Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2000 21 — I Þorbjorn Jensson lands- liösþjálfari hefur ekki átt sjö dagana sæla í Króatíu frekar en aörir sem í för voru meö íslenska lands- liöinu. Fram undan er tími breyt- inga en ekkert fararsniö er á Þorbirni úr starfi landsliösþjálfara. Með honum á myndinni er Ró- bert Sighvatsson, lang- besti leikmaður íslands í keppninni og Ólafur Stef- ánsson sem náöi sér ekki á strik. ÉLs* B3 Mánudagsviftta'ig Þýsk lið aeftir Róbert DV, Króatíu: Nokkur af sterkustu liðum þýsku Bundeslígunnar í handknattleik líta hýru auga til línumannsins sterka, Róberts Sig- hvatssonar, sem leikur með Bayer Dormagen. Eitt tilboð hefur borist í hann en forseti fé- lagsins hefur sagt að ekki komi til greina að selja Róbert sem enn á tvö ár eftir af samn- ingi sínum við þýska félagið. Róbert varðist allra frétta af málinu og vildi ekki gefa upp hvaða iið sýndu sér áhuga. Ekki ætti framganga hans á EM að hafa skemmt fyrir honum en hann var besti maður íslendinga i keppninni. Skuldum þjóðinni góða keppni „Niðurstaðan er ekki sú allra besta en við náðum að sýna rétt andlit í lokin og vinna síðasta leikinn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að bæta leik liðsins verulega. Það þarf greinilega að vinna mikið með liðið fyr- ir útsláttarkeppnina í júní, einnig innan HSÍ og innan hópsins að sjálfsögðu. Menn verða hver og einn að koma sér í gott líkamlegt ástand þannig að menn mæti frískir í næsta verkefni. Við skuldum íslensku þjóðinni góða keppni og ég ætla að vona að við getum skemmt þjóðinni í næstu heimsmeistara- keppni í Frakklandi sem haldin verður í byrj- un næsta árs,“ sagði Róbert Sighvatsson. Sport i>v Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir EM í Króatíu: Ekki minn stíll að stökkva frá borði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur mátt þola nokkra gagnrýni vegna frammistöðu liðsins i handknattleik sem lauk í Za- greb í Króatíu í gær. Þorbjöm hefur verið með liðið í tæp fimm ár en hann tók við því eftir heimsmeistarakeppnina á íslandi í byrjun júní 1995. Fyrir Evrópumótið var árangur Þorbjöms nokkuð góður og ber hæst fimmta sætið á HM í Kumomoto 1997 þar sem liðið lenti í fimmta sæti. 11. sætið á EM i Króatíu skyggir því nokkuð á störf hans með liðið og hefur hann ekki farið var hluta af því. Hvemig ætli Þorbjöm líti á niðurstöðuna þegar mótið er afstað- ið? - Af hverju var liðið ekki betra á mótinu en raun bar vitni? „Það er vegna þess að alit of mikið var búið að ganga á fyrir keppnina. Undirbúningurinn var ekki eins og best varð á kosið og leikmenn, sem eru i lykilstöðum, spila ekki nóg með liðum sínum í Þýskalandi og þá sér- staklega hvað sóknarleikinn áhrærir. Einnig hafa menn verið meiddir og það er þannig með okkur að ef ailt er ekki í lagi þá eigum erfitt með að ná góðum árangri." - Þú telur þig þá ekki hafa valið rangt lið til þátttöku? Hefðu yngri leikmenn kannski máttfá tœkifœri? „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr stórum hópi að velja. Ég var kannski að taka nokkra áhættu og maður getur alveg spurt sig eftir á hvort það hafi verið rangt og ég hafi átt að velja einhverja aðra í ákveðnar stöður. Ég held nú samt sem áður að ef ég hefði valið einhverja aðra hefði árangurinn ekki orðið neitt betri, kannski verri. Þá hefði maður verið gagnrýndur fyrir það að hafa ekki tekið hina og látið reyna á þá. Það gerði ég ekki og það getur vel verið að það hafi verið rangur kostur.“ - Berð þú ábyrgð á frammistöðu liðsins hér í Króatiu? „Það er ekki spuming að ég ber ábyrgð á henni og hef aldrei reynt að skorast undan því. Auðvitað á þjálfar- inn einhverja sök á þessu, hann ræð- ur, velur liðið hverju sinni og reynir að koma því í sem best form og undir- búa það á allan hátt fyrir keppnina." - Hvernig starfsumhverfi er þér skapað af hálfu HSÍ sem þjálfara landsliðsins? „Auðvitað reynir HSÍ og formaður þess að skapa mér sem best umhverfi. Eins kannski ailir vita hefur það ver- ið þannig að eftir HM heima 1995 hef- ur sambandið verið í stórum mínus fjárhagslega. Þar af leiðandi er starfs- umhverfið ekki akkúrat eins og það þyrfti að vera. Við verðum bara að sníða okkur stakk eftir vexti hvað varðar peningamáiin og þess vegna er þetta svona fátæklegt hjá okkur hvað varðar undirbúning og annað því sam- fara. Við verðum að skera við nögl ýmislegt sem við kannski hefðum þurft að gera og væri æskilegt. Eins og ég hef sagt, ef við gerum hrikalegar væntingar til liðsins, viljum hafa það gott er alveg ljóst að það þarf að koma til meira fjármagn. Við verðum að búa við svipað ástand á næstum árum því peningaflæðið er bara ekki meira. Þrátt fyrir allt erum við oft að gera vel, eins og á HM i Kumomoto, en þess á milli ekki. Starfsumhverfið er eins og best verður á kosið miðað við þær aðstæður sem við þurfum að búa við.