Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2000 27 DV Sport Guömunda Kristjansdóttir skorar eitt 4 marka sinna fyrir Víking i sjö marka sigri á Val um helgina DV-mynd E.OL Blatter styöur Afríku Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspymusambandsins, virðist vera orðinn ákafur stuðningsmaður þess að heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu fari fram í Afríku árið 2006. Blatter hefur sagt að rétt sé að borgir eða lönd sem halda heimsmeist- arakeppni verði sem víöast um jarðarkringluna. Það gæti því farið svo að Englendingar og Þjóðverjar, sem eru á meðal ríkja sem sent hafa inn umsókn um keppnina 2006, ættu erfitt uppdráttar þegar keppnislandið verður tilkynnt síðar á þessu ári. Hingað til hafa Þjóðverjar talið sig eiga mikla möguleika en þeir gætu farið minnkandi ef afstaða Blatters breyt- ist ekki. -SK Góður sigur Campbells Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi gerði sér lítið fyrir og sigraði á Heimeken Classic, golfmóti atvinnumanna, sem lauk í Ástralíu um helg- ina. Campbell, sem er nær óþekktur kylfingur, lék holumar 72 á 268 högg- um en annar varð Daninn Thomas Bjöm sem lék á 274 höggum. Margir af sterkustu kylfingum heims léku á mótinu og sigur Campbells er at- hyglisverðari fyrir vikið. „Sterkur kylfingur leikur vel undir miklu álagi. Mér tókst þetta á þessu móti og ég er ánægður með það. Það var gaman að sigra á þessu móti,“ sagði Campbell sem fékk um 28 milljónir króna fyrir sigurinn. -SK 1. deild kvenna í handbolta um helgina: íslandsmet hjá Einari: 2,24 m - einum sm frá OL Einar Karl Hjartarson, ÍR, setti á fóstudagskvöld íslandsmet í há- stökki karla á móti úrvalshóps unglinga í Laugardalshöllinni er hann stökk 2,24 m. Eldra metið var 2,20 m og í eigu Einars sjálfs, frá því í mars á síðasta ári. Einar náði þar með lágmarki fyrir Evr- ópumeistaramótið innahúss í Belgíu 25 til 27. febrúar Lágmarkið, sem sett er af FRÍ, er 2,24 m. Einar Karl vantar þar . DEILS KViNHA \ Grótta/KR 17 12 1 4 400-320 25 Víkingur R. 16 10 5 1 344-283 25 FH 16 10 3 3 401-308 23 Stjarnan 17 10 0 7 397-350 20 Haukar 16 8 3 5 378-315 19 Valur 17 8 3 6 377-318 19 ÍBV 15 7 3 5 351-326 17 Fram 16 7 1 8 369-374 15 ÍR 16 5 0 11 269-329 10 KA 17 2 1 14 289-396 Afturelding 15 0 0 15 252-508 ) Hliðarendaskellur - Víkingsstúlkur burstuðu Val og Grótta KR vann Hauka Hraði, spenna og kraftur í sókn og vöm einkenndu fyrri hálfleik Hauka og Gróttu KR i gærkvöldi. Haukar höfðu undirtökin í upphafi leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. En Grótta KR sótti í sig veðrið er leið á hálfleikinn, jafnaði 9-9, og í hálfleik var jafnt, 11-11. Búast mátti við spennandi síðari hálfleik en ráðaleysi og vandræðagangur I leik Hauka, ásamt frábærri markvörslu Fanneyjar Rúnarsdóttur í marki Gróttu KR, kom í veg fyrir það. Grótta KR lék leik sinn af skynsemi og þrátt fyrir að hafa þrívegis orðið einum manni færri á fyrstu 20 mínútum síðari háifleiks náðu þær þriggja marka forskoti, 17-20, og þegar Haukar misstu út mann jók Grótta KR forystuna í 17-22 og gerði út um leikinn. Bæði þessi lið eru meðal þeirra bestu í deildinni í vetur en einhvern veginn hefur þjálfurum Hauka ekki tekist að ná því út úr liðinu sem í því býr á meðan Grótta KR nýtir sér styrk sinn til fulls. Til dæmis breyttu Haukar um varnartaktík fjórum sinnum í síðari hálfleiknum án þess að ná neinum teljandi árangri. Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 5, Auður Hermannsdóttir 5, Inga Friða Tryggvadóttir 5/2, Harpa Melsted 4, Ragnheiður Guðmundsdóttir 2, Tinna Halldórsdóttir 1, Sandra Anolyte 1, Hekla Daðadóttir 1. Varin skot: Hjördís Guömundsdóttir 15/1, Berglind Hafliðadóttir 1. Mörk Gróttu KR: Jóna Björg Pálmadóttir 8/2, Alla Gorkorian 5, Kristín Þórðardóttir 4, Ágústa Edda Bjömsdóttir 4, Eva Þórðardóttir 4, Edda Hrönn Kristinsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 23/1. Víkingssigur gegn Val Á laugardag mættust Valur og Víkingur á Hlíðarenda. