Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 9
VÍSLR ] __________________________1971-1980 v Viðreisn féll Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, Viðreisn, féll í kosningum á árinu 1971, enþáhafði stjómarsamstarf flokkanna staðið í 12 ár. Sjálfstæðisflokkur tapaði einum þingmanni en Alþýðuflokkur þremur. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, myndaði ríkisstjóm með Alþýðubandalagi og Samtökum fijálslyndra og vinstri manna. 65 ákæröir f janúar 1971 vom 65 menn ákærðir fyrir að hafa með tveimur dráttarvélum með skóflubúnaði, dínamíti, hand- verkfæmm og handafli sprengt upp stíflu í Miðkvísl í Laxá. A'ð auki krafðist einn maður til viðbótar að verða ákærður. Poppurum meinað að flytja klassík Ekkert varð af fyrirhuguðum sjónvarpsþætti með hljómsveitinni Náttúm í mars 1971 þar sem hljómsveitin ætlaði meðal annars að flytja verk eftir Bach og Grieg. Dagskrárstjóra sjónvarpsins, Jóni Þórarinssyni, leist ekk- ert á það uppátæki og því varð ekkert af sjónvarpsþættin- um. Safnað fyrir dauðum fugli Almenn fjársöfnun var gerð til að kaupa uppstoppað- an geirfugl í Englandi. Heimsmeistaraein- vígi í Reykjavík Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn i Reykja- vik snemmsumars 1972. Lengi vel var einvígið í upp- námi vegna sérvisku Fischers en eftir mikinn hamagang sigraði hann glæsilega og varð heimsmeistari. Davíð og bjórinn Davíð Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri keypti bjór í Fríhöfhinni í ársbyijun 1980 og ætlaði með hann heim. Þar sem öðrum en áhöfnum skipa og flugvéla var bannað að fara með bjór inn í landið var bjórinn tek- inn af Davíð. Hann sætti sig ekki við þessa mismunun sem varð til þess að eftirleiðis var ferðamönnum heimilt að kaupa takmarkað magn bjórs. Ásgeir lést Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseti fslands, lést 15. september 1972. Þúsundir fögnuðu Þúsundir manna söfnuðust að hafnarbakkanum í Reykjavík þegar komið var með Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddukvæða í april 1971. Ekki bítlahár í boltanum Knattspymusamband íslands setti reglur um hársídd leikmanna með landsliðinu 1971. Tveir leikmenn þóttu nokkuð síðhærðir, Hermann Gunnarsson og Þorbergur Atlason. Þorbergur sagði af þessu tilefni að hann hætti frekar að spila með landsliðinu en láta klippa sig. Úr 12 mílum í 200 Landhelgi íslands var færð tvívegis út á áratugn- um milli 1970 og 1980. í fyrra sinnið 1972 þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðara sinnið 15. október 1975 þegar hún var færð í 200 mílur. Út- færslumar kostuðu mikil átök, sérstaklega við Breta, og mikil og erfið þorskastrið skullu á. Meðal annars var stjómmálasambandi slitið við Breta. Fyrra stríð- ið stóð yfir i nokkra mánuði og endaði með sigri fs- lendinga. Það var síðan 1975 sem ákveðið var að færa land- helgina affur út, nú í 200 milur. Enn kom til átaka og sem fyrr vom þau bæði á miðunum og eins í sam- skiptum þjóðanna sem endaði með að stjómmála- sambandi var slitið við Breta í febrúar 1976. Síðasta þorskastriði aldarinnar lauk svo í febrúar 1976. Bretar fe'ngu takmarkaðan rétt til fiskveiða við fs- land i sex mánuði. Allsherjargoði viðurkenndur Sveinbjöm Beinteinsson var viðurkenndur af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í maí 1973 og öðlaðist hann því rétt til að framkvæma skím, fermingar, hjónavígslur og greftranir. Hafnaði Silfur- lampanum Þegar Baldvini Halldórssyni leikara var veittur Silfur- lampinn, sem var viðurkenning fra félagi leikdómara, steig hann fram þegar hann átti að taka við verðlaunum og tilkynnti að hann afþakkaði þau. Eftir það var Silfur- lampinn ekki afhentur. Konur gera vart við sig Á árunuml973 og 1974 ber nokkuð á ftéttum þar sem konur létu til sín taka á nýjum sviðum. Þannig segir frá að á árinu 1973 hafi stúlkur farið að æfa knattspymu af alvöru, í byijun júlí 1974 sáust svo fyrstu kvenlögregluþjónamir og síðar á árinu 1974 var fyrsta konan vígð til prests á fslandi, en það var séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Hringvegurinn opnaður Hringvegurinn var opnaður i júlí 1974. SeHfoss nœsti svefnbcer? ***””***•> ***** ' Kópavogshœli n|aipuousf við innbrot »i« W«. 3 ■ Gufustrókar í höfninni *I 4» «llri ÍKnlif fÍRSunni. Hnimery li.trf st«lk«4 ■" «i»" ■ ..... Hrovn hehtvr *tr*m að -------—ELDSLETTUR SiTTU ZXJf. MT Á FLUGVÉLARSKROKK ^ wtnftat.rte »»<*>. «*.** k'*f< *>*r ***«*í%»*u f**í*»*** KARFfetrtr** *r .**«..»* **»* mn xtcnriur vpp *r» »* w. *# *H»t •»* t* «« * tff »* »<<»•»**»«*»***« 1»* ♦ **..'*.*Tr ' ’'***'•**'*•» . , - tr»K «•»*■* Gifurlegt öskufoll f tyjum i nótt Rauf þing og boð- aði til kosninga Ólafúr Jóhannesson forsætistáðherra rauf þing og boðaði til kosninga í maí 1974. Innan eins stjómar- flokksins, Samtaka fijálslyndra og vinstri manna, höfðu menn sagt skilið við stjómina og hún því í raun í minni- hluta og allt stefndi í að vantraust yrði samþykkt. Með því að ijúfa þing var komið í veg fyrir samþykkt van- traustsins. Vigdis Finnbogadóttir varð forseti íslands 1980. Sjálfstæðisflokk- ur sigraði Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í þingkosningunum og var formanni hans, Geir Hallgrímssyni, falin stjómar- myndun. Geirfinnur týndur Það var í nóvember 1974 sem Geirfmnur Einarsson hvarf. Á eftir fýlgdi eitthvert umfangsmesta sakamál ís- landssögunnar, Geirfinns- og Guðmundarmál. Þeim verða plássins vegna ekki gerð frekari skil hér. Sjo forust í þyríuslysi Sjö létust þegar þyrla hrapaði á Kjalamesi 17. janúar 1975. Þyrlan var af gerðinni Sikorsky og hafði skömmu áður verið keypt ffá Þýskalandi. Óljóst var um ástæðu slyssins. Poppari verð- launaður Það þótti tiðindum sæta í febrúar 1975 að Gunnar Þórðarson fékk listamannalaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.