Á síðustu tuttugu árum hefur flatarmál hans minnk- að um fjórtán af hvmdraði,“ segir Ola M. Johannessen, forstjóri Nan- sen-stofnunarinnar í samtali við norska blaðið Aftenposten. Niðurstöður vísindamannanna birtust í tímaritinu Science sem kom út fyrir skömmu. Það sem nýtt er í rannsóknum norsku vísindamannanna lýtur að þróun fjölæra íssins. Gögnum var safnað fyrir tilstilli örbylgjugervi- hnatta sem sjá í gegn mn skýin. í greininni í Science eru upplýsing- ar frá þeim um stöðugt þynnri heimskautsís tengdar saman við upplýsingar sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa nýlega gert opin- berar, meðal annars frá kjarn- orkukafbátum og heimskautsbæki- stöðvum Rússa á tímum kalda stríðsins. Sú mynd sem þessar upplýsing- ar draga upp er ekki par glæsileg. „Það eru greinilegar vísbending- ar um að gróðurhúsaáhrifanna sé farið að gæta á norðurheimskaut- inu,“ segir Ola M. Johannessen. Ekki er enn ljóst hver áhrif þessa verða á umhverfið. í versta falli gæti bráðnun heimskautaíss- ins haft áhrif á Golfstrauminn og í versta falli gætí bráðnun heimskauta- íssins haft áhríf á Golfstrauminn og hugsanlega gert norð- lægar slóðír óbyggileg- ar. í besta falli gæti bráðnun íssíns opnað ný hafsvæði þar sem hugsanlega værí að finna ný og auðug fiskimíð. hugsanlega gert norðlægar slóðir óbyggilegar. í besta falli gæti bráðnun íssins opnað ný hafsvæði þar sem hugsanlega væri að finna ný og auðug fiskimið. Þá gætu stærri hafsvæði tekið í sig meira af skaðvænlegum kolefnum sem maö- urinn losar út í andrúmsloftið. Þótt óvissan sé mikil og að loft- lagsbreytingamar geti átt sér skýr- ingar í náttúrunni leggur Johann- essen áherslu á að athafnir mann- anna geti haft þar áhrif. Mótmæli með hakki Tölvuþrjótar eru duglegir við að valda alls konar usla á Netinu. í hverj- um mánuði verða einhverj- ir fyrir því að vefsíður þeirra eru óstarfhæfar vegna tölvuþijóta. í síðustu viku var svo gerð árás á vefsíðu rússnesku fréttastofunnar Tass. Vefsíða þeirra varð óstarfhæf í nokkrar klukkustundir. Tölvu- þrjótar þeir sem stóðu að árásinni skOdu eftir skilaboð á siðunni á þá leið að þeir væru að berjast gegn illum öflum. Seinna sendu þeir svo tölvupóst þar sem þeir skýrðu frá því að ástæða árásarinnar væri að mótmæla stríðsrekstri Rússa i Tsjetsjeníu. Ástæðan fyrir því að tölvuþijótamir völdu vefsiðu Tass- fréttastofunnar virðist vera sú að hún styður stríðsreksturinn. ilHMWMMMHMIMHMMnMiaiMRMMMMRnni Ný kennslubók fyrir tölvuáhugamenn: Kennt á Java /jjjjju'áij/ Út er komin hjá Tölvu- skóla Reykjavíkur kennsubókin Java eftir Sigurð Ragnarsson. Bókin bætir úr brýnni þörf á kennsluefni um forritun á íslensku. Java forritunarmálið er til- tölulega nýtt af nálinni í hug- búnaðarheiminum. mm Það er þróað hjá bandaríska tölvufyrirtækinu Sun. Java á vinsældir sínar að stórum hluta Netinu að þakka en Java er einkar hentugt forritunarmál í hvers konar forritun fyrir Netið. Ein af hönnunarforsendum for- ritunarmálsins var að hægt yrði að keyra forritin á Jivaða stýri- kerfi sem er óháð örgjörvateg- und. Þetta mál var leyst með því sem kallað er sýndarvél, sem er nokkurs konar millistig á milli forritsins og vélbúnaðar/stýri- kerfis. Forritskóðinn er fyrst þýddur á svonefndan byte-kóða og þar tekur sýndarvélin við hon- um og þýðir um leið og forritið er keyrt. Hin ýmsu stýrikerfi eru svo með útfærslur af sýndarvél- inni og er því hægt að keyra Java forrit sem skrifuð eru á einni vél á öllum öðrum tölvum svo fram- arlega sem þær hafi áðumefnda sýndarvél. Áfbrigði hefur þróast af Java sem kallast Javascript en það eru lítil óþýdd forrit sem hjúpuð eru í vefsíður og keyrðar Java forritunarmálið er tiltöluiega nýtt af nálinni í hugbúnað- arheiminum. Það er þróað