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri tryggðu Víkingar stööu sína í fyrstu þremur sætunum en Valur gat með sigri blandað sér í þá baráttu. Frábær markvarsla Helgu Torfa- dóttur tryggði Víkingi öðru fremur sigur gegn Val sem þrátt fyrir ágæta baráttu átti ekkert svar gegn sterku Víkingsliði og mátti sætta sig við 7 marka tap, 16-23. Hjá Val munaði mikið um að Brynja Steinsen fann sig engan veginn i leiknum og skor- aði ekki mark. Sjö marka sigur er Víkingi mikilvægur í toppbaráttunni því ef deildin spilast áfram eins og verið hefur kemur markatalan til með að skipta sköpum þegar upp er staðið. Mörk Vals: Sigurlaug R. Rúnarsdóttir 5/4, Helga S. Ormsdóttir 3, Anna Steinsson 2, Eivor Pála Blcndal 2, Gerður Beta Jó- hannsdóttir 2/1, Eygló Jónsdóttir 1, Sonja Jónsdóttir 1. Varin skot: Berglind I. Hans- dóttir 8/2, Alda H. Jóhannsdóttir 3. Mörk Víkings: Kristín Guðmundsdótt- ir 7/2, Helga B. Brynjólfsdóttir 5/2, Guð- munda Kristjánsdóttir 4, Svava Sigurðar- dóttir 3, Margrét Egilsdóttir 2, Eva Hall- dórsdóttir 1, Heiðrún Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 26. Marta meö sigurmarkið á Akureyri KA vann ÍR, 16-15, í hörkuleik á Akureyri þar sem Marta Hermanns- dóttir skoraði sigurmark heima- stúlkna 10 sekúndum fyrir leikslok en gestimir úr Breiðholtinu höfðu gert 3 síðustu mörkin þar á undan. Jafnt var í hálfleik. ÍR var ávallt á undan í fyrri hálfleik en KA í seinni hálfleik en Jenný Ásmundsdóttir, markvörður ÍR, varöi mjög vel, með- al annars bæði víti KA í leiknum. Mörk KA: Marta Hermannsdóttir 4, Ás- dls Sigurðardóttir 3, Inga Huld Pálsdóttir 3, Heiða Valgeirsdóttir 3, Inga Dís Sigurð- ardóttir 2, Hulda Sif Ásmundsdóttir 1. Mörk ÍR: Ingibjörg Jóhannsdóttir 5, Heiða Guðmundsdóttir 4, Inga Jóna Ingi- mundardóttir 2, Björg Fenger 2, María Másdóttir 2. Afturlelding stóö í Stjörnunni Eftir tvö tuttugu marka töp í röð náðu Mosfellsstúlkur góðum leik gegn Stjömunni á Varmá á laugar- dag og Stjarnan náði að lokum fjög- urra marka sigri, 24-28, eftir að Aft- urelding hafði verið 6 mörkum undir i hálfleik, 10-16. Mörk Aftureldingar: Ebba Eggerts- dóttir 7, Ásthildur Haraldsdóttir 5, Vigdís Brandsdóttir 5, Inga María Ottósdóttir 3, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 2, Ingibjörg Magnúsdóttir 1, Aníta Pálsdóttir 1. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephensen 7, Inga Steinunn Björgvins- dóttir 5, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Mar- grét Vilhjálmsdóttir 3, Nína K. Bjömsdótt- ir 2, Hrund Grétarsdóttir 2, Rut Steinsen 2, Þorbjörg Þórhallsdóttir 1, Sigrún Másdótt- ir 1, Svava Björk Jónsdóttir 1. Sjötti heimasigurinn í Eyjum Eyjastúlkur em sterkar heima og á laugardag unnu þær sjötta heima- sigur sinn í 8 leikjum á Fram, 28-25. Fram byrjaði leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleik komust Eyjastelpur yfir og staðan í hálfleik var 14-12. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en markvörður ÍBV, Luckrecia Bokan, varði tvö vítaköst Framara í lokin. Mörk ÍBV: Anita Andreassen 7, Amela Hegic 6/4, Andrea Atladóttir 5, Hind Hannesdóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Mette Einarsen 1. Varin skot: Vigdís Sigurðadóttir 11, Luckrecia Bokan 6/2. Mörk Fram: Marina Zoeva 10/5, Hafdís Guðjónsdóttir 5, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Björk Tómasdóttir 2, Katrín Tómasdóttir 2, Díana Guðjónsdóttir 1, Olga Prokhorova 1, Bjarney Bjarnadóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 11, Ema María Hið árlega Þorrablót Fram verður haldið föstudaginn 4. febrúar fp, í félagsheimili Fram Safamýri I Húsið opnar kl. 20:00 með fordrykk Veislustjóri Þorsteinn J. Vilhjálmsson nœstum því Seðlabankastjóri! Heiðursgestur Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagcrðarmaður Verður Helgi Björns með "Framlag"? Óvcentar uppákomur Happdrœtti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.