Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Síða 5
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2000 23 Sjöþrautarmót í Tallinn í Eistlandi um helgina: Jón Arnar annar - skaut Erki Nool aftur fyrir sig en Roman Sebrle sigraði Jón Arnar Magnússon varð í öðru sæti á sterku sjöþrautarmóti innan- húss í Tallinn sem er kennt við Eist- ann Erki Nool og fór fram í heima- landi hans um helgina. Jón Arnar fékk samtals 6149 stig en sigurvegari varð Roman Sebrle, Tékklandi, með 6358 stig, og setti hann um leið tékkneskt met í grein- inni. Þriðji varð síðan heimamaðurinn Erki Nool, með 6137 stig. íslands- og Norðurlandamet Jóns Arnars er 6293 stig, frá HM í Maebashi á síðasta ári. Þessi árangur Jóns er sá þriðji besti hjá honum frá upphafi og tryggir hon- um rétt til að keppa á Evrópumeist- aramótinu í Gent, 25. til 27. febrúar. Jón Amar hljóp 60 metrana á 6,90 sekúndum, stökk 7,76 metra í lang- stökkinu og setti þar nýtt íslandsmet innanhúss. Gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 7,71 metri, frá 1996. Jón kastaði kúlunni 16,10 metra, stökk 2,01 metra í hástökkinu og var hann með 3588 stig eftir fyrri dag og í öðru sæti. Á síðari keppnisdeginum, í gær, hljóp hann 60 metra grindahlaup á 8,13 sekúndum, stökk 4,75 metra í stangarstökki og hljóp 1000 metrana á 2:48,78 mínútum. Er ljóst að ef Jón Amar hefði náð betri árangri í stang- arstökkinu hefði hann höggvið nærri íslandsmeti sínu. Lofar góðu fyrir framhaldið Árangur Jóns Arnars á þessu móti sýnir vel að hann er á réttri leið og framganga hans í Eistlandi lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið. Hann hefur æft mjög vel að undan- förnu og það sem er mikilvægast er að Jón Arnar hefur alveg verið laus við meiðsl. Vonandi verður svo áfram og þá gæti allt gerst. -SK/-ÓÓJ Röð 6 efstu manna: 1. Roman Sebrle, Tékklandi 6358 stig 2. Jón Arnar...........6149 stig 3. Erki Nool, Eistlandi .... 6137 stig 4. Michaelenko, Úkraníu . . 5984 stig 5. Kaseorg, Eistlandi... 5830 stig 6. Korkizoglou, Grikklandi . 5817stig Jón Arnar meö félaga sínum, Erki Nool, frá Eistlandi. Valdimar á heimleið? DV, Króatíu: Svo gæti farið að Valdimar Grímsson sé á heimleið úr atvinnumennskunni en samningur hans við þýska félagið Wuppertal rennur út í vor. Valdimar hefur undanfarin tvö ár leikið með þýska liðinu og það mun skýrast endanlega síðar í þessum mánuði hvað hann tekur sér fyrir hendur í vor. „Eins og staðan er í dag hefur stefnan verið tekin heim til Islands. Ég er þessa dagana að skoða mín mál og á næstu vikum ætla ég að taka endanlega ákvörðun. Ég er bara einfaldlega kominn á þann aldur að maður verður að hugsa sinn gang. Ef ég kem heim í vor er allar líkur á þvi að ég haldi áfram að leika handbolta," sagði Valdimar Grímsson í samtali við DV í Zagreb í gær en hann var þá á heimleið til Þýskalands. Valdimar hefur gengið í gegnum erfiða tíma í vetur hjá Wuppertal vegna meiðsla. Hann náði sér af þeim skömmu fyrir Evrópumótið og tókst að leika vel í keppninni. Hann var í hópi markahæstu leikmanna , skoraði 41 mark i sex leikjum og var nýting hans í skotum ein sú besta í mótinu. Valdimar Grímsson. Mike Tyson gekk hraustlega til verks og sigraöi andstæöing sinn eftir aðeins fjórar mínútur um helgina en þá mætti hann breska meistaranum Julius Francis í hringnum í Manchester. Tyson lamdi Francis sundur og saman og Bretinn, sem virkaði ákaflega lélegur andstæöingur, sá aldrei til sólar í þessum bardaga. Tyson lýsti því yfir eftir bardagann að hann gæti vel hugsaö sér aö berjast aftur í Evrópu og jafnvel aö flytja til Evrópu. Hann sagöi aö vel heföi veriö fariö meö sig í Bretlandi, mun betur en í Bandaríkjunum. -SK/Reuter Sport Agassi fagnar sigrinum á opna ástralska mótinu um helgina. Agassi er sá besti Bandarikjamaðurinn Andre Agassi sýndi það og sannaði um helgina að haann er besti tennis- leikari heims í karlaflokki um þessar myndir. Agassi lék til úrslita á opna ástralska stórmótinu gegn Jev- geni Kafelnikov frá Rússlandi og sigraði í löngum og ströngum leik, 3-6, 6-3, 6-2 og 6-4. Agassi sagði eftir mótið að það væri erfitt að verja titil á þessu móti og það hefði andstæðingur hans fengið að reyna að þessu sinni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt mót og vitanlega er ég sáttur við mína spila- mennsku," sagði Agassi eftir að sigurinn var í höfn. Kafelnikov var ekki sérlega ósáttur við sinn hlut og hafði haft orð á því í nokkuð langan tima að hann gæti ef til vill ekki sigrað á þessu móti. „Mér gekk vel til að byrja með í úrslita- leiknum og vann fyrsta settið. Eftir það tókst mér ekki að hafa stjóm á leiknum og eftir því sem á leikinn leið fór mér aftur,“ sagði Kafelnikov. Steffi Graf, ný unnusta Andre Agassi, fylgdist glöö meö sínum manni í úrslitunum. Davenport best í kvennaflokki Lindsay Davenport frá Banda- ríkjunum er sterkust tenniskvenna sem stendur í heiminum. Hún lék gegn Mart- inu Hingis frá Sviss í úrslitum í kvennaflokki og sigraði 6-3 og 7-5. -SK Staffan þjálf- ar kylfinga Sviinn Staífan Jonannsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálf- ari í golfi og einnig til að hafa yf- irumsjón með og skipuleggja landsliðsmál Golfsambands ís- lands. Johannsson hefur aðstoðað sænska atvinnumenn á evr- ópsku mótaröðinni síðustu 10-15 árin og er talinn mjög fær þjálf- ari. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.