Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 2
18 MIDVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 2000 Febriíar í dag, 2. febrúar, hefst í öllum menningarborgunum níu sýning á finnskri hönnun undir heitinu FIND _,„ _ (Finnish Design). Þar verða _ _J- sÝIK''r ný'r nytjahlutir scin eiga að koma til móts við kröfur fólks á nýrri öld og finnskir hönnuðir eru að þróa. íslenska einsöngslagið 6. febrúar verða ljóðatónleikar í Gerðubergi þar sem Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson syngja lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en hann er af mörgum talinn fyrsta íslenska tónskáldið. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Goðsagnirnar 11. febrúar frumsýnir íslenski dansflokkurinn ballett- inn Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich í Borgarleikhús- inu. Verkið er lokahluti þríleiks um Sergei Diaghilev (1872-1929), hinn rússneska impresaríó sem bylti list- heiminum með uppfærslum sínum hjá Les Ballets Russes. Ballettinn er sérsaminn fyrir íslenska dans- flokkinn og þetta er heimsfrumsýning á honum. Hægan, Elektra I febrúar verður frumsýnt leikritið Hægan, Elektra í Þjóð- leikhúsinu; metnaðarfullt og nýstárlegt verk þar sem höf- undur, Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir, tekst á við leikhúsið sjálft og tengsl lífs og listar. Þetta er fyrsta leik- rit Hrafnhildar eftir að hún hlaut Nor- rænu leikskáldaverðlaunin fyrir Ég er meistarinn. Edda Heiðrún Backman, Steinunn Óh'na Þorsteinsdóttir og Atli Rafn Sigurðar- son leika en leikstjóri er Viðar Eggertsson. Menningarverðlaun DV 24. febrúar verða Menningarverðlaun DV veitt í 22. skipti yfir hefðbundnum hádegisverði á Hótel Holti. Verðlaunin eru veitt fyrir afrek á sviði sjö listgreina, leiklistar, myndlistar, bókmennta, tónlistar, byggingar- listar, listhönnunar og kvikmynda. Tilnefningar í öllum greinum verða birtar í blaðinu smám saman næstu daga og vikur - til að auka spennuna. eims Mars Þjóðminjar á ferð Þjóðminjasafh íslands skipuleggur farandsýningarnar I „Búningar og kvenskart" og „Kirkja og þjóð í þúsund ár" í mars til að kynna þjóðargersemar safhsins. Þær I verða settar upp í söfnum, skólum og opinberum stöðum úti um allt land. Vandað fræðsluefni fylgir hverri sýningu. íslensk byggingarlist Arkitektafélag íslands gefur út leiðsögurit um islensk- % an arkitektúr sem prentað verður á íslensku og ensku. Stjörnur himinsins Listahátíð þroskaheftra verður í mars á vegum Ævin- j týraklúbbsins Og hefst með viðamikilli myndlistarsýn- | ingu i Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjölbreytileg list verður I höfð i frarnmi, dans, söngur, hljóðfæraleikur, leiklist, j upplestur og jafhvel stuttmyndasýning. Stefnumót við sagnahefð Farandsýningin Stefhumót við islenska sagnahefð hefur viðkomu í Landsbókasafhi íslands - Háskóla- I bókasafni, Cornell Háskóla og Library of Congress I í Bandarikjunum á árinu. Þar er rakin þróun prentlist- ar og örlög handritauppskrifta í gegnum aldirnar á ís- 1 landi. Einnig verður sagnaritun til forna skoðuð í j tengslum við nýjustu miðlunartækni nútímans. Lands- S bókasafn íslands - Háskólabókasafh og Landafunda- I nefnd standa að sýningunni í samstarfi við Fiske- j bókasafnið við Cornell-háskóla í íþöku, Bandaríkjun- I um. Vetrarhátíð ÍBR Frá 18. til 24. mars verður fyrri íþróttahátíðin á vegum íþróttabandalags Reykja- I víkur á árinu. Þar verða hin- : ar ýmsu vetraríþróttir í I brennidepli. Til dæmis | verður boðið upp á kennslu I í margvíslegri skíðaiðkun á | Bláfjallasvæðinu og sýni- I kennslu á skautum í Laug- | ardal. í tengslum við upp- haf íþróttahátíðarinnar 1 stendur listhlaupadeild I Skautafélags Reykjavíkur | fyrir glæsilegri skautasýn- | ingu í Skautahöllinni. Aðal- I sýningaratriðið á Vetrarhátíðinni verða „Ismolarnir", I 20 manna listdanshópur. 