Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 8
VÍSIR 1961-197« Tveir Rússar refenir úr landi Tveimur rússneskum mönnum var vísað úr landi snemma árs 1963. Þeir höfðu reynt að fá Islending til að afla upplýsinga fyrir sig, sérstaklega varðandi Keflavík- urflugvöll. Þeir höfðu meðal annars borið fé á Islending- inn til að freista hans en það dugði ekki þar sem íslend- ingurinn vildi ekki taka þátt í njósnunum og að endingu sneri hann sér til yfirvalda og sagði frá ágengni Rússanna og lagði fiam peninga sem þeir höfðu skilið eftir hjá hon- um. Eftir uppljóstranir Islendingsins var sett upp gildra sem Rússamir gengu í. Þeir vom fengnir á fúnd þar sem lögregla leyndist. Eftir að sannað þótti að Rússarnir höfðu reynt að fá íslendinginn til að stunda njósnir var þeim visað úr landi. Mál þetta vakti mikla athygli, bæði hér á landi sem og erlendis. Þýsbur ævintýra- maöur Lögreglan í Reykjavík handtók Þjóðverjann Frank Franken seint í janúar 1961. Frank hafði auglýst öryggis- gæslu. Þegar hann auglýsti eftir starfsmönnum að hinu nýja fyrirtæki sínu sagði meðal annars í auglýsingunni: Heiðar- legir og áreiðanlegir, með ábyigðar- og skyldutiIfinningu, séu stundvísir og hófsamir, hafi gott mannorð og séu heilsuhraustir. Ástæða þess að lögreglan handtók Frank Franken var sú að hann var eftirlýstur í Þýskalandi vegna innbrota. Lausn handrita- málsins Það var í apríl 1961 sem deilum um íslensku handritin lauk. Það var síðan um mitt ár 1965 sem danska þjóðþing- ið samþykkti afhendingu handritanna. Ást í Rússlandi Þær fféttir bárust til landsins í mars 1961 að Þórunn Jó- hannsdóttir, sem var mjög efnilegur píanóleikari, hefði gifst rússneska píanóleikaranum Vladimir Ashkenazí. Einstæður atburður Það þótti einstakur atburður að í apríl 1961 rændi grímu- klæddur maður peningakassa í Listamannaskálanum. Mað- urinn gekk þar inn, hrifsaði kassann og hljóp á brott. Á ár- inu 1961 þótti þessi atburður einstakur, það er að rán hafi verið framið um miðjan dag. Gaf 120 listaverk Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandi íslands 120 listaverk í júlí 1961. Gjöf Ragnars var upphaf Lista- safhs ASÍ. Mesta síldin Árið 1962 var sérstaklega gjöfúlt i síldveiðum en meiri síldargengd hafði ekki þekkst fyrr. Enn meiri síld veiddist 1966 en eftir það dró verulega úr síldveiðum. Sérkennilegt smygl Skipveijar á Dettifossi voru handteknir í New York í mars 1962 sökum þess að þeir urðu uppvísir að því að smygla til Bandaríkjanna írskum happdrættismiðum. frskir happdrættismiðar voru eftirsóttir víða og bannað var að selja þá í Bandaríkjunum. Eigi að síður voru þeir afar vin- sælir þar í landi og þess vegna voru skipveijamir á Goða- fossi að freista þess að koma þeim í verð þar. Landhelgissamn- ingur gerður við Breta Það var í mars 1961 sem gerður var samningur við Breta vegna útfærslu landhelginnar í 12 mílur. Mikil átök vom um samninginn og riðluðust störf Alþingis vegna andófs þeirra sem voru á móti hon- um. Tékkinn rekinn úr landi I mars 1962 var tékkneskum manni vísað úr landi vegna gruns um að hann væri njósnari. íslendingur sem hafði keypt tékkneska flugvél fékk heimsókn Tékkans en flugvél- in hafði reynst gallagripur og þess vegna kom Tékkinn hingað til lands. íslendingurinn bar