Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 11
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000
29
Sport
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, stýröi liöi í stjörnuleik í fyrsta skipti um helgina en tapaöi. DV-mynd Hilmar Pór
Stjörnuleikur KKÍ um helgina:
- þegar Sprite vann Esso, 154-124
Stjörnuleikur KKÍ, Esso og
Sprite var háður á laugardag og fór
fram 1 íþróttahúsinu við Strand-
götu.
Eins og tíðkast i stjömuleikjum
var meira lagt upp úr að sýna tiltrif
og spila fyrir augað og áhorfendur,
á meðan allt það sem tilheyrir vam-
arleik vair látið liggja milli hluta.
Athygli vakti hversu margir leik-
menn gáfu ekki kost á sér í þennan
leik en í staðinn fengu körfuknatt-
leiksáhugamenn að sjá marga unga
og mjög hæfileikaríka leikmenn
sem em nú þegar búnir að sýna
fram á það að framtíð íslensks
körfuknattleiks er mjög björt.
Nokkur getumunur var á liðun-
um og sigraði Sprite-liðið, lið Frið-
riks Inga, nokkuð örugglega,
154-124. Liðin voru mjög ólík þar
sem Friðrik Ingi tefldi fram 9 leik-
mönnum af Suðumesjum en Ingi
Þór, þjálfari Esso-liðsins, var með
aðeins 1 leikmann þaðan. Þeir leik-
menn sem vöktu mesta athygli voru
Shawn Myers, Tindastóli, sem er
mikill háloftaleikmaður og gladdi
augað með mörgum troðslum, og
svo Keith Veney sem er nýkominn í
raðir Njarðvíkinga.
Veney, sem hefur alls ekki náð
sér á strik með Njarðvik, skoraði
tólf 3ja stiga körfur og nýtti sér
heldur betur að leika lausum hala
og raðaði hverri 3ja stiga körfunni á
eftir annarri og var að lokum valinn
maður leiksins.
Stig Sprite-liðsins: Keith Ven-
ey 43, Gunnar Einarsson 26, Brent-
on Birmingham 21, Guðjón Skúla-
son 14, Fannar Ólafsson 13, Friðrik
Ragnarsson 10, Páll Kristinsson 8,
Örlygur Sturluson 7, Tómas Holton
6, Pétur Guðmundsson 5, Hlynur
Bæringsson 4.
Stig Esso-liðsins: Torrey John
31, Shawn Myers 26, Óðinn Ásgeirs-
son 19, Kristinn Friðriksson 12, Kim
Lewis 11, Ægir Jónsson 9, Guðlaug-
ur Eyjólfsson 4, Jakob Sigurðsson 4,
Hjalti Pálsson 2, Svavar Birgisson 2,
ísak Einarsson 0.
Teitur besta skyttan
í hálfleik var keppt í 3ja stiga
skotum og troðslum. Það var Teit-
ur Örlygsson sem vann 3ja stiga
keppnina örugglega með frábærri
hittni og fékk 16 stig af 20 möguleg-
um.
Ungur Stjörnustrákur tróð
best allra
í troðslukeppninni var það ungur
drengur úr Stjömunni, Eiríkur Sig-
urðsson, sem kom sá og sigraði. Ei-
ríkur býr yfir miklum stökkkrafti
og sýndi skemmtileg tiltrif í loftinu.
Undarlegt þótti að engin útlending-
ur tók þátt í troðslukeppninni að
þessu sinni. -BG
Brenton Birmingham lék ágætlega meö liöi sínu í stjörnuleiknum og skoraöi
hann 21 stig. DV-mynd Hilmar Þór