2000 orð yfir Reykjavík Bókmenntaáhugamenn verða að merkja sérstaklega j við þann 23. mars þvi þá I verður flutt sérstök dag- skrá á vegum Rithöf- undasambands íslands og Félags íslenskra leikara um Reykjavík eins og j hún birtist í orðum skálda ! og rithöfunda. Dagskráin verður flutt aðeins þetta eina sinn í Borgarleikhúsinu (nema hvað) undir stjórn Pét- I urs Gunnarssonar rithöfundar. oekktir starmenn og mync- Róska Myndlistarárið 2000 fer vel af stað. Sýning Listasafhs ís- lands á verkum Claudio Parmiggiani, sem var opnuð á laugardag, er fengur fyrir íslenska myndlistaráhugamenn, ekki aðeins af því að hún er sett upp sérstaklega fyrir safnið heldur af því að Parmiggiani er í hópi merkustu myndlistar- manna sarntímans. Strax um næstu helgi verður opnuð í Listasafhi fslands sýning á verkum annars myndlistarmanns sem er vanur að sýna á alþjóðlegum vettvangi. Roni Horn er bandarisk en tíður gestur á íslandi og vinnur mörg verka sinna hér á landi. Hún hefur aðeins sýnt í Reykjavík áður á smærri sýningum og því ætti enginn sem vill fylgjast með að láta „Pi" fram hjá sér fara. Það sama gildir um sýningu á nýjustu verkum eins fremsta myndlistarmanns þjóðarinnar, Sigurðar Guð- mundssonar, á sama stað í október. Sigurður hefur dvalið í Kína síðustu misserin og ætlar að sýna verk sem hann gerði þar. Hybert og Baldessari Þann 19. apríl verður tekið í notkun nýtt húsnæði Lista- safhs Reykjavíkur í Hafharhúsinu við Tryggvagötu. Önnur opnunarsýningin er á verkum franska listamannsins Fabrice Hybert en hann varð frægur í heimlandi sínu þegar hann sefti upp Hybermarché í Borgarlistasafni Parisar í ársbyrjun 1995. Þar sýndi hann vörur sem hann seldi en teikningar hans voru límdar undir borðin sem varan stóð á þannig að enginn sá þær. Verk Hyberts búa yfir vissri kaldhæðni og merking þeirra er margræð en það hefur síst staðið í vegi fyrir alþjóðlegri velgengni hans. Hybert er afskaplega ftanskur listamaður og því verður forvitnilegt að sjá hvern- ig verk hans leggjast í íslendinga. Þá ætlar Listasafn Reykjavíkur að setja upp sýningu með verkum bandariska fjöltæknilistamannsins Johns Baldess- ari í loks ársins. Baldessari er af sömu kynslóð og Erró. Hann hóf feril sinn sem listmálari en sneri sér síðan að ljós- myndun, kvikmyndagerð og hugmyndalist. Áhrifa hans gæt- ir í verkum margra myndlistarmanna af yngri kynslóðinni, enda hafa sumir þeirra sótt til hans tíma við California Institute of the Arts. Ekki er ólíklegt að áhrif Baldessaris á verk sýningarstjórans, Þorvaids Þorsteinssonar, eigi eftir að koma í ljós á sýningunni sem lofar góðu yfirliti yfir fer- il listamannsins. Róska öll Nýlistasafhið ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í innflum- ingi á útlenskri myndlist. Á Bláum í sumar verða á ferðinni ungar stjörnur úr bresku listalífi, þær Sarah Lucas og Gilli- an Wearing ásamt Michael Landy og Angus Fairhurst. Lucas og Wearing voru báðar með á heimfrægri sýningu, Sensation, sem var sett upp í London árið 1997 en gerir nú usla í Brooklyn í Bandarikjunum. Við bíðum spennt eftir að sjá verk þessara hátískulistamanna. Strax í mars verður önnur sýning í Nýló á vegum menn- ingarborgar með verkum eftir Ingólf Arnarson, Andreas Karl Schulze frá Þýskalandi og Robin von Haareveld frá Hollandi. Langmesta tilhlökkunarefhið er þó haustsýning Nýlistasafhsins í menningarborgartríólógíunni hvitur, rauð- ur, blár. Þá verður sett upp yfirlitssýning á verkum listakon- unnar Rósku. Hún var þekkt fyrir róttækar skoðanir sínar og lífsstíl en á sýningunni er ætlunin að draga upp heildarmynd af fjölbreyttum ferli hennar sem listakonu. Þetta er sýning sem fengur er að því verk Rósku eru ekki jafnþekkt og per- sóna hennar. Vel gerð yfirlitssýning með verkum látins listamanns er einstætt tækifæri til að sjá verk hans í nýju ljósi og skoða ferilinn í viðara samhengi. Öðruvisi horfir með yfirlitssýn- ingar á verkum þeirra sem enn eru í fullu fjöri. Þær geta þó verið vel til þess fallnar að staldra aðeins við líkt og Lista- safn íslands ætlar að gera í mars með Svövu Björnsdóttur. Tækni og tölvulist Tölvur og tækni eru í tísku í myndlistarheiminum í dag, þótt ekki hafi farið mikið fyrir slíkri sköpun á fslandi. Úr því verður bætt í vor með sýningunni @ á Listasafni fslands i tengslum