það að Tékkinn hefði beðið sig að skrá niður fjölda flugvéla Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli, gerð þeirra og númer. Hann hefði látið sig hafa skrúfblýant sem var holur að innan og beðið sig að fela upplýsingarnar þar. Eftir handtökuna neitaði Tékkinn alfarið að vera að njósna og við leit á hótelherbergi hans fannst ekkert sem benti til njósna. Eigi að síður var honum vísað úr landi. Ólafur Thors segir af sér Það var í nóvember 1963 að Ólafúr Thois sagði af sér embætti forsætisráðherra en það gerði hann af heilsufarsá- stæðum. Við embættinu tók Bjami Benediktsson. Ólafur Thors lést síðan á gamlársdag 1964. Surtsey gýs Mikið neðansjávargos hófst við Vestmannaeyjar 14. nóvember 1963. Af gosinu myndaðist eyjan Surtsey. Stórbruni í Reykjavík Mikill bruni varð í Reykjavík þegar eldur varð laus í gas- stöðinni Isaga í júlí 1963. Eldurinn var mjög kraftmikill og sprangu gaskútar með þeim afleiðingum að hús í næsta ná- grenni skemmdust. Tveir starfsmanna vora hætt komnir en þeim tókst að forða sér. Hákarl réðst á bát „Sá óvenjulegi atburður átti sér stað er mb. Hafbjörg NK, sem stundar humarveiðar fiá Hornafirði, var að enda við að draga inn trollið að mjög harður hnykkur kom á bát- inn og hélt skipstjórinn í fyrstu að annar bátur hefði siglt á hann. Raunin var önnur því að í ljós kom að stór og mikil skepna hefði hlaupið upp á bátinn og m.a. brotið rekkverk- ið. Gátu skipveijar ekki greint annað en þarna hefði verið hákarl á ferð. Gerðist þetta allt með leifturhraða og fór há- karlinn út af hinni hlið bátsins. Fara engar sögur af að slík- ur atburður hafi gerst áður.“ Bítlaæði grípur um sig Bíltaæði skaut rótum hér á landi með tónleikum í Há- skólabíói í mars 1964. Þar léku unglingahljómsveitir þess tíma og fóra Hljómar fremstir í flokki. Seinna á árinu var kvikmynd Bítlanna, A Hard Days Night, sýnd í Tónabíói og enn og aftur var mikið fjallað um bítlafár á Islandi. Sá sem sá myndina oftast mun hafa séð hana yfir 30 sinnum. Strauk með lögguna Landhelgisgæslan stóð breskan togara að veiðum innan landhelgi í apríl 1967. Honum var vísað til hafnar í Reykja- vík þar sem tveir lögregluþjónar vora hafðir um borð. Skip- stjóri togarans brást við með þeim hætti að sigla úr höfninni með lögregluþjónana um borð. Varðskipið Óðinn náði tog- aranum og var honum aftur snúið til Reykjavíkur. **■ M.lnti (V?#, « »3, iív. Hatmelegur otbut&vr i Koaangtbúilodnum i Þingvbllom FORSÆTIS- RÁÐHERRA ER LÁTINN MIKIIX IIARMtR «r kvrðinn að úbmrku þftWHmíI. Bj»rni Uew- díkuvon forartísréðr herra fár*t k«ne síoní, fní Slgriðl Bjúrnv- dóttur, 05* «bVfttnrsji7ti |x'írra, Benrdðft VH- mustdartyniv í rW«voð* I Kvnmppbúvii&mm á Mngvöllufls á öðmm íímanum í pMU l*rs*i VÍ ktgi nltwÚwr rriðar- f yrít a!ia þjóðina. « hefttr hér orðfð fyrir tjðni, vem rkkl vrrður Bjami BmcdílO*- $tm xxtMÓé atrím a& dvtija t b6*t»Aonm f nó«, f wtiaiH hann i héraftsmöl á SnarfrllinevL. WíH. <fét <| i*0>evélfríínt ÍSSÍW i Hz&œtkit fvv&tnmi&s trxre imr <* vanr *<rm**m. s* *if V*i hÆÖ kt. #5« ! tfthr ptim fytkfi,5 r<tm 130 vm titr. <^j? _________ ***Smtk *ftí* ntKuam V*#- %tm «* hifOm s tirstM «» im*it «*r Ui&i mrn , vm '..