“ - Hefur það komið upp í huga þinn að pakka saman og láta af störfum? „Nei, því mér finnst það eins og að vera að flýja af hólmi. íþróttirnar eru þannig að maður á stundum góðar og líka slæmar stundir og sem betur fer eru góðu stundimar fleiri. Mér finnst það í sjálfu sér engin lausn að flýja úr starfinu. Auðvitað væri það skemmti- legt að flýja af hólmi, segja bless og reynið að gera eitthvað betur. Mér finnst sá kostur aumingjalegur, ég er bara ekki þannig gerður. Ég vil frekar reyna að stokka upp spilin og sjá hvað við getum bætt. Það er alveg ljóst að liðið tekur ein- hverjum breytingum í framhaldinu og síðan þarf að reyna af öllum mætti að vinna niður skuldimar." - Hvað verður að gera til að búa til gott landslið? „Það verður í fyrsta lagi hiklaust að koma til meira fjármagn til þess að við getum framkvæmt þá hluti sem við þurfum að gera. Einnig þurfum við að taka meira þátt i mótum en það hefur ekki verið gert sem skyldi af því að við eram alltaf á síðustu krón- unni. Oftar en ekki setur maður niður fyrir sig hvað þarf að gera og þá er það i minni kantinum vegna peninga- skorts. Það þýðir ekki, eins og menn segja, að berja bara hnefanum í borð- ið. Það fást ekki meiri peningar fyrir það. Þeir sem halda að þaö dugi lifa bara í einhverjum öðru heimi en við.“ - Áður fyrr var landslióið að leika 15-20 landsleiki á ári. Er það ekki slœm þróun núna að leikirnir eru í dag taldir á fingrum ann- arrar handar? „Jú, þessi þróun er mjög slæm. Það var mjög gott að komast á mótið í Hollandi fyrir síðustu jól og ekki hvað síst fyrir ungu strákana en að sama skapi var það líka slæmt að strákarn- ir i Þýskalandi fengu sig ekki lausa á mótið. Við eram alltaf að nýta okkur eyður í þýsku deildinni sem landslið þeirra era að búa tO. Þýska landsliðið beið afhroð í keppninni alveg eins og við. Fyrir vikið horfir maður til betri tíma því meira svigrúm fæst því ég er viss um að þýska liðið krefst meiri tíma en áður. Undirbúningurinn hjá okkur verður þá betri en þá komum við erm og aftur að peningahliðinni. Allur undirbúningur kostar peninga." - Hver er i raun ástœðanfyrir þvi að við erum að dragast aftur úr? „Við höfum ekki úr stórum hópi að velja. Af þeim sökum verður allt að smella saman, allir verða að vera í toppformi og engin meiðsl mega verða. Ef menn skoða söguna sjá þeir fljótt að okkur gengur best þegar und- irbúningur er bestur. Fyrir HM í Jap- an fékk liðið fimm vikur til að undir- búa sig og enginn í hópnum var meiddur. Þá var umhverfið rétt og þá gerðum við hluti sem við náðum þar. Ef umhverfið er þannig eins og það var fyrir keppnina hér í Króatíu er ekki hægt að ætlast til betri árangurs. Við voram ekki að fá neina útreið í leikjunum og í sumum töpuðum við naumt. Það munar bara samt því að ef allt hefði verið í lagi í umgjörðinni hefði okkur gengið mun betur." - Veróur uppstokkun á liðinu i kjölfar keppninnar i Króatíu? „Já, það verða örugglega einhverjar breytingar. Við verðum að fá inn eitt- hvað af nýjum leikmönnum og síðan hef ég sagt að eftir 2-3 ár fáum við nokkuð stóran hóp af efnilegum strák- um. Þá getum horft fram á veginn aft- ur.“ - Þú œtlar þá að halda ótrauður áfram og koma liðinu inn á réttar brautir aftur? „Samningur minn rennur út um mitt næsta ár og það hefur ekki verið rætt um neitt annað en að ég haldi áfram. Ef menn vilja að ég haldi áfram held ég áfram. Ég ætla ekki að stökkva fyrir borð. Það er ekki minn stíll," sagði Þorbjörn Jensson. -JKS ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is IINTER SPORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.