hjá bandaríska tötvufyrírtækinu Sun. Java á vinsæidir sin- ar að stórum hluta Netinu að þakka en Java er einkar hent- ugt forritunarmál I hvers konar forrítun fyrir Netið. í vefskoðurum sem hafa sina eig- in sýndarvél. Bókin er í A4 broti með gormi og er 87 bls. og kostar um 3.000 kr. út úr búð. Bókin fæst í mörgum bókabúðum og hjá tölvusölum. ^Glymur ehf.: á Netinu Nýtt fyrirtæki með viðskipti á Internetinu, Glymur ehf., var stofnað fyrr í haust og býður það innan skamms upp á nýja og öfluga viðskipta- lausn á Intemetinu fyrir heimili og fyrirtæki. Gunnar Jónasson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, segir að félagið sé búið að þróa öfl- ugt verkfæri á Intemetinu fyrir heimili og fyrirtæki þar sem einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geti selt vöru eða þjónustu á afar hagkvæman og aðgengilegan hátt. „Hér verður að fmna allt það helsta fyr- ir einstaklinga og heimili, s.s. atvinna, húsnæði, aíþreying og vörur,“ segir hann. Einnig segir Gunnar að lausnin hafi verið þróuð á einstakan hátt þar sem markhópar em skilgreindir. Við uppsetningu kerfisins eru allir helstu félags- og atvinnuhópar fyr- irfram skilgreindir og til dæmis eiga snyrtistofur sitt markaðssvæði og trillusjó- menn annað. Seljandi vöru eða þjónustu setur inn auglýsingu á einn stað og vefurinn sér um að birta þær í viðeigandi markhópum en einnig ræður seljandi hvort vara sé sett á uppboð eða beina sölu. Kerfið mun einnig tengjast GSM-símakerfinu. Lausnin sem þróuð hefur verið með út- flutning í huga mun verða gangsett á næst- unni. j'Ja'Ífö Hárnákvæm atómklukka i undirbúningi Evrópskir vís- indamenn ætla að freista þess á næstu árum að smíða atóm- klukkur sem eiga ekki að skeika nema einni sekúndu á þremur milljónum ára. Nákvæmustu klukkurnar sem nú erú til flýta sér eða seinka um eina sekúndu á 300 þúsund árum hið mesta og því er að nokkru að keppa. Ná- kvæmustu armbandsúrin á markaðinum flýta sér hins veg- ar eða seinka um allt að eina sekúndu á tíu árum. Evrópusambandið leggur fram um eitt hundraö milljónir króna til verksins. Meiri ná- kvæmni í tímamælingu gæti bætt ýmsar rannsóknir á grund- vallaratriðum eðlisfræðinnar, eins og Ijóshraða. Það eru nefni- lega ekki allir sammála Einstein um að ljóshraði sé föst stærð. Bakverkir burt með nýrri stillingu Einfaldara getur það nú vart verið. Hjólreiðamenn sem kvarta und- 1 an bakverkjum geta oft fengið bót meina sinna með því eipu að stilla hallann á hjólsætinu upp á nýtt. ísraelskir vísindamenn segja í grein í bresku tímariti um íþrótta- lækningar að nóg sé að halla hjól- ! sætinu fram um tíu til fimmtán gráður til aö draga úr álagi á vöðvana og koma beinunum í rétta stöðu. Allt að sjötíu prósent hjólreiða- manna þjást af bakverkjum. Vís- indamennimir fengu fjörutíu hjól- reiðamenn á aldrinum 17 til 72 ára, sem allir kvörtuðu um bakverki, til að stilla hjólsætin. Sex mánuð- um síðar sögðu þrír af hverjum fórum að þeim liði betur. Veturinn verri fyrir hjartað Hjartaáföll að vetri eru ban- vænni en hjartaáföll að sumri. Ástæðan er sú að kuldinn getur hækkað blóðþrýstinginn og valdið auknu álagi á hjartað. Samkvæmt rannsókn Jill Pell og annarra skoskra vís- indamanna, sem greint er frá í fagritinu Heart, eru 19 prósent minni líkur á að þeir sem fá hjartaáfall aö vetri lifi það af, miðað við hjartáföll að sumar- lagi. Breytir engu þótt lífgunar- tilraunimar séu jafnmargar. Meiri líkur eru á myndun blóðtappa þegar kalt er í veðri, kólesterólmagnið er alla jafna meira á vetuma og fleiri sýk- ingar í öndunarfærum geta leitt til fleiri hjartaáfalla. Þá hefur það sitt að segja að á veturna stundar fólk oft minni líkamsrækt. JJuJJsu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.