Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Side 10
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000
m
28
Sport unglinga
DV
-----.-V-Sv-
|í ^
/ -■ / . i r
# •» ** * • > i
Pær Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir, fyrirliöi, og Jóhanna
Lára Brynjólfsdóttir, talið frá vinstri á myndinni að ofan, voru í
lykilhlutverkum er Valskonur tryggðu sér Reykjarvíkur-
meistaratitilinn í 3. flokki en allt Valsliðið er samankomið á mynd hér
að neðan ásamt þjálfara sínum, Elísabetu Gunnarsdóttur.
Nóg að gera í fótboltanum
Katrín Ómarsdóttir (til vinstri að neðan) og Guðrún Bára Sverrisdóttir
(til hægri) höföu nóg að gera fyrir rúmri viku þegar þær spiluöu tvo
úrslitaleiki í röð í Reykjarvíkurmótinu í innanhússknattspyrnu.
Guðrún Bára er fyrirliöi 4. flokks sem vann úrslitaleikinn, 5-2, en 3.
flokkur KR, sem var að mestu skipaður stelpum úr 4. flokki, réð ekki
við Valskonur í úrslitaleiknum. Katrín, sem skoraði þrennu í
úrslitaleik 4. flokks, var síógnandi í 3. flokks leiknum og náði
Þrjár tvennur í úrslitaleiknum gegn ÍR
Pær Kristín Pétursdóttir, fyrirliði, Ólöf Gerður ísberg og Margrét Þórólfsdóttir, talið frá
vinstri, skoruðu allar tvö mörk í 6-2 sigri KR í framlengdum úrslitaleik gegn ÍR í 5. flokki.
„ Til hægri er síðan allur hópurinn hjá 5. flokki KR saman kominn með bikarinn í mótsiok.
Úrslitaleikir i Reykjavíkurmót-
inu í innanhússknattspyrnu fóru
fram fyrir rúmri viku í Laugar-
dalshöll. Unglingasíðan var á
staðnum og í dag lítum við á úr-
slitaleikina hjá stelpunum.
KR var örugglega sigurvegari
dagsins í Höllinni, enda unnu KR-
stelpur bæði í 5. og 4. ílokki, með
samtals markatölunni 11-2. ÍR-
v stelpur þurftu að sætta sig við
bæði þessi töp en gáfu þó lítið eft-
ir og úrslitaleikurinn í 5. flokki fór
aiia leið í framlengingu.
KR vann úrslitaleik fimmta
flokks, 6-2, en þær Margrét Þór-
ólfsdóttir og Kristín Pétursdóttir
fóru í gang í framlengingunni og
skoruðu tvö mörk hvor á sex mín-
útum. Félagi þeirra, Ólöf Gerður Is-
berg, skoraði fyrstu tvö mörk liðs-
ins í leiknum en leiknum lauk, 2-2,
eftir venjulegan leiktíma.
ÍR átti heldur ekkert svar við KR
i úrslitaleik 4. flokks en KR vann
leikinn, 5-2. Agnes Árnadóttir
skoraði fyrsta markið en hún átti
eftir að spila í marki í úrslitaleik 3.
flokks í næsta leik á eftir. Katrín
Ómarsdóttir tók þá við og skoraði
glæsilega þrennu, ÍR minnkaði
muninn með tveimur mörkum
áður en íris Björk Símonardóttir
innsiglaði sigurinn.
í úrslitaleik 3. flokks var KR loks
stöðvað er Valur vann 3-1 með
mörkum þeirra Dóru Maríu Lárus-
dóttir (2) og Dóru Stefánsdóttur en
Katrín hafði skoraði i 2. úr-
slitaleiknum í röð og
komið KR yfir. Jk
Þriðji flokkur KR
var að mestu skipað-
ur stelpum úr 4.
flokki sem voru
bæði mun yngri og
þreyttar eftir úr-
slitaleik á undan
en þær áttu aldrei /
svar við vel
spilandi liði i
Valskvenna sem
unnu einnig 2.
flokkinn. -ÓÓJ
«
m.
m
Reykjarvíkur-
meistarar 4.
flokks kvenna í/
knattspyrnu, liö
KR,
Reykjavíkurmótið í innanhússknattspyrnu:
br®s
- KR-stelpur unnu tvö gull og eitt silfur