Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 2
20
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000
Sport
Hvað finnst þér?
Hver er
uppáhalds-
íþróttamaöurinn
þinn?
Sigurdur Sigurdsson:
Það er dóttir mín, Ragna Karen
Sigurðardóttir, handknattleiks-
kona í Gróttu-KR.
Hugrún Björnsdóttir:
Ágústa Edda Björnsdóttir,
systir mín.
Aðalsteinn Jónsson:
Þetta var erfíð spurning. Mér
finnst Michael Jordan, körfu-
boltakappi í Chicago Bulls,
rosalega góður.
Elva Björk Sverrisdóttir:
Vá, þetta er erfið spurning.
Ég held ég eigi mér engan
uppáhaldsíþróttamann. Mér
dettur enginn í hug.
Þorbjörg Andrea
Friðriksdóttir:
Þormóður (Egilsson) er
uppáhaldsíþróttamaðurinn
minn, af því hann er svo góður
í fótbolta.
Magic skoraði
17 stig í Svíþjóð
Erwin Magic Johnson skoraði 17 stig fyrir lið sitt, Magic M7, í sænsku
úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina gegn Sundvall Dragons. M7
sigraði i leiknum, 94-64. Magic er fertugur en í mjög góðri æfingu. Hann
leikur af og tU meö liði sínu og hefur æft fimm sinnum i viku síðan í
október er hann var síöast á ferðinni i Svíþjóð.
-SK
Fór í mál við
tyggjófyrirtæki
Kanadíska skautakonan Myriam Bedard, sem unnið hefur tU guUverð-
launa í skauthlaupi á Ólympíuleikum, hefur stefnt tyggjófyrirtækinu
Wrigley og sakar fyrirtækið um að hafa notað myndir af sér í auglýsinga-
herferð.
Bedard segir Wrigley hafa gert þetta án hennar samþykkis og hefur
krafist 36,2 miUjóna króna í skaðabætur. -SK
Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, ásamt börnum sínum.
Valur Ingimundarson, hinn sigursæli þjálfari Tindastóls:
„Átti von á öllu
fyrir tímabilið"
„Ég er mjög hreykinn af strákun-
um mínum og finnst að þeir eigi
heiður skilinn fyrir frammistöðuna.
Það er ekki hægt annað en vera
ánægður með gengi liðsins. Ég
held að fæstir hafl búist við því sem
við erum búnir að gera í vetur, þar
sem breytingamar voru miklar á
liðinu fyrir keppnistímabilið. Núna,
þegar Sverrir Þór Sverrisson, sem
er að fara i fótboltann tU Grindavík-
ur, er farinn erum við búnir að
missa átta menn sem voru í hópn-
um siðasta tímabUi," segir Valur
Ingimundarson, þjálfari Tinda-
stólsliðsins í körfubolta, en Stólam-
ir hafa verið að gera góöa hluti i
vetur, þeir hafa lengst af verið með-
al fjögurra efstu liðanna í deUdinni
og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í
Eggjabikarkeppninni.
Að vísu duttu þeir út úr bikar-
keppninni í heimaleik gegn Grind-
víkingum á dögunum, en komu síð-
an sterkir tU baka nokkrum dögum
síðar og sigmðu KR-ingana í vestur-
bænum sem höfðu ekki tapað heima
fram að þeim leik.“
- En áttir þú von á þessu gengi
fyrir tímabilið?
„Ég átti von á öUu. Ég var með
breytt lið, að vísu fékk ég tvo góða
Dani tU liðs við okkur og Kristin
Friðriksson sem sannarlega er betri
en enginn. Svo náðum við okkur í
góðan útlending sem passar mjög
vel inn í liðið. Eftir að ég hætti að
spUa með og við fómm að hafa betri
stjóm á hlutunum inni á veUinum
hefur þetta smoUið saman og liðið
spUað virkUega vel og leikmenn
verið að berjast hver fyrir annan.
En það sem ég er ánægöastur með
er hvað ungu strákamir spUa vel í
vetur. Þeir hafa staðið alveg fuU-
komlega undir væntingum og eru
búnir að leggja virkUega hart að
sér. Þeir vita að þetta snýst um það
að æfa vel og berjast og eru að upp-
skera samkvæmt því.“
- En þið voruð fremur slakir á
móti Grindvikingum i bikar-
keppninni, hver er skýringin á
þvi?
„Það vantaöi aUa stemningu í lið-
ið í þeim leik og ég held að skýring-
in á því hafi verið sú að við lentum
í tveimur frestuðum leikjum í röð
og menn voru búnir að eyða mörg-
um dögum í að „mótívera" sig fyrir
leiki sem var frestað og drógust á
langinn, fyrst á móti Haukunum í
deildinni og síðan Grindvíkingun-
um.“
- En þið komið svo sterkir til
baka á móti KR?
„Já, það var mjög mikUvægt fyrir
okkur að ná sigri í þeim leik og
komast á sigurbraut að nýju. Strák-
amir sýndu vikUegan karakter að
sigra á þessum erfiða heimaveUi í
vesturbænum."
- Liðið er nú i 3.-4. sœtinu og
kemst með sigri í frestaða leikn-
um móti Haukunum upp að hlið
Njarðvikinga og Grindvíkinga á
toppnum. Manni heyrist að nú sé
krafan að verða eitt af fjórum
efstu og ná i oddaleikjaréttinn i
úrslitunum, er það nokkuð nema
eðlilegt?
„Það er náttúrlega ekki hægt að
gera þannig kröfur og það væri t.d.
óraunhæft að krefjast þess að við
spUuðum tU úrslita. Mér finnst mitt
unga lið vera búið að gera meira, en
hægt er að krefjast í rauninni, en
við erum ekki hættir. Ég er reyndar
með fimm unglingaflokksstráka í
liðinu, þannig að þetta getur verið
mjög brothætt og menn verða virki-
lega að passa sig á að halda sér á
jörðinni. Við erum ekki með eins
reynt lið og þessi lið á toppnum sem
við erum að berjast við, eins og t.d.
Grindvikingar og Njarðvíkingar
sem eru með hálft landsliðið. En
vitaskuld stefnum við að því að
verða eitt af íjórum efstu liðunum,
eða öUu heldur stefnum við að því
að halda áfram að vinna leikina og
þaö ætlum við að gera með því að
halda áfram að æfa vel og gera okk-
ar besta. Mér finnst ekki hægt að
krefjast meira en að við gerum okk-
ar besta. Svo sjáum við bara tU
hvemig útkoman verður í vor,“
sagði Valur Ingimundarson.
-ÞÁ