við Listahátíð. Attið er samstarfsverkefhi fslensku menningarsamsteypunnar art.is og oz.com en fær einnig fjárveitingu frá Reykjavík menningarborg. Hannes Sigurðsson er hvatamaðurinn að verkefninu og hefur leitt saman hóp listamanna og starfsmanna frá oz.com til að fá þá til að búa til myndlist með hjálp tölvutækninnar. Enginn listamannanna hefur áður notað tölvur sem beinan efhivið í verk. Hópur ungra listamanna frá Finnlandi, ROR-Tuotanto, mun taka allt öðruvísi á tæknimálunum á sýningunni T ERROR 2000 í Norræna húsinu í lok mars. Þær lýsingar sem við höfurn af hópnum benda til þess að hann vinni á Það er tilhlökkunarefni aðfá loksins að sjá stóra sýningu með verkum eftirRósku, þáfjölhœfu listakonu og lífskúnstner. svipuðum nótum og sams konar hópar jafhaldra þeirra í öðrum borgum. Fullþroska myndbönd Þá er vert að minnast á tvær sýningar sem hafa mynd- bandsverk í hávegum enda ekki á hverjum degi sem sú list fær að njóta sín hérlendis. Steina Vasulka verður með verk á sýningu sem verður opnuð í LÍ á sama tíma og Attið,en hún er ein af þekktustu myndbandalistamönnum heims. Frægir erlendir videólistamenn hafa einnig verið orðaðir við sýninguna, en ekki hefur fengist staðfest hverjir þeir verða. Snemma í maí verða einnig sett upp myndbandsverk i Hafharborg. Þau eru eftir hollensku videólistakonurnar Madeylon Hooykaas og Elsu Stansfield. Þær dvöldu í vinnustofum Hafnarborgar fyrir tveimur árum og héldu þá fyrirlestur um verk sín og námskeið í gerð videólistar fyrir íslenska myndlistarmenn. Hooykaas og Stansfield vinna með innsetningar á myndbandsverkum Lítið og gott Gallerí i8 hefur að sjálfsögðu ekki yfir jafnstóru sýning- arplássi að ráða og söfnin en þar er engu að siður von á sýn- ingu með verkum eins þekktasta myndlistarmanns síðari ára, Bretans Tony Cragg, í júní. Frægustu verk hans eru skúlptúrar sem hann setur saman úr litríkum plasthlutum sem hann raðar á gólf en á síðustu árum hafa vakið mesta at- hygli skúlptúrar hans sem gerðir eru úr ótal teningum. Síð- ar á árinu er von á tveimur sýningum með verkum yngri myndlistarmanna af sömu kynslóð og Francis Hybert. Catherine Yass og Jyrki Parantiainen vinna bæði með . ljósmyndir en á gerólíkan hátt og þau virðast á allt annarri bylgjulengd en Frakkinn. Fræg nöfn og framandi Hér að ofan hafa verið taldar upp þær sýningar sem við teljum að enginn ætti að missa af. Enn ein slík verður sett upp á Kjarvalsstöðum í september þar sem við sögu koma verk nokkurra frægusfu og flottustu myndlistarmanna 20. aldarinnar. Picasso, Braque, Kandinsky, Paul Klee, Yoko Ono, Krístján Guðmundsson, Lebel og Magritte eru komnir á listann en óvissa ríkir ennþá um verk eftir Marcel Duchamp, Richard Long, Joseph Kosuth og Christian Boltanski. Af upptalningunni sést að enginn má missa af þessu, ekki frekar en annarri samsýningu í Gerðarsafhi í júní og júlí. Pérur Arason og Ragna Róbertsdóttir ætla að lána verk íslenskra og erlendra samtímalistamanna úr einkasafhi sínu á þessa sýningu en safnið er líklega það stærsta sinnar teg- undar í einkaeign hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk úr safhinu koma fyrir sjónir almennings og því einstakt tækifæri til að sjá öndvegisverk eftir ffumkvöðla í íslenskri nútimamyndlist. Ekkert hefur verið sagt um virðulegar yfirlitssýningar á verkum íslenskra listamanna á borð við Kjarval og Þórar- in B. Þorláksson eða forvitnilegar sýningar eins og þá sem Kjarvalsstaðir setja upp í haust á verkum ungra samtíma- listamanna frá Suður-Afríku. Það ætti þó að vera orðið Ijóst að myndlistaráhugamenn þurfa ekki að kvíða hungri á árinu því hér hefur aðeins verið minnst á sýningar sem við teljum til stórviðburða. -MEÓ Steina Vasulka er lóngu víðkunn fyrir myndbandsverk sín en stutt er síðan hún varð almennilega þekkt á íslandi. Hún hlaut Menningar- verðlaun DVárið 1997. Sigurður Guðmundsson hefur dvalist i Kina síðustu misserin og kemur með verk þaðan á sýningu í Listasafni íslands í haust. Hann hlaut Menningarverðlaun DV ífyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.