- Titmn t&ut&M tmrtm *ht **** «**» ík£3Ó» t*** ts *# t*V tMDM «4 U&UA*. mm* Íé ðr & S «« mt tPH&fkíst tá rfcter wt í !mt mm fi bná t n*m Glæsilegur ferill Biorm Bcncdíkfsson fórst í eldtYOÓa átamt koou smni og dóttursyni Miktó ófoll fytk hlenzku kjóóino tjkttst msTTmjtams Bítlar bjarga barni „Segið þið svo að bítlar geti ekki verið afreksmenn. Glæfralegt ævintýri gerðist kl. 3 eftir hádegi í gær á bað- ströndinni á Langasandi hér á Akranesi. Átta ára drengur, Daði Pétursson, sem heima á á Höfðabraut 12, var að leika sér á vindsæng í flæðarmálinu. Hann var svo upptekinn af leiknum að hann gætti þess ekki að snarpa norðangolu lagði af landi. Vikur nú sögunni til bitlanna Rúnars og Óla og Finns, jaftialdra jieirra. Lágu þeir i makindum í sólbaði fast undir bakka er köll kveða við neðan af sandinum. Bíða þeir ekki boðanna og hendast í einum spreng niður sandinn, út i sjó- inn, syndir eins og selir. Daði litli kraup grátandi á vind- sænginni en brosti gegnum tárin er bjargvættimir gripu i sængina, Rúnar bítill og Finnur hvort í sitt sængurhorn og fóru á undan en Óli bítill ýtti á eftir. Syntu þeir knálega með annarri hendi. Tíu mínútur tók sundið fram og aftur." Islenskt sjónvarp Það vora fáir á ferli þegar fyrsta útsending Sjónvarpsins var í september 1966. Það var útvarpsstjórinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, sem fyrstur birtist á skjánum. Gaf hús Jóns Sigurðssonar Carl Sæmundsen, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gaf íslensku þjóðinni hús Jóns Sigurðssonar i febrúar 1966. Ferró heitir Erró Ferró varð Erró á árinu 1965. Guðmundur Guðmunds- son, betur þekktur sem Erró, kallaði sig Ferró en tapaði málaferlum vegna nafnsins og breytti því í Erró. Upphaf byltingar íslenskir námsmenn héldu inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi í april 1970. Aðgerðimar voru gerðar til að vekja athygli á þvi óffemdarástandi sem ríkti á sviði menntamála og um leið aðstöðu námsmanna heima og er- lendis og til að hvetja íslenska sósíalista til byltingar á ís- landi. Fáum dögum síðar ruddusl námsmenn inn í mennta- málaráðuneytið í Reykjavík. Verið var að vekja athygli á kjörum námsmanna og sýna stuðning við þá sem ráðist höfðu inn í sendiráðið í Stokkhólmi. 20 tonn af séniver Fimm menn vora handteknir á árinu 1967 vegna sér- staks smyglmáls. Mennimir tóku fiskibát á leigu og sögðust ætla að stunda veiðar við Suðvesturland. Það gerðu þeir ekki heldur sigldu til Hollands þar sem þeir keyptu um 20 tonn af séniver. Lögreglunni barst tilkynn- ing að utan um hin miklu áfengiskaup sjómannanna í Hollandi og í framhaldi af því vora þeir handteknir. Sautján heimilis- lausir eftir stór- bruna Þijú hús brannu og sautján manns misstu heimili sín i stórbruna í Lækjargötu í Reykjavik í mars 1967. Gengi krónunnar Gengi krónunnar var lækkað um rúmlega 35 prósent í nóvember 1968. Þetta var gert sökum aflabrests, sérstak- lega í sild, og lækkandi verðs á fiskmörkuðum en vegna þessa lækkuðu útflutningstekjur þjóðarinnar um 45 prósent. Hægri umferð Það var 26. maí 1968 sem skipt var í hægri umferð á ís- landi. Kristján Eldjárn kjörinn forsetí Kristján Eldjárn var kjörinn forseti 1968. Tveir vora i framboði, Kristján, sem fékk 65 prósent atkvæða, og Gunn- ar Thoroddsén, sem fékk 35 prósent atkvæða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.